Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 71 UMRÆÐAN Til kennara frá leiðbeinanda ÁGÆTU kennarar. Eg get ekki á mér setið að senda ykkur nokkrar Mnur tO um- hugsunar. Ég starfa sem leiðbeinandi í skóla hér í borg. Ég hef brátt 7 ára kennslureynslu að baki, margra ára reynslu af ýmissi annarri vinnu, fjögurra ára háskólanám (og lokapróf), og hef auk þess alið upp þrjú böm. Það sem mér gremst Unnur sólrún er það ofurkapp sem Bragadóttir þið kennarar leggið á að hlutfall leiðbeinenda við kennslu sé algildur mælikvarði á hrörnun skólastarfs eða hnignun menntunar í landinu. Mér finnst þetta lýsa vanþekkingu á eðli kennarastarfsins og hroka gagn- vart þeim vinnufélögum ykkar sem vinna nákvæmlega sömu störf og þið innan veggja skólanna en á mun lægri launum. Eðli kennslu er þekkingarmiðlun og margir geta verið vel til þess konar miðl- unar fallnir jafnvel þótt þá skorti próf í uppeldis- og kennslufræð- um. Læknir getur verið mjög góð- ur kennari í öllu er lýtur að sér- þekkingu hans og hjúkrunarfræð- ingurinn einnig. Presturinn getur miðlað af mun meiri þekkingu í kristnum fræðum en útskrifaður kennari úr Kennarháskólanum, en allt yrðu þetta leiðbeinendur ef þeir tækju að sér kennslu. Aftur á móti væru örugglega mun færri kennarar sem gætu leyst prestinn af og enginn kennari gæti leyst lækninn af í veikindafríi og tæp- lega nokkur hjúkrunarfræðinginn. Vissulega hef ég skilning á vernd- un starfsheita og ég er meðmælt miklum kröfum til kennarastéttar- innar. Kennarar og leiðbeinendur vinna með börn á frjóasta og mik- ilvægasta skeiði lífs þeirra og hafa gjarnan úrslitaáhrif á líf þeirra og líðan. Það er vægast sagt merki- legt hvað samfélagið greiðir þess- ari starfsstétt léleg laun miðað við ábyrgð og kröfur og miðað við þær fullyrðingar að öllum þykir okkur vænt um börnin okkar. Ég sem leiðbeinandi er mjög óánægð með launin mín. Ég er verkstjóri 26 barna, barna sem ég get fullyrt að ég elska og dái og legg mig alla fram til að samstarf okkar megi vera sem farsælast. Sérhver kennslustund krefst skipulagning- ar svo ég haldi völd- um I skólastofunni, svo mér takist að halda árvekni allra bamanna og nýta tímann sem best. Daglega eyði ég löng- um tíma í undirbún- ing og yfirferð verk- efna eins og kennar- inn. Sé ég spurð að því hvenær dagsins ég sé búin í vinnunni get ég bara sagt hvenær kennslunni ljúki því undirbún- ingnum finnst mér í raun aldrei lokið. Þeir kennarar (leið- beinendur) sem eru með erfiða nemendur, eyða einnig miklum tíma í fundi með foreldrum, skóla- yfirvöldum og sérfræðingum. Þær eru ótaldar stundirnar við símann að ræða lausnir og leiðir við for- eldra og þær eru ógreiddar. Og fólk spyr: Hvers vegna hangið þið í starfi sem enginn kann að meta og er svona illa launað? En auðvit- að og sem betur fer er svarið ekki einfalt. Flestir kennarar hafa valið sér þetta sem ævistarf vegna áhuga, vinna þeirra er samfélag- inu mikilvæg og þeir eiga að fá mannsæmandi laun fyrir. Hverj- um dytti í hug að bjóða verkstjóra, t.d. í byggingarvinnu, þar sem hann stjórnaði 26 manna hópi rúmar hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun? Örugglega fáum, ef nokkrum. Auðvitað fyrirfinnast meðal kennara og leiðbeinenda, einstaklingar sem líklega ættu að starfa við eitthvað allt annað, en þannig er það í öllum starfsstétt- um. í flestum tilvikum er um hæft fólk að ræða, sem stundar starf sitt af áhuga og samviskusemi þrátt fyrir oft mjög erfiðar að- stæður. Ég hef fullan skilning á kjarabaráttu ykkar, kennarar, en 4JI íf GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 flísar ^jyæða parket ^jpóð verð ^igóð þjónusta Kennararáðningar Leiðbeinendur eru bara ráðnir til eins árs í senn, segir Unnur Sól- rún Bragadóttir. Þeir verða að bíða í óvissu yfír sumarmánuðina hvort starf þeirra sé enn óskipað að hausti. ég mótmæli harðlega þeirri full- yrðingu ykkar að vera mín, leið- beinandans, innan veggja skólans sé því sem næst eini mælikvarðinn á hnignun menntunar í landinu. Þessi afstaða finnst mér sýna lít- inn skilning á málefnum skólanna. Auðvitað á að gera þær kröfur að þeir sem starfa við kennslu innan skólanna séu vel menntaðir, það er ekki spurning. I því sambandi vil ég benda á, að um sama leyti og ég lauk stúdentsprófi, luku þeir jafnaldrar mínir sem völdu Kenn- araskólann, kennaraprófi. Ég fór síðan í fjögurra ára háskólanám erlendis og einhverjir kennarar fóru í framhaldsnám, en líklega I3IOMIEGA E-vítamín Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. Omega Farma minni hluti. Hafi menntunin mikið vægi, þá hef ég fjögurra ára há- skólanám fram yfir fjöldann af jafnaldra starfsfélögum mínum. Nú ljúka þó allir verðandi kennar- ar stúdentsprófi áður en kennara- nám hefst og við skulum ætla að sú breyting hafi verið til bóta. Ég álít að á unglingastigi, þar sem mun meiri sérþekkingar er þörf en í yngri deildum, þá sé háskóla- gengið fólk ekki síður vel til fræðslunnar fallið en kennara- eða kennaraháskólagengið fólk, jafn- vel þó á skorti uppeldis- og kennslufræði. Leiðbeinendur eru bara ráðnir til eins árs í senn. Þeir verða að bíða í óvissu yfir sumarmánuðina hvort starf þeirra sé enn óskipað að hausti. I því felst að þeir fá gjaman stöður sem erfitt er að manna, bekki sem erfitt er að kenna. Samt væri óneitanlega fróð- legt að láta kanna árangur bama sem leiðbeinendur hafa kennt og bera það saman við árangur barna sem hafa notið handleiðslu rétt- indakennara. Kannski kæmi niður- staðan á óvart. Nei, kennarar. Leiðin til auldnna gæða menntunar barnanna felst ekki í því að henda okkur leiðbein- endum burt, hún felst m.a. í út- sjónasemi við að ná góðum „fræðá| urum“ inn í skólana og ég fullyrði að þeir leynast einnig meðal okkar leiðbeinenda. Annað sem ég get ekki látið hjá líða að minnast á, er samanburður ykkar kennara í Reykjavík á kjör- um ykkar og þeirra sem era úti á landi. Kennarar úti á landi verða alltaf að vera betur launaðir en kennarar á höfuðborgarsvæðinu. Til þess liggja ástæður sem varla þarf að tíunda hér. Barátta kenn- ara t.d. í Reykjavík fyrir bættum þjöram þarf engan samanburð við þann árangur sem landsbyggðar- kennarar og leiðbeinendur þar hafa náð í sérsamningum sínum. Þeir eru vel að þeim samningum komnir og óska ég þeim bara inni- lega til hamingju. Málið snýst um að fá mannsæmandi og sanngjörn laun fyrir vinnu sína hvar sem maður er staddur. í þeirri baráttu þarf engan samanburð. Það þarf bara að tíunda mikilvægi og ábyrgð starfsins og kostnaðinn við að framfleyta sér og sínum. Það era viðmið kjarabaráttunnar. Með kærri kveðju. Höfundur er leiðbeinandi i Lang- holtsskóla. Atvinna handa öllum FRAMSOKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Kosningakaff i í Reykjavfk Lfttu inn í kaffi og kosningaspjall með okkur í dag. Frambjóðendur Framsóknarflokksins. Kosningaskrifstofan, Hverfisgötu 33. n til nýrrar aldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.