Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ CLICK HERE 24 7 ítilefni mædradagsins fá allir synir og dætur rós með gjðfínni handa mðmmu. Gildir meðan birgðir endast. 1600 Watta nárblasari sem tryggir að mamm verður i frábæru skapi langt fram f næstu vik Bestu vinir mömmu fást í miklu úrvaii hjá BT. Krullujárn af bestu gerð, fyrir bestu mömmu i heimi, á frábæru BT verði. Þú finnur geisladisk fyrir mömmu hjá BT. BT • Skeifunni 11 «108 Rvk • Sími 550 4444 • BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 T---------- MARGMIÐLUN DEAD 6ROKE i* a Npstw Agath* Christ»-styl* mystery vnth some hMvy doses of twisted | comedy. Our detective investigates a mystenous W. murdef outside a debt coflection agency. We join him as h« rnvestigates thrs motley crew of debt «« •« in coUactors, jotxneymg into the volatile worid of owing money and settfcng scores. Dead Broke Written and Drected by Edward Vilga legum stuttmyndum, sem önnur þeirra hlaut Oskarstilnefningu sem besta stuttmynd síðasta árs, en báð- ar myndirnar eru vistaðar í nýju gagnasniði Microsoft Media Player, sem er ætlað að etja kapp við RealMedia. Rolling Stone hefur einnig tekið upp nýtt gagnasnið Media Player og á slóðinni www.rollingsto- ne.com/sections/vtheat- er/text/300k.asp gefur að líta grúa tónlistarmyndbanda sem lysthaf- endur geta þá skoðað á skjám sín- um hafi þeir til þess tenginguna. Sannkallað Netbíó EFTIR ÞVÍ sem bandvídd batnar eykst notagildi Netsins. Ekki er bara að það sé bráðhandhægt til að dreifa upplýsingum í prentuðu máli og tónlist á MP3-sniði, heldur eru menn farnir að nota það til að miðla kvikmyndum. Víða er hægt að nálg- ast ólögleg eintök kvikmynda, þótt það sé ekki fyrir venjulega notend- ur að sækja slíkt, en einnig eru menn farnir að gera tilraunir með kvikmyndasýningar yfir Netið og skammt er síðan kvikmynd í fullri lengd var fi-umsýnd á Netinu og er enn til sýnis. Kvikmynd í fuilri lengd er gríðar- stórt skjal, eins og nærri má geta; 120 mínútna mynd í ríflega sjón- varpsgæðum er vel á flmmta gíga- bæti, um 4.700 megabæti, og gefur augaleið að ekki er nokkur leið til að flytja slíkt magn um venjulega tölvutengingu. Aftur á móti hafa ýmsir gripið til þess að þjappa myndunum verulega og minnka myndgæði, þó þannig að hægt sé að sjá ágætis mynd í glugga á skjánum og sæmilega í fullri skjástærð. Þannig var til að mynda South Park-þáttum dreift á Netinu þó nokkru áður en þeir komust í ís- lenskt sjónvai-p og er reyndar enn. Nýjungin í kvikmyndamálum á Netinu er að hægt er að horfa á heilar kvikmyndir. Fyrir skömmu var þannig fyrsta frumsýning á kvikmynd í fullri lengd á Netinu, Dead Broke, en einnig er þar hægt að sjá þrjátíu og fímm ára gamla upptöku af uppsetningu Johns Gi- elguds á Hamlet með Richard Burton í aðalhlutverki, sjá www.aentv.com, og myndina frægu Koyaanisqatsi er líka hægt að skoða, sjá slóðina webevents.broa- dcast.com/filmscouts/ipmis- ummit/Koyaanisqatsi/, svo dæmi séu tekin. Kvikmyndin Dead Broke var frumsýnd fyrir stuttu á Netinu og í kvikmyndahúsum vestan hafs. Leikarar í myndinni eru Paul Sor- vino, Tony Roberts og John Glover, en leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Edward Vilga, sem áður hefur sýnt mynd á Netinu, sagði að eftir að klippingu lauk hefði hann hvorki haft fé né tíma til að fara „kvikmyndahátíðarúntinn" og því ákveðið að sýna hana á Net- inu til að ná til sem flestra. Dead Broke er sýnd sem þáttur í sérstöku verkefni sem kallast eCine. Næsta myndin í því verkefni, Chalk, verður frumsýnd 5. júní næstkomandi, og þriðja myndin, 1999, mánuði síðar. Fjórða myndin verður svo sýnd í sumar. Dead Broke er sýnd á vefsetri iFilm.net, www.ifilm.net/main.taf, en þar eru einriig fleiri myndir til sýnis. A vefsetrinu Hollywood Online, hollywood.com/netshow/, er að finna fjölmargar kynningarmyndir kvik- mynda, bæði gamlar og nýjar, auk- inheldur sem þar má fmna tónlist- armyndbönd og viðtöl. Hollywood Shorts-vefsetrið, www.lalive.com/hollywoodshorts/, gefur kvikmyndaleikstjónim og - höfundum kost á að kynna stutt- myndir. Þar er að finna fjölmargar merkilegar myndir, sem sumar eru margverðlaunaðar. Annað setur sem sýnir verðlaun- aðar stuttmyndir er Atom Films, www.atomfilms.com/. Þar stendur nú sérstök sýning á tveimur merki- PlayStation- hermir fyrir Pésa EINS OG leikjavinir eflaust muna fékk Sony fyrir skemmstu lögbann sett á dreifíngn Conn- ectix á PlayStation-hermi sínum á þeirri forsendu að Connectix hefði notað BIOS úr PlayStation við gerð hermisins sem er ólög- legt. Um svipað leyti og sá dóm- ur var felldur kynnti smáfyrir- tæki nýjan PlayStation-hermi, Bieem!, sem Sony hefur ekki tekist að stöðva. Eins og getið er var Connectix bannað að selja herminn þar sem brotið hefði verið á höfundarrétti við gerð hans, en ekki vegna þess að hann væri í sjálfu sér ólöglegur. Því er aftur á móti ekki eins farið með BIeem!-höfunda. Þeirra hugbúnaður er til búinn án þess að grauta í BIOS PlayStation-tölvu og því getur Sony lítið gert til að koma í veg fyrir dreifinguna. Þeir BIeem!-menii segjast reyndar aðeins bera hag Sony fyrir bijósti, dreifíng á Bleem! muni auka sölu á PlayStation- Ieikjum, enda er þannig um hnútana búið að ekki er hægt að keyra nema upprunalega leikjadiska í herminum. Fyrstu fregnir af Bleem! fóru um Netið í janúar síðastliðnum og ekki leið á löngu að óprúttnir komust yfír heildarútgáfu hug- búnaðarins, ókláraða að vísu, og drefðu henni á Netinu. Það skapaði gríðarlega eftirspurn og um leið mikla umfjöllun sem leiddi af sér áðurnefnda mál- sókn af hálfu Sony. Hingað til útgáfan sem fyrirtækið dreifír er með innbyggða tímatak- mörkun, þ.e. það hættir að vinna eftir ákveðinn tíma og þarf að endurræsa til að halda áfram. Hægt er að velja ýmsar skjáupplausnir og einnig smala- hlutfall hljóðs. Stuðningur er við ýmsar gerðir stýripinna eða lyklaborð. I lokagerð Bleem! verður meðal annars stuðning- ur við Direct3D og fleiri þrí- víddarstaðla, aukinheldur sem hægt verður að geyma í leikjum líkt og á minniskorti. Forritið vann vel á 450 MHz Pentium II tölvu með 128 MB inra minni og 16 MB Riva TNT skjákorti. Eðlilega var ekki hægt að prófa þrívíddarhraðalinn, þar sem TNT-kort nota Direct3D, og ekki heldur hægt að prófa hljóðið því það er óvirkt í kynn- ingareintakinu. Af leikjum sem Bleem! styður má nefna Tekken 3, FIFA ‘98: Road to World Cup, T’ai Fu, Moto Racer 2, Cool Boarders 2, Metal Gear Solid, Final Fantasy 7, Mortal Kombat Trilogy, Hercules, Fighting Force, Tenchu: Stealth Assassins, Gran Turismo, Tomb Raider 2, Worms, Grand Theft Auto Take 2, Spyro the Dragon, Resident Evil 2, MediEvil, Crash Band- icoot 2 og 3, Soul Blade, Ridge Racer 4, svo dæmi séu tekin, en þeir skipta hundruðum og bæt- ist sífellt við. hafa dómarar neitað að setja lögbann á framleiðslu Bleem! og áhugasamir hafa verið iðnir við að sækja sér kynningareintak, því ríflega hálf milljón eintaka hefur verið sótt á vefsíðu Bleem! Málaferlin hafa aftur á móti seinkað Iokagerð hermisins, ef marka má heimasiðu Bleem!- manna, sem eru þó farnir að taka við pöntunum á Netinu. Á pöntunarsiðunni kemur fram að hug- búnaður- inn kosti í kringum 1.500 kr., en ókeypis kynningareintak er á vefsetri fyrirtækisins, www.bleem.com. Bleem! keyrir PlayStation- leiki á Windows 9x tölvum. Það gerir kröfur um 166 MHz Penti- um-tölvu með 16 Mb innra minni, gott skjákort, tveggja hraða geisladrif, hljóðkort og 1 Mb á hörðum disk. Kynningar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.