Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ búa á þessum stórkostlega stað, annað var það ekki sem tengdi þær því þótt ekki hafi mátt skerða hárið á henni frænku minni hefði hún gefið það frá sér ef líf annarra hefði legið við. Hennar líf ein- kenndist af gjafmild, bæði á ver- aldlega hlutum en þó miklu fremur á sjálfa sig því minningarnar ein- kennast af hlátri, sögum, orgelspili er við systkinin hömruðum á orgel- ið óáreitt þrátt fyrir þau ófógi'u hljóð sem okkur tókst að fá úr því, spenvolgri mjólk, æsa Sám upp í eltingaleik og fá að gefa kálfunum. Þó að hún ætti ekki börn sjálf löð- uðust að henni börn annarra vegna þess að hún talaði við okkur á þeim nótum að okkur fannst við ekki vera bara einhver krakki sem hafði ekkert til málanna að leggja. Þegar von var á henni í heimsókn til afa og ömmu var það mikið tilhlökkun- arefni hjá okkur systkinunum enda þýddi það hlátur, sögur og spila- mennsku. Og talandi um hár þá var það hluti af því að vakna nógu snemma og fara „vesturí" til að sjá þegar hún leysti úr fléttunum og hárið féll eins og flóðbylgja niður fyrir mitti. Þá hét maður sjálfri sér því að safna hári eins og Munda en þolinmæðinni var ekki fyrir að fara og skærin höfðu vinninginn. Þegar ég eignaðist börnin mín og ég fann að þau fundu til sömu tilhlökkunar að hitta hana fann ég fyrir ánægju yfir því að þau skyldu kunna að meta hana á sama hátt og ég. I dag á kveðjustund er ég stend á hlað- inu á Hlíðarenda á staðnum sem var henni svo kær mun ég finna fyrir trega en þó þakklæti yfir því að fá að hafa fengið að vera henni samferða í yfir fjörutíu ár sem er langur tími en þó svo stuttur þegar litið er til baka. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuðafbænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Hvíl í friði. Elín. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góða vætti góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Með fáeinum orðum vil ég kveðja þig, elsku Munda frænka. Þegar amma mín, hún Sigríður, dó þá ung að aldri, tókst þú við börn- unum hennar og reyndist þeim sem móðir. Okkur barnabörnum Sigríðar reyndist þú sem amma þótt þú hefðir aldrei viljað að við kölluðum þig ömmu. Mörgum ár- um síðar þegar ég eignaðist mitt þriðja barn hana Elínu Birnu tók hún upp á því að kalla þig ömmu frænku og þá varst þú sátt. Eg var nú að leggja af stað til að kveðja þig, elsku Munda mín, þeg- ar hringt var og mér sagt að þú værir nú búin að yfirgefa þennan heim. Þín verður sárt saknað, kæra frænka. Elsku Munda, með þessum fá- einu orðum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú veittir mér. Ef það er eitthvað íyrir handan þá veit ég að amma bíður þín og það verða nú fagnaðarfundir. Þú lifir áfram í minningunni hjá fjölmennum hóp af þínu skyldfólki og vinum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafm þrautii- yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson.) Sigríður Helga Sigfúsdóttir. _________MINNINGAR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR + Guðbjörg Sig- urðardóttir fæddist 14. júlí 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. apríl sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsneskirkju 24. apríl. Elsku mamma mín. Nú ert þú farin frá okkur og ég veit að þú ert komin í annan og betri heim þar sem þér líður vel og búin að hitta ást- vini þína sem þér þótti svo vænt um. Það eru ekki nema tveir mán- uðir síðan þú misstir dótturson þinn 26 ára gamlan og þú tókst það mjög nærri þér og færð þú að hvíla við hliðina á honum í Hvalsnes- kirkjugarði. Fyrir sex árum misstir þú annan dótturson þinn 30 ára gamlan og þú tókst það mjög nærri þér. Kollafjarðarnes var falleg jörð og kirkjustaður við Steingríms- fjörð. Þar bjuggu sæmdarhjónin séra Jón Brandsson og Guðný Magnúsdóttir. Á þessu heimili var líf og fjör og mikil gleði ríkti þar, systkinahópurinn stór og ennfrem- ur tóku þau að sér fósturdóttur, Vigdísi. Þetta var mannmargt heimili. Það tíðkaðist í þá daga að hafa vinnufólk, handtökin voru mörg og engar vélar komnar til sögunnar. Þarna á heimilinu dvald- ist Guðrún systir Guðnýjar, góð kona, sem allir á heimilinu elskuðu og virtu. Ég átti þess kost þegar við Siggi bróðir fórum í skóla, að dvelja hjá Guðrúnu og Sigga, yngsta syni Guðnýjar, sem þá voru flutt að Felli í Kollafirði. Guðrún var ráðskona hjá frænda sínum fyrstu búskaparár hans. Við Siggi bróðir áttum skemmtilega dvöl hjá þessu góða fólki í tvo vetur. Rétt um aldamótin kemur að Kollafjarðai-nesi vinnukona, Ki-istrún Jónsdóttir, amma mín, bráðdugleg kona sem ílentist á þessu góða heimili. Þarna í Kollafjarðar- nesi kynntist amma afa mínum, Sigurði Gísla Magnússyni, fyrrver- andi bónda frá Vonar- holti í sömu sveit, mesta sómamanpi. Hann var þá ekkju- maður, missti sína góðu konu frá sjö börn- um og varð að koma bömunum fyrir. Amma og afi vora aldrei í sambúð eins og sagt er í dag. Hún var vinnu- kona hjá prestshjónun- um, en afi, sem var smiður góður, ferðaðist á milli bæja fótgangandi með verkfærin sín á bakinu. Hann lagfærði og smíðaði fyrir bændur. Afi var mikill söng- og kvæðamaður og það var tilhlökkun á hverju heimili að fá hann í heimsókn. Hann sagði vel frá og fólkið naut þess að hlusta á hann. Alsystkini mömmu voru fjögur, Sigurbjöm, sem dó í bernsku, Kristrán og Sigrún, báðar látnar, og Ásgeir yngstur. Mamma átti góða æsku í Kollafjarðamesi hjá góðu fólki. Þær systur fóm frá Kollafjarðamesi strax og þær höfðu aldur til að fara að vinna fyrir sér en Ásgeir var hjá móður sinni og fylgdi henni alla tíð. Móðir mín fór fyrst að Þorpum í Tungusveit og var þar einhvern tíma. Um tvítugt flytja allar þessar þrjár systur vest- ur í Isafjarðardjúp, mamma fór í Æðey sem vinnukona, þar kynntist hún sómamanni, Bjarna Borgars- syni frá Tyrðilmýri. Þau hófu bú- skap í Unaðsdal, næsta bæ við Tyrðilmýri. Bráðkaup þeirra var haldið 30. desember 1934. Þá var fædd 13. nóvember 1934 dóttirin Ásta. En þá dundi sorgin yfir 9. janúar 1935. Þá drukknar Bjarni í róðri í aftakaveðri. Mér er sagt að þá hafi hún leitað til Halldórs bróður Bjarna sem bjó á Mýri og hann veitti henni alla þá aðstoð sem hann gat. Fljótlega eftir þetta fer mamma aftur heim í Strandasýslu HELGA BJARNADÓTTIR + Helga Bjarna- dóttir fæddist í Hörgsdal á Síðu hinn 2. nóvember 1903. Hún lést á Borgarspítalnum 26. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Bjarnason, hreppstjóri í Hörgs- dal (Bjarnasonar bónda og hrepp- stjóra í Hörgsdal, Bjarnasonar bónda og hreppstjóra á Kcldunúpi á Síðu), og Sigríður Kristófersdóttir (bónda og pósts á Breiðabóls- stað, Þorvarðarsonar prests að Holti undir Eyjafjöllum, síðar prófasts að Prestbakka á Síðu, Jónssonar.) Föðurmóðir Helgu var Helga Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal Pálssonar, bónda og spítala- haldara á Hörgslandi, umboðs- manns Kirkjubæjarklausturs- jarða, síðast bónda á Elliða- vatni, Jónssonar. Amma hennar í móðurætt var Rannveig Jóns- dóttir, bónda í Mörk í Kirkju- bæjarhreppi á Síðu Bjarnason- ar. Helga var næstelst af 11 Helgu Bjarnadóttur kynntist ég daginn sem ég byrjaði klæðskera- nám á verkstæði Vigfúsar Guð- brandssonar & co árið 1970. Meist- systkinum, sem fæddust á árabilinu 1902-1915, en systkinin voru þessi í aldursröð: a) Bjarni, b) Helga, c) Rannveig, d) Kristó- fer, e) Jón, f) Guð- ríður, g og h) tví- burabræðurnir, Friðrik og Jakob, i) Sigurjóna, j) Þor- varður, og k) Páll. 011 eru þau systkin nú látin, nema bræðurnir tveir, Jón og tvíburabróð- irinn Friðrik, sem báðir lifa í hárri elli í heimabyggð sinni á Síðu. Helga ólst upp í Hörgsdal til fullorðinsára, en hélt þaðan til Reykjavíkur og lagði fyrir sig skreðarasaum og vann að því handverki alla sína löngu starfsævi - allt fram undir ní- rætt - einkum hjá Vigfúsi Guð- brandssyni klæðskera og síðan hjá Sævari Karli Ólasyni klæð- skera. Hún giftist ekki og átti enga afkomendur. títför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin kl. 14. arinn minn sagði við mig: „Sestu þarna og hafðu auga með konunni sem er næst þér, hún er sú vand- virkasta." Þannig hófust kynni LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 5 7 k að Þorpum og er þar þangað til hún fer að Miðhúsum til föður míns. í Miðhúsum voru léleg húsakynni svo þau flytja þaðan fljótlega og kaupa Hlíð í Kollafirði. Þar vora húsa- kynni góð og notaleg. Við vorum þarna fjögur systkini á svipuðum aldri. Bjarney systir er fædd árið 1954 en þá flytja foreldrar mínir aftur að Miðhúsum. Það hefur verið nóg að gera hjá mömmu að hugsa um stóran barnahóp, henni fór það vel úr hendi. í þá daga vom engin þægindi, ekkert rafmagn og allt unnið með hörðum höndum. Okkur systkinunum leið vel í Hlíð. Þar var gott að alast upp. Þar var mikið af huldufólki sem vemd- aði okkur. Svo var sjórinn rétt hjá og alltaf eitthvað að finna og sjá í fjörunni. Hlíð er næsti bær við Kollafjarðarnes. Nú var komið að okkur systkinum að kynnast þessu góða fólki á Kollafjarðarnesi. Þá myndaðist vinátta á milli þessa fólks og ógleymanlegar eru þær stundir sem við fjölskyldan frá Hlíð áttum með þessu góða fólki og jóla- boðin að Kollafjarðarnesi eru ógleymaleg, þá var farið í leiki og veittar góðar veitingar. Ég vil þakka fólkinu frá Kollafjarðarnesi fyi-ir alla þá hjálp og styrk sem það veitti okkur. Mamma hafði yndi af útiveru og var mikill göngugarpur og skrapp þá til næstu bæja og hafði mikla ánægju af. Hún mamma mín var góð kona en oft misskilin. Eftir að ég futti að heiman og eignaðist fjölskyldu í Reykjavík, var það okkar mesta tilhlökkun að heimsækja ykkur pabba í sveitina og dvelja hjá ykkur um tíma. Þetta var skemmtilegur tími. Á efri ámm þínum, eftir að þú fórst til Ástu og Margeirs á Hólmavík, hafðir þú yndi af því að fá börnin og barna- börnin í heimsókn. Mamma var hraust kona, henni varð aldrei mis- dægurt. Þegar við Ragnar komum að heimsækja þig til Hólmavíkur fómm við alltaf í bílferð saman, bæði stuttar og langar ferðir. En skemmtilegasta ferðin var þegar við fómm með þig til ísafjarðar og þú hittir Sigi’únu systur þína, sem þú hafðir ekki séð lengi. Þarna urðu fagnaðarfundir. Síðastliðið sumar fluttu Ásta og Margeir suður til Njarðvíkur og mamma flutti með þeim. Það var erfitt fyrir ykkur öll okkar Helgu, hún hafði unnið allan sinn starfsaldur hjá sama fyrirtæk- inu, fluttist aðeins milli götuhorna með því, frá Aðalstræti í Austur- stræti, þaðan á Vesturgötu 4. Þá flutti fyrirtækið, nú í minni eigu, að Laugavegi 51 og síðan í Banka- stræti 9. Lengst af átti hún heima á sama stað, hún bjó í Þórshamri í 40 ár, en þaðan þurfti hún að víkja fyrir stjómmálaflokki, sem flutti þangað í risið. Helga var ekki mannblendin og ekki neitt fyrir það að trana sér eða ota. Hún var af þeirri kynslóð Islendinga sem ekki báðu um neitt og hefur gefið okkur og þjóðfélaginu meira en hún þáði í staðinn. Skyldurækni hennar, hæverska og látleysi er eftinninnilegt og þakkarvert okkur sem umgeng- umst hana, handverk hennar var svo fallegt að fáu er saman að jafna því sem ég þekki. Margir fengu að njóta þess, enda átti hún óvenju langa starfsævi, aðeins em fá ár síðan hún kom á vinnustaðinn sinn síðast. Helga Bjarnadóttir er í huga fjölskyldu minnar í dag, Erlu og sona okkar, Atla og Þórarins. Við minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Sævar Karl Ólason. og mikill söknuður að þurfa að flytja úr heimahögunum, en enginn ræður sínum næturstað. Elsku mamma mín, ég og fjöl- skylda mín kveðjum þig með sökn- uði og minnumst með þakklæti allra góða stunda sem við áttum saman. Farðu í friði á vit ljóssins hins eina sanna, og englar vísi þér veg- inn til betra tilverustigs. Far þú í friði, fi-iður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði. Guðný Finnbogadóttir. Elsku besta amma mín. Nú ert þú fallin frá. Ég á eftir að sakna þess að koma og heilsa upp á þig. Ég hélt ég hefði nægan tíma nú í sumar eftir að þú fluttist hingað suður með Ástu frænku og manni hennar Margeiri. Þú hafðir mjög gaman af börnum og ljómaðir alltaf þegar þú fékkst sendar myndir af bamabörnunum og við reyndum að senda þér margar myndir til Hólmavíkur, sem þér fannst alltaf jafn gaman að skoða aftur og aftur. Nú fækkar ferðum okkar til Hólma- víkur eftir að Ásta frænka fluttist suður á síðasta ári en minningarnar þaðan gleymast ekki og þær eru margar og þú, ammamín, gleymist ekki í hjarta mínu. Ég man þegar þú bjóst hjá okkur í Hraunbænum þegar ég var ca. 12 ára gömul, þú varst alltaf svo sérstök, amma, með pípuna þína og kóngabrjóstsykur- inn og ég man allar ferðirnar í Ár- bæjarkjör og í kaupfélagið á Hólmavík sem þú treystir mér fyrir til að kaupa gotterí, þú varst mikill sælkeri eins og svo margir í þessari ætt. Elsku amma mín, þú hefur átt - góðar og slæmar stundir í þessu lífi en þú varst sterk kona og börnin þín sem þú ólst upp eru allt sóma- fólk með hjartað á réttum stað. Ég veit í hjarta mínu að við mun- um hittast aftur á betri stað og þar sem þú hefur fengið frið. Guð varð- veiti þig, elsku amma, og hvíl þú í friði. Sesselja Guðbjörg. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyi’ir hádegi tveimur virkum dögum fyrh' birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.