Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
A lokaspretti kosn-
ingabaráttunnar hefur
færst hiti í leikinn.
Morgunblaðið fór á
kosningaskrifstofur í
Reykjaneskjördæmi
og hitti þar fólk að
máli. Var ekki laust
við að skjálfti væri í
mönnum enda stóra
stundin að renna upp.
Heimsókn á kosningaskrifstofur flokkanna á Akureyri
SKRIFSTOFA Sjálfstæð-
isflokksins er í Kaupangi
við Mýrarveg og þar hef-
ur verið margt um mann-
inn síðustu daga að sögn
Guðbjargar Pétursdóttur kosninga-
stjóra. „Kosningabarátta okkar hef-
ur verið vel skipulögð, við gengum
snemma frá dagskrá og hún hefur
gengið vel eftir,“ sagði Guðbjörg.
Hún sagði að líf og fjör hefði verið
á skrifstofunni, þangað hefðu margir
komið, m.a. á súpufundi sem haldnir
voru í hádeginu, og þá bauð flokkur-
inn ungum kjósendum til skyrfund-
ar. „Hann tókst sérlega vel, það var
hér biðröð út á götu,“ sagði Guð-
björg. „Unga fólkið er að velta fyrir
sér hvað það eigi að kjósa og er að
afla sér upplýsinga."
Kosningabaráttu sagði hún hafa
verið frekar stutta, hafa farið seint
af stað, en síðustu daga með vaxandi
krafti. „Mér fínnst baráttan hafa
verið jákvæð og afar skemmtileg,"
sagði Guðbjörg.
Meðbyr sem staðfestur er í
skoðanakönnunum
„Þetta hefur verið mikii vinna, en
afar skemmtileg. Samstarf við fjöld-
ann allan af góðu fólki sem tekið hef-
ur þátt í þessu með okkur er mér of-
arlega í huga nú í lok baráttunnar,“
sagði Valtýr Sigurbjamarson.
„Skoðanakannanir benda til að við
séum að sækja í okkur veðrið og það
er afskaplega gleðilegt. Ég trúi því
að það sé fyrst og fremst vegna þess
að við erum með sterka málefna-
stöðu og frambærilega frambjóðend-
ur.“
Valtýr sagði að mikill straumur
fólks hefði verið á kosningaskrifstof-
una við Hólabraut, marga fysti að
ræða við frambjóðendur, og hafa
súpufundir í hádeginu gjaman verið
notaðir til þess. „Við fínnum fyrir
meðbyr og það hefur verið staðfest í
nýjustu skoðanakönnunum," sagði
Valtýr.
Skemmtileg kosningabarátta
Frjálslyndir eru með kosninga-
skrifstofu við Ráðhústorg og þang-
að leggja margir leið sína að sögn
Katrínar Gísladóttur, sem ásamt
Þuríði Hermannsdóttur hefur stýrt
skrifstofuhaldinu síðustu daga. „Það
er líflegt hér við torgið,“ sagði hún.
Halldór Hermannsson, sem skipar
fyrsta sæti listans, kom glaðbeittur
inn á skrifstofuna með harðfiskpoka
og selspik, hafði hitt Færeying niðri
við höfn, en þeir vom saman á ís-
borginni 1959. „Við bjóðum upp á
þetta kosninganóttina," sagði hann.
Kosningabaráttan hefur staðið síð-
ustu þrjár vikur og sagði Halldór að
Norðlendingar hefðu tekið sér, Is-
fírðingnum, vel. „Þeir hafa tekið mér
af kurteisi, hér er gott fólk, en ég
fínn það brennur mjög á mönnum að
þetta er láglaunasvæði, peningamir
hafa sogast suður og fólki svíður
það,“ sagði Halldór. „Þetta hefur
verið virkilega skemmtilegt, ég hef
hitt margt yndislega gott fólk, sem
ég annars hefði ekki átt kost á að
kynnast, ég mun fara héðan með
góðar minningar sem gaman verður
að oma sér við í ellinni," sagði Hall-
dór.
Fáum góðan hljómgrunn
Jón Daníelsson, kosningastjóri
Samfylkingarinnar á Norðurlandi
eystra, sagði að stemmningin væri
góð fyrir framboðinu og hefði síðustu
daga farið síbatnandi. Taldi hann
glæsilegan fund í troðfullum Sjalla
ekki síst eiga sinn þátt í því.
„Við fómm seint af stað og hægt
tii að byrja með. Kosningabaráttan
fór alvarlega í gang hjá okkur fyrir
um þremur vikum, þannig að þetta
er stutt en snörp barátta. Hún hefur
verið að færast í aukana nú síðustu
dagana fyrir kosningar,“ sagði Jón.
Hann sagði að þetta hefði verið
erfíð vinna, en afar skemmtiieg og
gjöful. „Ég hef hitt fleira fólk á síð-
ustu þremur vikum en ég geri yfír-
VALGERÐUR Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Daníel Árnason
og Elsa Friðfinnsdóttir rýna í nýjustu skoðanakönnunina á kosninga-
skrifstofu Framsóknarfíokksins við Hólabraut í gær.
Akureyri þegar þær voru heimsóttar í
gær. Talsmenn flokkanna seg;ia að kosn-
ingabaráttan hafí farið hægt af stað en
kraftur komið í hana undir lokin.
HALLDÓR Hermannsson og Hermann Haraldsson, frambjóðendur
Fijálslyndra á Norðurlandi eystra, með harðfisk og selspik sem boð-
ið verður uppá á kosninganóttina, en til hliðar era Þuríður systir
‘Halldórs og Katrín Gísladóttir eiginkona hans.
Morgunblaðið/Kristj án
HALLDÓR Blöndal að máta svuntuna sem hann bar á fjölskylduhá-
tíð Sjálfstæðisflokksins á Ráðhústorgi síðdegis í gær. Þau Davíð Þor-
láksson, Guðbjörg Pétursdóttir, Jón Garðar Steingrímsson, Ingi-
björg Sólran Ingimundardóttir, Guðlaug Þóra Stefánsdóttir og Emil-
ía Kr. Gunnþórsdóttir fylgdust með á kosningaskrifstofunni.
Líf og fjör var á kosningaskrifstofum á
JÓN Haukur Brynjólfsson, kosningastjóri Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, en hjá honum stendur Ámi Steinar Jóhannsson og
Anna Helgadóttir situr.
leitt í starfí mínu á tveimur þremur
árum,“ sagði Jón, sem starfar við
þýðingar.
Hann sagði vaxandi straum fólks
liggja á kosningaskrifstofuna við
Skipagötu og þar væri margt spjall-
að. „Eg verð var við að við fáum góð-
an hljómgrunn og því hef ég góðar
tilfinningar fyrir kosningunum,“
sagði hann.
Stílum upp á persónulegt
samband við fólk
Jón Haukur Brynjólfsson, kosn-
ingastjóri Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, sagði að kosninga-
baráttan hefði gengið vel. ,And-
rúmsloftið í okkar garð er jákvætt,"
sagði hann. „Þetta hefur verið
skemmtileg kosningabarátta en
óvenjuleg að ýmsu leyti. Þetta er ný
hreyfíng og nýtt fólk en litlir pening-
ar tU, þannig að við höfum stflað upp
á persónulegt samband við fólk,“
sagði Jón Haukur.
Vinstrihreyfingin hóf baráttuna
snemma, opnaði skrifstofu fljótlega
eftir áramót. „Áherslan er að ná til
fólks, tala við það, skýra okkar
stefnu, en við höfum ekki tekið þátt í
auglýsingakapphlaupinu. Það virðist
ganga vel í fólk,“ sagði Jón Haukur,
en fjöldi sjálfboðaliða hefur komið að
kosningabaráttunni.
JÓN Danfelsson, kosningasljóri Samfylkingarinnar, að störfum,
en í mörg horn er að líta á lokasprettinum.
V axandi
kraftur
í lokin
tjyður 8 11®
uursi V*
GUÐLAUGUR virðir fyrir sér
flokksafurðina Kristilegt dag-
blað.
Kristileg
barátta í
lágum gír
„KOSNINGASKRIFSTOFAN er
með töluvert öðru sniði hjá okkur
en hinum flokkunum. Við höfum
ekki aðgang að peningum eins og
þeir, sem eru í ríkisstjórn,“ segir
Guðlaugur Laufdal, kosningastjóri
og frambjóðandi Kristilega flokks-
ins, þegar hann tekur á móti blaða-
manni og ljósmyndara á heimili sínu
í Hafnarfirði. Heimilið er prýtt ís-
lenskum landslagsmyndum í hefð-
bundnum stfl og silkiblómum og
Guðlaugur vasklegur í æfingagalla.
„Við erum að þessu í rólegheitum
- og þó. Við höfum gefíð út Kristi-
legt dagblað, hitt fólk og kynnt mál-
staðinn, þar sem okkur hefur boðist
það.“
Kosningamiðstöð kristilegra er í
sjónvarpsstöðinni Omega og þar
hittist fimm manna kjarnahópur
daglega. En eru kristilegir þá í
þeirri einstöku aðstöðu meðal ís-
lenskra flokka að hafa sjónvarps-
stöð á sínum snærum? „Nei, við
störfum þar, en stöðin er ekki í
kosningabaráttu. Ég trúi því þó að
þeir, sem reka Omega séu fylgjandi
framboði okkar,“ segir Guðlaugur.
Helsta áhugamál kjósenda telur
Guðlaugur launamálin. „Stjórnar-
flokkarnir og mennirnir, sem
stjóma, eru ekki slæmir, en með því
að kjósa þá eru menn að kjósa yfir
sig sömu launastefnu og sama
háttalag í kvótamálum og fjöl-
skyldumálum.“
Mannasiðakennslu í skólum og
áfengisfræðslu telur Guðlaugur
brýna. „Áfengi tekur vitið frá fólki,
svo þess vegna er eðlilegt að settir
verði miðar með þessari áletrun á
áfengisflöskur.“ Guðlaugur er bjart-
sýnn á þetta annað framboð flokks-
ins. „Fólk er hrætt við hið óþekkta,“
segir hann, en telur að með tíman-
um læri fólk að þekkja flokkinn.