Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
Sumardvöl eldri borgara varð
stór þáttur í starfinu á Löngu-
mýri og af því varð Margrét þekkt
vítt um landið. Hún naut þess að
vinna fyrir þetta fólk og sömu sum-
argestimir komu ár eftir ár. Þeir
minnast hennar með gítarinn og
harmónikkuna úti í garði, eða við
píanóið inni í stofu. A kvöldvökun-
um, í ferðalögunum og við spila-
borðið. Ekki síst mun hennar þó
verða minnst á bænastundunum í
litlu kapellunni á Löngumýri.
Eg var svo lánsöm að fá að vinna
með Margréti undanfarin ár. Það
var bæði ánægjulegt og lærdóms-
ríkt. Þá gerði ég mér grein fyrir
hve verkahringur hennar var stór
og öllu því sem á henni hvíldi og
hún þurfti að hugsa um og sinna.
En húsmóðurstörfin hafa aldrei
verið sýnileg.
Síðustu þrjá vetur var hafið starf
fyrir eldri borgara á Löngumýri.
Hafði Margrét mikinn hug á að
auka það.
Vopnfirðingurinn Margrét var
orðinn mikill Skagfirðingur. Hún
var mjög ljóðelsk og kunni ógrynni
af kvæðum. Eitt af hennar uppá-
haldsljóðum var „Bláir eru dalir
þínir“, eftir Hannes Pétursson. Eg
vil tileinka henni lokaerindi þess
með innilegu þakklæti fyrir vináttu
hennar og ómetanlegt samstarf.
Sæl verðnr gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar.
Ó, bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
Nú er hljótt á Löngumýri. Við
höfum misst mikilhæfa konu, sem
vann sín verk af alúð og kærleika.
Minningu Margrétar varðveitum
við best með því að styðja og
styrkja áframhaldandi starfsemi á
Löngumýri.
Guð blessi minningu hennar.
Með samúðarkveðju.
Helga Bjarnadóttir.
Fyrirvaralaust kvaddi mín kæra
vinkona, Margrét á Löngumýri.
Það minnir mann á það, hve stutt
er bilið milli Mfs og dauða. Starfs-
vettvangur hennar var kirkjan. Öll-
um tók hún opnum örmum með
glaðværð sinni og umhyggju. Mar-
grét og Langamýri voru hluti af til-
verunni, miðpunktur Skagafjarðar.
Stór er nú vinahópurinn sem
drúpir höfði í virðingu og þökk.
Mætti umhyggja hennar og kær-
leikur gagnvart mönnum og mál-
leysingjum verða okkur, sem eftir
stöndum, til eftirbreytni. Margra
góðra stunda nutum við saman,
þar sem hún var yfirleitt veitand-
inn.
Mig langar til að minnast sam-
bands hennar við þau, okkar kæru
vini, heiðurshjónin Ólöfu og Sigurð
í Krossanesi. I mínum huga sýndi
hún þeim þá umhyggju og kær-
leika, sem endurspeglar líf hennar
og starf.
Blómin falla, fólskva slær
á flestan ljóma. -
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Pannig varstu, vinur, mér
sem vorið bjarta.
það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi,
elskuna þína alla.
(Sigm'bjöm Einarsson.)
Blessuð sé mmning þín, elsku
vina. Hafðu þökk fyrir allt.
Edda L. Jónsdóttir.
Hún Margrét var við messu í
Grensáskirkju í haust. Eftir á
barst í tal milli okkar hjónanna að
við hefðum auðvitað átt að bjóða
henni heim í kaffi. Við ákváðum að
gera það næst.
Nú er það um seinan. Enn einu
sinni höfum við verið minnt á að
nýta vel þann tíma sem við höfum
til að rækja samskipti og rækta
vináttu.
í því efni getur fordæmi Mar-
grétar heitinnar verið okkur fyrir-
mynd.
Eg man ekki eftir því að hafa
kynnt mig fyrir henni. Hún þekkti
mig og talaði frá fyrstu tíð við mig
sem kunningja, jafningja og kæran
bróður í kirkju Krists.
Hún þekkti með nafni flestalla
presta landsins, þekkti líka fjöl-
skyldur okkar og lét sér annt um
hagi okkar.
Sem ungur og ástfanginn skóla-
prestur var ég eina helgi á Löngu-
mýri og vildi komast þaðan til
Akureyrar að hitta mína heittelsk-
uðu. Einhvern veginn vissi Mar-
grét af manni í sveitinni sem átti
erindi til Akureyrar og mér var
borgið!
Þessi „hversdagslegi“ atburður
er dæmigerður fyrir Margréti.
Hún þekkti svo ótalmarga, var úr-
ræðagóð og hjálpsöm og umhyggja
hennar var einstök. Oft hefur fjöl-
skyldan komið á Löngumýri. Og
þar var sjaldan svo yfirfullt að ekki
væri hægt að finna pláss fyrir eina
fjölskyldu í viðbót í gistingu.
Þessa hlýju vil ég þakka. Þakka
líka uppörvandi hringingar eftir út-
varpsguðsþjónustur og góð samtöl
sem minningin geymir.
„Margrét á Löngumýri“. Hvorki
var hægt að hugsa sér Margréti án
Löngumýrar né Löngumýri án
Margrétar. Hún og staðurinn voru
eitt. Þess vegna þykir svo mörgum
vænt um Löngumýri og við þráum
að þar verði áfram þjónustumið-
stöð kristins kærleika.
Óvænt andlátsfregnin brá
skugga á lífið um stund. En við er-
um enn í gleði páskanna, erum
minnt á sigur hins upprisna. í þeim
sigri eigum við hlutdeild. í þeim
sigri lifði og þjónaði Margrét á
Löngumýri. Dauði hennar er líka í
von um sigur, hún er gengin inn í
eilífa dýrð Drottins.
Við, sem eftir lifum, heiðrum
minningu látinnar kjamakonu
með því að þjóna Drottni með
gleði og vera vakandi fyrir þörf
náungans.
Guð blessi minningu Margrétar
á Löngumýri og ávöxt lífs hennar!
Sr. Ólafur Jóhannsson.
Fregnin af andláti Margrétar
Jónsdóttur á Löngumýri kom
sannarlega óvænt og vakti sorg í
hjörtum okkar sem þekktum
hana. Ég kynntist Margréti fyrst
þegar hún tók kennslupróf í kenn-
aranámi sínu í bekknum mínum í
Æfingadeild Kennaraskólans fyrir
mörgum árum. Viðfangsefnið var
kristinfræði. Það leyndi sér ekki
að efnið var henni hugleikið. Síðan
lágu leiðir okkar alloft saman, sér-
staklega á Löngumýri. Þar naut
ég oft gestrisni hennar. I fyrra
vakti hún eftir mér fram á nótt er
ég var á ferð á Norðurlandi í
vondu vetrarveðri. Þá beið eftir
mér dúkað borð með góðum máls-
verði.
Margrét var kristniboðsvinur og
studdi ávallt kristniboðsstarf okkar
íslendinga í Eþíópíu og Kenýu. Á
hverju sumri hýsti hún kristni-
boðsmót Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga fyrir Norðurland
á Löngumýri með mikilli alúð.
Margir eiga hlýjar minningar um
hana frá þessum mótum og minn-
ast gestrisni hennar með þakklæti.
Starfsmenn SÍK áttu ávallt öruggt
húsaskjól á Löngumýri á ferðum
sínum um Norðurland. Margrét
tók alvarlega hvatningu Páls post-
ula um að taka þátt í þörfum heil-
agra og stunda gestrisni (Róm.
12,13).
Ég þakka Guði fyrir Margréti og
þjónustu hennar og blessa minn-
ingu hennar.
Fyi'ir hönd Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga,
Kjartan Jónsson,
framkvæmdastjóri.
MINNINGAR
Það er sumarið 1975. Með rút-
unni að sunnan koma tvær stelpur
úr Reykjavík. Þær hafa ráðið sig í
sumarvinnu á Löngumýri í Skaga-
firði. Á móti þeim tekur Margrét
Jónsdóttir, skólastýra. Margrét er
merkiskona. Hún hefur rekið hús-
mæðraskóla á Löngumýri um ára-
bil, hún er fróð, víðlesin, tónelsk,
listræn og vel að sér í trúarfræð-
um. Þessir þættir fara þó fyrir of-
an garð og neðan hjá sautján ára
stelpuræksni úr Reykjavík. En
það er annað í fari húsráðanda
sem skiptir stelpuna máli. Eins og
það að á Löngumýri ríkir engin
stéttaskipting, þannig rekur Mar-
grét stelpurnar í sund á góðum
sumardögum og gengur sjálf í
verkin þeirra á meðan þær sóla
sig í Varmahlíð. Við Margréti
stendur stelpan þó í sinni fyrstu
kjarabaráttu og líklega þeirri einu
sem hún vinnur og uppsker auka-
greiðslu fyrir umhirðu garðsins.
Margréti fínnst líka í lagi að stelp-
an sé myrkfælin og þori ekki að
dvelja ein næturlangt á Löngu-
mýri og eðlilegt að að þeim stöll-
um sæki heimþrá á rigningardög-
um. Þá býður Margrét í te í hlý-
legri sofunni sinni og yfir tekrús-
um er spjallað um skólann og
framtíðina og hvað annað sem
stelpum finnst gaman að tala sam-
an um. Stelpurnar úr Reykjavík
eru þó ekki nema í meðallagi hús-
legar og samanburðurinn við
námsmeyjar fyrri ára er þeim
ekki hagstæður.
Langamýri er menningarheimili
og þar er t.d. alltaf dúkað við mál-
tíðir. Ur línskápnum eru dregnir
mjallahvítir damaskdúkar og þá
þarf að þvo. Þennan sumardag
fellur dúkaþvotturinn í hlut þess-
arar. Hún fyllir stóra vél af hvítum
dúkum en þegar hún kemur síðar
að vitja um þvottinn er hann vissu-
lega hreinn en líkar afar, afar
bleikur. Angistarfull reynir stelp-
an að skola og nudda dúka en
bleiki liturinn víkur hvergi. Henni
dettur í hug að hengja þá út á
snúru og sjá hvort ekki beri minna
á litnum þannig. En á snúrunni
ber dúkana við bláan Skagfjörð-
inn, bláan sumarhimin, bláar eyjar
og fjöll, grænar grundir og silfraða
á og þeir eru ef eitthvað er bleik-
ari. Stelpan sér að frá þessum
syndum verður að greina og það
eru þung skrefin inn í Löngumýri
að ná í Möggu. Úti á túni standa
þær tvær svo þegjandi og virða
fyrir sér bleika dúkana á snúrunni.
Stelpan hugsar með sér að nú
verði hún líklega sett á rútu og
send aftur suður. En þá setur
Margrét hendur á mjaðmir, snýr
sér að stelpunni og segir: „Veistu,
ég er ekki frá því að þeir séu bara
fallegri svona bleikir!“ Og svo tek-
ur hún bakföll, hlær sínum dillandi
hlátri og er rokin inn að sinna mik-
ilvægari verkefnum.
Ég lærði margt þetta sumar á
Löngumýri, t.d. að flokka þvott,
en atvikið með dúkana varð þó eitt
dýrmætasta veganestið. Síðasta
sumar, á flótta undan norðlensk-
um sumarkuldum, ákvað ég að líta
inn hjá Margréti á Löngumýri.
Mig langaði til að dóttir mín sæi
staðinn og fengi að hitta húsmóð-
urina góðu. Margrét tók okkur
opnum örmum, gaf okkur kaffi og
kökur og sýndi okkur endurbætur
á Löngumýri. Hún fór líka með
okkur út til að sýna okkur hestana
sína og þarna ^ stóðu þá
snúrustaurarir enn. Ég rifjaði upp
söguna af dúkunum bleiku og eins
og forðum setti Margrét hendur á
mjaðmir og hló sínum dillandi
hlátri. Eflaust hefur hana ekki
grunað hvað þetta litla atvik fyrir
nærri aldarfjórðungi hafði skipt
stelpu úr Reykjavík miklu máli.
Hvernig átti hún líka að vita að oft
þegar stelpan hefur í óþolinmæði
sinni ætlað að hella sér yfir nem-
endur sína og börn hafa bleikir
dúkar á snúra og dillandi hlátur
Margrétar á Löngumýri minnt
hana á hvað skiptir mestu í þess-
ari veröld.
Guðrún Geirsdóttir.
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 61
.....................
JÓSEF
SIGURÐSSON
+ Jósef Sigurðs-
son fæddist á
Akranesi 21. ágúst
1922. Hann iést á
Landspítalanum 24.
apríl síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Breiðholtskirkju
3. maí.
Elsku pabbi,
tengdapabbi, afi og
langafi.
Við viljum með
þessum fátæklegu lín-
um þakka þér sam-
fylgdina á liðnum ár-
um.
Það er ennþá svo óraunveralegt
að þú sért dáinn. Okkur óraði ekki
fyrir þessu þegar við kvöddum þig
á sunnudagskvöldinu áður en þú
fórst í aðgerðina. Þú varst sjálfiir
svo bjartsýnn á framtíðina. Og
hann Alexander litli kvaddi þig
með þeim orðum að þið sæjust
fljótlega aftur heima. Það verður
víst ekkert af því. En minningin
um þig lifir hjá okkur öllum sem
þótti svo vænt um þig.
Það sem kemur fyrst upp í
hugann er að þú varst mikill og
ötull bridds- og taflmaður. Og
það var oft gaman að hlusta á þig
ræða við spilafélagana um spilin
frá kvöldinu áður, þar sem þú
raktir fram og aftur spilin og
sagnirnar. Slíkt er til marks um
góðan spilamann. Það sýna og
sanna líka bikararnir og verð-
launapeningarnir uppi í hillu
heima á Hjaltabakka. Og ekki var
áhuginn fyrir taflinu minni. Það
leið vart sá laugardagseftirmið-
dagur að þú værir ekki að tefla
við Magga félaga þinn. Og það
var oft glatt á hjalla í þeim viður-
eignum. En bridds og tafl vora
ekki einu íþróttirnar sem áttu
hug þinn allan. Knattspyrna var
eitt af stóru áhugamálunum og
þar voru Skagamenn í öndvegi.
Þú þekktir liðið aftur á bak og
áfram, hvaða leikmenn léku
hvaða stöðu, hvenær þeir léku
með liðinu og hver skoraði hverju
sinni. Og ekki var heldur komið
að tómum kofanum hjá þér varð-
andi enska og þýska boltann.
Ferðalög vora þér hugleikin og
þið mamma ferðuðust mikið, bæði
innan lands, sem utan. Þýskaland
var þér mjög hugleikið og tiltrú
þín á þýsku hugviti mikil. Það
þýddi lítið að rökræða
við þig um þá hluti.
Ein er sú minning
sem mér er ofarlega í
huga, en það var þeg-
ar þið mamma fórað
með mig í hringferð
um Island með Esj-
unni. Sú ferð var mér,
tólf ára gamalli, mikil
upplifun. Bæði að
koma á alla þessa nýju
staði og eins að sjá
landið frá nýju sjónar-
horni. Þá var ekki síð-
ur upplifun lífið um
borð í skipinu og þessi
flotti viðgjörningur sem þar var.
Þetta var skemmtileg ferð.
Elsku pabbi, þín er sárt saknað.
En við vitum að nú hefur þú öðlast
ró og góður guð mun gæta þín.
Trausti, Inga Dís, Emelía og Haf-
steinn Aron, sem um þessar mund-
ir era búsett í Danmörku og ekki
gátu kvatt þig við útförina senda
þér og mömmu hlýjar kveðjur og
treysta því að góður guð styrki
fjölskylduna á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Við kveðjum þig með orðum
langafabarnsins þíns, Alexanders
Birgis, sem svaraði því er hann var
spurður hver væri besti afinn
hans: „Auðvitað hann afi minn sem
er dáinn.“
Elsku pabbi. Takk fyrir allt.
Inga, Torfi, Trausti, Sveinhild-
ur, Erla Hjördís, Inga Dís,
Alexander Birgir, Emelía Rós
og Hafsteinn Aron.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og böm, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU GUÐRÚNAR
GUÐSTEINSDÓTTUR,
Hlíf 2, ísafirði,
áður Brekkugötu 2, Þingeyri.
Margrét Guðjónsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson,
Sigurður G. Guðjónsson, Lára Lúðvígsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam-
úð og vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BRAGA EIRÍKSSONAR,
Jökulgrunni 4.
Ragnheiður Sveinsdóttir,
Böðvar Bragason, Gígja Björk Haraldsdóttir,
Sigtryggur Bragason, Elísabet Jóhannsdóttir,
Jóhann Bragason, Guðrún Valgarðsdóttir
og afkomendur.