Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 72
’2 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Lengi getur
vont versnað
Drottinn hló í dýrðarkró,
dauðinn sló og marði,
eina mjóa arfakló
í hans rófugarði.
í Morgunblaðsgrein
15. aprfl skrifar Birgir
Hólm Björgvinsson um
pólitík. Hann mun vera
í miðstiórn Frjálslynda
flokksins og m.a. ræðir
hann málefni Lífeyris-
sjóðs sjómanna, en
flokkur hans hyggur á
kvótaúthlutun í 2 ár til
viðreisnar sjóðnum.
BHB segir í greininni:
„Lífeyrirssjóður sjó-
manna og greiðslur úr
honum hafa verið talsvert í umræð-
unni, enda ekki nema von. í þeirri
umræðu virðist gleymast að í þessu
máli er ekki bara við sjómenn að
sakast hvernig komið er. Alþingi
hefur haft bein afskipti af sjóðnum
og gert stöðu hans verri. Utgerðar-
menn og vinnuveitendur hafa lagt
—áherslu á að vera með í stjóm
sjóðsins og eiga þar jafnmarga full-
trúa og sjómenn. Til þessa hefur
ávallt verið gripið til þess sama
þegar laga hefur þurft stöðu sjóðs-
ins, skerða greiðsiur til sjómanna.
Hvernig er það með aðra ábyrgðar-
menn, það er stjómvöld og útgerð-
armenn? Telja útgerðarmenn til
dæmis eðlilegt að þeir sitji í stjóm
sjóðsins án þess að taka á sig raun-
verulega ábyrgð.“
Síðan er lýst tillögu Frjálslyndra
um lausn vandans.
Nokkm síðar svarar Sverrir
Hermannsson fyrir Frjálslynda í
Pjóðarsálarþætti. Par nefnir einn
viðmælandi sama mál og var sam-
talið á þessa leið:
„Pað em nokkur orð um þetta,
þú talar um að taka hluta af þessum
kvóta um tíu þúsund tonn og leggja
inn - „í tvö ár já“ - „og leigja, selja
þetta til uppbyggingar lífeyris-
sjóðnum sem er mjög þarft mál því
hann er nánast gjaldþrota þessi
sjóður - ,jamm“ - „þetta voru
menn sem byggðu þennan sjóð upp
á sínum tíma og gera enn þann dag
í dag náttúrlega, en þessi sjóður er
þannig staddur að þeir em nánast
að fá ekki neitt til þess að lifa af úr
Ajféssum sjóði“ - „þetta er ljóst, en
þannig mátti vel gera þetta þó það
sé ekki geðfellt en meðan þetta
kerfi er á þá var þetta tillaga okkar,
beinhörð, og það hefði rétt þennan
sjóð af, þetta er skelfilegt að sjá
hvernig að skerðist
héma lífeyririnn hjá
sjómönnunum“ -
„hann er nánast eng-
inn hjá eldri sjómönn-
um náttúrlega" -
„þetta þurfum við að
laga og það strax“ -
„ég vil svona vekja at-
hygli á þessu, þetta er
þvflíkt þjóðþrifamál
fyrir sjómenn sem ætla
að stunda sjó áfram að
þessi sjóður hann verði
öflugur og þeir eiga
fullan rétt á að fá þá
peninga sem af þessu
koma ef einhverjir
eru“ - „þetta er rétt,
það er rétt, einmitt, þakka þér fyr-
ir.“
Tíu þúsund tonna þorskveiðikvóti
leigður í 2 ár gæti aflað sjóðnum
tekna upp á tæplega 2.000 milljón-
ir. En það dygði skammt. Og það
veit Birgir vel. Hæg era heimatök-
in - Guðmundur Halivarðsson, nú-
verandi alþingismaður er fyrrver-
Lífeyrismál
*
Arleg viðbót er um
3.000 milljónir. „Gjald-
þrot“ sjóðsins er ásetn-
ingur þeirra sem hon-
um ráða, segir Þdrður
Jónasson. Þeir ætla
ekki að borga út.
andi formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur og er í sjóðsstórn Líf-
eyrissjóðs sjómanna. Hann hefur
haft bein afskipti af skerðingum á
greiðslum sjóðsins. Birgir frjáls-
lyndi er nátengdur Sjómannafélag-
inu, bestur í borðsalnum held ég.
I árslok 1997 var hrein eign
þessa sjóðs 28.537.644.837 krónur -
tuttugu og átta þúsund milljónir og
fimm hundrað þrjátíu og sjö betur.
I árslok 1998 er þessi eign líklega
um 31 þúsund milljónir. 2.000 millj-
ónir í viðbót á tveim árum hjálpar
lítið upp á svona sparisjóð. 1997
greiddi sjóðurinn lífeyri upp á 707
milijónir, tæplega 2,50 kr. af hverj-
um hundrað sem hann átti. Þessi
Þörður Jónasson
sjóður og aðrir slíkir eru lokaðir
sparisjóðir - þeir greiða hreinlega
ekki út nema smáaura. Til að forð-
ast útgreiðslur er gerð „trygginga-
fræðileg úttekt" á sjóðnum. Þessi
sort af fræðingum reiknar einfald-
lega alit í mínus nema launin sín.
Peir gefa sér forsendur fyrir út-
reikningum. M.v. forsendur ársins
1997 mundi sjóðurinn endast í tæp
40 ár þó ekkert bættist í hann, en
árleg viðbót er um 3.000 milljónir.
„Gjaldþrot" sjóðsins er ásetningur
þeirra sem honum ráða. Þeir ætla
ekki að borga út.
BHB segir sjómenn eiga 3 menn
í sjóðsstjórn (einn frá FFSÍ, einn
frá SSÍ og svo einn frá ASÍ. Ekki
flokka ég þann síðastnefnda með og
ekki heldur alþingismanninn) þeir
gætu átt einn heilshugarmann sín
megin af sex stjórnarmönnum.
Þannig séð eru sjóðfélagar gjör-
samlega gjaldþrota í stjórninni.
Sjóðinn skortir ekki fé til að
greiða 2,48 krónur af hundrað í líf-
eyri, hann skortir fé til fjárfestinga
og kannske skortir góða skuldara
að þeim 97,50 kr. sem hann notar í
útleigu af hverjum hundrað. Það er
skelfilegt ágirndareðli sem að er.
Senn kemur kosningadagur. Ég
vil biðja sjómenn og aðstandendur
þeirra að minnast niðurskurðar-
mannsins Guðmundar Hallvarðs-
sonar í þeim kosningum. Þá vil ég
minna á Vilhjálm Egilsson fyrir
norðan. Hann styður dyggilega
greiðsluskerðingar Lífeyrissjóðs
sjómanna. Þeim sem finnst ekki
nóg að gert í skerðingum ættu að
kjósa þá.
Að lokum vil ég minna á um-
hyggju BHB og Sjómannafélags
Reykjavíkur fyrir réttlætismálum
sjómanna. Eitt árið hafði Gísli Jón
Sverrisbróðir bátana sína úti á sjó-
mannadegi - stal sjómannadegin-
um frá strákunum. Sjómannafélag-
ið kærði, fékk Gísla Jón dæmdan til
greiðslu sektar - og hirti sektina
sjálft. Strákamir á bátunum vora
tvírændir - fyrst deginum og svo
sektinni - og það af stéttarfélaginu.
Strákarnir fengu hlutinn sinn hjá
Gísla Jóni, en eitt prósent af honum
fór í félagsgjaid, plús sektin.
I dag auglýsir Lífeyrissjóður sjó-
manna afkomutölur fyrir árið 1998 í
Morgunblaðinu. Hlutfóllin em lík
og í uppgjöri 1997. Hrein eign
32.018 milljónir, lífeyi-ir 844 millj-
ónir eða 2,63% af hreinni eign.
Endingartími 37 ár. Hann er nán-
ast gjaldþrota þessi sjóður, sagði
maðurinn í símanum.
Og svona rétt í restina. Fyrst-
nefndur Birgir tók fram að það
væri ekki bara við sjómenn að
sakast hvernig staðan væri hjá
sjóðnum. Þetta var fallega sagt,
sektarkennd sjómanna minnkar.
Höfundur er loftskeytamaður.
-/elina,
Fegurðin kemur innan frá
• *
Laugavegi 4, sími 551 4473
Agúst Einarsson
er í baráttusæti
Samfylkingarinnar
á Reykjanesi.
Breytum rétt
Tónlist
fyrir alla?
HÆGT og bítandi
höfum við íslendingar
verið að átta okkur á
því að bókvitið verður
í askana látið. Nú ný-
verið sýnir könnun
merks íslensks félags-
fræðings, að hinn svo-
kallaði atgerfisflótti úr
héruðum og sýslum,
bæjarfélögum, jafnvel
úr landinu sjálfu, sé að
stórum hluta vegna
skorts á menningu og
afþreyingu á viðkom-
andi stöðum. Sem
sagt, fólk vill hafa
menninguna í askin-
um, fá hana með skatt-
inum sem snæddur er hverju sinni.
Nágrannar okkar á Norðurlönd-
um hafa fyrir löngu áttað sig á þessu
og leggja samfélögin þar út í stórar
fjárfestingar, til þess eins að koma
menningu til allra þegna sinna, - má
benda á „Rigskonserten" í Noregi
og Svíþjóð og ámóta fyrirbæri í
Danmörku og Finnlandi. Þetta er
sjálfsagðm- þáttur í lífí fólks, hvar
sem það er niðurkomið í löndunum.
Fyrir fáeinum árum færðu Norð-
menn íslensku þjóðinni peninga að
gjöf, sem varið hefur verið til þess
m.a. að kynna grunnskólanemend-
um um land allt lifandi tónlist af öllu
tagi. Þetta var gert eftir að Jónas
Menning
Fyrst og fremst er það
hryggileg staðreynd,
segir Egill Ólafsson, að
í grunnskólum landsins
er ekkert lagt upp úr
listmenntun.
Ingimundarson, píanóleikari, lagði
grunn að fyrirbæri sem kynnt var í
skólum á Selfossi í ársbyrjun 1991,
undir heitinu „Tónlist fyrir alla“.
Norðmenn væntu þess að íslenska
ríkið kæmi tfl móts við fjárveitingu
þeirra, með álíka hárri upphæð og
þeir veittu. Það varð því miður ekki,
heldur var iðulega útdeilt á fjárlög-
um málamyndaupphæð og alltaf
þannig að ganga þurfti lengi á efth-
því sem fékkst. Engu að síður dugðu
þessir peningar Norðmanna og
sposlur úr ríkissjóði, til þess að
vinna mjög merkilegt starf. Hópar
tónlistarmanna voru virkjaðir til að
kynna tónlist af ýmsum toga í
grannskólum vítt um land. Þessu
hefur tekist að halda úti undanfarin
fjögur ár. En því miður hefur aðeins
um helmingur grunnskólanema not-
ið „tónlistar fyrir alla“, ár hvert,
þegar best lét. Ef framlag Islands
hefði verið jafnt framlagi Norð-
manna má Ijóst vera að allir hefðu
notið. Nú er svo komið að gjöf Norð-
manna er á þrotum og þá loks
bregðast íslensk menningaryfirvöld
við með því að veita fé til verkefnis-
ins, en þó eru það einungis rúmir 2/3
hlutar þess sem Norðmenn gáfu í
fyrstu, miðað við fjárlög 1999. Það
er því viðbúið að þessi þáttur í upp-
eldi barna okkar dragist verulega
saman á næsta ári og um framhald
eftir það, er alls óvíst.
Því miður vill það brenna við, að
hstir í eyrum ráðamanna, eru oft á
tíðum eitthvað sem kennt er við létt-
vægt hopp og hí. Og þar á ofan bæt-
ist við sú algenga afstaða, að það
sem gert er fyrir börn á að kosta
sem minnst. En fyrst og fremst er
það hryggileg staðreynd að í grunn-
skólum landsins er ekkert lagt upp
úr listmenntun. Tónlist, myndlist,
leiklist og dans er aðeins iðkuð að
nafninu til. í flestum skólanna er til
dæmis ekki boðið upp á nema einn
tónmenntatíma í viku og leiklist og
dans er ekki til í stundaskrá flestra
grannskóla. Nú er það
Ijóst að algildi fjölskyld-
unnar í uppeldi barns-
ins er ekki lengur til
staðar, skólinn hefur
tekið það hlutverk að
sér að stærstum hluta.
Því er brýnna en
nokkra sinni, að endur-
skoða námsstefnu
grunnskólanna reglu-
lega og viðhafa vönduð
vinnubrögð í samráði
við fagfólk í öllum
mögulegum kennslu-
greinum. Við sem
hrærumst í listum, ger-
um okkur grein íyrir, að
oft er aðgengi barna að
lifandi listviðburðum lítið sem ekk-
ert. Einhæf músík lekur úr útvarps-
tækjum og glymskröttum og mis-
jafnlega illa unnið myndbands- og
sjónvarpsefni, og oft á tíðum alls
ekki við hæfi barna, líkamnast á
skjánum. Ekkert af þessu getur
jafnast á við þátttöku barnanna
sjálfra, lifandi upplifun þeirra á
verknaði sem framin er af lifandi
fólki og þau eru þátttakendur í með
nærveru sinni. Það er löngu vitað að
ekkert reynir eins á einbeitingu
hugans og það að fást við listir. Þær
krefja einstaklinginn stöðugt um af-
stöðu, að ekki sé talað um þá sam-
vinnuhæfni og tillitsemi, sem þarf að
vera til staðar, þegar við syngjum
saman, dönsum, leikum og yfirleitt
sköpum saman. Þar er í rauninni sá
grannur lagður sem sannanlega er
hornsteinn að bættu samfélagi. Ekki
endilega samfélagi þar sem allir
stunda fagrar listir, heldur samfé-
lagi þar sem fólk hefur lært að
virkja skapandi hugsun, lært ein-
beitingu, lært mátt samvinnu og
ekki síst lært að þekkja mikilvægi
eigin frumkvæðis og afstöðu í stóra
og smáu. Það er mikið gleðiefni að
starfsemi tónlistarskóla í landinu
hefur aukist veralega á undanförn-
um áram og stór hluti nemenda
þessara skóla hefur nám þegar á
grunnskólaaldri. Eftir sem áður er
allt of stór hluti gnmnskólanema
sem aldrei kemst í neina alvöru
snertingu við listir, enda er þetta
nám dýrt og ekki á færi allra að
veita börnum sínum slíkt. Þessu
verður að breyta og er það almenn
skoðun að listir eiga að skipa vegleg-
an sess í almennu skólastarfi barna
okkar. Hin svokölluðu nýju grunn-
skólalög frá 1995, ganga m.a. út á
það að auka viðveru barna í skólan-
um. í nýrri námsskrá sést, svo ekki
verður um villst, að vægi listnáms
kemur hlutfallslega til með að
minnka. Listnám í grunnskólum á
að vera jafn sjálfsagt og lestrarnám
og hafa í byrjun skólagöngu sama
vægi og viðlíka greinar, stærðfræði,
stafsetning, lestur.
Fyrirbærið „tónlist fyrir alla“ er
góður upptaktur að stórauknu vægi
listgreina í námsefni grannskóla-
nema. Það má skipuleggja þessar
heimsóknir listamanna í skólana enn
betur, í samstarfi við kennara og
nemendur, og jafnvel samþætta aðr-
ar listgreinar og vinna þannig mark-
visst að því að kveikja sköpunareld-
inn sem býr í sérhverjum nemanda.
Það er eðlileg krafa, þar sem
þjóðargjöf Norðmanna er uppurin,
að íslenskt samfélag taki að fullu við
og leggi peninga til þessa þarfa
starfs. Þannig að allii- grannskólar
njóti á hverju ári. Enn sem komið er
virðumst við, því miður, ekki ætla að
standa undir væntingum og um leið
bregðumst við ungum merkjum
þessa lands, börnum okkar og fram-
tíðinni. Eitt er víst, að fjármunum
sem eytt er í listir og listiðkun til
handa þessu fólki, er um leið varið
til að leggja grunn að hæfari Islend-
ingum, bættara samfélagi, öflugri
þjóð. Sá sem ræður yfir sköpun, á
gull.
Höfundur er h[jómlistarmaður og
leikari.
Egill Ólafsson