Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 68
'68 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 KOSNINGAR >99 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Gerum draum- inn að veruleika Orðbragð sem tilheyrir liðnum tíma MEÐ Samfylking- unni rætist draumur sem félagshyggjufólk og jafnaðarmenn hafa alið með sér um langt skeið. Nú bjóðum við fram sameinuð í fyrsta sinn, að undan- skildum nokkrum ein- staklingum sem töldu ~Arænlegra að sitja hjá í komandi kosningum og fara fram til hliðar við Samfylkinguna. Opnum bókhaldið Samfylkingin er með skýra stefnu þar sem lögð er áhersla á að auka það góðæri sem náðist með þjóðarsátt vinstristjómarinnar og verkalýðshreyfingarinnar fyrir áratug. Réttlát skipting gæðanna Kosningar Samfylkingin, segir Björgvin G. Sigurðs- son, er almannahreyf- ing sem berst gegn sér- hagsmunavörslu stjórn- arflokkanna. og ný forgangsröðun í velferðar- málum eru forgangsverkefni sem Samfylkingin setur á oddinn. Samfylkingin berst fyrir al- mannahagsmunum, gegn spillingu og sérhagsmunum stjómarflokk- anna. Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur byggja tilveru sína á sam- tryggingu um að halda völdum valdanna vegna og stöðu sinni við kjötkatlana. Rúnir allri pólitískri sýn róa þeir nú öllum árum til að viðhalda helmingaskiptunum, skelfingu lostnir yfir samstöðu jafnaðar- manna og félags- hyggjufólks. Lokað bókhald flokkanna er lykilatriði að tilvist þeirra enda ljá þeir ekki máls á því að opna það, líkt og Samfylk- ingin leggur til að gert verði. Sögulegt tækifæri Samfylkingin leggur áherslu á að í menntun og menningu felast uppsprettur framfara í efnahags- og velferðar- málum. Samfylkingin hafnar hugmyndum hægrimanna um skólagjöld og vill að vemlega verði dregið úr þeim kostnaði sem nemendur bera af því að sækja sér menntun fjarri heimabyggð. Jafn- rétti til náms er grundvallaratriði að þjóðfélagi jöfnuðar og jafnréttis þar sem allir njóta sömu tækifær- anna. Því segjum við aldrei skóla- gjöld og endurreisn menntakerfis- ins. Samfylkingin er almannahreyf- ing sem berst gegn sérhagsmuna- vörslu stjómarflokkanna og til að hún geti unnið málum sínum braut- argengi þarf hún að fá góðan styrk í kosningunum í vor. Nú er uppi sögulegt tækifæri til að breyta ís- lensku þjóðfélagi og ekkert má verða til þess að tækifærið glatist. Atkvæði greitt þeim sem sögðu pass og standa fjTÍr utan Samfylk- ingu félagshyggjufólks er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Þannig er samstöðunni sundrað og draum- urinn um réttlátt þjóðfélag verður ekki að veruleika. Nýtum einstætt tækifæri og breytum rétt í kosn- ingunum í dag. Höfundur er háskólanemi og skipar Ijórða sæti á lista Samfylkingarinn- ar á Suðurlandi. Björgvin G. Signrðsson Mörður Arnason Ogeðfelldar aðferðir HANNES Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki látið mjög á sér bera í kosninga- baráttunni. Hann ruddist þó fram á ritvöllinn í gær í Morgunblaðinu og sakar sam- fylkingarmenn um að hafa veist persónulega að Halldóri Ásgrímssyni, ráðherra og flokksformanni, fyrir að eiga kvóta. Staðreyndin er sú að sam- fylkingarmenn hafa einmitt færst undan að taka þátt í um- ræðu um kvótaeign Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans. Bæði Jóhanna Sigurðar- dóttir og Össur Skarphéðins- son hafa til dæmis verið beðin svara um þetta í fjölmiðlum síðustu daga og sagt það eitt að ekki sé ástæða til að ætla að slíkir hagsmunir hafi haft áhrif á afstöðu Halldórs í kvótadeilunni. Hinsvegar sé kvótaeign óheppileg fyrir stjórnmálamann í stöðu hans. Tilgangur Hannesar með úthlaupi sínu í Morgunblaðinu er augljóslega ekki að verja heiður utanríkisráðherra. Hannes reynir þvert á móti að snúa umræðunni um þjóðar- eign á fiskimiðunum upp í róg og illindi um einstaka menn og notar til þess persónu Halldórs Ásgrímssonar. Það eru einkar ógeðfelldar aðferð- ir hjá hugmyndafræðingi for- sætisráðherra. Höfundur er frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar í Reykjavfk. FYRIR u.þ.b. aldar- fjórðungi hóf undirrit- aður að sinna tann- lækningum þroska- heftra einstaklinga. Þetta var ekki um- fangsmikið starf í upp- hafi, enda var þetta fólk nánast réttinda- laust. Þjóðfélagið tók enga ábyrgð á tann- heilsu þeirra. Þetta breyttist um 1980, þegar heimildará- kvæði um endur- greiðslu tannlækninga örykja tók gildi. Á skömmum tíma tók ég að mér að annast á 4. hund- rað fatlaða, fullorðna og börn. Þessi starfsemi fór fram í nánu og góðu samstarfi við Trygginga- stofnun ríkisins. Harðfylgi tryggingatannlæknis í árslok 1996 lagði nýskipaður tryggingatannlæknir fram tillögur um skerðingu á endurgreiðslum til örykja. Ástæðan fyrir þessari að- gerð var að sögn ótæpileg gjald- taka nokkurra tannlækna. Við fyr- irspum frá Tannlæknafélagi ís- lands kom í ljós, að hjá TR vissu menn ekki hve margir öryrkjar ættu rétt á 90% endurgreiðslu, eða hver heildarútgjöld þeirra vegna væru. Eftir 5 mánaða „rannsókn" TR var upplýst að fjöldi öryrkja með þessi réttindi væri 490 og árs- útgjöld þeirra vegna 8,6 millj. kr. eða 17.600 kr. á einstakling á ári. í þessum hóp eru mikið fatlaðir ein- staklingar, sem þarfnast sérstakr- ar meðferðar. Tryggingatannlæknir lét þessar upplýsingar ekki trufla sig og hef- ur allar götur síðan fylgt skerðing- araðgerðum eftir af miklu harð- fylgi, dyggilega studdur af for- stjóra TR. Það kom fljótt í Ijós, að ekki var hægt að framkvæma forvamar- starf yngri bama í dagheimilinu að Lyngási, samkvæmt túlkun emb- ættismanna á hinum nýju reglum og reglugerðum. Við þetta var undirritaður mjög ósáttur og gagn- rýndi hið nýja fyrir- komulag. Þessari gagnrýni var ekki svarað málefnalega, en undirritaður var margoft sakaður um „vísvitandi ósannindi og rangfærslur, per- sónulegt stríð gegn tryggingatannlækni“ og sitthvað fleira, sem ekki beinlínis flokkast undir lofsyrði. Mistök leiðrétt Á fundi fulltma Tannlæknafé- lags íslands og fulltrúa hagsmuna- félaga öryrkja 13. apríl sl. upp- lýstu framkvæmdastjóri og for- maður landssamtakanna Þroska- hjálpar, að þeir hefðu þennan Tannlækningar ✓ I stað þess að biðja þroskahefta afsökunar, segir Gunnar Þormar, hreytir forstjóri Trygg- ingastofnunar fúkyrð- um í einstaklinga. sama dag fengið staðfest í TR, að „mistök“ hefðu átt sér stað. (Mbl. 15/4). Stofnunin hafði „misskilið" eigin reglur og hlunnfarið þroska- heft böm í umönnunarflokkum 1,2 og 3. Nú hefði mátt ætla að deilu þessari væri lokið, og jafnvel að embætti tryggingatannlæknis bæðist afsökunar. Sú varð ekki raunin. „Rdgburður, svívirðingar“ Blaðafulltrúi Tryggingastofnun- ar ritar grein í Morgunblaðið viku síðar og fullyrðir að fégræðgi hafi legið að baki gagnrýni tannlækna. Trúi hver sem vill. 8,6 millj. kr. em rúmlega 1% af endurgreiðslum TR til tannlækna og nálægt 0,25% af heildarútgjöldum landsmanna vegna tannlækninga. Tæplega miklar kjarabætur fyrir tann- læknastéttina að sækja í þann geira. Forstjóri TR bætir um betur í DV 30/4 og sakar undirritaðan um „útúrsnúninga, rógburð, svívirð- ingar, ótrúlegt hatur og mann- vonsku“. Þar að auki fullyrðir hann að formaður og fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar hafi logið, er þeir skýrðu frá „mistök- um“ TR. Kaldur kall og hraustur, Karl Steinar, og hvergi banginn Þetta minnir á að í nýafstaðinni kjaradeilu TR og lækna, notaði forstjóri slíkan munnsöfnuð, að læknar neituðu að sitja fundi, þar sem hann væri viðstaddur. Og að- stoðarmaður forstjórans, lögfræð- ingur, lýsti yfir við sama tækifæri að „tímaeyðsla væri að ræða við menn með grímur og hnífa“. „Til vansæmdar“ Orðbragð þessara heiðurs- manna varð Mbl. tilefni til leiðara- skrifa 10/1 ‘98. Þar segir: „svona tal er Tryggingastofnun ríkisins til vansæmdar“. Forráðamenn stofn- unarinnar eru augljóslega á öðru máli. Aðfórin að bömum í Lyngási er aðeins lítið sýnishom af „hetjudáð- um“ TR í seinni tíð. Viðræður við fulltrúa TR hafa engum árangri skilað, og því ekki um annað að ræða, en að kynna þetta málefni betur fyrir almenningi. Islenskir blaðalesendur geta því bráðlega átt von á fleiri sýnishom- um af smekklegu málfari trygg- ingaforstjórans og fylgisveina hans. Höfundur er tannlæknir og fyrrver- andi formaður landssamtakanna Þroskahjálpar. Gunnar Þormar Enn um íslenskar mjólkurkýr ÝMIS viðbrögð hef ég fengið við grein minni sem birtist í Morgunblaðinu hinn 14. apríl síðastliðinn. Ég vil taka fram að með henni er ég alls ekki að ráðast að mjög fæmm starfsmönnum Bændasamtaka ís- lands og ef menn hafa tekið það svo bið ég þá afsökunar. Það er hins vegar ýmislegt sem mætti skipuleggja betur varðandi kynbóta- starfið í nautgripa- rækt og ég veit að það er sífellt verið að vinna í því og endurskoða það. Þeir bændur sem vilja vera með snemmbærar kýr eru yfirleitt búnir að láta sæða þær áður en nýtt nautaspjald kemur út og er því skiljanlegt að þeir séu argir yfir því að geta ekki notað til þess nýjustu nautin. Til að koma í veg fyrir að bændur séu að kvarta að ósekju yfir kynbótastarfinu væri rétt að kynna oftar í Bændablaðinu hvað er að gerast á þeim vígstöðvum (þessa dagana eru þar ágætar umræður og hafa reyndar ver- ið af og til). Þannig fá menn, sem kæra sig um það, að fylgjast með. Það virðist ekki vera nóg að skrifa héraðsráðu- nautunum linur til að miðla svo Guðný Helga Björnsddttir AUGLÝSINGflDEILD Sími: 569 1111 * Bréfsími: 569 1110 * Netfang: augl@mbl.is Nautgripir ✓ Ymislegt mætti skipuleggja betur, segir Gudný Helga Björnsdóttir, varðandi kynbótastarfíð í naut- griparækt. áfram þó það sé vissulega starfs- svið þeirra. Það er nú einu sinni svo að menn taka misjafnt mark á því sem héraðsráðunauturinn er að segja eða skrifa, sérstaklega þegar kemur að kynbótastarfi, hvort sem það er í nautgripa- rækt, hrossarækt eða annarri ræktun. Að lokum vil ég benda kúa- bændum á að nýta sér upplýsing- arnar á Nautaspjaldi hverju sinni til að velja rétt naut á hverja kú og ekki gleyma að nota ungnautin á einhverjar af kúnum. Þannig er unnt að kynbæta íslensku mjólk- urkýrnar með íslensku erfðaefni. Höfundur er bóndi og ráðunautur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.