Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kjarnorkunjósnamálið í Bandaríkjunum Barak með forystu í könnunum tíu dögum fyrir kosningar Neitar því að hafa njósnað fyrir Kínverja Washinglon. AFP. LOGFRÆÐINGUR bandarísks kjarnorkuvísindamanns af taívönsk- um uppruna, sem er sagður hafa lót- ið Kínverjum í té leynilegar upplýs- ingar um bandarísk kjamavopn, hef- ur gefíð út langa yfirlýsingu þar sem hann segir ekkert hæft í þessum ásökunum. Vísindamaðurinn, Wen Ho Lee, starfaði við kjarnorkurannsóknastöð í Los Alamos I Nýju Mexíkó og var leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði ljóstrað upp kjarn- orkuleyndarmálum Bandaríkjanna. Hann hefur þó ekki verið ákærður vegna málsins og Kínverjar neita því að hafa stundað kjarnorkunjósnir í Bandaríkjunum. „Lee hefur aldrei veitt neinum leynilegar upplýsingar án heimild- ar,“ sagði í yfirlýsingu lögfræðings- ins, sem var birt í Washington Post og Los Angeles Times. „Hann verð- ur ekki hafður til blóra vegna meintra öryggisvandamála í kjarn- orkurannsóknastöðvum landsins.“ Lögfræðingurinn sagði að Lee og eiginkona hans hefðu haft náið sam- starf við bandarísku alríkislögregl- una FBI við þriggja ára leit hennar að hugsanlegum kjarnorkunjósnur- um Kínverja. Hann kvaðst ennfrem- ur ætla að afhenda bandarískum embættismönnum, sem rannsaka málið, gögn sem sönnuðu sakleysi skjólstæðingsins. The New York Times skýrði frá því í apríl að Lee væri grunaður um að hafa fært leynileg gögn um nán- ast öll kjarnavopn Bandaríkjanna úr tölvukerfi rannsóknastöðvarinnar í annað tölvukerfi, sem margir hefðu aðgang að, á árunum 1994-95. Blaðið hafði eftir vopnasérfræðingum að kjarnorkuveldi eins og Kína hefðu getað stuðst við þessi gögn til reyna að framleiða kjamorkusprengjur að bandarískri fyrirmynd. Jóhannes Páll páfí í Rúmeníu Róm. The Daily Telegraph. JÓHANNES Páll páfi hóf í gær þriggja daga heimsókn sína til Rúmeníu. Með heimsókninni vill páfi „leita sátta milli austurs og vesturs", en heimsóknin er sögu- leg fyrir þær sakir að hún er fyrsta heimsókn sem nokkur páfi fer í til lands þar sem rótttrúnað- arkirkjan er ríkiskirkja, frá því að kristintrú klofnaði milli aust- urs og vesturs árið 1024, í rétt- trúnaðarkristni og kaþólsku. Tekið var vel á móti páfa í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Búist var við að þúsundir manna myndu fylkja liði út á götur borgarinnar tii að hylla páfann, en þó voru um 7000 lögreglu- menn og 700 öryggisverðir til reiðu ef ólæti skyldu brjótast út. í augum stjórnvalda og grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Rúmen- íu, þar sem milli 80 og 90 prósent af íbúum landsins aðhyllast rétt- trúnaðarkirkjuna, er heimsóknin talin mikilvægt skref í tilraun þeirra til að bæta ímynd lands- ins. Skorað á Mordechai að draga sisr í hlé Jerúsalem. Reuters, AP, AFP. Reuters GYÐINGUR horfir á auglýsingamynd af Yitzhak Mordechai, sem er í framboði fyrir Miðflokkinn í þingkosningunum í ísrael. EHUD Barak, leiðtogi Verkamanna- flokksins í Israel, heldur forskoti sínu á Benjamin Netanyahu forsætis- ráðherra samkvæmt skoðanakönnun- um sem birtar voru í gær, tíu dögum fyrir þing- og forsætisráðherrakosn- ingamar í landinu. Yitzhak Mor- dechai, forsætisráðherraefni Mið- flokksins og fyrrverandi vamarmála- ráðherra, er hins vegar spáð litlu fylgi og fast er nú lagt að honum að draga sig í hlé til að tryggja Barak sigur. Ef marka má kannanir, sem vom birtar í tveimur stærstu dagblöðum Israels, fær enginn meirihluta at- kvæðanna í forsætisráðherrakjörinu 17. maí, þannig að kjósa þarf milli tveggja efstu frambjóðendanna 1. júní. I skoðanakönnun dagblaðsins Yedioth Ahronoth sögðust 50% að- spurðra ætla að kjósa Barak í síðari umferð kosninganna og 42% Net- anyahu. 8% aðspurðra höfðu ekki gert upp hug sinn. Gallup-könnun, sem birt var í dag- blaðinu Maariv, bendir hins vegar til þess að munurinn á fylgi Baraks og Netanyahus hafi aukist og sé nú 12 prósentustig. 50% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Barak og 38% Net- anyahu í síðari umferðinni, en 12% vom óákveðin. Ef marka má könnun Yedioth Ahronoth fær Barak 42% fylgi í fyrri umferðinni, Netanyahu 37% og Mor- dechai aðeins 8%. Skekkjumörkin vom 3,3%. Barak sagði í viðtali við Reuters- sjónvarpið að hann teldi „fremur ólíklegt" að hann gæti náð kjöri í fyrri umferðinni. Sigurlíkur hans myndu hins vegar aukast ef Mor- dechai drægi sig í hlé. Lítið fylgi Mordechais hefur orðið til þess að margir andstæðingar Net- anyahus hafa skorað á vamarmála- ráðherrann fyrrverandi að draga sig í hlé til að tryggja Barak sigur 17. maí. Verkamannaflokkurinn telur mjög mikilvægt að Barak nái kjöri í fyrstu atrennu þar sem hann óttast að kjörsóknin verði lítil ef kjósa þurfi á ný 1. júní og það komi Netanyahu til góða. Ekki er þó víst að Mordechai verði við þessum áskorunum þar sem Net- anyahu fékk hann til að lofa því í sjónvarpskappræðum nýlega að draga sig ekki í hlé. Stjómmála- skýrendur sögðu þetta loforð til marks um kænsku forsætisráðherr- ans. Hægrimenn tapa fylgi en miðjumenn f sókn Skoðanakannanirnar benda til þess að hvorki Verkamannaflokkur- inn né Likud-flokkur Netanyahus fái meirihluta á þinginu í kosningunum 17. maí, þannig að sá sem verður kjörinn forsætisráðherra þurfi að mynda samsteypustjórn. Barak kvaðst ekki útiloka þann möguleika að hann myndaði stjóm með Likud- flokknum og Netanyahu tæki þá við öðm ráðherraembætti. Hann kvað það þó „mjög ólíklegt" vegna ágrein- ings þeirra í mörgum málum. Kannanirnar benda til þess að Likudflokkurinn og bandamenn hans tapi 8-10 þingsætum í kosningunum. Vinstriflokkunum er spáð 50-52 þingsætum, en þeir fengu 52 í síðustu kosningum og þurfa 61 til að ná meirihluta. Miðflokkunum, m.a. flokki Mor- dechais, er spáð 21 þingsæti í könnun Gallup, en þeir vom með ellefu þing- sæti. Könnun Yediot Aharonot bendir til þess að Netanyahu hafi tapað miklu fylgi meðal innflytjenda frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi, sem era um 550.000 af 4,28 milljónum kjósenda í Israel. 60% þeirra studdu hann árið 1996 en aðeins 43% ætla að kjósa hann nú, ef marka má könnunina. Færeyskar konur gagn- rýna þingsetu Petersens Þórshöfn. Morgunblaðið. KVENNAHREYFINGAR í Færeyj- um hafa nú sameinast um að mót- mæla því að John Petersen, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra í land- stjórninni, sem dæmdur var fyrir nauðgun í desember sl., skuli fá að sitja áfram sem þingmaður á Lög- þinginu. John Petersen, sem er þingmaður Fólkaflokksins, fékk 10 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku í íbúð sinni í Þórshöfn árið 1995. Prátt fyrir dóminn hefur Petersen haldið þing- sæti sínu. Hann hefur að vísu tekið sér orlof frá þingsetu og varaþing- maðurinn Eyðun Videro frá Sandey situr í hans stað. Dómur féll fyrst yfir Petersen í héraðsdómi í nóvember, sem hann áfrýjaði til Eystri Landsréttar í Dan- mörku. Þar var dómur héraðsdóms staðfestur. Þeim dómi áfrýjaði Peter- sen áfram til hæstaréttar Danmerk- ur, að ráði verjanda síns, Thomas Rordam, sem er mjög þekktur lög- maður í Danmörku. Fulltrúar félagasamtaka kvenna í Færeyjum, sem nýlega héldu árlegan landsfund, átelja það harkalega í skriflegri yfirlýsingu, að John Peter- sen skuli enn mega gegna þing- mennsku þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir alvarlegt afbrot. Era þeir ráðamenn sem telja ættu sér málið skylt hvattir til að sjá til þess að settar verði skýrari reglur, í því skyni að tryggja að slíkt gæti ekki endurtekið sig. Sumarsveifla á fafnaOi fyrir alla fjölshqlduna S IrmSsYiíi7 Opið veröur frá hl. 11.00 fil 19.00 alla dapa. StelpUkirZI h°kr n- 11 .. fliir þefra Uomublussur 0g margf fleira á ólrúlegu verfli. Npjar vörur daglega. Herraskyrtur Dömudragtir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.