Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 36

Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 36
36 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kjarnorkunjósnamálið í Bandaríkjunum Barak með forystu í könnunum tíu dögum fyrir kosningar Neitar því að hafa njósnað fyrir Kínverja Washinglon. AFP. LOGFRÆÐINGUR bandarísks kjarnorkuvísindamanns af taívönsk- um uppruna, sem er sagður hafa lót- ið Kínverjum í té leynilegar upplýs- ingar um bandarísk kjamavopn, hef- ur gefíð út langa yfirlýsingu þar sem hann segir ekkert hæft í þessum ásökunum. Vísindamaðurinn, Wen Ho Lee, starfaði við kjarnorkurannsóknastöð í Los Alamos I Nýju Mexíkó og var leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði ljóstrað upp kjarn- orkuleyndarmálum Bandaríkjanna. Hann hefur þó ekki verið ákærður vegna málsins og Kínverjar neita því að hafa stundað kjarnorkunjósnir í Bandaríkjunum. „Lee hefur aldrei veitt neinum leynilegar upplýsingar án heimild- ar,“ sagði í yfirlýsingu lögfræðings- ins, sem var birt í Washington Post og Los Angeles Times. „Hann verð- ur ekki hafður til blóra vegna meintra öryggisvandamála í kjarn- orkurannsóknastöðvum landsins.“ Lögfræðingurinn sagði að Lee og eiginkona hans hefðu haft náið sam- starf við bandarísku alríkislögregl- una FBI við þriggja ára leit hennar að hugsanlegum kjarnorkunjósnur- um Kínverja. Hann kvaðst ennfrem- ur ætla að afhenda bandarískum embættismönnum, sem rannsaka málið, gögn sem sönnuðu sakleysi skjólstæðingsins. The New York Times skýrði frá því í apríl að Lee væri grunaður um að hafa fært leynileg gögn um nán- ast öll kjarnavopn Bandaríkjanna úr tölvukerfi rannsóknastöðvarinnar í annað tölvukerfi, sem margir hefðu aðgang að, á árunum 1994-95. Blaðið hafði eftir vopnasérfræðingum að kjarnorkuveldi eins og Kína hefðu getað stuðst við þessi gögn til reyna að framleiða kjamorkusprengjur að bandarískri fyrirmynd. Jóhannes Páll páfí í Rúmeníu Róm. The Daily Telegraph. JÓHANNES Páll páfi hóf í gær þriggja daga heimsókn sína til Rúmeníu. Með heimsókninni vill páfi „leita sátta milli austurs og vesturs", en heimsóknin er sögu- leg fyrir þær sakir að hún er fyrsta heimsókn sem nokkur páfi fer í til lands þar sem rótttrúnað- arkirkjan er ríkiskirkja, frá því að kristintrú klofnaði milli aust- urs og vesturs árið 1024, í rétt- trúnaðarkristni og kaþólsku. Tekið var vel á móti páfa í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Búist var við að þúsundir manna myndu fylkja liði út á götur borgarinnar tii að hylla páfann, en þó voru um 7000 lögreglu- menn og 700 öryggisverðir til reiðu ef ólæti skyldu brjótast út. í augum stjórnvalda og grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Rúmen- íu, þar sem milli 80 og 90 prósent af íbúum landsins aðhyllast rétt- trúnaðarkirkjuna, er heimsóknin talin mikilvægt skref í tilraun þeirra til að bæta ímynd lands- ins. Skorað á Mordechai að draga sisr í hlé Jerúsalem. Reuters, AP, AFP. Reuters GYÐINGUR horfir á auglýsingamynd af Yitzhak Mordechai, sem er í framboði fyrir Miðflokkinn í þingkosningunum í ísrael. EHUD Barak, leiðtogi Verkamanna- flokksins í Israel, heldur forskoti sínu á Benjamin Netanyahu forsætis- ráðherra samkvæmt skoðanakönnun- um sem birtar voru í gær, tíu dögum fyrir þing- og forsætisráðherrakosn- ingamar í landinu. Yitzhak Mor- dechai, forsætisráðherraefni Mið- flokksins og fyrrverandi vamarmála- ráðherra, er hins vegar spáð litlu fylgi og fast er nú lagt að honum að draga sig í hlé til að tryggja Barak sigur. Ef marka má kannanir, sem vom birtar í tveimur stærstu dagblöðum Israels, fær enginn meirihluta at- kvæðanna í forsætisráðherrakjörinu 17. maí, þannig að kjósa þarf milli tveggja efstu frambjóðendanna 1. júní. I skoðanakönnun dagblaðsins Yedioth Ahronoth sögðust 50% að- spurðra ætla að kjósa Barak í síðari umferð kosninganna og 42% Net- anyahu. 8% aðspurðra höfðu ekki gert upp hug sinn. Gallup-könnun, sem birt var í dag- blaðinu Maariv, bendir hins vegar til þess að munurinn á fylgi Baraks og Netanyahus hafi aukist og sé nú 12 prósentustig. 50% aðspurðra sögðust ætla að kjósa Barak og 38% Net- anyahu í síðari umferðinni, en 12% vom óákveðin. Ef marka má könnun Yedioth Ahronoth fær Barak 42% fylgi í fyrri umferðinni, Netanyahu 37% og Mor- dechai aðeins 8%. Skekkjumörkin vom 3,3%. Barak sagði í viðtali við Reuters- sjónvarpið að hann teldi „fremur ólíklegt" að hann gæti náð kjöri í fyrri umferðinni. Sigurlíkur hans myndu hins vegar aukast ef Mor- dechai drægi sig í hlé. Lítið fylgi Mordechais hefur orðið til þess að margir andstæðingar Net- anyahus hafa skorað á vamarmála- ráðherrann fyrrverandi að draga sig í hlé til að tryggja Barak sigur 17. maí. Verkamannaflokkurinn telur mjög mikilvægt að Barak nái kjöri í fyrstu atrennu þar sem hann óttast að kjörsóknin verði lítil ef kjósa þurfi á ný 1. júní og það komi Netanyahu til góða. Ekki er þó víst að Mordechai verði við þessum áskorunum þar sem Net- anyahu fékk hann til að lofa því í sjónvarpskappræðum nýlega að draga sig ekki í hlé. Stjómmála- skýrendur sögðu þetta loforð til marks um kænsku forsætisráðherr- ans. Hægrimenn tapa fylgi en miðjumenn f sókn Skoðanakannanirnar benda til þess að hvorki Verkamannaflokkur- inn né Likud-flokkur Netanyahus fái meirihluta á þinginu í kosningunum 17. maí, þannig að sá sem verður kjörinn forsætisráðherra þurfi að mynda samsteypustjórn. Barak kvaðst ekki útiloka þann möguleika að hann myndaði stjóm með Likud- flokknum og Netanyahu tæki þá við öðm ráðherraembætti. Hann kvað það þó „mjög ólíklegt" vegna ágrein- ings þeirra í mörgum málum. Kannanirnar benda til þess að Likudflokkurinn og bandamenn hans tapi 8-10 þingsætum í kosningunum. Vinstriflokkunum er spáð 50-52 þingsætum, en þeir fengu 52 í síðustu kosningum og þurfa 61 til að ná meirihluta. Miðflokkunum, m.a. flokki Mor- dechais, er spáð 21 þingsæti í könnun Gallup, en þeir vom með ellefu þing- sæti. Könnun Yediot Aharonot bendir til þess að Netanyahu hafi tapað miklu fylgi meðal innflytjenda frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi, sem era um 550.000 af 4,28 milljónum kjósenda í Israel. 60% þeirra studdu hann árið 1996 en aðeins 43% ætla að kjósa hann nú, ef marka má könnunina. Færeyskar konur gagn- rýna þingsetu Petersens Þórshöfn. Morgunblaðið. KVENNAHREYFINGAR í Færeyj- um hafa nú sameinast um að mót- mæla því að John Petersen, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra í land- stjórninni, sem dæmdur var fyrir nauðgun í desember sl., skuli fá að sitja áfram sem þingmaður á Lög- þinginu. John Petersen, sem er þingmaður Fólkaflokksins, fékk 10 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku í íbúð sinni í Þórshöfn árið 1995. Prátt fyrir dóminn hefur Petersen haldið þing- sæti sínu. Hann hefur að vísu tekið sér orlof frá þingsetu og varaþing- maðurinn Eyðun Videro frá Sandey situr í hans stað. Dómur féll fyrst yfir Petersen í héraðsdómi í nóvember, sem hann áfrýjaði til Eystri Landsréttar í Dan- mörku. Þar var dómur héraðsdóms staðfestur. Þeim dómi áfrýjaði Peter- sen áfram til hæstaréttar Danmerk- ur, að ráði verjanda síns, Thomas Rordam, sem er mjög þekktur lög- maður í Danmörku. Fulltrúar félagasamtaka kvenna í Færeyjum, sem nýlega héldu árlegan landsfund, átelja það harkalega í skriflegri yfirlýsingu, að John Peter- sen skuli enn mega gegna þing- mennsku þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir alvarlegt afbrot. Era þeir ráðamenn sem telja ættu sér málið skylt hvattir til að sjá til þess að settar verði skýrari reglur, í því skyni að tryggja að slíkt gæti ekki endurtekið sig. Sumarsveifla á fafnaOi fyrir alla fjölshqlduna S IrmSsYiíi7 Opið veröur frá hl. 11.00 fil 19.00 alla dapa. StelpUkirZI h°kr n- 11 .. fliir þefra Uomublussur 0g margf fleira á ólrúlegu verfli. Npjar vörur daglega. Herraskyrtur Dömudragtir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.