Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 90
' *90 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Fimmtugasfa sýning Ávaxtakörfunnar
‘Best að börnin skuli hrífast
EVA appel-
sína spjallar
við vinkonu
sína á
Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
er höfundur Ávaxtakörfunnar, sem
er fyrsta leikritið sem hún skrifar
fyrir svið, en hún hefur þegar skrif-
að nokkur útvarpsleikrit. Við sein-
ustu úthlutun Kvikmyndasjóðs ís-
lands fékk hún handritsstyrk ásamt
Manönnu Friðjónsdóttur.
„Ég er búin að vera með hug-
myndina að Ávaxtakörfunni í
hausnum alveg rosalega lengi, svo
ég man ekki hvemig ég fékk hana,
en ég hef mikið verið að pæla í ein-
elti og fordómum. Þegar ég bjó á ís-
landi vann ég á Unglingaheimilinu
og þangað komu margir ein-
eltiskrakkar. Núna bý ég svo í
Kaupamannahöfn þar sem fordóm-
ar og kynþáttahatur eru mjög áber-
andi. Hér er talað um þriðju kyn-
slóð innflytjenda, og mér finnst það
algjör móðgun að barnabam inn-
flytjenda skuli ekld vera orðið
Dani.“
Góðir leikarar og búningar
- Nú býrð þú í Danmörku, ertu
þá búin að sjá Avaxtakörfuna?
„Já, já, ég var á frumsýningunni,
og svo sendi Gunni leikstjóri mér
myndband af leikritinu. Þriggja ára
dóttir mín horfir stanslaust á spól-
ma og ég er eiginlega búin að fá
nóg fyrir löngu! Og svo er sonur
ninn, sem er eins og hálfs árs, að
byrja að horfa, svo ég kemst ekk-
ert undan Ávaxtakörfunni í bráð.“
- Hvemig fannst þér að sjá leik-
ritið?
„Það var rosalega gaman. Það
varð mun meira úr leikritinu heldur
en ég átti von á. Það vom góðir leik-
arar, frábærir búningar og allt varð
svo stórt. Skemmtilegast finnst mér
samt að bömin skuli vera svona
hrifin af Ávaxtakörfunni."
UM SÍÐUSTU helgi var íslenska
bamaleikritið Ávaxtakarfan sýnt í
fímmtugasta sinn, og þá í Sam-
komuhúsinu á Akureyri. Ávextimir
heilsuðu upp á vini sína úr salnum
að sýningu lokinni og buðu þeim
upp á ávaxtasafa og ávexti.
Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri
segir að nú þegar hafi yfir tólf þús-
und manns séð
verkið, því
selt hefur verið á næstum allar sýn-
ingarnar. Seinustu sýningar verði í
Islenski óperunni í lok maí og því er
hver að verða síðastur að sjá ávext-
ina skemmtilegu.
Byggir á eigin reynslu
Ávaxtakarfan er heimili nokkurra
ávaxta, en meðal þeirra ríkja for-
dómar, og Maja jarðarber og Gedda
gulrót era lagðar í einelti fyrir að
vera litlar og öðru-
vísi. Smám saman
opnast þó augu
ávaxtanna íyrir því
að það er ekki útlit-
ið sem skiptir máli,
heldur innrætið og
sagan endar því
vel.
Kristlaug
María Sig-
urðar-
dóttir
■-
STARFSMANNAFÉLÖG, SUMARHÚSAEIGENDUR
OG ANNAÐ ÁHUGAFÓLK, ER
RÆKTUNARAÆTLUNIN TILBÚIN?
Br Fossvoa!
Fossvogsbletti 1 (fyrlr neöan Borgarspftala) Sfmi 5641777
ið kl. 9-19 alla daga nema fimmtudaga til kl. 22
KVIKMYNDIR/Bíóhöllin sýnir teiknimyndina
Hæ og hó, hér kemur Jógi björn.
Ævintýri Jóg*a
bjarnar
Frumsýning
ALLIR þekkja hinn hinn geðgóða
og skemmtilega Jóga björn og vita
því að í mynd um hann er skemmt-
unin í fyrsta sæti. Jógi björn birtist
nú aftur í endurbættri útgáfu fyrri
myndar frá árinu 1964. Jógi björn
er alltaf samur við sig og lendir í
fjölmörgum ævintýram með vinum
sínum. I myndinni fæst Jógi bjöm
við slóttuga sirkuseigendur, gerir
áhættusamar innrásir í Yellowsto-
ne þjóðgarðinn, dulbýr sig sem
brúnu vofuna og margt fleira. Allt
gerir Jógi öðram þræði til að ganga
í augun á hinni ofursætu Cindy
birnu.
NáttúruLegt
C-vítamín!
MBD RÓSABERJi M
RÚTÍN OG
HIOR-AVÓNÍDIM
Gilsuhúsið
Skólavöröustíg, Kringlunni, Smöratorgi
og Skipagötu 6, Akureyrl
Persóna Jóga bjarnar, snjallar
teikningarnar og tónlist Ray Gil-
berts hafa gert þessa mynd að
klassískri barnamynd. Leikstjórar
era þeir William Hanna og Joseph
Barbera. Daws Butler ljær Jóga
birni rödd sína.
Jógi björn kom fyrst fram í
bandarísku sjónvarpi árið 1958 og
varð strax afar vinsæll. Joseph
Barbera og William Hanna teikn-
uðu Jóga björn en þeir eiga heiður-
inn af því að hafa skapað ótrúlega
margar frægar teiknimyndaper-
sónur eins og Flintstones fjölskyld-
una, Tomma og Jenna, Toppkött,
Scooby Doo og fyrstu geimfjöl-
skylduna Jetsons svo aðeins nokkr-
ar séu nefndar.
Aösendar greinar á Netinu
vg> mbl.is
-ALLTXkf= G!TTH\SA4D NÝTT