Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 11 FRÉTTIR ÞAÐ hlýtur að vera vefsíða með góðri spá sem frambjóðendurnir Magnús Jón Árnason, Guðmundur Árni og Þórunn hafa rekist á. Frá Netinu á akurinn Enginn hörgull á heima- bökuðu „ÞORUNN er að verða eins og inn- fæddur Hafnfirðingur,“ segir Guð- mundur Ámi Stefánsson þingmað- ur. „Hún er farin að þekkja alla,“ og hann klappar Þórunni á öxlina. Þau eru á leiðinni út-úr dyrunum eftir stutta viðkomu á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Hafnarflrði um hádegið, lokaáhlaupið átti að há við stórmarkaðina. „Þetta er dagur sem enginn vill hafa frambjóðendur á kosninga- skrifstofunum. Þeir eiga að vera úti,“ segir Guðmundur Árni með glettnisglampa í augum og góður skriður er á þeim tvímenningum út. En sammála eru þau um að kjós- endur hafi mestan áhuga á velferð- armálunum. I anddyrinu er Brynhildur Birg- isdóttir kosningastjóri að svara í síma og taka á móti fyrirspumum. Og strax verður fyrir gestum dýrð- legur kökudiskur. ,A-uð\átað er þetta heimabakað,“ segir Brynhild- ur og hrósar velunnurum í Kvenfé- lagi Alþýðuflokksins fyrir köku- gerðarsnilld. Eftir að hafa bragðað kökurnar mætti stinga því að Sam- fylkingarframbjóðendum að gera nú boðskap kvenfélagsins að sínum og dreifa kökuuppskriftum með samfélagsforskrift flokksins. Dagar kvenfélagsins era ekki liðnir þrátt fyrir tilkomu Samfylk- ingarinnar. „Þær hafa alltaf bakað í kosningakaffið og gera það þá eins núna,“ segir Brynhildur. „Við eram auðvitað eingöngu með heimabakað meðlæti á kosningakaffinu." Það verður í Gúttó fram á kvöld, en síð- an tekur við kosningavaka í íþrótta- húsinu og í Fjörakránni. „Við leigðum Samfylkingunni húsið,“ segir Brynhildur. Eins og af orðum hennar má marka er hún upprannin í Alþýðuflokknum, sem á sterk ítök í Hafnarfirði og hefur skapað kosningastarfinu góðan grann á stanum. „Fólk hefur verið mjög duglegt að mæta á skrifstof- una,“ segir hún og er greinilega ekki í vafa um að margir á staðnum verði til að „kjósa nú rétt“. „FRAMBJÓÐENDUR byrja daginn á því að vinna á Netinu kl. 8.15-8.30, færa þar dagbók, lesa póst frá mér með nákvæmri dagskrá, sem ég sendi þeim kvöldið áður. Kl. 8.30 er morgunkaffi og þá er alltaf fullt hús. Kl. 9 sendi ég fólkið út,“ segir Pétur Rafnsson, kosningastjóri Sjálfstæð- isflokksins. Hinir útsendu frambjóð- endur eru aldrei færri en tólf af 24 frambjóðendum. „Við notum mikinn fjölda.“ Hér talar greinilega vanur maður enda era þetta þriðju kosn- ingar Péturs sem kosningastjóra. Gamla Sjálfstæðishúsið við Strand- götu er óðum að komast í kosninga- stakkinn. Uppi á lofti hefur verið opn- að upp á fornfálegt háaloft, sem vafa- laust geymir langa sögu, en ofan af því hangir nútíminn í formi sjónvarp- skapla. Hér er verið að tengja sjón- vörp, svo einnig megi sjá afrakstur kosningabaráttunnar uppi á lofti, þar sem hún hefur verið skipulögð. Þorgerður K. Gunnarsdóttir fram- bjóðandi setur fæturna upp á stól. „Þetta er mikil ganga, mikið labb,“ segir hún. Sjálf er Þorgerður nýbúin að vera uppi á Hrauni, þar sem frambjóð- endurnir fengu að sögn hennar „rosa viðtökur". Morgunblaðið/Ásdís ÞAU Þorgerður og Pétur bera saman bækur sinar við Guðlaugu Konráðsdóttur og Ernu Nielsen, starfsmenn á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Vinstri - grænir og hjóla- bretti HALLDÓR, Þorsteinn kosningasljóri, Hjálmar og Kristján Ragnars- son stungu sér inn á matstað í hádeginu og fengu sér snarl. Með hnallþórurnar upp í rjáfur „HANN er vel virkur, hann Hjálm- ar, en ekki ofvirkur," segir Þor- steinn Ámason, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjanes- bæ, með jglettnisglampa í augum. Hjálmar Amason þingmaður hefur litið inn um hádegið og það hefur reyndar Halldór Ásgrímsson, for- maður flokksins og utanríkisráð- herra, einnig gert. Eftir að hafa gert að gamni sínu við fólk í kosningaskrifstofunni fer ráðherrann ásamt þingmanninum á matstað hinum megin við götuna enda komið hádegi. Síðustu daga hefur Halldór verið á fundum fyrir austan frá morgni fram á nótt, en kom til Reykjavíkur í fyrrinótt. „Ég var ekki kominn í líkamsræktina fyrr en kl. 8,“ segir Halldór og þyk- ir það greinilega seint. Á þessu besta horni í bænum stýrir Þorsteinn baráttunni, segist enda hafa tíma til þess, kominn á eftirlaun, þótt útlitið bendi til þess að hann vanti enn nokkra áratugi í þann aldur. Myndugleikinn stafar vísast af því að hann var skipstjóri til margra ára. Ef marka má þenn- an skipstjóra þá era íslenskir skip- stjórar jafn glæsilegir í tauinu og ítalskir fésýslumenn, dökkbláar buxur úr þunnri ull, ljósblá skyrta, hálsbindi í stíl og viðeigandi ilmur. „Ég hef starfað lengi við kosning- ar, en aldrei fundið jafn góðar und- irtektir og nú,“ segir Þorsteinn og þakkar það ekki síst hve vel Hjálm- ar sé kynntur úr skólameistara- starfinu og fyrir skelegga frammi- stöðu á þingi. Á kosningaskrifstofunni hefur verið starfað frá kl. 8-24. „Fólk kemur í kaffi, spjallar og hefur áhuga á að ná sambandi við þing- mennina," segir Þorsteinn. Áhuginn er margvíslegur. „Tækniáhugafólk hefur áhuga á vetnisnýtingu, barna- fólk á barnakortunum, sem fá góðar undirtektir,“ segir Þorsteinn. „Nei, það er ekki mikið spurt um kvót- ann,“ bætir hann við. „ÉG þekki ekki það fólk, sem hef- ur ekki áhuga á kvótamálunum," fullyrðir Halldór Dagsson, fyrr- verandi útgerðarmaður, er nú starfar við plastviðgerðir. Sjálfur er hann einn stofnenda Frjáls- lynda flokksins. „Nei, ég á ekki kvóta, heldur bara trilluhorn, sem ég setti á flot í fyrra. Ef Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur stjórna áfram þá sé-ég ekki fram á annað en trillan fari á áramótabrennuna um næstu áramót.“ Halldór kem- ur reglulega í kosningaskrifstof- una í Félagsbíói í Reykjanesbæ og situr nú á spjalli við Grétar Mar kosningastjóra. Þótt Grétar telji kjósendur hafa áhuga á velferðarmálunum segir hann ekki hægt að hafa áhuga á þeim án þess að hugsa út í hið „VIÐ eram ósammála um NATO og Kosovo, en sammála um að það þarf að auka vægi umhverfismála í þjóðfélaginu," segir Sigfús Olafs- son, kosningastjóri hjá Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, þar sem hann situr á skrifstofunni í Hafnarfirði og ræðir við Thelmu Ásdísardóttur, sem hefur litið inn. Atli Már Helgason, ellefu ára sonur Ásdísar, er ekki á sama róli. Hann á GSM-síma og er hlynntur flokkum, sem gera krökkum kleift að eignast þá. Atli Már hugsar sjálfstætt og ekki víst að vinstri - grænir eigi von um atkvæði hans. „Ég fer oft eftir sjónvarpinu og held ég kysi Framsókn," segir hann ákveðinn. Auglýsingar þeirra ná til hans. Hann hlakkar til að kjósa, hefur áhyggjur af eiturlyfj- um. „Það er meira varað við hjóla- brettum í skólanum en eiturlyfj- um,“ segir hann. Af stefnu vinstri - grænna í hjólabrettamálum fer litl- um sögum. „Það er á brattann að sækja,“ segir Sigfús, en fremur vegna stærra samhengi. „Ef allir eru leiguliðar hjá kvótakóngum og sæ- greifum þá verða velferðarmálin ekki á háu plani,“ fullyrðir hann. Þeim félögum þykir kosninga- baráttan hafa verið heldur daufleg. Að mati Halldórs hafa fjölmiðlar tekið með silkihönskum á forsætis- ráðherra. Grétar álítur fjölmiðlana daprasta hluta þingkosninganna. Alltof lítt sé tekið á málum. Lokaspretturinn hjá frjálslynd- um í Reykjanesbæ var tekinn í gær með grillveislu seinni hluta dagsins, „glens og gaman,“ full- yrðir Grétar. Á kosningadaginn er heldur ekki slegið slöku við. „Það er maður á mann,“ segir Grétar. „Hér verða 30-40 manns að djöfl- ast allt í öllu.“ Grétari er ofarlega í huga að Með frjálslyndum í Félagsbíói Morgunblaðið/Ásdís ÞAU Sigfús kosningastjóri og Thelma eru sammála um gildi um- hverfismála, en Atli Már ellefu ára er á öðru pólitísku róli og finnst að stjórnmálamenn eigi að gera börnum kleift að eiga GSM-síma. traustataks Alþýðuflokksins á staðnum en Framsóknar. En Sig- fús telur allt á uppleið. Baráttan hafi skilað sér vel. Fjármálin hafa verið vinstri - grænum erfið. „En ég held að fólk virði það og það vinni með okkur hvað við höfum h'tið auglýst," segir Sigfús, sem hitti nýlega tvo stráka á pósthúsinu, sem ætluðu að kjósa þá sem auglýstu minnst. Auk umhverfismála hefur áhugi kjósenda beinst að utanríkismál- um, sjávarútvegsmálum og byggðamálum. „Svo finnum við glöggt iyrir þeirri staðreynd að góðæri ríkisstjórnarinnar hefur ekki borist til allra,“ segir Sigfús. I dag verða kaffi og kökur á boðstólunum, kosningavaka í kvöld á A. Hansen og síðan gæti leiðin legið í Risið á Hverfisgötunni. Á lokasprettinum segir Sigfús vinstri - græna ætla að halda ró sinni. „Við höldum okkar striki og höld- um áfram að tala við fólk. Fólk veit nákvæmlega hvar það hefur okk- ur.“ ÞEIR Halldór Dagsson og Grétar Mar fara yfir stöðuna. Grétar álít.ur ekki hægt að skilja milli kvótamála og velferðarmála. hvetja fólk til að kjósa. „Allir sem vilja breytingar, kjósa okkar,“ seg- ir hann. „Þeir sem eru ánægðir með að einungis fáir eigi auðlind- irnar kjósa Framsókn og Sjálf- stæðisflokk." Og Halldór bætir við að þetta endi þá allt í eigu ESB og Wall Street. „Það er hættan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.