Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR ’99 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 63 ■' Lækkun skatta og réttlátt skattkerfí TILLÖGUR Sam- fylkingarinnar í skattamálum miða að því að beita skattkerf- inu til tekjujöfnunar ftnir lágtekjufólk og þá sem eru með milli- tekjur. Þótt tekju- skattsprósentan sé i dag ein og hin sama fyrir alla landsmenn í orði, er hún það ekki á borði. íslendingar búa í raun og veru við fahð fjölþrepa skattkerfi og háa jaðarskatta. And- stæðingar okkar hafa eytt miklum tíma og mikilli orku í að ræða skattahugmyndir Samfylkingar- innar án þess að tíunda hvaða hug- Valið stendur í raun, segir Margrét Frímannsdóttir, á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. myndir þeir hafa sjálfir til að jafna ráðstöfunartekjur í gegnum skattakerfið. Samfylkingin vill að tekið verði upp gegnsætt fjölþrepa skattkerfi, sem miði að því að minnka skattaálögur á þá sem hafa lágar tekjur og millitekjur. Ótekjutengdar bama- og vaxtabætur Barnabætur einstæðra foreldra byrja að skerðast í dag við u.þ.b. 47 þúsund króna mánaðartekjur og rúmlega 90 þúsund króna tekjur hjá hjónum. Samfylkingin vill af- nema tekjutengingu vaxta- og bamabóta hjá lágtekjufólki og millitekjufólki og færa greiðslur þessara bóta inn í staðgreiðslukerf- ið. Þá hefur Samfylkingin það á stefnuskrá sinni að foreldrar geti nýtt ónýttan persónufrádrátt barna sinna upp að 18 ára aldri. Við viljum semja við samtök ör- yrkja og aldraðra um afkomu- tryggingu sem verði ótengd tekj- um maka. Allt þetta er framkvæm- anlegt í gegnum fjölþrepa skatt- kerfi líkt og gert er hjá mörgum þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. í fjölþrepa skattkerfi er tekju- lægsti hópurinn að sjálfsögðu skattlaus. Síðan þarf að hugsa sér- staklega um þann fjölmenna hóp sem hefur tekjur á bilinu 60-120 þúsund krónur á mánuði, sem greiðir allt of mikla skatta í dag þegar tekið hefur verið tillit til skerðinga í bótakerfinu, eða svo- kallaðra jaðarskatta. Samfylkingin segir einfaldlega að tekjujöfnunin eigi að fara fram í gegnum gegn- sætt fjölþrepa tekjuskattskerfi, þar sem hver og einn þekkir rétt sinn og veit frá mánuði til mánaðar hvað hann á að greiða í skatt. Hættum að skattleggja almennan sparnað Annað réttlætismál er að afnema 10% flatan fjármagnstekjuskatt sem leggst jafnt á inneignir á sparigjóðsbókum bama og eldri borgara og tugmilljóna króna fjár- magnstekjur einstaklinga og fyrir- tækja. Samfylkingin vill að sett verði frítekjumark á fjár- magnstekjur þannig að tekjur ein- staklinga af sparifé upp að 2-2,5 milljónum séu skattfrjálsar og sömuleiðis fjármagnstekjur hjóna af sparifé á bilinu 4- 5 milljónir. Það er ekkert réttlæti í því að fyr- irtæki og einstakling- ar sem hafa milljónir króna í fjármagnstekj- ur greiði umtalsvert lægri skatt af þeim en vinnandi fólk greiðir af vinnulaunum sínum. Andstæðingar okkar kjósa hins vegar að snúa út úr þessum réttlátu tillögum okk- ar og halda því að kjósendum að Sam- fylkingin ætli að hækka skatta á lág- tekjufólk og milli- tekjufólk. Sannleikur- inn er allt annar eins og fólk getur séð þeg- ar það skoðar tillögur okkar milli- liðalaust. Kjósendur ættu að velta fyrir sér hver tilgangurinn er með slíkum útúrsnúningum. Samfylk- ingin vill afnema skatta á almenn- an spamað, en sjá jafnframt til þess að þeir sem hafa háar tekjur af fjármagni borgi eðlilegan skatt af þeim, sérstaklega þeir sem til þess hafa getað skaffað sjálfum sér fjármagnstekur í stað launatekna og spilað þannig á kerfið. Urslitakosningar Eftir skamman tíma ákveður þjóðin hverjir skuli verða fulltrúar hennar á Alþingi næstu fjögur ár- in. Það val getur haft úrslitaáhrif á framtíð almennings í landinu. Kostirnir hafa sjaldan eða aldrei verið eins skýrir og nú. Spumingin er hvort Samfylkingin eða Sjálf- stæðisflokkurinn muni leiða lands- stjómina á næsta kjörtímabili. Að undanfömu hafa kannanir sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn getur náð hreinum meirihluta. Ekkert stjóm- málaafl annað en Samfylkingin megnai’ að koma í veg fyrir það. Atkvæði greitt Samfylkingunni er klárlega atkvæði sem nýtist þeim sem vilja sjá breytingar í lands- stjórninni til jöfnunar, réttlætis og lýðræðis, en atkvæði greidd öðram era vatn á myllu valdaflokksins. Samfylkingin hefur ein stjórnmála- samtaka lagt fram heildstæða stefnu í velferðarmálum og gert grein fyrir því hvað hugmyndir hennar kosta, greint frá því hvern- ig standa skuli straum af útgjöld- um og sýnt fram á hvernig skila skuli ríkissjóði með tekjuafgangi og tryggja jafnvægi í efnahagsmál- um. Tillögur okkar snúast fyrst og fremst um nýja forgangsröðun, þar sem hagur þeirra sem minnst bera úr býtum verður bættur. Skattalækkun ríkisstjómarinn- ar, sem hátt er haldið á lofti, kom þeim tekjuhæstu til góða, en ekki öðram. Samtök launafólks hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti, að þeir sem era með 180 þúsund krónur og þaðan af minna í laun á mánuði hefðu verið betur staddir ef ekki hefði verið gripið til þeirra breytinga sem ríkisstjórnin gerði á skattamálum. Skattalækkunin um- talaða skilaði sér í raun eingöngu til þeirra sem mestar hafa tekjurn- ar. Þessu vill ríkisstjórnin að sjálf- sögðu ekki vekja athygli á en ein- hendir sér þess í stað í að gera sanngjamar tillögur Samfylkingar- innar tortryggilegar og gerir það með afar ómerkilegum hætti. Kjósendur eiga valið þann 8. maí. Valið stendur í raun á milli Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingar- innar. Áframhaldandi óréttlætis eða stefnu Samfylkingarinnar um jöfn- uð, réttlæti og lýðræði fyrir alla. Breytum rétt. Höfundur er talsmaður Samfylkingarinnar. Margrét Frímannsdóttir Tökum ekki ástæðulausa áhættu HVERNIG rflds- stjóm fáum við að kosningum loknum? Flest bendir til þess að í raun sé aðeins um tvenns konar stjómar- mynstur að ræða. Annars vegar tveggja flokka rfldsstjóm þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn verður áíram kjölfesta og forj'stuafl. Hins vegar stjórn þar sem næststærsta stjómmálaaflið, Sam- fylkingin, verður þungamiðjan. Sam- fylkingin er hins veg- ar ekki stjómmála- flokkur heldur kosningabandalag fjögurra flokka, Kvennahsta, Þjóð- vaka, Alþýðuflokks og hluta Al- þýðubandalagsins. Til að þessir að- ilar geti myndað meirihlutastjórn þarf tvo flokka til viðbótar, ef marka má kannanir. Þar með væri komin til valda í landinu í fyrsta sinn ríkisstjóm sex flokka. Slíkt er vægast sagt ógæfuleg tilhugsun, enda er reynsla okkar íslendinga af ríkisstjómum margi-a flokka hörmuleg. Undanfarnar vikur hef ég sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins átt þess kost að hitta kjósendur á opnum stjórnmálafundum í öllum kjördæmum landsins. Það hefur verið bæði lærdómsríkt og gef- andi. Alls staðar hef ég fundið mikla ánægju með þann stöðug- leika sem ríkir í stjórnarfari og efnahagsmálum og bjartsýni gagnvart því sem framundan er. Menn gera miklar kröfur til Sjálfstæðis- flokksins og setja í vaxandi mæli traust sitt á hann í öllum kjördæmum. Nú er lag til áfram- haldandi umbóta Sá árangur sem nú- verandi rfldsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur náð er ótrúlega mikill og öllum sýni- legur. Hér hefur verið mikfll samfelldur hag- vöxtur sem skilað hef- ur almenningi meira en fimmtungs aukningu í raun- veralegum kaupmætti á fáum ár- um. Atvinnulífið blómstrar þótt af- Nú er lag til að halda áfram að bæta þjóðfé- lagið, segir Geir H. Haarde. koma einstakra fyrirtækja sé mis- jöfn. Verðbólgan er hverfandi lítil og sömuleiðis atvinnuleysið. Við- skiptahallinn fer minnkandi. Af- gangur er á ríkisbúskapnum þrátt fyrir veralegar skattalækkanir og ríkið greiðir niður skuldir sínar innan lands og utan í stórum stíl. Við sjáum fram á ört minnkandi vaxtabyrði rfldssjóðs af þeim sök- um sem eykur svigrúm til annarra og þarfari útgjalda, t.d. á sviði fjöl- skyldumála og fíkniefnavama, mennta- og heilbrigðismála, sam- göngu- og byggðamála svo fátt eitt sé nefnt. Þessi árangur er meiri en nokkru sinni áður í hagsögu Is- lands og vekur athygli og aðdáun með öðram þjóðum. En það sem meira er: Þessi árangur er byggð- ur á traustum granni sem unnt er byggja á áframhaldandi sókn til f bættra lífskjara. Á undanförnum áram er búið að breyta svo hinni almennu umgjörð um efnahags- málin og auka svo sveigjanleika og viðbragðsflýti í atvinnulifinu að af- ar ólíklegt er að við íslendingar munum aftur upplifa þær miklu sveiflur og kollsteypur í efnahags- lífinu sem áður tröllriðu þjóðai-bú- skapnum með reglulegu millibili. Nú er því veralegt lag til að halda áfram að bæta þjóðfélagið, gera ís- land enn betra. Sólundum ekki árangrinum í kosningunum nú er það um- fram allt mikilvægt að almenning- ur kjósi ekki yfír sig stjómmálaöfl - sem líkleg era til þess að sólunda þeim góða árangri sem náðst hef- ur. Sá möguleiki er því miður raun- veralega fyrir hendi. Sex flokka ríkisstjóm af því tagi sem ég gat um í upphafi er mjög líkleg til þess. Það er engin ástæða til að taka slíka áhættu. Eina öragga leiðin til að forðast hana er að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í dag. Það er líka eina leiðin til að tryggja að Davíð Oddsson verði áfram forsætisráð- herra. Höfundur er ffármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde Nú er tími til að breyta Félagshygggjufólk á Vesturlandi á kost á því þegar það kemur í kjörklefann í dag að umbylta hinu pólitíska landslagi í kjördæm- inu. Þetta tækifæri höfum við, sem aðhyll- umst hugsjónirnar um jöfnuð, jafnrétti og réttlæti, ekki haft áð- ur. Við eigum þess nú kost í fyrsta sinn að verða stærsta stjórn- málaaflið í kjördæm- inu og brjótast til meiri póhtískra áhrifa en áður, hafa áhrif í samræmi við saman- lagt kjörfylgi okkar. Það geram við með því að beina kröftum okkar í einn farveg. Það geram við með því að greiða Samfylkingunni atkvæði okkai-. Við skulum nota þetta tæki- færi sem okkur býðst. Kosninga- baráttan sem er að ljúka hefur ver- ið einkar ánægjuleg. Sá góði hugur sem frambjóðendur Samfylkingar- innar hafa fundið meðal félags- hyggjufólks í kjördæminu hefur verið okkur mikil hvatning og sannfært mig um að þegar við sam- einum krafta okkar era okkur allir vegir færir. Viðbrögð andstæðinga Samfylk- ingarinnar era einnig ótvírætt til marks um þetta. Forystumenn stjórnarflokkanna í kjördæminu eiga að venjast því að mæta okkur félagshyggjufólki í smáum og van- megna flokkum og getað treyst því að ná áhrifum langt umfram kjör- fylgi sitt vegna sundrangar félags- hyggjufólks. Vegna sundrangar- innar eiga stjórnarflokkarnir nú alla fjóra kjördæmakjörna þing- menn kjördæmisins. Þess vegna á félagshyggjufólk að- eins einn þingmann, uppbótarþingmann, þrátt fyrir að hafa greitt um 40 prósent atkvæðanna í síðustu kosningum. Nú er staðan önnur. Nú stöndum við saman og fórum fram af miklu meiri krafti en áður. Það óttast for- ystumenn stjómar- flokkanna og kosn- ingabarátta þeirra ber vissulega keim af því. Þess vegna hafa þeir lagt sig fram um að af- flytja og mistúlka stefnu Samfylkingarinnar á sama tíma og þeir hossa framboði fólks sem kennir sig við vinstri stefnu og umhverfisvemd en taldi sig ekki geta átt samleið með Samfylking- unni. Þeir ætla engu að breyta Samfylkingin hefur lagt fram stefnumál sín í þessari kosninga- baráttu og lagt áherslu á jöfnuð, jafnrétti og réttlæti. Við viljum bæta velferðarkerfið og höfum út- skýrt hvernig við hyggjumst afla til þess tekna. Við höfum gert fulla grein fyrir utanrfldsstefnu Sam- fylkingarinnar. Við ætlum að stór- efla menntakerfið í landinu og auka möguleika ungs fólks til þess að búa við góða afkomu á landsbyggð- inni. Við krefjumst réttlætis í sjáv- arútvegi og eram eina stjórnmála- aflið sem höfum gert grein fyrir hvert við viljum stefna í þessu mik- ilvægasta hagsmunamáli sjávar- byggðanna. Stjórnarflokkamir hafa á hinn bóginn neitað að horfast í augu við misskiptinguna Jóhann Ársælsson Við ætlum að breyta rétt, segir Jdhann Ár- sælsson, og ég heiti á félagshyggjufólk á Vesturlandi að taka þátt í því. sem þeir bera ábyrgð á. Þeh- segja það hreint út að þeir vilji engu breyta í sjávarútvegsmálum þótt r ljóst sé að núverandi kerfi misbjóði réttlætistilfinningu þorra þjóðar- innar. Þeir ætla hreinlega engu að breyta. Mín skoðun er sú að nú sé einmitt tími til að breyta. Við þurf- um að breyta hinu pólitíska lands- lagi og nota sameiginlega ki’afta okkar til þess að auka jöfnuð og velferð, skila góðærinu til fólksins. Við ætlum að knýja fram breyting- ar í sjávarútvegsmálum sem þjóðin getur sætt sig við. Við ætlum að breyta rétt og ég heiti á félagshyggjufólk á Vestur- landi að taka þátt í því. Við skulum ekki láta það henda okkur aftur að „ afhenda stjómarflokkunum völdin með því að dreifa atkvæðum okkar. Stjómarflokkamir fengu að finna fyrir kraftinum í þessu nýja afli í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra þegar Samfylkingin varð stærsta stjórnmálaaflið á Akranesi og í Borgarbyggð. Nú getum við gengið skrefinu lengra. Höfundur er efsti maður á lista Samfylkingarinnar á Vesturlandi. aSTq G Skólavörðustíg 35, sími 552 3621.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.