Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 34

Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 34
34 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Samsteypustj órn Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata sennileg niðurstaða í Skotlandi Donald Dewar verður lfldega forsætisráðherra VERKAMANNAFLOKKURINN var nokkuð frá því að tryggja sér hreinan meirihluta á skoska heimastjórnarþinginu, sem kosið var til í fyrradag, en næsta öruggt er að Donald Dewar, leiðtogi flokksins í Skotlandi, verði fyrsti forsætisráðherra skoskrar heima- stjórnar í samsteypustjórn Verka- mannaflokks og Frjálslyndra demókrata. Nokkra athygli vekur að Skoski þjóðarflokkurinn (SNP), sem hefur sjálfstæði Skotlands á stefnuskrá sinni, hlaut minna fylgi en reiknað hafði verið með en þó er Ijóst að Alex Salmond, leiðtogi SNP, mun fara fyrir stjórnarandstöðunni á þing- inu nýja, enda SNP næststærsti flokkurinn. Verkamannaflokkurinn tryggði sér 56 sæti á skoska þinginu, SNP fær 35, íhaldsmenn 18, Frjáls- lyndir demókratar 17 og 3 óháðir frambjóðendur komust einnig að í kosningunum. Verkamannaflokk- urinn hefði þurft 65 þingsæti til að fá hreinan meirihluta á skoska þinginu, þar sem munu sitja 129 fulltrúar, en var nokkuð frá því marki, eins og áður segir. Fast- lega er reiknað með að um helg- ina hefjist viðræður milli forystu- manna skoska Verkamanna- flokksins og frjálslyndra um stjórnarmyndun. Myndi slík stjórn hafa öruggan þingmeiri- hluta, 73 þingsæti af 129. Kjörsókn var heldur dræm og lýstu allir stjórnmálaflokkanna vonbrigðum sínum í gær með að ekki skyldu nema tæplega 60% kjósenda mæta á kjörstað. Þátt- taka í bresku þingkosningunum árið 1997 var 71,3% og í þjóðarat- kvæðagreiðslu þá um haustið um hvort setja ætti skoska heima- stjórn á laggirnar var þátttaka 60,4%. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gærmorgun að kjósendur í Skotlandi og Wales hefðu hafnað hugmyndum þjóð- ernissinna um að brjóta Bretland upp í smærri einingar. Hann gat þess að í Skotlandi hefði SNP 3 m Plaid 1 ^ ekki náð næstum því eins góðum árangri og flokkurinn hafði vonast eftir sem væri til marks um að íbúar Skotlands væru hlynntir sambandinu við Bretland. Alex Salmond bar sig hins vegar vel í gær. „Því fer fjarri að ég sé von- svikinn ... SNP er eini flokkurinn sem bætir stöðu sína í þessum kosningum," sagði Salmond. „Við erum ekki lengur smáflokkur á breska þinginu heldur stór þing- flokkur... Skosk stjórnmál munu aldrei verða söm fyrir vikið.“ Donald Dewar kampakátur Dewar fagnaði í gær eigin kosningu í Anniesland-kjördæmi í Glasgow og sagði við það tækifæri að kosningarnar mörkuðu þátta- skil í skoskum stjórnmálum. „Eg er stoltur af því, og flokkur minn er stoltur af því, að hafa átt þátt í að gera þær breytingar möguleg- ar, sem nú eru að eiga sér stað. Með þessum breytingum verða jafnframt umtalsverðar breyting- ar á skosku samfélagi.“ Virðist sem sú áhætta sem stjórn Verkamannaflokksins tók, er hún komst til valda í Bretlandi 1997, með því að hafa frumkvæði að því að Wales-búar og Skotar fengju aukna sjálfstjórn hafi gengið upp, þar sem þjóðern- issinnum tókst ekki að telja kjós- endur á að stíga skrefíð til fulls, þótt auðvitað sé óvíst hvað fram- tíðin beri í skauti sér hvað það varðar. Margir hafa nefnilega spáð því að SNP muni á fyrsta kjörtímabili þingsins nýja halda uppi öflugri stjórnarandstöðu og Þjóðernissinnar höfðu meirihlutann af V erkamannaflokknum Þjóðernisflokkar í Skotlandi og Wales höfðu meirihluta af Verka- mannaflokknum í kosningunum til heimastjórnarþinganna í Edin- -----------------7------------------------------------------- borg og Cardiff. A Englandi andar varla nokkur stjórnmálamað- ur léttar nú að loknum sveitarstjórnarkosningunum en formaður Ihaldsflokksins, William Hague, sem rösklega 1323 nýir sveitar- stjórnarmenn hafa forðað frá fallöxinni. Freysteinn Jóhannsson rekur gang mála í brezkum stjórnmálum. FORYSTUMENN flokka kepptust í gær við að lýsa sigrum sínum og ánægju með úrslitin, því allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Tony Blair, forsætisráðherra, sagðist fagna nýjum fulltrúum, en sjá eftir hinum, sem týndust fyrir borð. En á heildina litið væri hlut- ur Verkamannaflokksins mjög góð- ur. Og sögulegar kosningar í Skotlandi og Wales hefðu styrkt sambandið við England og meiri- hluti á báðum stöðum hafnað að- skilnaði. I sveitarstjórnarkosningunum hlaut Verkamannaflokkurinn 36% atkvæða, fékk 4218 fulltrúa, tapaði 1114 fulltrúum frá síðustu kosning- um. íhaldsflokkurinn fékk 33% at- kvæða, fékk 3653 fulltrúa og vann 1322 fulltrúa. Frjálslyndir demókratar fengu 27% atkvæða, fengu 2441 fulltrúa og töpuðu 126 fulltrúum. Kosningaþátttaka var um og innan við 30%. Af einstökum úr- slitum þykir sigur Frjálslyndra demókrata í Sheffíeld sæta tíðind- um, en þetta var öðru sinni frá 1929, að Verkamannaflokkurinn missir meirihlutann í þeirri borg. Paddy Ashdown, flokksformaður, var að vonum ánægður og talaði um sigur- inn sem gimstein í krúnu norðurs- ins, sem auðvitað sat á hans flokks höfði. Þá tóku menn eftir því, að Ihaldsflokkurinn hirti þrjú síðustu sætin af Verkamannaflokknum í Huntingdonshire, en þingmaður þess kjördæmis er John Major, fyrrum flokksformaður og forsætis- ráðherra íhaldsflokksins. Forystumenn Verkamannaflokks- ins voru undir það búnir, að flokkur- inn myndi tapa verulegum fjölda fulltrúa í kosningunum, e.t.v. fleiri, en raun varð á. Og þeir baða sig nú í því ljósi, að þetta sé fyrsta ríkis- stjómin í langan tíma, sem sigrar TISKUSANDALI Tegund: 990172 Stærðir: 35-41 Litur: Svart Áður 4.995- BARNASANDALI Teg. 733 Stærðir: 23-31 Litur: Marglitur Áður 1.995- OPIÐ TIL KL. 16 í DAG Við Ingólfstorg, sími 552 1212 stjórnarandstöðuflokkinn í sveitar- stjórnarkosningum á miðju kjör- tímabili. Það þykir ótvírætt merki um öruggan sigur í næstu þingkosn- ingum. Traust staða ríkisstjórnar og miklar vinsældir forsætisráðherrans endurspeglast í þessum úrslitum. Það er svo eins og annað í pólitík, að þegar talið barst að lélegri kjör- sókn, þá sögðu Verkamannaflokks- menn að hún stafaði af ánægju manna með ríkisstjórnina, það væri allt í svo góðu gengi, að það tæki því ekki að fara á kjörstað. íhaldsmenn aftur á móti segja kjörsóknina end- urspegla óánægju manna með ríkis- stjórnina, því menn hafi setið heima í mótmælaskyni! Stund milli stríða eða byr til stórræða Það er ljóst, að þessi úrslit taka mesta þrýstinginn af William Hague, formanni íhaldsflokksins, sem átti allt undir því, að flokkurinn færi ekki undir 30% markið og 1000 nýja fulltrúa. Sjálfur sagði hann í gær, að dagurinn væri flokknum mjög þýðingarmikill áfangi á leið til enduruppbyggingar. „Við höfum verið að reisa okkur við í grasrótinni og sú vinna er að skila sér,“ sagði hann. Hague brá út af venjunni síð- asta dag fyrir kosningar og efndi ekki til blaðamannafundar, eins og aðrir flokksformenn, heldur notaði hann fyrirspurnartíma í þinginu, þar sem hann hefur einmitt þótt standa sig hvað bezt, til að ráðast á Verka- mannaflokkinn fyrir spillingu. Með þessum kosningaúrslitum hefur hann náð fótfestu á ný sem formað- ur flokksins og nú er að sjá, hver viðspyma þau eru honum til fram- halds. Það má hins vegar vera ljóst af þessum úrslitum, að möguleikar Hague til að leiða flokkinn til sigurs í næstu þingkosningum eru hverf- andi. Það varpaði þó nokkrum skugga á daginn, að náinn sam- starfsmaður hans, Alan Duncan, lét falla í blaðasamtali ummæli, sem hafa verið túlkuð sem gagnrýni á forystu Hague, þar sem hann talaði um vingulshátt í flokknum og nauð- syn þess, að menn setjist niður og móti einhverja haldbæra stefnu. Fréttir bárust af þvi rétt undir kosningar, að Hague væri reiðubú- inn til að ráðast í endurskipulagn- ingu á skuggaráðuneyti flokksins strax að kosningum loknum, ef illa gengi, og myndi hann freista þess að styrkja stöðu sína með þeim hætti. Annars hefur verið talið líklegast, að af mannaskiptum yrði ekki fyi'r en að loknum Evrópuþingskosningun- um í næsta mánuði. Nú velta menn því fyrir sér, hvort Hague láti ekki eftir sem áður til skarar skríða strax og hristi jafnframt fram úr erminni herskárri stefnu í Evrópumálunum fyrir kosningarnar 10. júní. Það má því vera, að skjótur endi verði bund- inn á þá stund milli striða, sem kosningaúrslitin skapa Hague. Hart var lagt að honum á dögunum að láta nú einhverja hausa fjúka til að rétta skútuna af eftir Thatcher- storminn. Sérstaklega var sótt að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.