Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norðmenn gefa 19 milljónir til Snorrastofu Morgunblaðið/Davíð Pétursson AÐ lokinni athöfn í nýju kirkjunni í Reykholti var haldið í skoðunarferð um slóðir Snorra. Hér sjást þeir Guð- laugur Óskarsson, formaður sóknarnefndar, Mag’nar Lussand, oddviti fylkisstjórnar Hörðalands, sem afhenti söfnunarféð, Ame Holm, ræðismaður Islands í Bergen, séra Geir Waage sóknarprestur, Bjarni Guðráðsson, formaður byggingarnefndar Snorrastofu, og Garðar Halldórsson, arkitekt kirkjunnar og Snorrastofu. Tillögur lagðar fram um ný samtök atvinnurekenda Stefnt að stofnun samtakanna í haust Skipulag nýrra heildarsamtaka: SNORRASTOFU í Reykholti var á fimmtudag afhent peningagjöf að upphæð tvær milljónir norskra króna, eða sem svarar um 19 milljónum íslenskra króna, sem safnað hefur verið í Vestur- Noregi. Með þessu veglega fram- lagi Norðmanna gerir Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, ráð fyrir að hægt verði að komast langleiðina með að innrétta bygginguna. Oddvitar sveitarstjórna í Hörðalandsfylki, alls 48 manns, hafa verið í heimsókn hér á landi í vikunni og afhentu féð í Reyk- holti á fimmtudag. Vestnorski hópurinn fyrirhugar frekara samstarf við íslendinga, svo sem stuðning við byggingu Auðunar- stofu á Hólum í Hjaltadal. í forsvari iyrir hópinn eru fjórir menn, þeir Arne Holm, ræðismað- ur íslands í Bergen, Hákan Margir fatl- aðir í störf- um hjá borginni MARGIR fatlaðir einstaklingar stunda almenn störf hjá Reykjavík- urborg og hefur verið kappkostað að veita þeim þá félagslegu vemd sem kostur er og borgin hefur að auki boðið úrræði í atvinnumálum fyrir fatlaða sérstaklega. Þetta kemur fram í frétt frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra sem send var fjölmiðlum á fimmtudag vegna frétta af uppsögn- um fjögurra starfsmanna garð- yrkjustjórans í Reykjavík. í frétt borgarstjóra er bent á að í fyrra hafi 40 fatlaðir einstaklingar starfað hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og að þá hafi verið tekin upp sú nýbreytni að ráða 110 fatlaða einstaklinga til almennra sumarstai-fa á vegum borgarinnar. „í ákvörðun garð- yrkjustjóra um uppsagnir vegna breyttra verkefna felst engin breyt- ing á meginmarkmiðum Reykjavík- urborgar í þessum efnum. Borgar- stjóri hefur falið embætti borgar- verkfræðings að eiga samstarf við fulltrúa Eflingar, stéttarfélags starfsmannanna, og Þroskahjálpar um farsæla úrlausn þessa tiltekna máls,“ segir í niðurlagi fréttar borg- arstjóra. Randal, fyrrverandi fylkissljóri Hörðalandsfylkis, Magnar Lussand, oddviti fylkissfjórnar Hörðalands, og Ole Ditrik Lærum, fyrrverandi rektor háskólans í Bergen. „Þetta er einskonar há- tíðargjöf frá okkur í Vestur-Nor- egi í tilefni af þúsund ára kristni- tökuhátíðinni. En við h'tum ekki einungis á þetta sem framlag til íslenskrar menningarmiðstöðvar heldur einnig til samnorræns sam- starfs hér í Reykholti," sagði Arne Holm í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að leitað hefði ver- ið til allra sveitarfélaganna í Vestur-Noregi um að taka þátt í fjársöfnun til byggingar Snorra- stofu og undirtektirnar hefðu verið afar góðar. Auk þess sem sveitarfélögin hafa látið fé af hendi rakna, hafa komið framlög frá norska menntamálaráðuneyt- inu, Norræna fjárfestingabank- anum og nokkrum norskum stór- fyrirtækjum. 48 góðir fslandsvinir sem snúa aftur heim til Noregs „í tengslum við söfnunina kom upp sú hugmynd að fara í náms- ferð til íslands og útkoman varð fimm daga ferð,“ segir Arne Holm. Hópurinn hefur farið í skoðunarferð að Gullfossi, Geysi og ÞingvöIIum, heimsótt Alþingi, Garðabæ, og farið í móttöku hjá Reykjavíkurborg í Höfða. Á fimmtudag var svo haldið í Borg- arfjörðinn og komið að Borg á Mýrum á leið í Reykholt. Magnar Lussand, oddviti fylkissfjórnar Hörðalands, afhenti söfnunarféð Guðlaugi Óskarssyni, formanni sóknarnefndar, við hátíðlega at- höfn í nýju kirkjunni í Reykholti. Áður en Norðmennirnir héidu heim á leið í gær heimsóttu þeir Norræna húsið og Bessastaði, þar sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, tók á móti þeim. „Þetta hefur verið afskap- lega góð vika og það eru 48 góðir Islandsvinir sem snúa aftur heim til Noregs að henni lokinni," seg- ir Arne Holm. Vígsla Snorrastofu í hinu nýja húsnæði er fyrirhuguð 29. júlí 2000 og þá er von á hópi norskra listamanna sem taka mun þátt í hátíðahöldunum. Arne Holm seg- ir fleiri verkefni í undirbúningi hjá vestnorska hópnum og nefnir þar stuðning við byggingu Auð- unarstofu á Hólum í Hjaltadal. Það verkefni segir hann vera í undirbúningi en hér og nú snúist málið um Snorrastofu. TILLÖGUR um sameiningu Vinnu- málasambandsins og Vinnuveit- endasambandsins í ein heildarsam- tök atvinnurekenda verða lagðar fyrir aðalfundi samtakanna í þess- um mánuði. Tillögurnar gera ráð fyrir að ný samtök, Samtök atvinnu- lífsins, verði formlega stofnuð 15. september nk. Unnið hefur verið að stofnun Sam- taka atvinnulífsins (SA) í talsvert langan tíma. Samkvæmt þeim tillög- um sem nú liggja fyrir skiptast sam- tökin upp í sjö aðildarfélög. Þau eru Landssamband íslenskra rafverk- taka (með 2% aðildarfélaga innan SA), Landssamband íslenskra út- vegsmanna (12%), Samtök ferða- þjónustunnar (9%), Samtök fisk- vinnslustöðva (11%), Samtök iðnað- arins (31%), Samtök fjármálafyrir- tækja (8%) og Samtök verslunar og þjónustu (28%). Tvö síðasttöldu sam- tökin eru ekki til í dag, en gert er ráð fyrir að þau verði stofnuð á haust- dögum og verði frá upphafí aðilar að hinum nýju heildarsamtökum. Árgjald verður lækkað Aðalfundur VSÍ, sem haldinn verður 12. maí nk., mun að öllum líkindum fresta stjórnarkjöri til framhaldsaðalfundar, sem haldinn verður 15. september. Gert er ráð fyrir að skipulag Samtaka atvinnu- h'fsins verði með þeim hætti að 100 manna fulltrúaráð, sem kosið verði beinni kosningu af aðildarfyrirtækj- um, fari með atkvæði á aðalfundi og kjósi 20 manna stjóm. Stjómin mun síðan kjósa 7 manna framkvæmda- stjórn. Gerð er tillaga um að for- maður samtakanna verði kjörinn beinni óbundinni kosningu meðal allra aðildarfýrirtækjanna. Áhugi mun vera á því innan aðild- arfélaga hinna nýju samtaka að starfsemi allra samtakanna verði undir einu þaki. Málið er nú í athug- un. Hús VSÍ í Garðastræti hefur þegar verið auglýst til sölu. Fram kemur í fréttabréfi VSÍ, Af vettvangi, að gert er ráð fyrir að ár- gjald til nýju samtakanna verði 0,17% af launum í stað 0,26% eins og verið hefur hjá VSÍ. Ástæðan fyrir lægra gjaldi er m.a. sú að í Vinnudeilusjóði VSI era núna 1.200 milljónir og er ekki talin þörf á að greiða eins mikið í sjóðinn að svo stöddu og gert hefur verið síðustu ár. Breytingar gerðar á endurhæfíngarþjónustu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur Stefnt að hagræðingu og verkaskiptingu MEÐ breytingum á fyrirkomulagi endurhæfingar á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur á að ná fram hagræðingu í þjónustunni auk þess sem ráðgert er að auka sam- ræmingu og verkaskiptingu í end- urhæfingu með samstarfi við Reykjalund og Heilsustofnun NLFI í Hveragerði. Endurhæfingarhópar stóra spítalanna taka vel í þessar hugmyndir en ýmis atriði era þó enn óljós varðandi útfærslu á yfir- stjóm á því sem kalla mætti nýtt endurhæfingarsvið. Endurhæfingin á Landspítala hefur tilheyrt lyflækningasviði en verður nú tekin undan henni. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa starf- að endurhæfingar- og taugasvið sem nú verða aðskilin. Þá er í ráði að gera í mjög náinni framtíð þjón- ustusamninga um endurhæfingar- starfsemina. Torfi Magnússon, sviðsstjóri end- urhæfingar- og taugasviðs, segir ennþá nokkuð óljóst hvemig út- færslan á þessum breytingum verð- ur og því sé erfitt að tjá sig um þær. Ekki hafi heldur verið tekin ákvörð- un um hvort eða hvaða breytingar menn sjái fyrir sér varðandi tauga- lækningar. Með breytingunum geti þó ýmislegt horft til bóta fyrir end- urhæfingu. Torfi lét í ljós þá von að nauðsynlegar ákvarðanir yrðu tekn- ar fljótlega. Hann sagði að lokum aðspurður að sér fyndist hafa skort á samráð við lækna á SHR og þeir í litlum mæli verið beðnir um hug- myndir varðandi málin en nokkrir læknar hefðu óskað eftir að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Gísli Einarsson, yfirlæknir end- urhæfingardeildar Landspítalans, segir breytingarnar mjög til bóta enda hafi hann og fleiri lengi talað fyrir þeim en spítalinn hefur aldrei haft sérstaka endurhæfingardeild svipaða Grensásdeild SHR. Á Landspítala hefur sjúklingum ann- ars vegar verið veitt frumendur- hæfingarþjónusta strax á gjör- gæsludeild og bráðadeildum og hins vegar víðtækari endurhæfing sem staðið getur daga eða vikur í framhaldi af bráðum veikindum. Endurhæfingadeildin hefur aðstöðu á efstu hæð eldhúsbyggingar Land- spítala og verður veitt þar áfram þjónusta við sjúklinga sem bundnir eru við hinar ýmsu deildir spítal- ans. Sparnaður með breyttu fyrirkomulagi Gísli segir að eftir að frumend- urhæfingu sleppi þurfi ekki og eigi í raun ekki að veita endurhæfingu í dýrum rúmum bráðadeilda spítal- ans og því hafi verið ákveðið að færa endurhæfingu fyrir þann sjúklingahóp í húsnæði spítalans í Kópavogi. Þetta eru kringum 30 sjúklingar að meðaltali og stað- hæfir Gísli að þessu fylgi hagræð- ing þar sem létta megi á spítalan- um og veita rétta þjónustu á rétt- um stað og á réttum tíma. Sjúk- lingar færist á eðlilegan hátt á milli þessara endurhæfingarþrepa. Kostnaður við endurhæfingarsjúk- linga er talinn vera um 50% til 60% af því sem kostnaður við bráða- sjúkling er og segir Gísli því ljóst að þessar breytingar leiði til sparnaðar í rekstrinum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja undirbúning að rekstri sérstakrar endurhæfingardeildar í Kópavogi á þessu ári en framhaldið segir Gísli ráðast af fjárframlögum á næsta ári. Hann segir tiltölulega lítinn kostnað verða vegna lagfær- inga á húsnæði Landspítalans í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.