Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 6

Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLAFUR Baldvinsson, eigandi fyrirtækjanna. Morgunblaðið/Júlíus MESTUR eldur var í vesturhluta hússins en húsið er að mestu leyti ónýtt. Tugmilljóna tjón í eldsvoða á Smiðjuvegi Starfsmaður var í lífshættu EINN starfsmaður Barnagamans og Pólýhúðunar á Smiðjuvegi 4 var í lífshættu þegar mikill eldur breidd- ist hratt út um vinnustaðinn um eitt- leytið í gærdag. Starfsmaðurinn var staddur á efri hæð hússins og átti í erfíðleikum með að fínna útgöngu- leið vegna reykjarkófs. Ólafur Bald- vinsson, eigandi fyrirtækjanna, segir að tjónið nálgist 100 milljónir króna og óvíst sé að hve miklu leyti trygg- ingar bæti skaðann. I fyrirtækjunum var rekin járna- húðun, leikfangaframleiðsla fyrir leikskóla ásamt lakkhúðun á tréhús- gögnum. Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í hitaofni sem brennir lakk á jámhluti og náði hann að magnast upp i mikið eldhaf á afar skömmum tíma. Ólafur Baldvinsson, eigandi fyrir- tækjanna, var í hópi fjölmargra veg- farenda sem fylgdust með eldhafinu. „Ég var héma fyrir utan þegar eld- urinn kom upp. Þegar ég kom inn lagði mikinn reyk úr stómm bökun- arofni. Um leið og ég opnaði hann stóð loginn út úr honum. Ég get ómögulega skýrt það hvers vegna eldur kemur upp í ofninum. Það var einn maður í húsinu í mikilli lífs- hættu uppi á millilofti. Það tókst að ná honum út á síðustu stundu,“ sagði Ólafur. Húsið alelda þegar vatnið þraut Hann sagði að slökkviliðið hefði verið komið á staðinn 4-5 mínútum SLÖKKVILIÐSMENN lögðu sig alla fram í baráttunni við eldinn. eftir að eldurinn kom upp. „Þeir náðu nokkmm tökum á eldinum en svo urðu þeir vatnslausir í a.m.k. fimmt- án mínútur og á meðan varð húsið al- elda á ný. Ég hef enga skýringu feng- ið á vatnsskortinum," sagði Ólafur. Allt sem í húsinu var er gjörónýtt. Ólafur sagði að tækjabúnaðurinn væri metinn á 40-50 milljónir kr., lagerinn á 20-25 milljónir kr. svo er það húsið sjálft sem virðist vera ónýtt. „Ég er logandi hræddur um að tryggingar séu ekki nærri nógu góð- ar,“ sagði Ólafur. Sigurður Jóhannsson, starfsmaður þjá Bamagaman, var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp í því vestan megin. „Við voram allir við vinnu, um SIGURÐUR Jóhannsson, starfs- maður Barnagamans. fimm manns, og einn var uppi á kaffí- stofu fyrir ofan hitaofninn. Hann komst út við illan leik. Það blossaði strax upp eldhaf og það sá ekki handa skil. Fyrsta hugsun var sú hvemig maðurinn kæmist þarna nið- ur þvi reykurinn var svo þykkur,“ sagði Sigurður. Jón Viðar Matthíasson vara- slökkviliðsstjóri segir að samtals hafí sjö slökkvibílar verið á staðnum þeg- ar mest var auk körfubíls. Mikill eld- ur var í vesturenda hússins þegar að var komið og einbeitti slökkviliðið sér að því að verja tvær sambyggðar byggingar fyrir eldinum. Jón Viðar segir að það hafi teldst þótt reyk- skemmdir hafi orðið þar. Erfiðleikum hafi verið bundið að ná vatni og hafí vatnsskortur hamlað slökkvistarfinu. Bæði sé ívið of langt á milli vatns- hana í þessu hverfi Kópavogs og sömuleiðis grannar lagnir. Hann seg- ir að sprengingar hafi verið í húsinu og af og til hefði eldurinn blossað upp á ný, sem líklega megi rekja til þess að kútar með leysiefnum spmngu. Jón Viðar segir að ekki hefði reynst unnt að bjarga húsinu þótt að- gangur að vatni hefði verið greiðari. „Húsið var mjög illa farið strax í upp- hafi, sérstaklega í vesturenda þess. Greiðari aðgangur að vatni hefði ekki skipt sköpum,“ segir Jón Viðar. Serm Stæröir 36-47 lar kr. 3.900 *} Ropí áfife Sendið mér nýja sumarlistann: Nafn: Heimilisfang: Sendið úrklíppu eða hringið til: Útivistarbúðarinnar, Laugavegi 25,101 Reykjavfk. Stæröir 36-47 kr. 4.980 S?OTT m0L E I G A N I ÚTIVISTARBÚÐIM vlðUmferðarml&töðna tmi!invRiiif!i síitnsöi nnnh Sími: 551 9800 Fékk sænsk verkfræðiverð- laun fyrir lokaverkefnið LOKAVERKEFNI sem Jón Ingvi Árnason verkfræðingur vann við Danska tækniháskól- ann, DTU, í samstarfí við sænskan verkfræðinema, hefúr verið valið til verðlauna af sænska verkfræðingasamband- inu, Civilingenjörsförbundet. Verðlaunin, sem afhent voru fyrir skömmu, nema um 174 þúsund íslenskum krónum, sem skiptust milli Jóns Ingva og samstarfsmanns hans við verk- efnið, Claes G. Eskilsson við Tækniháskólann Chalmers í Gautaborg. Verðlaunin, sem nefnast Lilla Polhemspriset, hafa ekki áður verið veitt út- Iendingi. Jón Ingvi og Claes gerðu Iík- an af flóðinu á Skeiðarársandi árið 1996 og jafnframt reikn- uðu þeir út hvað myndi gerast ef ákveðin stífla brysti á há- lendinu. Seinna verkefnið var unnið fyrir og í samstarfí við Landsvirkjun. Framsetningu hrósað „[Claes] var skiptinemi í DTU í einn vetur og við vorum mikið í sömu námskeiðum og unnum mikið saman. Við höfðum sama áhugamál í náminu, vildum báð- ir skoða stíflubresti og flóð í ám,“ segir Jón Ingvi. „Við vörð- um síðan verkefnið bæði í Gautaborg og Kaupmannahöfn. í umsögn dómnefndar segir að aðferðafræði þeirra Jóns og Claes hafí verið vandlega hugs- uð og tekist hafí verið á við verkefnin og þau skilgreind á verkfræðilegan hátt. Framsetn- ingu efnisins er einnig hrósað, hún hafi gert það að verkum að verkefnið sé skiljanlegt fleirum en sérfræðingum á þessu sviði. Niðurstöðurnar hafi verið ítar- lega ræddar og jafnframt áframhaldandi þróun aðferðar- innar. Jón Ingvi söðlaði um að loknu námi og starfar nú að forritun og þróun Qarskiptatæknimála fyrir Netman, danskt dótturfyr- irtæki tölvurisans Compaq.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.