Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipulagstillögur VSÍ voru samþykktar á aðalfundi sambandsins AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands íslands samþykkti í gær tillögu um sameiningu við Vinnumálasambandið (VMS) og stofnun Samtaka atvinnulífsins (SA). Samkvæmt skipulagi nýju samtakanna geta fyrirtæki gerst aðilar án þess að afhenda þeim umboð til að gera kjarasamninga. Samkomulag hefur einnig tekist um að LIU greiði iðgjöld til SA sem hlutfall af heildarlaunum, en ekki af kauptryggingu eins og nú er. Argjald til nýju samtakanna verður lægra en það er hjá VSI í dag. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, gerði grein fyrir undirbúningi að stofn- un Samtaka atvinnulífsins, en hann hefur staðið í á annað ár. Hann sagði að markmið með stofnun nýrra heildarsamtaka væri að jafna þátttökukostnað fyrirtækja, einfalda uppbyggingu og félagsaðild og auka hag- kvæmni í rekstri. Þörf fyrir öfluga sérþekkingu Þórarinn sagði að þörfin fyrir öfluga sérþekkingu væri sífellt að verða mikilvægari fyrir sam- tök atvinnurekenda. Sameigin- legum hagsmunamálum væri að fjölga og tekið væri mið af því við skipulagningu nýju samtakanna. Þrátt fyrir að ætlast væri til að fyrirtækin ættu aðild að SA í gegnum sjö aðildarsambönd væri áfram gert ráð fyrir að þau gætu haft bein áhrif á heildarsamtökin. Þórarinn sagði að það markaði viss tímamót að svo væri komið að samtök vinnuveitenda, VSI og VMS, sæju sér hag í að samein- ast, en þau hefðu fram að þessu verið tvískipt vegna pólitískrar afstöðu og vegna rekstrarforma. Það væri líka fagnaðarefni að fjármálafyrirtækin ætluðu að gerast aðilar að SA. Það sýndi vel þær breytingar sem væru að verða á fjármálaþjónustunni, en fram undir þetta hefði þessi hluti atvinnulífsins að stærstum hluta verið rekinn af ríkinu. Þórarinn sagði að eftir sem áður yrði eitt af stærstu verkefn- Samþykkt að stofna ný heildar- samtök í haust Morgunblaðið/Þorkell ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, gerði grein fyrir skipulagsmálum á fundinum. Með honum á myndinni eru Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, og Dirk Hudig, framkvæmdastjóri UNICE. um hinna nýju samtaka að gera kjarasamninga og annast sam- skipti við samtök launafólks. Þó fylgdi stofnun SA sú nýjung að fyrirtæki gætu gerst aðilar að samtökunum án þess að fela þeim umboð til að gera kjara- samninga. Árgjald hefur Iækkað um helming á 10 árum Hann sagðist hafa orðið var við áhuga á slíkri aðild hjá hugbún- aðarfyrirtækjum og sjálfsagt væri að koma á móts við þessar óskir. Þessi fyrirtæki myndu eiga aðild að nýrri deild sem kölluð Skipting launa- greiðslna 1997 Fyrirtæki— innan VMS 4% væri þjónustudeild SA. „Eitt af því sem hefur knúið fram þessa umræðu um skipulag er þörfin á að lækka kostnað fyr- irtækja af rekstri þessara hags- munasamtaka. I dag greiða fyrir- tækin 0,34% af launakjörum árs- ins á undan til VSÍ. 0,26% fer í rekstur og 0,08% í vinnudeilu- sjóð. Þetta var fyrir nokkrum ár- um 0,4%, en hefur lækkað niður í þetta og raunar heldur meira því að í fyrra gáfum við afslátt þannig að árgjaldið var í reynd 0,3%. Við leggjum til að þetta lækki enn og fari niður í 0,21%,“ sagði Þórarinn. Vinnudeilusjóður VSÍ hefur á 10 árum vaxið úr tæplega 200 milljónum í 1.200 milljónir. Til- laga er gerð um að greiðslur í hann lækki úr 0,08% í 0,04% af launum. Þórarinn sagði þessa lækkun byggjast á því að hér yrðu ekki alvarleg verkfallsátök á komandi árum. Samningur sem gerður hefur verið milli VSI og Vinnumálasambandsins gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki Vinnu- málasambandsins fái aðild að vinnudeilusjóðnum gegn tæplega 11 milljóna króna eingreiðslu. „Þær breytingar sem gerðai- hafa verið á árgjaldi til samtak- anna á síðustu 10 árum eru þær að gjaldið hefur lækkað rétt um helming. Það er áhugavert að bera þetta saman við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að gera. Þar eru engin merki um lækkun. Félagsgjöld stéttarfé- laganna, sem atvinnurekstrinum er gert að innheimta, eru 1-2% af öllu kaupi.“ Þórarinn sagði að samkomulag hefði tekist um að samhliða þess- um breytingum yrði gerð breyt- ing á iðgjaldagreiðslum fyrir- tækja sem eiga aðild að Lands- sambandi íslenskra útvegs- manna. Þau hefðu fram að þessu greitt hlutfall af kauptryggingu sjómanna, en myndu í framtíð- inni greiða af heildarlaunum líkt og aðrar atvinnugreinar. Þessi breyting tæki gildi á nokkrum árum. Aðalfundur VSÍ samþykkti án umræðna fyrirliggjandi tillögur um stofnun Samtaka atvinnulífs- ins. Stjórnarkjöri var frestað til 15. september, en þá er ráðgert að stofnfundur nýju samtakanna verði haldinn. Formönnum aðild- arfélaga VSÍ og fulltrúa fyrir- tækja með beina aðild var falið að ljúka verkefnum sem tengjast stofnun nýrra samtaka, en þau eru m.a. að ráða framkvæmda- stjóra, gera tillögu um formann, gera kjörskrá, gera tillögu um 100 manna fulltrúaráð, gera til- lögu um fyrstu stjórn, finna hús- næði fyrir samtökin og gera út- tekt á starfi og ímynd samtak- anna. Forsætisráðherra varaði við aiiknum útg;jöldum til velferðarmála á aðalfundi VSI DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á aðalfundi VSÍ að ein leið tO að auka spamað í landinu væri að selja ríkisbankana og Landssím- ann. Hann hvatti einnig til þess að reynt yrði að hamla gegn útþenslu velferðarkerfisins því henni fylgdi aukin skattheimta. Það ætti ekki að vera keppikefli okkar að auka út- gjöld til velferðarmála til jafns við það sem gerist á Norðurlöndunum. Davíð sagði á fundinum að það væri ekki algengt á íslandi að vald- hafarnir fengju góða útkomu í kosningum. Nú hefði annar stjórn- arflokkurinn unnið á en hinn tapað, en fyrir fjórum árum hefði þessu verið öfugt farið milli flokkanna. í kosningunum hefði það verið yfir- lýst markmið stjórnarandstöðu- flokkanna að veita Framsóknar- flokknum „ráðningu" fyrir sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn þannig að úr þeirri samvinnu myndi slitna. Davíð sagði að vara- formaður Framsóknarflokksins hefði á síðasta ári verið skotspónn persónulegra árása og formaður flokksins hefði einnig orðið fyrir því sama í kosningabaráttunni. Auka þarf sparnað með sölu ríkisfyrirtækja Davíð sagði að meginverkefni stjórnvalda á næstunni væri að við- halda því sem áunnist hefði. Leggja yrði áherslu á hraða niður- greiðslu skulda. í öðru lagi þyrfti að gera umhverfi fyrirtækja og einstaklinga frjálslegri. I þriðja Boðaði sölu ríkis- banka og Landssíma lagi þyrfti að auka sparnað. „Við þurfum að auka okkar al- menna sparnað. Undanfarin ár, eftir að kreppunni lauk, hafa bjart- sýnir íslendingar fjárfest, byggt upp, sinnt viðhaldi og eytt dálitlu í sig sjálfa. Það er eðlilegt og já- kvætt og óþarfi að fárast yfir. Hins vegar þurfa núna fleiri en ríkið að leggja til hliðar svo þrýstingur á verðlagið magnist ekki. Almennt mun framboð sparnaðarforma aukast á næstu árum. Þannig munu vaxandi fjármálamarkaður og hlutabréfamarkaður, auk lífeyr- issjóðanna, sækjast í auknum mæli eftir að ávaxta fyrir okkur spariféð. Við eigum síðan mikil sóknarfæri í sölu ríkisbanka og ríkissíma til að stórauka sparnaðinn,“ sagði Davíð og bætti við að tækniframfarir og aukin samkeppni í fjarskiptum væri önnur ástæða fyrir því að leysa ætti símaþjónustu úr viðjum ríkisrekstrar eins og hann komst að orði. Davíð sagði að útgjöld á Islandi til rannsókna og þróunarstarfs hefðu aukist um 10-12% á ári á þessum áratug. Aukningin væri Morgunblaðið/Þorkell DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að hraða þyrfti niðurgreiðslu skulda ríkisins. hvergi eins mikil meðal aðildar- þjóða OECD. Þar munaði mestu um aukinn hlut atvinnulífsins, en það væri vísbending um að verk- efnavalið væri skynsamlegt. Ríkis- stjórnin hefði ákveðið að auka ráð- stöfunarfé Rannsóknarráðs ís- lands um fjórðung og veita 580 milljónum til sérstakra rannsókna og þróunar á sviði umhverfismála og upplýsingatækni. „Við verðum að gæta þess að falla ekki í sömu gildru og ýmsir frændur okkar hafa gert og eru enn að vinna sig úr. Við verðum vissulega að tryggja og treysta heilbrigðiskerfið og samhjálpina, eins og gert hefur verið. Við meg- um hins vegar ekki missa velferð- arkerfið, og þar með skattheimtu, úr böndunum. Þannig mundi sú þróun snúast við að vel menntað fólk flytti heim í stórum stíl, eins og nú gerist. Vítin eru til að varast. Samkeppni um fólk landa á niilli felast meðal annars í því að stilla skattheimtu í hóf. Stjórnvöld mega til að mynda ekki líta á það sem sérstakt keppikefli að útgjöld til velferðarmála jafni til þess sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Munum að skattarnir eru mun hærri ytra. Það er með öðrum orð- um endalaust verið að færa á milli vasa. Og alltaf kvarnast úr í hverri millifærslu. Til að mynda hafa ís- lenskir foreldrar, sem hafa verið til umræðu, mun hærra hlutfall launa sinna til eigin ráðstöfunar en ann- ars staðar á Norðurlöndum," sagði Davíð. Davíð sagði að víða erlendis væri atvinnuleysi útbreitt, viðvarandi og kostnaðarsamt vandamál, en það ætti ekki við hérlendis. Ástæðan væri ekki síst sú að við byggjum við einn allra sveigjanlegasta og skilvirkasta vinnumarkað í Evr- ópu. Þetta mætti ekki vanmeta því þetta gæfi okkur samkeppnislega yfirburði sem við yrðum að varð- veita.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.