Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikil óvissa í rússneskum efnahagsmálum eftir brottvikningu Prímakovs Hætta á stjórnlaga- kreppu í Rússlandi Stjórnlagakreppa vofír nú yfír í Rússlandi eftir að Borís Jeltsín storkaði þinginu í gær með því að víkja Jevgení Prímakov úr embætti forsætisráðherra. Brottvikningin veldur einnig mikilli óvissu í rússneskum efnahagsmálum og gæti grafíð undan þeim efnahagsbata sem náðst hefur undir stjórn Prímakovs. , Reuters JEVGENI Prímakov skælbrosti og faðmaði Valentínu Matvienko að- stoðarforsætisráðherra eftir að Borís Jeltsín vék honum úr embætti forsætisráðherra í gær. Á bak við þau eru Gennadí Kúlík (t.v.) og Vadím Gustov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherrar. SÚ ákvörðun Borís Jeltsín Rúss- landsforseta að reka Jevgení Príma- kov forsætisráðherra er líkleg til að leiða til uppgjörs milli forsetans og dúmunnar, neðri deildar þingsins, og eykur líkumar á því að þingkosning- umverði flýtt. Akvörðunin gæti einnig leitt til stjómlagakreppu, orðið til þess að Rússland yrði án forsætisráðherra um tíma, auk þess sem forsetinn á yf- ir höfði sér málshöfðun til embættis- missis og yfir dúmunni vofir sú hætta að forsetinn leysi hana upp. „Eg hygg að forsetanum hafi orðið á mjög mikil mistök,“ sagði Gennadí Seleznjov, forseti dúmunnar, og spáði harðvítugum átökum milh for- setans og stjómarandstöðunnar, sem er með meirihluta í þingdeildinni. Heldur Jeltsín þingrofsvaldinu? Jeltsín tilnefndi Sergej Stepashín, innanríkisráðherra og fyrsta aðstoð- arforsætisráðhema, í forsætisráð- herraembættið en dúman þarf að samþykkja tilnefninguna með hrein- um meirihluta atkvæða innan viku. Hafni dúman tilnefningunni í þrem- ur atkvæðagreiðslum verður forset- inn að leysa hana upp og boða til þingkosninga. Dagsetja verður kosn- ingarnar þannig að nýja þingið geti komið saman ekki síðar en fjórum mánuðum eftir þingrofið. Þangað til hefur forsetinn vald til að skipa for- sætisráðherra. Það flækir hins vegar stjórnar- kreppuna að andstæðingar Jeltsíns í dúmunni hafa lagt til að hún sam- þykki málshöfðun á hendur forsetan- um til embættismissis. Verði tillagan samþykkt með tveimur þriðju at- kvæðanna missir forsetinn vald sitt til að leysa dúmuna upp þar til máls- höfðuninni lýkur. Til að forsetinn fái þetta vald aftur þurfa hæstiréttur og stjómlagadóm- stóll Rússlands að vísa ákæmnum á hendur Jeltsín frá. Hætta á stjórnlaga- legu þrátefli Fréttaskýrendur segja að hætta sé á stjómlagalegu þrátefli, sem geti lamað öll efstu þrep stjómkerfisins. „Þegar dúman stendur frammi fyrir svo óskynsamlegri ákvörðun af hálfu forsetans kann hún einfaldlega að samþykkja málshöfðunina og eftir það blasir við stjómlagaleg kreppa,“ sagði rússneski hagfræðingurinn Aiexej Zabotkine. „Ljóst er að for- setinn getur ekki leyst dúmuna upp verði hann ákærður til embættis- missis. Hins vegar er ömggt að dúman hafni öllum tilnefningum hans í embættið og hann á þá að fá rétt til að leysa dúmuna upp.“ Verði málshöfðunin samþykkt er óljóst hvað gerist því í stjómar- skránni em engin skýr ákvæði um hvað gera eigi við slíkar aðstæður. Jeltsín gæti vísað málinu til stjóm- lagadómstólsins og falið honum að skera úr um hvort hann hafi vald til að leysa þingið upp við þessar að- stæður. A meðan gæti hann iyrir- skipað hlé á störfum þingsins og skipað nýjan forsætisráðherra. „Valdið er hugmyndafræði hans“ Jeltsín er þekktur fyrir ófyrirsjá- anlegar uppstokkanir á stjóm sinni frá því hann komst til valda árið 1991. Hann hefur alltaf reitt sig á eigið innsæi þegar hann tekur ákvarðanir og margoft rekið undir- menn sína eða hækkað þá í tign með skömmum fyrirvara eftir að hafa haldið sig til hlés, að því er virðist til að sýna að hann hafi ekki misst tökin á stjórnartaumunum þrátt fyrir van- heilsu sína. „Valdið er hugmyndafræði hans, vinur, frilla og ástríða hans,“ sagði eitt sinn fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Jeltsíns, Vjatsjeslav Kostikov, um forsetann. Jeltsín hefur nú enn einu sinni sýnt að hann er tilbúinn að takast á við andstæðinga sína bjóði þeir hon- um birginn. Forsetinn kvaðst hafa vikið Prímakov frá vegna þess að stjóminni hefði ekki tekist að rétta efnahaginn við en flestir telja að pólitísk togstreita þeirra sé megin- ástæða brottvikningarinnar. Sá hann ofsjónum yfir uppgangi Prímakovs? Vinsældir og völd Prímakovs höfðu aukist vemlega síðustu mánuðina og ýmislegt þótti benda til þess að Jeltsín sæi ofsjónum yfir uppgangi forsætisráðherrans. Stjóm landsins var að mestu í höndum Prímakovs, sem er 69 ára og ári eldri en Jeltsín, meðan forsetinn var að ná sér af blæðandi magasári. Ymislegt hefur bent til þess síðustu vikur að Jeltsín hafi viljað taka á ný við stjómartaumunum. Hann rak til að mynda einn af helstu bandamönn- um Prímakovs í stjóminni, sýndi for- sætisráðherranum ókurteisi með því að grípa fram í fyrir honum á ríkis- stjómarfundi sem sýndur var í sjón- varpi, gagnrýndi störf stjómarinnar og skipaði sérstakan sendimann I Kosovo-málinu og svipti forsætisráð- herrann því hlutverki. Með því að reka Prímakov storkar Jeltsín einnig dúmunni og varar hana við því að hann hyggist bregð- ast hart við tilraunum hennar til að svipta hann forsetaembættinu. And- stæðingar hans í dúmunni vilja að hann verði ákærður til embættis- missis, m.a. fyrir að að beita her- valdi til að kveða niður uppreisn þingsins í Moskvu 1993 og hefja striðið í Tsjetsjníu 1994. Gæti aukið líkurnar á málshðfðun Með því að storka dúmunni tekur Jeltsín hins vegar þá áhættu að fleiri þingmenn snúist gegn honum í at- kvæðagreiðslunni á þinginu um málshöfðunina. „Ég hygg að við fáum 400 atkvæði en ekki aðeins þau 300 sem við þurf- um [til að samþykkja málshöfðun til embættismissis],“ sagði Seleznjov. Þingforsetinn sagði of snemmt að ræða líkurnar á því að dúman féllist á að Stepashín yrði skipaður forsæt- isráðherra. Margir telja þó líklegt að jafnvel þingmenn, sem eru hlynntir Stepashín, ákveði að greiða atkvæði gegn tilnefningunni til að mótmæla brottvikningu Prímakovs. Stöðugleikanum stefnt í hættu Jeltsín tilnefndi Prímakov í for- sætisráðherraembættið í september eftir að hann rak forvera hans, Sergej Kíríjenko, og dúman hafnaði fyrsta forsætisráðherraefni hans, Viktor Tsjemomyrdín. Prímakov var eini forsætisráð- herrann í Moskvu eftir hrun Sovét- ríkjanna sem notið hefur stuðnings meirihluta dúmunnar. Hann þykir hafa náð verulegum árangri í að koma á pólitískum og efnahagsleg- um stöðugleika í landinu eftir glund- roðann í kjölfar gengishruns rúblunnar og fjármálakreppunnar í ágúst. Þessum stöðugleika hefur nú verið stefnt í hættu. Fjármálasérfræðingar segja að brottvikning Prímakovs valdi mikilli óvissu um fi'amvinduna í efnahags- málum Rússlands. Þeir segja „póli- tíska leikfléttu" forsetans stefna þjóðarhagsmunum Rússa í mikla hættu og raska viðkvæmu jafnvægi milli stjórnarinnar og þingsins sem hafi stuðlað að efnahagsbatanum á síðustu mánuðum. „Þessi ákvörðun hefur valdið ringulreið í efnahags- og stjómmál- um landsins," sagði Roland Nash, hagfræðingur fjármálafyrirtækisins MFK Renaissance. „Svo virðist sem pólitískir hags- munir hafi verið teknir fram yfir þá efnahagslegu,“ sagði yfirmaður vest- rænnar fjármálastofnunar sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hagfræðingar segja að þýðingar- laust sé að ræða efnahagsstefnu Stepashíns að svo stöddu vegna óvissunnar um hvort dúman fallist á tilnefninguna. „Dúman er lömuð“ Atkvæðamiklir þingmenn í dúmunni sögðu að brottvikningin ylli óvissu um efnahagsstefnu stjórnar- innar og ekki væri víst að dúman samþykkti lagafrumvörp sem AI- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett sem skilyrði fyi’ir því að lána Rúss- um andvirði 330 milljarða króna á einu og hálfu ári. „Nýja stjómin þarf að samþykkja frumvörpin. Efnahagsstefnan ræðst af þeirri spurningu og við verðum að vita hver afstaða nýju stjómarinnar er,“ sagði Alexander Zhukov, for- maður fjárlaganefndai- dúmunnar. „Hvaða lög getum við rætt núna? Dúman er lömuð,“ sagði Sergej Ivanenko, varaformaður frjálslynda flokksins Jabloko. „Ég hygg að við höfum ekki rétt til að ræða þessi frumvörp fyrr en stjórnin hefur staðfest þau,“ sagði Níkolaj Ryzhkov, leiðtogi vinstri- flokksins Völd fólksins. Stjórnin virtist á réttriIeið Brottvikningin kom á versta tíma þar sem stjórn Prímakovs hafði ný- lega náð samkomulagi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabank- ann um ný lán með fyrirvörum um að dúman samþykkti nýja skatta og breytingar á bankalöggjöfinni. „Svo virtist sem Prímakov og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn væra að ná saman og því hefur nú verið fleygt út í buskann," sagði Nash. Andstæðingar Prímakovs höfðu sakað hann um láta reka á reiðanum í efnahagsmálum og forðast raun- veralegar kerfisbreytingar þótt hon- um hefði tekist að bæta efnahaginn. Verðbólgan var 38% á mánuði í september en var 3% á mánuði í mars. Gengi rúblunnar lækkaði um 75% eftir atburðina í ágúst en hefur haldist stöðugt gagnvart dollarnum að undanförnu vegna aðgerða seðla- bankans til að stemma stigu við fjár- magnsflótta. Aðrar hagtölur benda til þess að stjórnin hafi verið á réttri leið. Iðnframleiðlan minnkaði um 6,6% á síðasta ári en er nú farin að aukast aftur sem nemur 1,4% á ári, samkvæmt hagtölum marsmánaðar. Dyggur stuðnings- maður Jeltsíns Moskvu. Reuters. SERGEJ Stepashín, sem í gær tók við starfí Jevgení Prímakovs, forsætisráðherra landsins, hefur verið dyggur stuðningsmaður Borísar Jeltsíns forseta og hefur stutt hann ítrekað í þeim póli- tfsku væringum sem einkennt hafa stjórnar- far í Moskvu undanfarin misseri. I síð- ustu viku færði forsetinn Stepashín úr stöðu innanrík- isráðherra í stöðu aðstoðar- forsætisrá- herra. Tveimur dögum síðar, á ríkissljórnarfúndi sem sýndur var í beinni sjónvarpsútsend- ingu, skipaði Jeltsín ráðherrum að hliðra til fyrir Stepashín svo hann gæti setið nærri hinum fremstu meðal jafningja. Stepashín var einn þeirra embættismanna sem á sínum tíma léku afar stórt hlutverk í hinu örlagaríka stríði í Tsjetsjn- íu. Stepashín var yfírmaður ör- yggislögreglu Samveldisins (FSB), arftaka KGB, er Jeltsín skipaði hersveitum sfnum að ráðast til atlögu gegn uppreisn- arhreyfingu Tsjetsjena sem börðust fyrir sjálfstæði héraðs- ins frá Rússlandi. Eftir blóðug málalok gíslatökunnar í borginni Buddenovsk í suðurhluta Rúss- lands árið 1995, sagði Stepashín af sér embætti yfirmanns FSB, en birtist svo aftur á sjónarsvið- inu nokkru síðar sem fulltrúi í samninganefnd Rússa við Tsjetsjena. Haukurínn með rjóðu kinnarnar Jeltsín forseti skipaði Stepas- hín í embætti innanríkisráðherra í mars á síðasta ári eftir að hafa rekið ríkisstjórn Viktors Tsjernómyrdíns, þáverandi for- sætisráðherra. Eitt fyrstu mála Stepashíns í innanríkisráðherra- stólnum var vandinn sem enn snýr að Tsjetsjeníu þar sem krafíst er fulls lögformlegs sjálf- stæðis frá Moskvu. Meðal ann- arra mála hefur Stepashín þurft að beita sér í málum þeirra íjöl- mörgu rússnesku kaupsýslu- og embættismanna sem orðið hafa mannræningjum frá Tsjetsjníu að bráð. Stepashín er lögfræðingur að mennt og hefur í rússneskum fjölmiðlum verið nefndur „hauk- urinn með ijóðu kinnarnar“, vegna hlédrægninnar sem talin er hylja hörku hans og metnað. Fyrstu starfsárum si'num eyddi Stepashín meðal hersveita inn- anríkisráðuneytisins þar sem hann gegndi stöðu eftirlitsmanns á vegum kommúnistafíokksins. Þaðan sneri hann sér að kennslu í herskóla og lagði grunn að doktorsgráðu sinni. Á valdatíma Mikhails Gorbat- sjovs bauð Stepashín sig fram í þingkosningum og tók sæti sem þingmaður frjálslyndra. Stepas- hín tók við formennsku í örygg- ismáladeild æðsta ráðs þingsins áður en hann hóf störf fyrir ör- yggislögregluna. Er það talið til marks um traust og trúverðug- leika Stepashíns í starfi að hann var einn hinna örfáu embættis- manna innan öryggislögreglunn- ar sem hélt starfí sínu eftir mis- heppnaða valdaránstilraun harð- línumanna gegn Jeltsín forseta árið 1993. Reuters Sergej Stepashín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.