Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 39
LISTIR
Tónleikar í minningu
Helga Pálssonar tónskálds
SÉRSTAKIR Kópa-
vogstónleikar verða í
Tónleikaröð Tíbrár í
Salnum, Tónlistarhúsi
Kópavogs, í dag, upp-
stigningardag, kl.
20.30. Sú hefð hefur
skapast að efna til tón-
leika í tilefni af afmæli
bæjarins og eru þeir
jafnan með efni tengt
listalífí Kópavogs með
einum eða öðrum
hætti. Að þessu sinni
verða tónleikar í tilefni
100 ára afmælis Helga
Pálssonar tónskálds,
föður listamannsins
Gerðar Helgadóttur.
A fyrri hluta tónleikanna verða
eingöngu flutt verk eftir Helga, en
síðari hluti þeirra er tileinkaður
verkum annarra tónskálda úr
Kópavogi.
Þórunn Guðmundsdóttir syngur
við undirleik Ingunnar Hildar
Hauksdóttur lög eftir Helga Páls-
son, Þorkel Sigurbjömsson, Ingi-
björgu Þorbergs, Sigfús Halldórs-
son, Hjálmar H. Ragnarsson og ís-
lensk þjóðlög í útsetningu Fjölnis
Stefánssonar.
Helgi Pálsson var fæddur 2. maí
1899 á Norðfirði, útskrifaðist úr
Samvinnuskólanum, var síðan á
Spáni eitt ár og kynnti sér fisk-
verslun, var um árabil kaupfélags-
stjóri á Norðfirði en
fluttist þá til Reykja-
víkur og hóf störf hjá
Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna, þar
sem hann starfaði
lengst af.
Helgi stundaði al-
hliða tónlistamám í
Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Kontra-
punkt hjá dr. Franz
Mixa, tónsmíði hjá dr.
Victor Urbancic. Hann
lagði sérstaka rækt við
Kammertónllist,
samdi strengjakvar-
tetta og svítur fyrir
stroksveit en einnig
fyrir fiðlu og píanó. Helgi samdi
þónokkuð af sönglögum.
Helgi vakti fyrst verulega at-
hygli árið 1942 fyrir verk fyrir fiðlu
og píanó „Stef með tilbrigðum“
sem flutt var af þeim Birni Olafs-
syni og Arna Kristjánssyni á
Kammermúsíkkvöldi í nóvember
það ár. I minningargrein um
Helga, sem rituð er af Páli ísólfs-
syni, og birtist í Morgunblaðinu,
fimmtudaginn 14. maí 1964, segir
m.a.: „Helgi Pálsson var maður
gæddur miklum gáfum, og hann lét
sig allt varða sem gerðist í heimin-
um. Músíkgáfan var þó sterkust í
lífi hans og henni fylgdi mikill
strangleiki og sjálfskrítik. Hann
var að eðlisfari hlédrægur maður.
Ég þekki engin verk eftir Helga
Pálsson, sem ekki voru vandlega
unnin og hefluð að öllum frágangi.
Hann byggði list sína að miklu
leyti á íslensku þjóðlögunum, sem
hann útsetti oft fagurlega, en Helgi
var hugmyndaríkur og laus við all-
an einstrengingshátt hvað stíl
snerti. Eru mörg verka hans hin
áhrifaríkustu og bera vott um
mikla sköpunarhæfileika."
Kór Menntaskólans í Kópavogi
Kópavogstónleikunum lýkur
með söng Kórs Menntaskólans í
Kópavogi undir stjóm Sigrúnar
Þorgeirsdóttur. í 25 ára sögu
Menntaskólans í Kópavogi hefur
kór starfað lengst af. Öflugt kór-
starf var á fyrri hluta 9. áratugar-
ins, en þá stjómaði nemandi skól-
ans, Gunnsteinn Ólafsson, kómum.
Um tíma var lögð áhersla á upp-
setningu söngleikja þar sem kórinn
tók jafnan þátt. Haustið 1996 var
ákveðið að koma aftur á hefð-
bundnum kór við skólann. í janúar
1997 tók núverandi stjómandi, Sig-
rún Þorgeirsdóttir, við kómum,
sem hefur haldið tónleika og tekið
þátt í kóramóti framhaldsskólanna
í Reykholti í febrúar 1998 og á
Unglist í október 1998, auk þess að
syngja við útskriftir og önnur tæki-
færi í skólanum. I apríl sl. fór kór-
inn í söngferð til Isafjarðar.
Helgi Pálsson
tónskáld
Morgunblaðið/Sig. Fannar
GUNNAR Grönz meö tvö verka sinna.
Alþýðulist
í Galleríi Garði
Selfoss. Morgunblaðið.
GUNNAR Grönz opnar mál-
verkasýningu í Galleríi Garði á
Selfossi á morgun, föstudag.
Gunnar er fæddur í Vestmanna-
eyjum 1932 en fluttist til Selfoss
árið 1942.
Hann gefur að mestu leyti
stundað málaraiðn, ekki gengið í
listkúnstskóla, heldur lært af líf-
inu og snillingum í litum og
formi og verður því ávallt al-
þýðulistmálari.
Gunnar hefur verið virkur í
Myndlistarfélagi Árnesinga frá
stofnun þess, haldið einkasýning-
ar og einnig tekið þátt í fjölda
samsýninga. Sýningin stendur til
lO.júní.
Agatha
Kristjáns-
dóttir sýnir
í Tjarnarsal
AGATHA Kristjánsdóttir opn-
ar sína 17. málverkasýningu í
Tjamarsal Ráðhúss Reykja-
víkur laugardaginn 15. maí kl.
14. Myndirnar em unnar með
olíu.
Agatha hefur aflað sér
þekkingar í gegnum sjálfsnám
og hin ýmsu námskeið. Hún
hefur verið meðlimur í mynd-
listaklúbbi áhugamanna um
árabil.
Sýningin stendur til 27. maí.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning
á morgun, föstudag, kl. 14—18
(Sauðárkróks
Apóteki, Sauðárkróki,
Vesturbæjar Apóteki, Melhaga,
Ingólfs Apóteki, Kringlunni,
Hafnarfjarðar Apóteki,
Hafnarfirði.
- Kynningarafsláttur -
Burtfararprófstónleikar
Asgeirs Asgeirssonar
ÁSGEIR Ásgeirsson djassgítarleikari.
BURTFARARTÓN-
LEIKAR Ásgeirs
Ásgeirssonar djass-
gítarleikara verða
haldnir í sal Tónlist-
arskóla FÍH, Rauða-
gerði 27, sunnudag-
inn 16. maí kl. 19:30.
Meðspilarar Ás-
geirs á tónleikunum
verða Mattías Hem-
stock trommur,
Gunnar Hrafnsson
kontrabassi og
Kjartan Valdemars-
son píanó.
Á efnisskránni
eru, auk frumsam-
inna laga, lög eftir:
Charlie Parker, John
Coltrane, Kenny
Wheeler og Herbie Hancock.
Ásgeir hefur stundað nám á gítar
við Tónlistarskóla FÍH frá árinu
1992, undir handleiðslu Bjöms
Thoroddsens, Eðvarðs Lárussonar,
Hilmars Jenssonar, Sigurðar
Flosasonar og Kjartans Valde-
marssonar.
S E N D I N G
FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI
VERKFRÆÐINGA
TIL SJÓÐFÉLAGA
Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur sent sjóðfélögum sínum
yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. júlí - 31. desem-
ber 1998.
Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hefur verið af
launum hans í Lífeyrissjóð verkfræðinga, eða ef yfirlitið er
ekki í samræmi við frádrátt á launaseðlum, þá vinsamlegast
hafið samband við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar
en 31. maí nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins geta
dýrmæt réttindi glatast.
GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS
í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir
meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs
launa vegna gjaldþrota skulu launþegar, innan 60 daga frá
dagsetningu yfirlits, ganga úr skugga um skil vinnuveitenda
til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal
launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrssjóði til afrit
launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi at-
hugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyris-
sjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda
þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyr-
issjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Lífeyrissjóður verkfræðinga
Engjateigi 9, 105 Reykjavík
sími 568-8504 - fax 568-8834
Netfang: lvfi@isgatt.is - Veffang: www.centrum.is/lvfi
DUCAT0 Verð kr. 1.580.000 án VSK
VSK IoíIq
Athugaðu hvað er innifalið í þessum
verðum, það mun koma þér verulega á óvart.
SEICENTO
Verð kr. 795.000 án VSK.
PALI0
Verð kr. 1.036.000 án VSK.
Istraktor
BÍLAR FVRIR ALLA
SMIDSBÚD 2 - GARÐABÆ - SÍIX/II 5 400 800