Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 50

Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sigur Davíðs Stjórnarsamstarf Sjálfstædisflokks og VG væri áhugaverður kostur avíð Oddsson hefur nú haft sigur í þrennum kosningum í röð. Árið 1991 end- urheimti hann og gott betur hefðbundið fylgi Sjálf- stæðisflokksins eftir afhroðið 1987. Árið 1995 hélt hann sínu þrátt fyrir að hafa verið í stjóm- arforystu á miklum erfíðleika- tímum. Árið 1999 vinnur hann stærsta sigur flokks síns í aldar- fjórðung eftir að hafa verið í stjórnarforystu í átta ár sam- fleytt og kemst yfir 40% markið sem margir töldu orðið óyfirstíg- anlegt. Skoðanakannanir sýna að 64% landsmanna vilja að hann fari áfram með stjómarforystu. Engin dæmi em til þess í ís- lenskri stjómmálasögu að stjórn- málaforingi njóti svo afgerandi trausts langt út fyrir raðir sinna eigin flokksmanna. Það er því .nnunnr ótvíræður vilji VIÐHORF þjóðarinnar að e«u_ i.k.k e Davíð Oddsson fcttir Jakob F. , „ Ásgeirsson lelðl næstu rík- isstjóm. En með hveijum á Sjálfstæðis- flokkurinn að starfa að þessu sinni? Þrátt fyrir nokkurt tap Framsóknarflokksins fær rflds- stjómin mikla traustsyfirlýsingu. Það er ekki óalgengt að sam- starfsflokkar í rfldsstjóm eigi misjöfnu gengi að fagna í kosn- ingum, sbr. kosningamar 1967 þegar Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði en Álþýðuflokkurinn vann á. Og tap Framsóknar er ekki meira en svo að flokkurinn heldur að mestu jafnaðarfylgi sínu síðustu tvo áratugina. I rauninni er óskilj- anlegt að óvissa skuli ríkja um áframhald stjómarsamstarfsins. Samstarf stjómarflokkanna hefur verið frábærlega gott - og hvar á Vesturlöndum njóta ríkisstjómar- flokkar nær 60% stuðnings kjós- enda? Forystumenn stjómar- flokkanna segjast ætla að taka sér þrjár vikur til að mynda nýja stjóm, en kjósendur eiga heimt- ingu á því að málið sé afgreitt strax. Viðbrögð Framsóknar við úr- slitum kosninganna vekja nokkra furðu og sýna veikleikamerki í forystu flokksins. Stjómmála- menn verða að una dómi kjós- enda, hvort sem þeim finnst sá dómur sanngjam eða ekki. Eitt er a.m.k. víst og það er að Fram- sókn getur ekki kennt Sjálfstæð- isflokknum um tap sitt. Sjálfstæð- ismenn gættu þess sérstaklega í kosningabaráttunni að styggja ekki Framsóknarmenn, þótt hinir síðamefndu héldu ekki alltaf aft- ur af sér, sbr. furðuleg ummæli heilbrigðisráðherrans snemma í kosningabaráttunni. Það nær engri átt að Sjálfstæðisflokkurinn gangi sérstaklega á eftir Fram- sókn við þessar aðstæður. E.t.v. þurfa Framsóknarmenn einfald- lega á því að halda að vera utan stjómar á þessu kjörtímabili til að grafast fyrir um ástæður þess að þeir tapa meðan samstarfsflokk- urinn vinnur á. (Raunar blasir við hvað gerst hefur: í kosningunum 1995 fékk Framsóknarflokkurinn í stjómarandstöðu talsvert óánægjufylgi sem nú leitar annað af því Framsókn hefur verið í stjóm.) Steingrími J. Sigfússyni hefur tekist að festa sig rækilega í sessi með sitt upprisna Alþýðu- bandalag (VG). Með samstarfi Sjálfstæðisflokks og VG væri að ýmsu leyti orðið við vilja kjós- enda - rétt eins og það var rök- rétt niðurstaða síðustu kosninga að Sjálfstæðisflokkurinn mynd- aði stjóm með Framsókn, sem vann á, í stað þess að halda áfram með Alþýðuflokknum sem tapaði. Vandinn er hins vegar sá að innan vébanda VG em ráð- andi óstýrilát öfl og forneskju- legar skoðanir þar sem eimir eft- ir af hrandu hugmyndakerfi kommúnismans. VG stendur t.d. gegn einkavæðingu og er í grundvallaratriðum andvígt þeirri utanríkisstefnu sem fylgt hefur verið frá stríðslokum. Ef VG-menn væra reiðubúnir að leggja þessi þráhyggjusjónarmið til hliðar væri vafalaust unnt að mynda málefnasamstöðu með þeim og Sjálfstæðismönnum. En auðvitað ber að reyna til þrautar að viðhalda núverandi stjómar- samstarfi áður en hugað er að öðra. Samstarf Sjálfstæðisflokks og VG er hins vegar áhugaverð- ur kostur sem alls ekki má af- skrifa. Sverrir Hermannsson kom öll- um á óvart og má vera hæst- ánægður með sinn hlut. Að vísu átti hann sér ólíklega banda- menn í kjördæmisráði Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum sem hröktu Guðjón Arnar Kristjáns- son í faðm hans, en fyrir sama kemur. Sverrir fagnaði sigri sín- um með því að ráðast á Morgun- blaðið. Frekja og vanþakklæti þessa manns sýnist botnlaus. Eftir allt sem Sjálfstæðisflokkur- inn var búinn að gera fyrir hann snerist hann gegn sínum gamla flokki og jós hann níði í hefnd sinni fyrir að hafa þurft að hrökklast frá Landsbankanum vegna eigin dómgreindarskorts. Og nú snýst hann gegn ritstjór- um Morgunblaðsins af því þeir gerðu blaðið ekki að sérstöku málgagni smáframboðs hans. Eftir afsögnina úr Landsbankan- um var Sverrir Hermannsson þó svo fyrirferðamikill á síðum Morgunblaðsins að forsætisráð- herra landsins hafði á orði að engu væri líkara en Sverrir væri orðinn þriðji ritstjóri blaðsins! Og nú í kosningabaráttunni reyndu ritstjórar Morgunblaðs- ins sannarlega á þolrif lesenda með umburðarlyndi sínu gagn- vart Sverri og félögum. Það er áreiðanlega eindæma í vestrænu lýðræðisríki að fulltrúar smá- framboðs hafi fengið að birta nær sömu greinina í stærsta blaði þjóðar á þriggja daga fresti í margar vikur fyrir kjördag. Það er erfitt fyrir okkur leik- menn sem verðum að reiða okk- ur á fjölmiðlana um upplýsingar að spá fyrir um ganginn í stjóm- armyndunarviðræðum. Það er svo margt sem gerist sem ekki er sagt frá í fjölmiðlunum. Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja t.d. fyrir um persónur þeirra stjómmálamanna sem líklegir era til að ráða úrslitum, en í stjómarmyndunarviðræðum ræður persónuleg afstaðá gjam- an miklu. Sú mynd sem birtist af stjómmálamönnum í fjölmiðlum er oft á tíðum allt önnur en sú mynd sem þeir hafa sem til þekkja. Tökum tfl dæmis tvo stjómmálamenn sem að líkindum munu ekki koma við sögu í stjómarmyndunarviðræðum að þessu sinni, Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Margréti Frímanns- dóttur. Ef okkur væri sagt að annarri þeirra mætti treysta full- komlega í samstarfi en hinni ekki, myndi almenningur vita hvað ætti við hvora þeirra? Ég held ekki. A.m.k ávæningur að slíkri vitneskju verður auðvitað að liggja fyrir tfl að hægt sé að gera sér grein fyrir stöðunni. Fjölmiðlamir verða að tileinka sér aðferðir til að koma slíkum upplýsingum á framfæri án þess gengið sé of nærri þeim einstak- lingum sem í hlut eiga. ________MINNINGAR ÞÓRA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR + Þóra Björk Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1931. Hún lést á lfluiar- deild Landspítalans í Kópavogi 6. maí síðastliðinn. For- eldrar Þóru voru Vilborg Loftsdóttir, f. í Kollabæ í Fljóts- hlíðarhreppi, 8.8. 1894, d. 16.4. 1966, húsfreyja á Brú í Biskupstungum og sjðar í Reykjavík og Ólafur Guðnason, f. á Brú í Biskupstungum, 23.6. 1887, d. 18.9. 1965, bóndi á Brú og síðar verkamaður í Reykja- vík. Systkini Þóru voru: 1) Áldís, framreiðslumaður í Reykjavík, f. 5.11. 1920, d. 4.12. 1990. 2) Sig- Minningarbrot skjótast fram í hugann. Dúa brosandi, falleg í fínum kjól að koma heim af skemmtun með Jóni. Heldur en ekki flott. Fer létt með það. Dúa á hárgreiðslustofunni, mikið að gera, setið í öllum stólum. Fimm, sex hausum greitt, svo til öllum í einu. Hárgreiðslmneistarinn, kenn- arinn, sálfræðingurinn að störfum. Ekkert mál. Dúa í kjólaversluninni, mikið að gera. Viðskiptavinir koma og fara. Sumir kaupa, aðrir ekki. Gaman, brosað út í annað. Lítið mál. Dúa í eldhúsinu með Jón sér við hlið. Veisla töfrað fram á engum tíma. Fjórir aukagestir skjóta inn kollinum. Endflega borða með, ann- að ekki tekið í mál. Sjálfsagður hlut- ur. Dúa með vinkonunum í brids. Ekki bara spflað heldur líka spjall- að, mikið. Dillandi, dimmur, lágróma hlátur. Örlítið sherry. Dúa með ættingja eða vin í heim- sókn. Góð ráð gefin, aðstoð veitt. Ekkert of gott fyrir vinina. Dúa í viðskiptum í útlöndum. Tal- ar enga útlensku. Skiptir ekki máli. Brosir bara, gerir grín og hlær, létt. Gengur best þannig. Dúa sextug. Heldur „grand“ veislu, enda „grand“ dama. Nýtur þess að bjóða vinum og ættingjum. Tekur lagið, syngur fyrir gestina, vel, dimmrödduð og hás - dásam- legt! Dúa í sveitinni. Gengur um túnið á Vindási. Sveitaloft og tilbreyting. Afslöppun og hvíld. Ekki þó alveg. Velkominn gestagangur. Allir alltaf velkomnir. Dúa á leiðinni tfl útlanda. Hvert? Skiptir ekkd öllu máli. Hafa gaman af því skiptir máli, með Jóni. Spenn- ingur og gleði. Dúa orðin veik. Ský fyrir sólu. Aldrei gefast upp. Berjast, berjast. Ræða málin, ganga frá öllu. Ekki skulda neinum neitt. Berjast. Fram í rauðan dauðann, bókstaflega. Dúa var lítil stelpa úr Verkó sem ávaxtaði sitt pund vel. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Henni þótti betra að gefa en þiggia. Ég hef þá trú að hún sitji í bestu sætum þar sem hún er nú. Pétur Þ. Pétursson. Elsku besta amma. Það er ósköp skrítið að hugsa til þess að þú sért búin að yfirgefa þennan heim og að þegar ég kem aftur heim verði engin amma Dúa í Alftamýrinni til að heimsækja. Þú varst mjög gjafmild, um- hyggjusöm og dekraðir oft við okkur bamabörnin með ýmsum gjöfum sem þú komst með úr utanlands- ferðunum. Alltaf lumaðir þú á sæl- gæti úr fríhöfninni sem mér fannst æðislegt sem krakki og það gat bjargað heilu dögunum hjá mér. Ferðimar með ykkur afa upp í Kjós verða mér alltaf minnisstæðar, þar sem við krakkarnir lékum okkur urlaug Halla Ólafs- dóttir, f. 21.4. 1922, verslunarmaður í Reykjavík. 3) Gríma, f. 18.1. 1924, d. 12.10. 1998, matreiðslumað- ur í Reykjavík. 4) Sig- ríður, f. 22.3. 1926, d. 30.3. 1928. 5) Þórdís Erla, f. 8.8. 1928, hár- greiðslumeistari í Reykjavík. 6) Hulda, f. 7.9. 1935, húsfreyja í Reykjavík. Sonur Þóru er Þór Bjarkar, f. 15.12. 1962, vél- fræðingur og rafvirki í Reykjavík. Dóttir hans er Björg, f. 25.11. 1985. Sambýlismaður Þóru frá 1972 var Jón R. Lárus- son, forstjóri frá Káranesi í Kjós, f. 11.10. 1924. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Lárus allan daginn út og inn. Ef okkur vantaði eitthvað í leikina okkar þurftum við einungis að spyrja þig og eftir augnablik varstu komin með eitthvað sem við gátum notað. Mér fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa og spila og spjalla. Oft litu einhverjir af vin- um hennar ömmu inn í heimsókn og reyndar var maður sjaldan eini gest- urinn í heimsókn. Allir voru vel- komnir og það var auðséð að fólki leið vel í návist ömmu og naut fé- lagsskapar hennar. Síðastliðna daga hafa margar minningar um ömmu komið upp í hugann en minnisstæðast af öllu era öll matarboðin sem amma og afí héldu, þar sem öll fjölskyldan kom saman og borðaði Ijúffengan mat og rabbaði um allt milli himins og jarð- ar. Amma var frábær kokkur og afi og hún vora góð saman í eldhúsinu. Fyrir mér var amma allt sem ömmur eiga að vera, gjafrnfld, til í að gera allt fyrir mann, hugulsöm og alltaf var maður meira en velkominn í heimsókn. Ef ég verð einhvern tíma amma vona ég að ég skili því hlutverki eins vel og hún amma Dúa. Hvíl í friði, elsku amma mín. Gyða í Guatemala. Það hvarflaði ekki að mér þegar Gríma móðursystir mín dó í október á síðasta ári að einungis tæpum sjö mánuðum seinna væri Dúa frænka öll. En svona er lífið, oft óskiljan- legt. Sjúkdómurinn sem lá í leyni og engin lækning megnaði að ráða við var ótrúlega fljótur að yfirbuga Dúu og taka hana frá okkur. Dúa frænka var einstök kona. Á heimili hennar vora allir alltaf velkomnir. í minn- ingunni var Dúa ávallt stoð og stytta allra þeirra sem til hennar leituðu. Dúa og mamma vora meira en syst- ur, þær vora vinkonur, bestu vin- konur sem bára hag hvor annarrar fyrir brjósti. En þannig samkennd og samstaða hefur alla tíð einkennt samband mömmu og systranna. Þær bára einstaka umhyggju fyrir okkur systrabömunum og höfðu ávallt heill okkar að leiðarljósi og væntumþykja þeirra var og er ein- læg. Dúa frænka var óvenjuleg kona. Það var alltaf svo margt að gerast í kringum hana og heimili hennar. Ég minnist þess, frá því að ég var barn, þegar Dúa frænka hafði farið til útlanda og var nýkomin heim. Þá fjölmenntu jafnan systur hennar ásamt börnunum á heimili hennar, þar sem ferðasagan var sögð og allir leystir út með gjöfum. Þetta var ævintýri líkast, líkt og spegill út í heim, upplifun sem aldrei gleymist. Það var svo mörgum áram síðar í annarri ferð minni út fyrir landsteinana að ég upplifði annað ævintýri með Dúu frænku. Þá fóram við tvær systradætur, ég og Villa, með Dúu í innkaupaferð fyrir versl- unina hennar. Það kom í hlut okkar að tala því Dúa talaði ekki góða „út- lensku" en hún gat þó alltaf látið alla skilja hvað hún átti við og hvað hún vildi. Dúa talaði nefnilega ekki bara með orðum heldur með svipbrigðum Pétursson. Böm Jóns og stjúp- böm Þóm em Kristín, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 28.5. 1954, gift Pétri Þ. Péturssyni, markaðsstjóra, f. 27.2.1954. Þau eiga tvö böm og Hjördís, banka- starfsmaður í Reykjavík, f. 22.1. 1957, gpft Lámsi K. Viðarssyni, bifvélavirkja, f. 3.3. 1955. Þau eiga eitt bam. Þóra var hárgreiðslumeistari. Hún rak hárgreiðslustofúna Lót- us frá árinu 1952 fyrst í Banka- stræti 7 og síðar á Hraunteigi 23 og í Álftamýri 7. Hún rak hár- greiðslustofnana til ársins 1988. 1972 stofnaði hún kvenfataversl- unina Lótus í Álftamýri 7 sem hún rak til dauðadags. Þóra -var virkur félagi í Heute Coiffure sem er alþjóðlegt félag hár- greiðslufólks allt til ársins 1988. Þóra var félagi í Zonta á sínum yngri ámm og var um tíma gjaldkeri félagsins. Utför Þóra verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 14. maí og hefst athöfnin klukkan 15. þannig að það var ævinlega auðvelt að sjá hvað henni þótti hverju sinni. Ég hafði þannig gaman af því þegar hún sá verðandi eiginmann minn í fyrsta skipti. Ég vissi nákvæmlega hvað henni fannst um hann „Stjarna" eins og hún kallaði hann til að byija með þar sem hann var með ör í hársverðinum. Ég fann það strax að hann var í hennar augum ágætur. Dúa reyndist mér og okkur hjónunum vel. Hún var góð við börnin okkar og þó svo að samskipti okkar hafi minnkað með áranum þá vissum við að dyr hennar stóðu okk- ur alltaf opnar hvort sem var í Kjósinni eða Álftamýrinni. Fjöl- skylda mín hefur misst frábæra frænku en sárastur er missir þeirra sem stóðu henni næst. Við kveðjum með söknuði góða konu en minning- in um hana mun ylja okkur um ókomna tíð. Anna Sigurðardóttir og fjölskylda. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Blátt áfram og án til- gerðar. Svona var Dúa, þessi mikla athafnakona sem við getum svo margt lært af. Eins og margir af hennar kynslóð hafði hún unnið fyrir sér frá unga aldri. En hún skar sig úr fjöldanum fyrir margt og ekki hvað síst fyrir óvenjulega atorku- semi og framsýni. Okkur er tfl efs að margir hefðu fetað í fótspor hennar á þeim tíma þegar hún kornung keypti hárgreiðslustofu og gerði með tímanum að umsvifamestu hár- greiðslustofu landsins. Hún lét ekki þar við sitja heldur rak kvenfata- verslun samhliða hárgreiðslustof- unni í nokkur ár, eða þar til hún seldi hárgreiðslustofuna og snéri sér alfarið að versluninni sem hún rak tfl dauðadags. Hún var mikil fagmanneskja og næm á tískustrauma hvort sem var í hárgreiðslunni eða í kvenfatatísk- unni. Fram á síðasta dag sá hún sjálf um innkaupin fyrir verslunina. Við sem höldum hér á penna feng- um nokkrum sinnum að slást með í fór. Það átti að heita að við væram henni til aðstoðar, n.k. túlkar. Við komumst fljótt að því að hún þurfti lítillar aðstoðar við þar sem hún var fullfær um að gera innkaupin sjálf þrátt fyrir að vera lítt talandi á er- lend tungumál. Ef viðkomandi skildi ekki útlenskuna hennar þá var hún ófeimin við að bregða fyrir sig því ástkæra ylhýra - íslenskunni - og undantekningarlítið tókst henni að gera sig skiljanlega með samblandi af hvora tveggja. Þrátt fyrir mikla vinnu í gegnum tíðina gaf hún sér alltaf tíma fyrir þá sem til hennar leituðu. Greiðasemi og umburðarlyndi voru lýsandi fyrir skapgerð hennar. Varla er ofmælt að segja að í stóram systrahópi hafi hún verið þungamiðjan. Til hennar lágu allra leiðir. Hjá henni hittust vinir og ættingjar þegar þeim hent- aði og aldrei var annað að finna en að henni líkaði það vel. Það fæddist ekki það barn í stórfjölskyldunni að hún hændi það ekki að sér. Fjar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.