Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 64
64 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ „Eitthvað varð að gera“ í ÞRIÐJA kafla Egils sögu segir frá því þegar konungur Firða- fylkis í Noregi hyggst safna liði til að styðja menn á Mæri til bar- daga móti Haraldi hárfagra. Firðafylkis- konungur sendir menn á fund Kveld-Úlfs, afa Egils, og kveður hann ' fylgis. Kveld-Úlfur svaraði svo: „Það mun konungi skylt þykja að ég fari með honum, ef hann skal verja land sitt og sé herjað í Firðafylki, en hitt ætla ég mér all óskylt að fara norður á Mæri og berjast þar og verja land þeirra." Það er mikið álitamál með hvaða hætti á að blanda sér í átök annarra þjóða eða milli ríkja. Það er þó að- eins aðhlátursefni að smáríld taki virkan þátt í deilum í öðrum heims- homum eins og utanríkisráðherrann þykist vera að gera. En eitthvað þurfti að gera, segja menn með þunga, og mætti ætla af ákafanum að Framsóknarflokkurinn ætti hlut í samvinnufélagi í Kosovo. Látum svo vera að eitthvað hafi þurft að gera. Þá voru í megindrátt- um tveir kostir fyrir hendi. Annar er sá samkvæmt gamalli venju að hlýða skipunum að vestan þar sem utan- ríkisstefna íslenska ríkisins er mótuð og henda sprengjum á Afganistan, Súdan, írak, Serbíu, Kosovo og styðja við drulludela í Víetnam, Chile, E1 Salvador, bara svo fáein dæmi séu nefnd. Gömlu „mennirnir" - sem sömdu Islendinga inn í Nató - voru það hyggnir að jánka stríðs- brölti Bandaríkjamanna með þögninni en blönd- uðu sér ekki að öðru leyti í stríðsleikina. Nú eru aðrir tímar. Nú vilja gamlir samvinnu- skólamenn, þar sem ör- ugglega var ekki kenndur gæsagangur, fara að stríða. I fyrsta skipti í sögu Islendinga höfum við lýst yfir stríði við aðra þjóð, Serba. Þeir eru óvinir okkar. Hvers vegna erum við nú í styrjöld í fyrsta skipti í sögu Islendinga og hvers vegna er serbneska þjóðin óvinir okkar? Jú, vegna þess að Bandarikj- unum í stórveldatafli sínu er nauð- synlegt að hjúpa yfirgang sinn og Kosovo Nú vilja gamlir samvinnuskólamenn, segir Jón Torfason, fara að stríða. hagsmunagæslu vítt og breitt um heiminn blæju alþjóðasamþykkis. Og forsvarsmenn okkar hlýða eðlilega húsbóndanum. Þeir Skugga-Sveinar sem stjóma herjum heimsins hafa alltaf einhvem Ketil skræk að bald sér. Það kann að vera að ummæli Kveld-Úlfs, sem vora höfð að yfir- skrift í upphafi, túlki viðhorf gamalla bænda. A Balkanskaga hafa hins Jón Torfason vegar verið ýfð upp mörg gömul sár undanfarin ár. A styrjaldaráranum myrtu króatískir öfgamenn 6-800.000 Serba, um 40.000 gyðinga og 40.000 sígauna. Serbum tókst á móti að sálga 250-300.000 Króötum. Eftir stríðið var fólk af þýskum upp- rana hrakið nær algerlega úr þess- um löndum. Þetta var fyrir liðlega 50 áram. Á árunum 1945-1980 gusu oft upp illindi milli þjóðerna í Júgóslavíu og sífellt þurfti að halda niðri öfgahóp- um úr einhverri fylkingiunni. A síðari árum hefur svo soðið illilega upp úr. Til dæmis vora um 2-300.000 Serbar hraktir frá heimkynnum sínum í Kraijna og öðram svæðum í Króatíu á áranum 1995-1997. Það kann vel að vera að „alþjóða- samfélagið“ eigi ekki að horfa að- gerðarlaust upp á að fólk sé hrakið frá heimkynnum sínum eða myrt, eins og það hefur látið átölulítið þjóðarmorð á Tímor, í Kúrdistan, Súdan og Rúanda svo nokkur nýleg dæmi séu nefnd. En hver er hinn kosturinn? Jú, það stendur í Víga-Glúms sögu sem stjómarherrarnir okkar hafa líklega ekki lesið og segir þar frá viðbrögð- um eiginkonu eins bardagakappans: Þess er getið að Halldóra, kona Glúms, kvaddi konur með sér „og skulum vér binda sár þeirra manna er lífvænir era úr hvorra liði sem era“. Þegar íslendingar urðu fullvalda árið 1918 áttu menn þær hugsjónir að frá Islandi væri aldrei farið með rangsleitni gegn öðram þjóðum og lýstu yfir hlutleysi í átökum annarra ríkja. Islendingar ættu að hafa þessa hugsjón í heiðri, þótt seint sé, og semja nú þegar vopnahlé við Serba en taka síðan virkan þótt í uppbygg- ingu á stríðssvæðunum. T.d. mætti hugsa sér að íslendingar tækju að sér að endurreisa svo sem eina brú eða bæta vegarkafla, sem hersveitir Nató hafa eyðilagt, og bæta þar með í einhverju fyrir afglöp sín. Höfundur er íslenskufræðingur. ) VEISTU AF HVERjU - VIÐ FÁUM HRUKKUR MEÐ ALDRINUM? Hú&in hægir á framleiöslu Q10, efninu sem heldur húðinni sléttri. Nú er hægt aö fá Q10 í dag-, nætur og augnkremi frá Nivea Visage. Veldu þab sem hentar þér og húðinni þinni best. Q10 frá Nivea Visage andlitskrem sem virka! NIVEA Sex mikil- vægir þættir líftrygginga ATRIÐI til athugun- ar sem svar við grein er birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 8. apríl sl. Eg vona að þið leyfið mér að svara greininni sem nýlega birtist í Morgunblaðinu varð- andi samanburð ASI á tveimur spamaðarleið- um, þar sem fram kem- ur að það sé helmingi hagstæðara fyrir hjón á 35. aldursári og með 362.000 ISK í mánaðar- laun að velja 2,2% við- bótarspamað en spam- að tengdan líftryggingu Richard á við Sun Life. Ekki er Clarke hægt að svara þessari grein efnislega þar sem að mjög stóra forsendu vantaði í áðurnefnda grein, sem er upphæð líftryggingar- innar hjá Sun Life en hún virtist vera nokkuð há. En í þessu sam- bandi vil ég benda á sex mikilvæga þætti sem ber að athuga: Sveigjanleiki Augljóst er að lífeyrisspamaður nýtur skattaívilnunar þegar framlag er greitt, en það þarf að greiða skatt af hagnaðinum. Síðan kemur til fjöldi takmarkana á því hvemig og hvenær lífeyririnn er tekinn út. Sparnaður hjá Sun Life er ekki á neinn hátt háður slíkum takmörkun- um. Lífeyrinn má taka út hvenær sem er án þess að það komi niður á fjárfestinum, þótt við mælum ekki með því að hefja lífeyrisspamað með það fyrir augum að leysa hann út innan fárra ára heldur mælum við eindregið með því að leysa hann ekki út fyrr en að loknum spamaðartíma. Kostnaður Það kann að vera að kostnaðurinn við lífeyrisspamaðinn sé lægri hjá ís- lenskum lífeyrissjóðum en hjá Sun Life en öll viðskipti þurfa að sýna hagnað, annars verða þau ekki lang- líf. Afgjald Sun Life af tryggingum sínum er svipaður og hjá öðrum breskum tryggingafélögum, en hann er með því lægsta sem gerist í heim- inum. Við vitum að við getum boðið hagkvæma kosti og höfum sannað að við getum boðið mjög álitlega ávöxt- un til langs tíma með miklu öryggi. Fjárfesting Islenskum fjárfestingarfyrirtækj- um hættir til að fjárfesta mest á Is- landi og það kunna að vera góðar fjárfestingar. En segja má að það sé þröng fjárfestingarstefna að fjár- festa mest í svo litlu broti af efna- hagsumhverfi alls heimsins og þar af leiðandi mjög áhættusöm stefna. Einnig má benda á að Islendingar leggja nú þegar 10% af árlegum tekjum sínum til lífeyrissparnaðar sem er að mestu festur á Islandi. Þar með er verið að setja öll eggin í sömu körfuna, eins og sagt er í Bretlandi. Sun Life fjárfestir hins vegar um allan heim og hefur úr að velja allan efnahag heimsins. Sem fyrirtæki á heimsmæli- kvarða (móðurfélagið, AXA, er 16. stærsta fyrirtæki heims, stærra en BP, Volkswagen, AT&T, Daimler/ Chrysler og Nestlé) er- um við í kjörstöðu til að fylgjast með fjárfest- ingum og hagrænum breytingum í heiminum. Slík dreifð fjárfesting hlýtur að skila meiri arði til langs tíma auk þess að draga úr áhættu. Oryggi AXA er stór aðili í fjárfestingaheiminum. Það er 2. stærsta fjárfestingafélag heims og sýslar með USD 550.000 milljónir. Líftryggingar Enginn myndi setja lífeyrissparnað sinn í hendurnar á fyrirtæki, segir Richard Clarke, sem hefði ekki rétta fólkið, búnaðinn og stjórnunina. Laugavegi 40, sími 561 0075. SJAÐU Við störfum nú í 50 löndum og fjöldi starfsmanna er 120.000. Þeir sem fjárfesta hjá okkur njóta þess öiyggis sem fylgir stóra fyrir- tæki í hagkvæmum viðskiptum og geta treyst á að við verðum ennþá til eftir 100 ár og þá fær um að fjárfesta fé þeirra og greiða þeim lífeyri. Hins vegar era lög í Bretlandi sem tryggja eigendum lífeyrissparnaðar 90% af eign sinni ef allt annað bregst. Árangur Lítið bara á árangur Sun Life í nærri 190 ár. Hinir nútímalegu ein- ingatengdu sjóðir voru stofnaðir fyr- ir 22 árum og árangurinn blasir við, fjöldi verðlauna ár eftir ár. Takið til dæmis Dreifða sjóðinn okkar sem hefur fengið Micropal verðlaun St- andard & Poors fyrirtækisins nærri því hvert ár á þessum áratug og hef- ur skilað árlegri ávöxtun sem nemur hvorki meira né minna en 14,1% á ári frá því að sjóðurinn var stofnað- ur, 1. júlí 1979. (Tölur um árangur eins og 1.3.’99 miða við að nettó tekjur séu endurfjárfestar. Fyrri ár- angur af fjárfestingum er ekki nauð- synlega ávísun á árangur í framtíð- inni. Verð á einingum sem endur- spegla virði fjárfestinga getur jafnt hækkað sem lækkað og er ekki tryggt.) Þjónusta Góð frammistaða um allan heim og góð stjórnun þeirrar þjónustu sem við veitum kostar peninga. Full- komin og ábyggileg tækni er ekki ódýr og sama á við um bestu sér- fræðinga í fjárfestingum og alla aðra fagmenn sem starfa hjá trygginga- fyrirtæki nútímans. Þetta kostar allt peninga en er nauðsynlegt í vel reknu fyrirtæki. Enginn myndi setja lífeyrisspamað sinn í hendurnar á fyrirtæki sem hefði ekki rétta fólkið, búnaðinn og stjómunina. Einnig þarf að greiða miðluranum á Islandi sem veita þjónustu þar. Þegar allt er til tekið höfum við mikið að bjóða. Tölurnar segja ekki allt. Kynnið ykkur málið hjá sjálf- stæðum vátryggingamiðlurum á Is- landi áður en þið takið ákvörðun. Höfundur er nwrkaðsstjóri Axa Sun Life Intemational plc.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.