Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 76
7
76 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
tNtattwiMhWp
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Krínglunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Af miðlægnm gagna-
grunm
Frá Áma Bjömssyni:
ÞEGAR skammt er til kosninga
grípa blessaðir stjómmálamennimir
hvert hálmstrá sem verða mætti til að
hressa við dvínandi fylgi. Eitt síðasta
stráið var loforð heilbrigðisráðherr-
ans okkar um 2-300 störf í dreifbýl-
inu við gerð óskabamsins hennar og
forstjóra Isl. erfðagreiningar, „Mið-
lægs gagnagrunns á heilbrigðissviði“.
Fundin er aðferð til að stuðla að jafn-
vægi í byggð landsins, sem er að ráða
íbúa dreifbýlisins, einkum þá sem
hafa brottfararþanka, til að lesa hver
annars sjúkraskrár og færa upplýs-
ingamar inn í miðlæga gagnagrunn-
inn. Hugmyndin er bráðsnjöll svo
sem höfundunum sæmir og utanríkis-
ráðherrann hefur þegar gripið hana
fegins hendi eftir síðustu skoðana-
könnun í kjördæmi hans. En af því að
greinarhöfúndur er ekki viss um að
menn hafí svona almennt áttað sig á
því hversu snjöll hugmyndin er lang-
ar hann til að bregða á hana frekara
Ijósi. Hér er um að ræða létt,
skemmtileg og væntanlega vel launuð
störf, sem veita tækifæri til að kynn-
ast þáttum úr lífi sveitunga, granna,
vina og ættingja, sem a.m.k. sumir
hafa ekld verið sérlega útbærir á upp-
lýsingar um. Auðvitað yrðu upplýs-
ingaleitendumir bundnir þagnarheiti
en það er alltaf hægt að tala í líking-
um í saumaklúbbum og kvöldboðum
og svo verður þetta allt dulkóðað,
þegar það er komið í grunninn. En
hugmyndin er ekki aðeins áhugaverð
fyrir þann sem tekur verkið að sér
heldur einnig fyrir vinnuveitandann,
sem er að leita að upplýsingum, og
forstjórinn hefur sagt að upplýsing-
ar, og enn meiri upplýsingar, geti
aldrei verið nema af hinu góða. Því er
nefnilega þannig varið í dreifbýlinu,
að menn vita ýmislegt hver um ann-
í héraði
an sem ekki er endilega skráð í
sjúkraskrár. Sumar þessara upplýs-
inga gætu verið gagnlegar fyrir mið-
læga gagnagrunninn. Hægt væri að
borga aukagreiðslur fyrir upplýsing-
ar, sem væm utan sjúkraskráa, og
þannig gætu upplýsingasafnarar
drýgt tekjumar. Meginvandinn sem
höfundur sér við framkvæmd þessar-
ar snjöllu hugmyndar er valið á skrá-
setjurunum. Þetta yrði að vera
grandvart fólk og þó hæfilega upp-
lýsingaglatt, því upplýsingamagnið
er undirstaða þess að íslenski gagna-
grunnurinn megi nýtast deCode
Genetics til fjáröflunar og þjóðum
heimsins til frelsunar frá böli sjúk-
dóma og jafnvel dauðanum sjálfum.
Best væri að þetta væra hreinrækt-
aðir Islendingar, afkomendur víkinga
og bænda. Menntun á heilbrigðis-
sviði, eða a.m.k. nasasjón, er gagnleg
en ef ekki væri nægilegt framboð af
slíku fólki mætti stofna til skyndi-
námskeiða fyrir gagnagranns-mat-
ara, sem gæfu héraðsbundin réttindi,
en það mundi stuðla að sveitarfestu.
Störfin mundu líka stuðla að auknum
mannlegum samskiptum. I strjálbýl-
inu mundi vakna lffleg umræða um
það hvaða upplýsingar gagnagranns-
mataramir settu í granninn og um
hverja. Þá mætti stofna til viðskipta
með upplýsingamar við matarana
um að þeir settu þetta en ekki hitt
um þennan eða hinn í gagnagrann-
inn. Möguleikamir era endalausir og
líklega er hér á ferðinni gagn-
merkasta framlag til að stuðla að
jafnvægi í byggð landsins sem séð
hefur dagsins ljós um árabil. Megi ís-
lenska þjóðin njóta snilli heilbrigðis-
ráðherra vors og forstjóra Islenskrar
erfðagreiningar um ókomin ár.
ÁRNI BJÖRNSSON,
fv. yfirlæknir.
Islendingar dagsins
Auðuni Braga Sveinssyni:
FYRIR alllöngu gat ég um bók eina
hér í blaðinu, sem út kom hjá Vöku-
Helgafelli 1994, og prentuð hefur
verið a.m.k. tvívegis síðan. Bókin
heitir Dagar íslands og er tekin
saman af Jónasi Ragnarssyni. Þarna
er getið um helstu atburði íslands-
sögunnar í tímaröð, við alla daga árs-
ins. Þetta er brautryðjandaverk og
allra góðra gjalda vert, enda notfæra
sér fjölmiðlar greinilega þessa vit-
neskju.
í fyrra (1998) sendi Vaka-Helga-
fell frá sér bók með líku fyrirkomu-
lagi og fyrr er frá greint, en nú era
það þekktir íslendingar sem fylla
síður hennar. Hún er tekin saman af
Jónasi Ragnarssyni og ber heitið Is-
lendingar dagsins. I raun er hér um
afmælisdagabók að ræða. Við hvern
dag era nefndir fimm þekktir íslend-
ingar, í aldursröð, tveir á hverri síðu.
Eftir einn þessara manna eru síðan
tilfærð ummæli, annaðhvort í
bundnu eða óbundnu máli. Sum era
fræg, eins og eftir Halldór Laxness:
„Sannleikurinn er ekki í bókum, og
ekki einu sinni í góðum bókum, held-
ur í mönnum sem hafa gott hjarta-
lag.“
Auðvitað er umdeilanlegt, hver
eigi að velja, þegar tilgreina skal
þekkta íslendinga í rit sem þetta.
Við 3. apríl era tilnefndir, eftir aldri:
Sveinn Hannesson skáld frá Elivog-
um (1889), Bergsveinn Skúlason rit-
höfundur (1899), Nína Sveinsdóttir
leikkona (1899), Eiríkur Guðnason
seðlabankastjóri (1945) og Einar
Sveinsson framkvæmdastjóri (1948).
Og þarna era eftirfarandi Ijóðlínm-
eftir Svein, síðari hluti vísu:
Ást, von trú og ánægjan
aldrei snúi við þér baki.
Þetta er nefnt sem dæmi um efnis-
tök þessarar bókar. Mér finnst hún
vera hinn mesti kjörgripur og vænt-
anlega er hún það mörgum, ekki síst
þeim sem áhuga hafa á persónusögu
og snjöllum tilvitnunum.
Þá má nefna, að framan við hvern
mánuð era rithandarsýnishom eigin-
nafna nokkurra þeirra, sem afmæli
eiga í mánuðinum. Nokkur skrifa
ljómandi vel. En því miður era sum
nöfn ekki jafn glæsilega rituð. Þau,
sem rita góða rithönd, teljast ótví-
rætt: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum
forseti; Vilborg Dagbjartsdóttir, rit-
höfundur; Freysteinn Gunnarsson,
skólastjóri; Þórbergur Þórðarson,
rithöfundur, og Armann Kr. Einars-
son, rithöfundur. Mörg fleiri mætti
að sjálfsögðu nefna, en þetta læt ég
nægja að sinni. - Ég þakka þessa
ágætu bók.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.