Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 76
7 76 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand tNtattwiMhWp BRÉF TIL BLAÐSINS Krínglunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Af miðlægnm gagna- grunm Frá Áma Bjömssyni: ÞEGAR skammt er til kosninga grípa blessaðir stjómmálamennimir hvert hálmstrá sem verða mætti til að hressa við dvínandi fylgi. Eitt síðasta stráið var loforð heilbrigðisráðherr- ans okkar um 2-300 störf í dreifbýl- inu við gerð óskabamsins hennar og forstjóra Isl. erfðagreiningar, „Mið- lægs gagnagrunns á heilbrigðissviði“. Fundin er aðferð til að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins, sem er að ráða íbúa dreifbýlisins, einkum þá sem hafa brottfararþanka, til að lesa hver annars sjúkraskrár og færa upplýs- ingamar inn í miðlæga gagnagrunn- inn. Hugmyndin er bráðsnjöll svo sem höfundunum sæmir og utanríkis- ráðherrann hefur þegar gripið hana fegins hendi eftir síðustu skoðana- könnun í kjördæmi hans. En af því að greinarhöfúndur er ekki viss um að menn hafí svona almennt áttað sig á því hversu snjöll hugmyndin er lang- ar hann til að bregða á hana frekara Ijósi. Hér er um að ræða létt, skemmtileg og væntanlega vel launuð störf, sem veita tækifæri til að kynn- ast þáttum úr lífi sveitunga, granna, vina og ættingja, sem a.m.k. sumir hafa ekld verið sérlega útbærir á upp- lýsingar um. Auðvitað yrðu upplýs- ingaleitendumir bundnir þagnarheiti en það er alltaf hægt að tala í líking- um í saumaklúbbum og kvöldboðum og svo verður þetta allt dulkóðað, þegar það er komið í grunninn. En hugmyndin er ekki aðeins áhugaverð fyrir þann sem tekur verkið að sér heldur einnig fyrir vinnuveitandann, sem er að leita að upplýsingum, og forstjórinn hefur sagt að upplýsing- ar, og enn meiri upplýsingar, geti aldrei verið nema af hinu góða. Því er nefnilega þannig varið í dreifbýlinu, að menn vita ýmislegt hver um ann- í héraði an sem ekki er endilega skráð í sjúkraskrár. Sumar þessara upplýs- inga gætu verið gagnlegar fyrir mið- læga gagnagrunninn. Hægt væri að borga aukagreiðslur fyrir upplýsing- ar, sem væm utan sjúkraskráa, og þannig gætu upplýsingasafnarar drýgt tekjumar. Meginvandinn sem höfundur sér við framkvæmd þessar- ar snjöllu hugmyndar er valið á skrá- setjurunum. Þetta yrði að vera grandvart fólk og þó hæfilega upp- lýsingaglatt, því upplýsingamagnið er undirstaða þess að íslenski gagna- grunnurinn megi nýtast deCode Genetics til fjáröflunar og þjóðum heimsins til frelsunar frá böli sjúk- dóma og jafnvel dauðanum sjálfum. Best væri að þetta væra hreinrækt- aðir Islendingar, afkomendur víkinga og bænda. Menntun á heilbrigðis- sviði, eða a.m.k. nasasjón, er gagnleg en ef ekki væri nægilegt framboð af slíku fólki mætti stofna til skyndi- námskeiða fyrir gagnagranns-mat- ara, sem gæfu héraðsbundin réttindi, en það mundi stuðla að sveitarfestu. Störfin mundu líka stuðla að auknum mannlegum samskiptum. I strjálbýl- inu mundi vakna lffleg umræða um það hvaða upplýsingar gagnagranns- mataramir settu í granninn og um hverja. Þá mætti stofna til viðskipta með upplýsingamar við matarana um að þeir settu þetta en ekki hitt um þennan eða hinn í gagnagrann- inn. Möguleikamir era endalausir og líklega er hér á ferðinni gagn- merkasta framlag til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins sem séð hefur dagsins ljós um árabil. Megi ís- lenska þjóðin njóta snilli heilbrigðis- ráðherra vors og forstjóra Islenskrar erfðagreiningar um ókomin ár. ÁRNI BJÖRNSSON, fv. yfirlæknir. Islendingar dagsins Auðuni Braga Sveinssyni: FYRIR alllöngu gat ég um bók eina hér í blaðinu, sem út kom hjá Vöku- Helgafelli 1994, og prentuð hefur verið a.m.k. tvívegis síðan. Bókin heitir Dagar íslands og er tekin saman af Jónasi Ragnarssyni. Þarna er getið um helstu atburði íslands- sögunnar í tímaröð, við alla daga árs- ins. Þetta er brautryðjandaverk og allra góðra gjalda vert, enda notfæra sér fjölmiðlar greinilega þessa vit- neskju. í fyrra (1998) sendi Vaka-Helga- fell frá sér bók með líku fyrirkomu- lagi og fyrr er frá greint, en nú era það þekktir íslendingar sem fylla síður hennar. Hún er tekin saman af Jónasi Ragnarssyni og ber heitið Is- lendingar dagsins. I raun er hér um afmælisdagabók að ræða. Við hvern dag era nefndir fimm þekktir íslend- ingar, í aldursröð, tveir á hverri síðu. Eftir einn þessara manna eru síðan tilfærð ummæli, annaðhvort í bundnu eða óbundnu máli. Sum era fræg, eins og eftir Halldór Laxness: „Sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, held- ur í mönnum sem hafa gott hjarta- lag.“ Auðvitað er umdeilanlegt, hver eigi að velja, þegar tilgreina skal þekkta íslendinga í rit sem þetta. Við 3. apríl era tilnefndir, eftir aldri: Sveinn Hannesson skáld frá Elivog- um (1889), Bergsveinn Skúlason rit- höfundur (1899), Nína Sveinsdóttir leikkona (1899), Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri (1945) og Einar Sveinsson framkvæmdastjóri (1948). Og þarna era eftirfarandi Ijóðlínm- eftir Svein, síðari hluti vísu: Ást, von trú og ánægjan aldrei snúi við þér baki. Þetta er nefnt sem dæmi um efnis- tök þessarar bókar. Mér finnst hún vera hinn mesti kjörgripur og vænt- anlega er hún það mörgum, ekki síst þeim sem áhuga hafa á persónusögu og snjöllum tilvitnunum. Þá má nefna, að framan við hvern mánuð era rithandarsýnishom eigin- nafna nokkurra þeirra, sem afmæli eiga í mánuðinum. Nokkur skrifa ljómandi vel. En því miður era sum nöfn ekki jafn glæsilega rituð. Þau, sem rita góða rithönd, teljast ótví- rætt: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti; Vilborg Dagbjartsdóttir, rit- höfundur; Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri; Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, og Armann Kr. Einars- son, rithöfundur. Mörg fleiri mætti að sjálfsögðu nefna, en þetta læt ég nægja að sinni. - Ég þakka þessa ágætu bók. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.