Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 257. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norður-Irland Búist við sam- komu- lagi Belfast. AP, Reuters, The Daily Telegraph. VONIR voru í gær bundnar við að senn drægi til tíðinda í viðræðum lýðveldissinna og sambandssinna á Norður-írlandi. Viðræður hafa und- anfarið staðið yfir í Stormont-kast- ala, í útjaðri Belfast, þar sem hermt er að tillögur liggi nú á borðinu sem leyst geti afvopnunardeiluna svokölluðu. Haft var eftir samninga- mönnum í gær að Irski lýðveldisher- inn (IRA) hefði lagt fram yfirlýsingu en efni hennar hefur ekki verið gert opinbert. Samningamenn sambands- sinna vöruðu þó við of mikilli bjart- sýni á að lausn deilunnar væri í sjón- máli. Einnig var hermt að yfirlýs- ingin gengi ekki nógu langt í að mæta kröfum hinna síðastnefndu. Sambandssinnar hafa neitað að halda áfram framkvæmd friðarsam- komulagsins frá 1998 þar til IRA hefji afvopnun. Vegna þessa hefur Reuters Leiðtogi Sinn Fein, Gerry Ad- ams, og aðalsamningamaður flokksins, Martin McGuinness, við Stormont-kastala í gær. dregist að mynda héraðsstjórn fyrir Norður-írland sem meðal annars fólst í samkomulaginu. Samkvæmt samkomulaginu átti afvopnun að vera lokið í maí á næsta ári en ekki var þar að finna ákvæði um hvenær afvopnun ætti að hefjast. Orðrómur hefur um hríð verið á kreiki þess efnis að George Mitcheli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og opinber sátta- semjari í deilunni, hafi lagt fram til- lögur sem geti höggvið á þann hnút sem viðræður hafa verið í. Hefur jafn- fi-amt verið búist við yfirlýsingum frá samningsaðilum þar sem fram kæmi ný tímaáætlun fyrir friðarferlið. Nawaz Sharif ákærður fyrir iandráð yfír höfði sér dauðadóm HERSTJÓRNIN í Pakistan hefur lagt frá ákærur á hendur Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem hugsanlega geta leitt til dauðadóms yfir honum. Sharif og sjö aðrir, fyrrverandi ráðgjafar hans og embættismenn ríkisins, eru meðal annars sakaðii' um landráð og mann- rán. Forsætisráðherrann fyrrver- andi hefur verið í stofufangelsi síðan valdarán var framið í Pakistan í síð- asta mánuði undir stjóm Pervaiz Musharrafs hershöfðingja. Ákæruatriði snerta meðal annars atvik sem átti sér stað 12. október, sama dag og valdarán hersins átti sér stað, þegar farþegaþotu með Musharraf innanborðs var neitað um lendingarleyfi á flugvellinum í Karachi. Flugvélin átti aðeins eftir eldsneytisbirgðir til að halda sér á lofti í 10 mínútur. Musharraf hefur sakað Sharif um að hafa reynt að ráða sig af dögum og að stefna lífi meira en 200 farþega þotunnar í hættu. Fyrstu upplýsingar af flugrita EgyptAir-farþegaþotunnar Þotunni hugsan- lega stýrt niður Washington, Rhode Island. AP, Reuters. KOMIÐ hefur í ljós að annar flug- riti egypsku breiðþotunnar sem hrapaði í sjóinn við strönd Massachusetts er lítt skaddaður og hægt verður að nota upplýsingar úr honum. Vonast menn þá til þess að hægt verði að finna orsakir slyssins. I „svarta kassanum" sem bjargað var úr flakinu á hafsbotni er flugriti með gögnum um flugið. I hinum eru upptökur með samtölum flugmanna en sá kassi hefur enn ekki fundist. Jim Hall, forstjóri Samgönguör- yggisstofnunar Bandaríkjanna, NTSB, upplýsti í gærkvöldi að ekk- ert benti til þess að knývendar þot- unnar hefðu farið af stað og valdið slysinu. Hann sagði að bráðabirgða- niðurstöður rannsóknarinnar á flug- ritanum bentu til þess að sjálfstýr- ing vélarinnar hefði verið tekin úr sambandi og átta sekúndum síðai’ virtist sem þotunni hefði verið stýrt niður á við, úr 33.000 fetum í 19.000 fet. Eftir er að greina hvað gerðist á næstu 5-10 sekúndum en Hall bætti við að svo virtist sem vélin hefði ekki náð hljóðhraða á leiðinni niður eins og talið hefur verið. Að sögn Halls er um að ræða upplýsingar um flughraða, hæð, stöðu eldsneytisgjafa og aflstOlingu hreyfla. Hann taldi mögulegt að flugritinn gæti sýnt hvað gerst hefði síðustu mínútumar og sekúndumar áður en þotan hrapaði. Notaðir eru fjarstýrðir kafbátar við leitina að svörtu kössunum. Em þeir á stærð við lítinn sendibíl, bún- ir upptökuvélum og ljóskösturum auk langra griparma til að leita í flakinu. Svörtu kassamir em í reynd appelsínugulir að lit, um 50 sentimetrar að lengd og vega um átta kíló. Reuters Ráðamenn í Indónesfu hafa áhygg;iur af aðskilnaðarsinnum Óttast upplausn ríkisins Jakarta. AP, Reuters. ÞINGMENN í Indónesíu lýstu sig í gær andvíga því að Aceh-hérað fengi sjálfstæði. A sama tíma hafnar leiðtogi aðskilnaðarsinna öllum samningaviðræðum við stjórn Indónesíu er feli í sér aðra lausn. Amien Rais, forseti Þjóðai-ráðsins (MPR), æðstu valdastofnunar Indónesíu, varaði við þvi að yrði héraðinu leyft að lýsa yfir sjálfstæði blasti við upplausn ríkisins. Forseti löggjafarþings landsins (DPR), Ak- bar Tandjung, sagðist alfarið mót- fallinn því að íbúar Aceh-héraðs fengju að greiða atkvæði um fram- tíð héraðsins í allsherjaratkvæða- greiðslu. Haft er eftir einum leið- FlllPPSEYJAR llrian Jayal ■mm I N D Ó N :E S í A. | Aceh | .. Jakarta 1.000 km ÁSTRALlA toga aðskilnaðarsinna í Aceh-hér- aði, að vopnaðri baráttu gegn yfir- ráðum Indónesa verði haldið áfram þar til fullt sjálfstæði fáist. Forseti Indónesíu, Abdurrahman Wahid, hitti í gær nokkra af æðstu ráðamönnum landsins til að ráðfæra sig við þá um hvað gera skuli í mál- efnum Aceh-héraðs. Forsetinn hefur skipað ráðherra mannréttindamála, Hazballah Saad, að heimsækja hér- aðið og hefur ákveðið að hraða lög- gjöf sem veiti héruðum innan indónesíska ríkisins aukna sjálf- stjórn. Innanríkisráðherra landsins, Wiranto hershöfðingi, sagði frétta- mönnum í gær að forsetinn hefði skipað Saad, sem er frá Aceh-hér- aði, að ræða við forystumenn Aceh- búa um áform þeirra. Wahid hefur tilkynnt að hann hyggist sjálfur heimsækja Aceh- hérað ásamt varaforsetanum, Megawati Sukamoputri, að lokinni heimsókn sinni til Japans og Banda- ríkjanna í næstu viku. fbúar Irian Jaya-héraðs vilja sjálfstæði I gær lýsti samkoma íbúa í Irian Jaya-héraði, sem er austasti hluti Indónesíu, því yfir að í undirbúningi væri fjöldasamkoma á föstudag þar sem þess yrði krafist að héraðið fengi sjálfstæði. Irian Jaya-hérað nær yfii’ vestari helming eyjunnar Bomeo, en ríkið Papúa Nýja-Gínea er á eystii helmingi eyjunnar. Aðskilnaðarsinn- ar hafa iengi barist fyrir sjálfstæði héraðsins en þar eru mildar náttúru- auðlindir, t.d. eðalmálmar í jörð. Páfi sagður heilsuveill JÓHANNES Páll II páfi blessaði í gær fólk sem safnast hafði saman á Péturstorginu í Róm. Páfi, sem á myndinni sést koma til Italíu úr þriggja daga ferð til Indlands og Georgíu, er sagður hafa virst bæði þreyttur og veikburða. Ráðgert hafði verið að páfi fengi að hvflast eftir ferðalagið en hann mun hafa verið ákveðinn í að víkja ekki frá þeirri veiyu sinni að ávarpa mannfjölda á Péturstorginu á miðvikudögum. En í stað þess að ávarpa fólkið af svölum Vatíkansins talaði hann til þess út um glugga á íbúð sinni. Þrátt fyrir að vera þjáður af Parkinsons-veiki hyggur páfi á mikil ferðalög á næsta ári til að fagna árþúsundamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.