Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 51 H heldur heilt fræðasvið sem er ís- lensk myndlist. Þú bjóst yfir mikl- um fróðleik um myndlist almennt og sem áhugamaður hafðir þú ein- staka yfirsýn. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Kristínu, Ársæli, Ásdísi og fjöl- skyldum þeirra. Rakel Pétursdóttir. í okkar huga hafa Jalli og Kiddý alltaf verið eitt. Það er erfitt að hugsa sér að þau skuli ekki vera það lengur. Áratugum saman hafa þau verið hluti af vina- hópi sem hefur átt ógleymanlegar gleðistundir og nú kveður sorgin dyra hjá þessum samheldna hópi. Jarl Jónsson var sérstakur maður. Hann valdi sér endurskoð- un sem lífsstarf og vissulega gegndi hann því með prýði. En hann var fyrst og fremst fagur- keri, lífskúnstner, eins og sagt hefur verið. Hann minnti á suð- rænan aðalsmann í framgöngu, háttvísi var honum í blóð borin. Fyrir kom að hann var ávarpaður á erlendum tungumálum á veit- ingastöðum höfuðborgarinnar. Hann ólst upp á miklu menningar- heimili þar sem margir helstu listamenn þjóðarinnar gengu um stofur og hann drakk í sig viðhorf þeirra. Þótt hann fetaði ekki í fót- spor föður síns í myndlistinni leyndi sér ekki að hann hafði erft listfengi foreldranna, um það bera til dæmis vott allar fallegu bæk- urnar sem hann batt inn og sem prýða heimilið, og þeir fjölmörgu listmunir sem þau hjón eignuðust. Jarl var stoltur af uppruna sínum, og mátti vera það. Jón Þorleifsson var einn af okkar fremstu málur- um og móðir hans, Rakel Péturs- dóttir, sat ekki auðum höndum á meðan bóndi hennar skóp lista- verkin. Meðal annars ræktaði hún lín á Bessastaðatúni. Ég minnist þess hve stoltur Jarl var að geta gefið Vigdísi forseta á góðri stundu dúk sem var ofínn úr þessu líni. Heimsóknir til Jalla og Kiddýar voru hátíðastundir. Það var hægt að gleyma sér tímunum saman og spjalla við þau, hlusta á sögur þeirra úr borginni sem var. Þau kunnu ógrynni af slíkum sögum og sögðu þær á græskulausan hátt. En listir og menningarmál voru þeim svo hugleikin að ávallt barst talið að slíkum hlutum. Nú er hann horfinn. Eftir er skarð sem ekki verður fyllt. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir að hafa kynnst honum og átt hann að vini. Kiddý og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Árnadóttir og Magnús Bjarnfreðsson. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. f mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyiir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ÁRMANN ÁRNASON tÁrmann Árna- son fæddist á Breiðumýri í Vopnafírði 2. júlí 1910. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð 14. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vopnafjarðar- kirkju 23. október. __ Afi minn og nafni Armann Amason er lagður upp í sína loka- ferð tæplega níræður að aldri. Eg átti því láni að fagna að vera hjá honum og ömmu í Vopnafirði nokkur sumur þegar ég var að alast upp. Þá voru þau flutt inn í þorp en höfðu búið mestan sinn búskap eða um 30 ár á Leifsstöðum þar sem afi byggði upp. Það er mjög sterkt í minning- unni hvað hugur afa var alltaf bundinn Leifsstöðum og oft talaði hann um sveitina við mig sem mér kom einkennilega fyrir sjónir því mér fannst ég vera í sveitinni þeg- ar ég var kominn í þorpið. Lengst af var afi með kindur og var ég með honum við sauðburð og hey- skap. Afi vann líka í sláturhúsinu og fékk ég oft að fylgja honum eftir þar. Ég fann til mín og vék varla frá hlið hans enda fannst mér ég vera hans hægri hönd á þeim víg- stöðvum. Þetta voru spennandi tímar fyrir ungan strák og alltaf eitthvað nýtt að sjá og fræðast. Afa var það eðlilegur hlutur að ég fengi innsýn í sem flesta þætti þess sam- félags sem hann átti rætur sínar í og fyrir það er ég þakklátur. Afi var stór og myndarlegur maður, alltaf snyrtilegur og vel til hafður. Ég man ekki þann dag á meðan ég dvaldi hjá þeim afa og ömmu að ég heyrði ekki suðið í rakvélinni hans. Hann var rólynd- ur og skapgóður og aldrei hastaði hann á mig þó oft hafi verið ástæða til heldur ræddi hann málin og lét mér finnast ég vera jafningi hans. Þetta voru góðir tímar fyrir fyrirferðarmikinn strák sem gat fengið útrás við almenn störf, fékk að gera sín mis- tök og læra af þeim. Afi og amma voru góð saman. Hún glað- vær og ræðin, hann rólegur og jafnlyndur. Það var enda oft gest- kvæmt hjá afa og ömmu. Ég man eftir einstæðingum sem oft sátu við matborðið með okkur og þótti það svo sjálf- sagt að um það var aldrei talað. Einum manni man ég sérstaklega vel eftir sem oft kom til afa og ömmu enda fylgdi komu hans mikil spenna. Það var Runólfur sem fór um sveitina með strigapoka og seldi sælgæti. Afi og amma voru fastir viðskiptavinir sem ég og fleiri barnabörn sem voru hjá þeim um lengri eða skemmri tíma nutum góðs af í ríkum mæli. Fjarlægð og erill dagsins undan- farin ár ollu því að heimsóknirnar til afa og ömmu urðu strjálli en ég hefði kosið. Ég fór og heimsótti þau síðastliðið vor og átti mínar síðustu samverustundir með afa. Hann var þá orðinn lasinn og þreyttur eftir langan og farsælan vinnudag. Elsku amma, ég og fjölskylda mín hugsum til þín. Afa minn kveð ég með þakklæti og virðingu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hinjjúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- isteigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingbj. Sig.) Minningin um góðan mann lifir. Ármann Þór Sigurvinsson. BJARNIH. GUÐMUNDSSON Bjarni H. Guð- mundsson var fæddur í Örnólfsdal í Þverárhlíð í Borg- arfírði 18. júlí 1916. Hann lést á Land- spítalanum 27. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingveldur Kristjánsdóttir og Guðmundur Hall- grímsson. Eiginkona Bjarna var Hulda María Karlsdóttir, f. 14. mars 1919, d. 1. mars 1992. Börn Bjarna og Huldu Maríu eru Ingveldur Lilja, Fríða og Guðbjörn Bjarni. Hann átti einn son fyrir, Inga Þór. Útför Bjarna fór fram frá Keflavíkurkirkju 5. nóvember. Elsku afi. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa til þín. Þú hefur alltaf verið svo stór þáttur í lífi mínu og þess vegna er svo sárt að missa þig. En öll þurfum við að deyja að lokum og þú varst orðinn svo þreyttur. Það var alltaf gaman að koma til afa og ömmu. Þið tókuð alltaf jafn vel á móti manni. Ég man þegar ég var stelpa og þið áttuð hjólhýsið á Laugarvatni. Þá fékk maður oft að koma með. Þá fórum við öll saman í stóra „græna drekann“ því yfir- leitt tókuð þið nokkur barnabörn með og við keyrðum austur fyrir fjall syngjandi og trallandi. Þegar þangað var komið var tekið til við að spila, elda góðan mat og bara hafa það gott. Já, manni leið alltaf svo vel í kring- um þig og hana ömmu, þið höfðuð alltaf tíma fyrir mann. Þess vegna var svo gott að koma í heim- sókn til ykkar. Svo eftir að amma dó þá komst þú á hverjum morgni í kaffi til mín. Þú hafðir nú gaman af því þegar yngri sonur minn, þá ekki nema eins árs gamall, fór að heimta kaffibolla eins og langafi, og þarna sátuð þið tveir á morgn- ana, hann með nokkra dropa í sín- um bolla, og þið sötruðuð kaffi og spjölluðuð saman um heima og geima. Svo kom að því að þú gast ekki lengur farið ferða þinna sjálfur. Það var þér erfitt að geta ekki lengur farið bryggjurúntinn á vol- vóinum þínum. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, það eru ákveðin forréttindi að eiga svona náinn og góðan afa eins og þig, en nú hugga ég mig við það að þú sért kominn til hennar ömmu og ég veit að þér líður vel. Þín Hulda María. RÓSA KARITAS EYJÓLFSDÓTTIR % + Rósa Karitas Eyjólfsdóttir var fædd í Berg- mannshúsi í Hafn- arfirði 18. júní 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. oktþber síðastliðinn. Utför Rósu fór fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 4. nóvember sl. Elsku amma, ekki hefði okkur dottið í hug í sumar þegar þú hélst upp á áttræðisafmælið þitt að það ætti eftir að vera þinn síðasti afmælis- dagur. Þú varst svo glöð og ánægð með hvemig tekist hafði til með allt saman og hversu margir höfðu mætt. Veikindin sem tóku þig komu frekar snögglega og unnu hratt á þér en maður getur huggað sig við það að þér líður betur núna og ert örugglega búin að hitta afa þama hinumegin. Nú líður senn að jólum og þá á maður eftir að sakna þess að fara ekld til ömmu á Brekkó á jóladag og fá góða matinn hennar og hitta allt fólkið. Þetta hefur verið fastur liður á jólunum svo lengi sem við munum eftir okkur utan ein jól þegar við fluttumst til Danmerkur en þá komu þú og afi bara til okkar og hélduð upp á jólin með okkur þar. Annars var sama hvenær mað- ur kom á Brekkustíginn, alltaf var verið að reyna að láta mann borða eitthvað. Þér þótti við lengi vel grennri en góðu hófi gegndi, þó að sum okkar séu nú vaxin upp úr því í dag, og varst endalaust að reyna að freista okkar með einhverjum kræs- ingum. Það era margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann sem ekki gefst pláss til að telja upp allar saman en við viljum kveðja þig með þessu ljóði. Svo er því farið: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Hvíl í friði, elsku amma. Guðrún Helga, Lilja Björg og Sigurður Árni Þórðarbörn. Mig langar til að kveðja þig, kæra vin- kona, með örfáum orð- um. Kynni okkar hófust fyrir fimmtíu árum þeg- ar þú og dóttir þín, hún Sísí, komuð fyrst til Djúpuvíkur að heim- sæþja Inga, eiginmann þinn, sem þá var starf- andi við síldarverk- smiðjuna á staðnum. Verksmiðjan var þá að verða verkefnalaus því síldin var að hverfa úr flóanum án þess svo mikið sem að kveðja. Þetta mannvirki sem reist hafði verið af stórhuga mönnum átti sér enga framtíð, en það vissum við ekki þá, heldur trúðum því að silfur hafsins birtist á ný. Ingi og Sveinn, maðurinn minn, höfðu orðið ágætis vinir og því þótti sjálfsagt að ég hefði ykkur mæðgumar í fæði þar sem engin greiðasala var á staðnum. Þannig hófust okkar kynni sem hafa staðið æ síðan með smá hléum, en alltaf höf- um við vitað hvor af annarri. Þú þessi stórglæsilega borgardama settir svip þinn á þennan litla stað, sem okkur fannst í þá daga vera nafli alheims- ins. Ef við þurftum seinna meir að bregða okkur til erinda í höfuðborg- inni eftir að þið voruð farin suður, stóð heimili ykkar að Karlagötu okk- ur alltaf opið og móttökumar vora konunglegar. Eftir að við urðum svo einar varð vinskapurinn traustari og við fundum huggun og gleði í félagsskap hvor annarrar. Það kom oftar í þinn hlut að heimsækja mig, enda driftin og dugnaðurinn alltaf tíl staðar hjá þér og heilsan betri. Þú settir það ekki t fyrir þig að koma í öllum veðrum í strætisvagni þótt þú þyrftir að taka tvo, ávallt færandi hendi með bakk- elsi úr bakaríinu eða annað góðgæti. Er þú birtist sópaði af þér, glæsilega klædd í eitthvert fíneríið sem þú hafðir keypt á erlendri grund, en þú áttir því láni að fagna að geta ferðast. En vegna heilsu minnar hin síðari ár kom oft í þinn hlut að sjá um kaffið eða elda matinn og vaska síðan upp eftir okkur og stundum fleiri. Þessar heimsóknir þínar vora mér ákaflega mikils virði og báru vott um um- hyggju þína og vináttu. Nú er komið að kveðjustund í bili, hver veit hvenær við hittumst á ný. Hvíl í friði, mín kæra. Fjölskyldu Rósu votta ég innilega samúð mína. Emma Magnúsdóttir. JÚLÍUS SIGURÐSSON + Júlíus Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1946. Hann lést 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 2. nóvember. Júlíus Sigurðsson er látinn langt um aldur fram eftir árslanga baráttu við illvígan sjúkdóm. Mér finnst eins og stórt skarð sé höggvið í raðir okkar starfsmanna hjá Sindra. Svo skipaðist að er ég hóf störf hjá Sindra árið 1996 var Júlíus minn yfirmaður og vil ég nú í nokkram orðum þakka honum vegferðina síð- an. Sem nýjum starfsmanni Sindra var mér vel tekið. Júlíus sýndi strax einstakt viðmót. Viðskipti með málma og stál þekkti Júlíus vel. Hann var réttnefndur viskubrunnur þekkingar um hvaðeina sem viðkom málm- og stáliðnaði jafnt innanlands sem utan. Eiginleikar og hæfni hans við samningagerð vora einstakir hvort sem um var að ræða viðskipti eða deilumál vegna þeirra. Hann fylgdist með því sem gerðist hjá okkur hinum á annarri hæð- inni, leiðbeindi og hvatti. Hann gaf sér - tíma til að ræða mál sem brannu á okkur, gaf okkur heilræði og leiðbeindi. Hvatning og áræði voru einkunnarorð hans. Það var einmitt hvatningin sem vakti okkur hina til dáða þannig að við leituðumst við að gera okkar besta. Fyrir mig sem nýjan starfsmann var Júlíus dyggur stuðn- ingur og hef ég á þessum stutta tíma lært mikið af honum. , Júlíus hafði skapfestu en réttsýni 1 að leiðarljósi. I samskiptum gat hann verið ákveðinn og fastur á sínu. Ég vil þakka Júlíusi gott samstarf og leiðsögn á þeim stutta tíma sem þess naut við. Fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Einar Þór Jónsson. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.