Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 4W
að var á árum þeim þegar þú fórst
að læra karate, fékkst fyrsta bílinn
og stóra mótorhjólið, þegar við rif-
umst og þegar við hlógum. Þegar
þú komst fyrst heim með elskuna
þína, hana Guðrúnu Láru, þá leyndi
sér ekki hversu ástfanginn þú varst
orðinn. A þeim ánim datt mér ekki
í hug að þú ættir eftir að verða
prestur og gifta mig. Ræðuna sem
þú gafst okkur hjónum þann dag
geymi ég í hjarta mínu enda mjög
skemmtileg, einkenndist af sameig-
inlegum áhugamálum og húmor.
Sumarbústaðurinn ykkar á
Söndum, sem var búinn að vera
draumur þinn alveg frá unglingsár-
um, varð að veruleika þegar þið
reistuð hann á Gömlu-Söndum og
alltaf var gaman að heimsækja
ykkur þangað en þú gast bara notið
þess svo stutt að vera þar.
Eg er svo þakklát fyrir að hafa
getað eytt mjög skemmtilegum
degi með ykkur þar nú í september.
Svo borðuðum við kvöldmat hjá
Stínu frænku og horfðum á vídeó
sem þið höfðuð látið gera eftir
gömlum myndum frá réttum og frá
því við vorum börn í sveitinni.
Stundum getur lífið verið svo
miskunnarlaust. Hvaða tilgangur
er með því að lata þig og þína þjást í
rúmlega ár og taka þig svo í blóma
lífsins svo ungan frá eiginkonu og
fjórum ungum bömum? Þér hlýtur
því, elsku vinur, að vera ætlað að
þjóna á æðri stöðum.
Elsku Guðrún mín, þú hefur ver-
ið þvílík hetja allan þennan erfíða
tíma, aldrei vikið frá Einari og stutt
hann af þvílíkri dáð að orð fá ekki
lýst.
Megi Guð gefa þér, Tómasi, Þor-
varði, Kristrúnu og Astrósu styrk á
þessum erfiðu tímum.
Signín frænka á
Hvammstanga.
Kveðja frá organista
og kór Hjallakirkju
Við hið ótímabæra fráfall séra
Kristjáns Einars Þorvarðarsonar
er okkur organista og félögum í kór
Hjallakirkju þakklætið ofarlega í
huga. Þakklæti fyrir hans ljúfa við-
mót og jákvæðu afstöðu til starfs
kórsins. Við stofnun Hjallasóknar
varð, eins og gefur að skilja, að
byggja allt frá granni. Með atorku
sinni og einstakri þrautseigju tókst
sr. Kristjáni að ýta hinu kirkjulega
starfi úr vör og undir hans forystu
hafa unnist margir sigrar á þeim 12
árum, sem Hjallasókn auðnaðist að
fá að njóta starfa hans. Það var
gaman að koma í Hjallakirkju á
sunnudagsmorgnum og mæta
hressilegu viðmóti sr. Kristjáns og
glaðlegu brosi hans. Hann hafði
áhuga og skilning á störfum okkar
og treysti sínum organista og kór-
fólki. Við slíkar aðstæður skapast
góður starfsandi og fólk leggur sig
fram með gleði við að vinna vel.
„Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hefir
sinn tíma,“ segir Predikarinn.
Stund sr. Kristjáns Einars rann
svo alltof fljótt upp. Hann - fullur
áhuga á frekari uppbyggingu safn-
aðarstarfsins, fékk ekki rönd við
reist. Hann hafði hlotið sinn af-
markaða tíma.
En minningu hans heiðrum við,
sem eftir lifum, best með því að
halda áfram því starfi sem okkur
hefur verið trúað fyrir og halda
áfram að „syngja um hans dýrlega
nafn“.
Eiginkonu og börnum sr. Krist-
jáns biðjum við Guðs blessunar og
vottum innilega samúð okkar.
Organisti og kór Hjallakirkju.
Það er þriðjudagur nálægt há-
degi, veturinn er aðeins fai’inn að
minna á sig eftir milda tíð. Sorgar-
fréttir. Séra Kristján Einar Þor-
varðarson lést í morgun. Barátt-
unni er lokið. Hann mun ekki heyja
stríðið annan vetur. Við þessu mátti
búast. En einhvern veginn er eng-
inn viðbúinn.
Hugurinn hvarflar til Guðrúnar
Lára sem hefur staðið sem klettur
við hlið manns síns, líka til barn-
anna. Sorg þeirra hlýtur að vera
mikil. Minningar fara um hugann.
Síðasta símtalið, þegar ljóst virtist
hvert stefndi. Málin rædd af æðra-
leysi. Umhyggja og íýrirhyggja
gagnvart fjölskyldunni í fyrirrúmi.
Annað símtal frá liðnu sumri rifjast
upp. Eg flyt fréttir úr sóknarnefnd-
inni. Nefni áformin sem eru í deigl-
unni, að ljúka framkvæmdum við
kirkjuna á næsta ári og útskýri
fjálglega hvernig við hyggjumst
standa að verkinu og fjármagna
það. Hann bað okkur um að fara
varlega. Við höfðum sýnt gætni við
uppbyggingu í söfnuðinum frá upp-
hafi, gætni sem hafði gert okkur
kleift að byggja upp öflugt safnað-
arstarf í ungum söfnuði. Hann bað
þess lengstra orða að við gleymd-
um okkur nú ekki á lokasprettinum
og færum að steypa okkur í skuldir
sem við ekki réðum við, því ekki
mættum við missa sjónar á mark-
miðinu, að halda uppi öflugu starfi.
Eg útskýrði áform okkar frekar og
reyndi að sannfæra séra Kristján
um að þessi áfangi væri vandlega
undirbúinn, rétt eins og hinir fyrri.
Jú, hann skildi þetta ágætlega. En,
hann hvatti okkur enn og aftur til
að fara varlega.
Þetta er nokkuð lýsandi fyrir
samstarf séra Kristjáns við hina
veraldlegu forastumenn Hjalla-
safnaðar allt frá stofnun hans á ár-
inu 1987. Gætni í fjármálum en
mikill metnaður fyrir starfinu. Séra
Kristján var skipaður sóknarprest-
ur fljótlega eftir stofnun safnaðar-
ins. Hann leiddi söfnuðinn í gegn-
um frambýlingsárin og vann að
uppbyggingu og mótun starfsins.
Kynni okkar hófust fyrri hluta
ársins 1988 þegar ég var kosinn
formaður byggingamefndar
Hjallasóknar. Verkefni hennar var
að standa fyrir kirkjuyggingu.
Nefndin hóf strax undirbúning.
Nokkurt fé átti söfnuðurinn í hand-
raðanum sem hann fékk við skipt-
ingu Digranessafnaðar árið 1987.
Ljóst var að það fé dygði skammt ef
stórt skyldi byggja. Voru sóknar-
nefnd og byggingarnefnd einhuga
um að steypa söfnuðinum ekki í
skuldafen. Einhugur var um að
starfið í söfnuðinum skyldi sitja í
fyrirrúmi. Því skyldi byggingará-
formum stillt í hóf. Samt var sr.
Kristján stundum áhyggjufullur.
Hann hafði áhyggjur af því að
starfið gyldi þessara umsvifa. Vissi
of mörg dæmi þess. Margt var rætt
og skoðað. Meðal annars hugsan-
legt samstarf við nágrannasöfnuð
um byggingu sameiginlegrar
kirkju. Hann hvatti til viðræðna.
Hann sá hagræði og margvíslega
möguleika í samstarfi. Ekki varð
það niðurstaðan og enn var brýnd
fyrir mönnum hagsýni. Byggingar-
nefnd, sóknamefnd, sóknarprestur
og arkitekt unnu saman sem einn
maður. Hönnun fallegrar kirkju
var felld að fjárhagslegri getu.
Skóflustunga var tekin á lóðinni,
Alfaheiði 17, á hvítasunnudag árið
1991. Kirkjan var vígð á páskadag,
11. apríl 1993. Hún var ekki full-
búin. Ekkert lá á. Fyrst skyldi efla
starfið.
A þeim tíma, sem hinn ungi söfn-
uður var að undirbúa og standa íyr-
ir byggingu kirkjunnar, fór eðlilega
mildl orka í það verkefni. Safnaðar-
starf fór að mestu leyti fram í
Digranesskóla. Þar fékkst aðgang-
ur að sal til helgihalds.
Skrifstofur prests og sóknar-
nefndar voru framan af í Digi-an-
esskóla og síðar í bráðabirgðahúsi á
kirkjulóðinni. Ailt það starf, sem
kostaði fé, var skorið við nögl. Sam-
staða var um að leggja sem allra
mest fé til framkvæmdanna. Hilm-
ar Björgvinsson var sóknarnefnd-
arfonnaður fyrstu sjö árin. Fljót-
lega eftir að kirkjan var tekin í
notkun ákvað Hilmar að draga sig í
hlé að loknu erilsömu tímabili. Nú
var að hefjast nýtt skeið í starfsem-
inni. Eggert Hauksson varð sókn-
arnefndarformaður vorið 1994. Ég
tók sæti í sóknamefndinni árið
1994 og tók síðan við formennsku
vorið 1998 er Eggert Hauksson lét
af störfum.
Mikil vinna var lögð í stefnumót-
un og skipulagningu safnaðar-
starfsins til að laga það að breytt-
um aðstæðum. Grundvöllur var
lagður að starfi sem átti að mæta
eðlilegum kröfum í nútíma borgar-
samfélagi. Að fáu var gengið sem
gefnu. Sóknamefnd, sóknarprestur
og annað starfsfólk komu að þeirri
vinnu og tókst með miklum ágæt-
um enda bar hvergi skugga á sam-
starf sóknarnefndar og sóknar-
prests. Skilningur og víðsýni séra
Kristjáns átti mikinn þátt í því hve
vel tókst til. Fljótlega eftir að kirkj-
an var tekin í notkun var ráðinn
safnaðarprestur. Tveimur árum
síðar var neðri hæð kirkjunnar tek-
in í notkun og enn efldist starfið.
Eins og að framan er rakið var
miklu áorkað í Hjallasöfnuði á þeim
ellefu áram sem starfskrafta séra
Kristjáns naut við. Margir komu að
því starfi en vissulega mæddi mest
á séra Kristjáni. Hann stóð sannar-
lega undir væntingum þeima sem
kusu hann til starfans í upphafi.
Segja má að starfið hafi verið í stöð-
ugum breytingum allan tímann.
Séra Kristján skilar af sér góðu búi
með traustri umgjörð. Allt til hins
síðasta var beðið og vonað að hann
gæti enn haldið um stjómvölinn um
ókomin ár. En nú skal minnst verka
séra Kristjáns með þökk.
Séra Kristján og Guðrún Lára
voru ákaflega samhent hjón. Guð-
rún Lára lagði einnig mikið af
mörkum til starfseminnar, frum-
kvöðull var hún í safnaðaifélagi
kirkjunnar, á fopeldramorgnum og
á fleiri sviðum. A páskadagsmorgni
höfðu þau þann sið að bjóða sóknar-
börnum til veglegrar kaffidrykkju
að lokinni guðsþjónustu. Mikið
verkefni en þakklátt í stórum söfn-
uði. Þannig störfuðu þau á allan
hátt fyrir söfnuðinn. Það hlýtur að
vera presti mikils virði að maki
hans taki heilshugar þátt í starfinu
með honum.
Eðli málsins samkvæmt urðu
persónuleg samskipti fjölskyldna
okkar séra Kristjáns mikil. Við
hjónin voram bæði virk í starfinu,
ekki síst þegar börn okkar voru
yngri og verið var að byggja upp
bama- og unglingastarf. Helga,
kona mín, var um tíma varamaður í
sóknarnefnd og síðar í stjórn safn-
aðarfélagsins. Margt var rætt,
enda áhuginn mikill.
Fyrir hönd sóknamefndar flyt
ég séra Kristjáni Einari Þorvarðar-
syni bestu þakkir. Guðrúnu Lára
og börnunum, Tómasi, Þorvarði,
Kristrúnu og Astrós, sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Fyrir mína hönd, konu minnar,
Helgu Einarsdóttur, og barna okk-
ar þakka ég samfylgdina. Megi al-
góður guð blessa minningu séra
Kristjáns Einars Þorvarðarsonar
og vernda og styrkja fjölskyldu
hans.
Karl M. Kristjánsson,
formaður sóknarnefndar
Hjallasóknar.
Ég man vel þegar við sr. Kristján
Einar hittumst fyrst, það var í
guðsþjónustu í ársbyrjun 1988. Ég
hafði gengið til liðs við kór hins
nýstofnaða safnaðar, Hjallasöfnuð.
Fyrstu kynnin vora notaleg, hand-
takið þétt og brosið breitt. Röddin
falleg og ræðan góð. Sr. Kristján
var virðulegur í skrúðanum og bar
hann vel, þá sem endranær.
Fyrstu árin var aðstaða safnað-
arins í Digranesskóla og messað
var í sal skólans. Kórinn fylgdi sín-
um presti, söng við messur í Digra-
nesskóla, við fermingar í Bústaða-
kirkju eða Kópavogskirkju og í
helgistundum á skírdag í Sunnu-
hlíð. Allt var þetta gert með mikilli
gleði, því við fundum svo vel hvað
sr. Kristján mat sitt samstarfsfólk
mikils og vildi kórnum ætíð hið
besta. Svo fengum við kirkjuna
okkar, Hjallakirkju, sem ber vel
vitni hugmyndum og hugsjónum sr.
Kristjáns um safnaðarstarfið.
Hann var vakinn og sofinn yfir að
vel tækist til og kirkjan yrði öllum
til sóma og stæðist þær kröfur sem
nútímasafnaðarstarf gerir. Við
vígslu kirkjunnar efldist safnaðar-
starfið og sr. Kristján hélt vel utan
um það.
Sr. Kristján var góður prestur.
Hann hafði sterka trú og tókst vel
að miðla henni, bæði af stólnum og í
sínu daglega lífi. Hann leit á okkur
sóknarbömin sem jafningja og var
laus við hroka og yfirgang. Sr.
Kristján var viðræðugóður, hjarta-
hlýr og glettinn. Alltaf svo skipu-
lagður og laus við flumbrugang.
Sr. Kristján átti einstaklega góða
og skemmtilega konu, Guðrúnu
Láru, sem tók fullan þátt í starfi
hans. Samband þeirra einkenndist
af umhyggju og virðingu. Þau geisl-
uðu af hamingju. Börn þeirra eru
fjögur. Þau hafa einnig tekið þátt í
safnaðarstarfinu, því oftar en ekki
fylgdu litlir fætur mömmu og
pabba í kirkjuna.
Það er erfitt að horfast í augu við
þá staðreynd að sr. Kristján Einar
sé allur, en ég er þakklát íyrir að
hafa kynnst honum og hafa átt
hann að sem vin og félaga. Fram-
koma hans í veikindunum er til að
læra af, svo og kærleikurinn og sá
undraverði stuðningur sem Guðrún
Lára sýndi honum.
Elsku Guðrán Lára, börn og aðr-
ir ástvinir sr. Kristjáns. Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við sorg-
ina og söknuðinn og blessi allar
góðu minningamar um sr. Krist-
ján.
Blessuð sé minning sr. Kristjáns
Einars Þorvarðarsonar.
Sigríður Munda Jónsdóttir.
Kveðja frá Reykjavíkur-
prófastsdæmi eystra
„Sælir eru dánir, þeir sem í
Drottni deyja.“
Þessi orð Opinberunar Jóhann-
esar koma í hugann, þegar Kristján
Einar Þorvarðarson, sóknarprest-
ur í Hjallaprestakalli í Kópavogi, er
kvaddur. Hann lést í blóma lífs,
tæplega fjörtíu og tveggja ára að
aldri, eftir að hafa háð stranga bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm, þar sem
hann sýndi mikið hetjuþrek í harðri
raun. Hugurinn kveinkar sér við þá
hörðu staðreynd að hann skuli ekki
lengur vera okkar á meðal. Með
honum er genginn langt um aldur
fram mikilhæfur prestur og kenni-
maður og góður samstarfsmaður,
félagi og vinur, sem mikil eftirsjá er
að. Því ríkir nú söknuður í huga all-
ra þeirra, er hann átti samvistir við
og starfaði með og fyrir.
Sr. Kristján Einar varð fyrsti
sóknarprestur Hjallasóknar, er
hún var stofnuð út úr Digranessókn
árið 1987 og gegndi því starfi til
dauðadags. Hann mótaði safnaðar-
starfið í nýju sókninni frá grunni,
vann ötullega að því uppbyggingar-
starfi, ásamt eiginkonu sinni Guð-
rúnu Lára Magnúsdóttur. í Hjalla-
sókn varð til þróttmikill, lifandi
söfnuður, þar sem sr. Kristján Ein-
ar var lífið og sálin í safnaðarstarf-
inu. Hann var í fararbroddi með
sóknarnefnd varðandi byggingu
Hjallakirkju, sem reis á skömmum
tíma og þar sem allrar hagsýni og
ráðdeildar var gætt í hvívetna. Öll
prestsverk fórast honum sérlega
vel úr hendi. Hann hafði fjarska
gott lag á börnum og ungmennum
og lét þau taka þátt í guðsþjónust-
um og öðra safnaðarstarfi. Hann
var ágætur prédikari og þótti
mönnum gott að heyra til hans. Sr.
Kristján Einar var orðinn mikið
veikur, er hann flutti morgunbænir
í Ríkisútvarpið síðsumars í fyrra.
Þær báru vott um mikið guðstraust
hans og tráarhita, svo að eftir var
tekið. Sr. Kiistján Einar var virtur
og dáður meðal sóknarbama sinna,
enda glaður og hlýr, greiðvikinn og
góðgjarn. Heiður, bjartur svipur
hans og glaðlegt brosið gerði hann
aðlaðandi og að eftirsóknarverðum
félaga og förunaut. Hann var afai-
traustvekjandi maður, enda var
honum sýndur ýmis tránaður.
Hann átti sæti í stjórn Fjölskyldu-
þjónustu kirkjunnar. Hann var
varamaður í Héraðsnefnd prófast-
sdæmisins og sat jafnan fundi.
Hann var kjörinn varamaður á
Kirkjuþing fyrir Reykjavíkurpróf-
astsdæmi eystra og öðram tránað-
arstörfum gegndi hann íyrir
prófastsdæmið. Það var gott að
starfa með sr. Kristjáni Einari.
Hann var tillögugóður, lagði jafnan
gott eitt til mála og skoraðist aldrei
undan, væru honum falin verkefni á
hendur. Hjallasöfnuður og Reykja-
víkurprófastsdæmi eystra hafa því
misst mikið við fráfall hans.
En stærstur var hann þó heimili
sínu, fjölskyldu og vinum. Þar er
mannskaðinn mestur, tapið
óbætanlegast. Eiginkona hans og
böm, skyldulið og vinir veittu horjpt-
um ómetanlegan stuðning í erfiðri
sjúkdómsraun. Öll sú umhyggja og
aðhlynning, hlýjar hugsanir og
fyrirbænir léttu honum erfiðar
stundir. Allt sé það blessað og
þakkað nú. Megi góður Guð hug-
hreysta og styrkja eiginkonu hans
og börn og vandamenn alla og
leggja þeim nú líkn með þraut.
Við blessum og heiðram minn-
ingu sr. Kristjáns Einars Þorvarð-
arsonar, þökkum honum samstarf-
ið, samvistir og samíylgd, þökkum
Drottni fyrir líf hans og störf og fel-
um hann eilífri vernd og varðveiskr"
Guðs.
Guðmundur Þorsteinsson.
Þegar æfi-röðull rennur
rökkva fyrir sjónum tekur,
sár í hjarta sorgin brennur
söknuð harm og trega vekur.
Hart þú barðist huga Jjörfum
með hetjulund til síðsta dagsins
í öllu þínu stríði og störfum
sterkur varst til sólarlagsins.
Ollum stundum, vinur varstu
veittir kærleiks yl af þjarta.
Af þínum auði okkur gafstu
undurfagra minnig bjarta.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir.).
Með þessum orðum móður minn-
ar langar mig að kveðja góðan vin
og samstarfsmann til sjö ára, séra
Kristján Einar Þorvarðarson. f
mínum huga var Kristján að mörgu
leyti sérstakur maður. Hann var
fastur fyi-ir og fylginn sér en um
leið tilfinninganæmur og skilnings-
ríkur. Það var mér mikils virði að
finna þá tráarvissu sem Kristján
bjó yfir og var bænin honum mikill
styrkur í veikindum hans. Þegar
hann varð fertugur var ekki haldið
upp á afmælið á hefðbundinn hátt
heldur var gestum boðið fyrst til
guðsþjónustu í Hjallakirkju og síð-
an til kaffisamsætis í safnaðarsaln-
um. Svona var Kristján, hann fylgdi
ávallt sannfæringu sinni og fór ekki
alltaf troðnar slóðir.
í þessi sjö ár sem ég starfaði sem
organisti hans bar aldrei skugga á
okkar samstarf. Það var dýrmæt
reynsla að vinna við hlið hans og
finna það traust sem hann sýndi
mér. Éf ég vildi fá hans álit og
spurði hann að einhveiju varðandi
tónlistina í helgihaldinu var ævin-
lega svarað: „Oddný mín, þú skalt
hafa þetta alveg eins og þér finnsþ
fallegast og vera viðeigandi." Á
þennan hátt gaf hann mér tækifæ^-
til að þroskast og vaxa í starfí. Það
var mjög ánægjulegt að vera með
Kristjáni í því að byggja upp það
fjölbreytta helgihald sem er í
Hjallakirkju. Það sem vakti fyrir
honum fyrst og fremst var að öll
söknarbörnin og aðrir gætu þar
fundið eitthvað við sitt hæfi og ekki
er hægt að segja annað en að hon-
um hafi tekist það.
Síðasta árið sem ég starfaði í
Hjallakirkju var farið að bera á því
að Kristjáni leið ekki alltaf sem
best. Hann var oft með mikla verki
sem hann hafði í raun enga skýr-
ingu á nema þá helst að þetta væri
vöðvabólgan að gera vart við sig
einu sinni enn. En aldrei kvartajy-
hann né vildi gera neitt úr þessu.
30. ágúst 1998 lék ég við mína
síðustu guðsþjónustu í Hjallakirkju
sem organisti kirkjunnar en ekki
óraði mig fyrir því þá að það yrði
einnig síðasta guðsþjónusta Krist-
jáns. Ég vil þakka honum sam-
fylgdina og bið góðan guð að
styrkja fjölskyldu hans alla. Elsku
Guðrún Lára, Tómas, Þorvarður,
Kristrún og Ástrós ykkar er miss-
irinn mestur og stærstur, megi guð
leiða ykkur í gegnum þá erfiðu tíma
sem framundan eru en gleymum
ekki voninni og fullvissunni se4&
trúin veitir okkur sbr. Jóhannes 14,
1-3. „Hjarta yðar skelfist ekki.
Trúið á Guð og tráið á mig. í húsi
föður míns era margar vistarverar.
Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yð-
ur, að ég færi burt að búa yður
stað? Þegar ég er farinn burt og hef
búið yður stað, kem ég aftur og tek
SJÁNÆSTU SÍÐU