Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 37
36 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 37> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STARFSEMI LÖGREGLUNNAR RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur í fyrsta sinni gefið út árs- skýrslu yfir starfsemi embættisins árin 1997 og 1998. Skýrslan er yfirgripsmikil og kemur víða við um starfsemi lög- reglunnar. Stofnað var á síðasta ári til innbyrðis samvinnu lögreglulið- anna 27 og samstarfs tolla- og lögregluyfirvalda. í skýrslunni er bent á að skynsamlegt gæti verið að sameina lögregluliðin og fækka lögregluumdæmum, setja yfír þau lögreglustjóra sem eingöngu sinnti lögreglustjórn. „Að því má leiða rök,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri „að slíkar grundvall- arbreytingar á skipulagi lögreglunnar í landinu og aðskilnaður sýslumannsstarfa og lögreglustjórastarfa hefði í för með sér öflugri, skilvirkari og kostnaðarminni starfsemi en nú þekkist.“ Auðgunarbrot á hverja 100 þúsund íbúa í Reykjavík voru 4776 árið 1998. Tíðnin í höfuðborginni er mun hærri en á lands- byggðinni, þar sem auðgunarbrotin voru 1,749 á hverja 100 þúsund íbúa á síðasta ári. Brot á umferðarlögum eru langalgengustu lagabrotin hér- lendis, en af þeim átta brotaflokkum sem tilgreindir eru í árs- skýrslunni var fjöldi umferðarlagabrota á hverja 100 þúsund íbúa í Reykjavík 8,108 á móti 8,235 á landsbyggðinni. Ofbeldisbrot voru 780 á hverja 100 þúsund íbúa í Reykjavík á síðasta ári á móti 429 á landsbyggðinni og fíkninefnabrot voru 358 á móti 194 á landsbyggðinni. Þá voru brot á áfengislögum 1,498 í Reykjavík á móti 576 á landsbyggðinni og ýmis brot er varða fjárréttindi 2,311 á móti 1,229 á landsbyggðinni. Þrír íslenskir lögreglumenn starfa að jafnaði í Bosníu- Herzegóvínu í tengslum við fjölþjóðlegt samstarf um uppbygg- ingu lögreglunnar þar í landi. Samstarfið er liður í friðarferlinu í Bosníu-Herzegóvínu. Fjöldi skráðra mála hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjórans jókst talsvert milli áranna 1997 og 1998, einkum þau sem ber- ast í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, eða úr 88 í 190. Aðild- arríki Interpol eru 177 og tengjast lokuðu tölvuneti Interpol sem um 2 milljónir skeyta fara um árlega. Athygli vekur að ríkislögreglustjóri nefnir í skýrslu sinni ný af- brot, tölvuafbrot, þar sem afbrotamenn eru á aldrinum 13 til 17 ára og gera sér oft ekki grein fyrir afleiðingum brota sinna. Embætti ríkislögreglustjóra notar sérstök mælitæki til notk- unar við sönnunarfærslu í ölvunarakstursmálum. Þrátt fyrir þann stutta tíma sem tækin hafa verið í notkun, segja skýrslu- höfundar ljóst, að verulegur árangur hafi náðst við fækkun al- varlegra slysa vegna ölvunaraksturs á síðasta ári. Augljóst er af skýrslunni, hversu víðfeðm starfsemi lögregl- unnar er orðin og þess vegna er ástæða til að taka til rækilegr- ar athugunar þá ábendingu ríkislögreglustjóra, hvort rétt sé að sameina lögregluliðin og fækka lögregluumdæmum. Aukin skil- virkni í störfum lögreglunnar er mikilvæg fyrir borgarana. JÁKVÆÐ ÞRÓUN SÚ FJÖLGUN stúdenta sem orðið hefur við Háskóla ís- lands er afar jákvæð. Eins og fram kemur í árbók Háskól- ans 1998 hefur fjöldi nemenda fimmfaldast á undanförnum þremur áratugum. Skráðir nemendur voru í fyrsta sinn fleiri en sex þúsund í haust en fyrir ári voru nemendur rúmlega 5.800. Til samanburðar voru rúmlega 4.290 nemendur skráðir í Háskólann haustið 1988. Stafar mikil fjölgun nemenda í haust sennilega aðallega af vinsældum nýrra hagnýtra námsleiða sem Háskólinn býður nú upp á í fyrsta sinn. Önnur ástæða er sú að fleiri sækja nú meistaranám en áður en það er afleiðing af mjög svo auknu framboði Háskólans á framhaldsnámi síð- ustu ár. Er sú þróun og afar jákvæð. Gera má ráð fyrir því að aðsókn að Háskólanum eigi enn eftir að aukast, eins og fram kemur í Árbókinni. Hlutfall þeirra sem ljúka stúdentsprófi í hverjum árgangi hefur farið stigvaxandi á undanförnum ára- tugum og er nú komið upp í 50%. Ef við miðum okkur við ná- grannalöndin á sú tala hins vegar eftir að hækka umtalsvert. Háskólum hefur fjölgað í landinu og þannig hefur tekist að mæta þessari aukningu að nokkru leyti. Fjöldi nemenda er þó takmarkaður við flesta hinna nýju háskóla og námsgreinar þeirra auk þess fáar. Námssætum í þeim hefur heldur ekki fjölgað í neinu samræmi við vaxandi fjölda þeirra sem braut- skrást með stúdentspróf. Að öllu óbreyttu mun nemendum því að öllum líkindum fjölga enn í Háskóla íslands, eins og segir í Árbókinni. Eins og áður sagði er þessi þróun afar jákvæð. Hærra menntunarstig þjóðarinnar er forsenda fyrir því að hún geti tekið þátt í síharðnandi samkeppni á alþjóðavettvangi. Háskóli íslands og aðrar háskóla- og menntastofnanir þurfa því að geta brugðist við þessari þróun í tíma. Ljóst má vera að það mun kalla á aukin útgjöld til menntamála. Þau útgjöld eru hins vegar ein besta fjárfesting sem þjóðin getur lagt í. s Nýtt Kennarasamband Islands stofnað í clag Framkvæmdastjóri Alhióðagjaldeyriss.ióðsins segir af sér UM VETTVANGI Kjörorð stofnþings fyrir nýtt Kennarasamband Islands er „Þú býrð ævi- langt að góðum kenn- ara“. A þinginu verður gengið formlega frá sameininffli kennarafé- laganna í eitt félag um leið og eldra Kennara- sambandi Islands og Hinu íslenska kennara- félagi verður slitið. Eitt stærsta stéttarfélag landsins verður til VIÐ samruna tveggja kenn- arafélaga í dag verður til eitt stærsta stéttarfélag í land- inu með um það bil sjö þús- und félagsmenn á grann- og fram- haldsskólastigi. Síðar er stefnt að því að leikskólakennarar gangi í samtök- in. Stofnþing hinna nýju samtaka verður haldið í Borgartúni 6 í Reykja- vík. Grandvallarbreyting verður á upp- byggingu nýs Kennarasambands því það verður heildarsamtök minni fé- laga sem hvert um sig hafa mikið sjálfstæði í sínum málum. Félögin sjá meðal annars um gerð kjarasamnings fyrir félagsmenn sína en samnings- rétturinn verður eftir sem áður hjá Kennarasambandi íslands. Samhliða stofnþinginu verða haldnir stofnfundir þriggja af sex félögum innan þess, Fé- lags framhaldsskólakennara, Félags grunnskólakennara og Félags stjórn- enda í framhaldsskólum. Önnur félög innan sambandsins era Félag tónlist- arkólakennara, Skólastjórafélag ís- lands og Félag kennara á eftirlaunum. Allir félagsmenn gömlu félaganna fá sjálfkrafa aðild að nýju Kennarasambandi frá og með 1. janúar árið 2000. Drög að lögum fyrir nýtt samband verða lögð fram til samþykktar svo og drög að lögum fyrir ný aðildarfélög. Einnig verða kjörnir formaður og varaformaður fyrir hið nýja Kennara- samband á stofnþinginu. Þeir koma ekki úr sama félagi og fonnaður getur ekki jafnframt verið formaður í félagi innan sambandsins. Tillaga er um Ei- rík Jónsson sem formann og Elnu Katrínu Jónsdóttur sem varaformann. Þau eru núverandi formenn Kennara- sambands íslands og Hins íslenska kennarafélags. Tilraun til sameiningar 1985 Fyrsta stéttarfélag kennara var Hið íslenzka kennarafjelag sem var stofn- að 23. febrúar 1889. Fyrsti formaður þess var Björn M. Ólsen. Stofnendur vora 20 talsins en flestir urðu félags- menn 80, tveimur áratugum síðar. Fé- lagið starfaði til ársins 1919. Rúmri öld síðar sameinast tæplega sjö þús- und kennarar í einu sambandi. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Islands, segir að stefnt hafi verið lengi að sameiningu kenn- arafélaganna. Hið íslenska kennarafé- lag var stofnað 1979 og Kennarasam- band íslands 1980. ,Állt frá þeim tíma hefur þessi umræða verið undirliggj- andi. Það var gerð tilraun árið 1985 að sameina félögin en þá var ekki vilji til þess. Það var um svipað leyti og Kennarasambandið sagði sig úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Þetta var ákveðið högg fyrir þá sem höfðu barist fyrir sameiningu félag- anna á þessum tíma og niðurstaðan hafði áhrif á samstarf félaganna fyi'st á eftir. Upp úr 1990 hefst mikið sam- starf með félögunum á ný og frá 1993 var stefnan á ný sett á sameiningu þeirra. Við ákváðum að gefa málinu nægan tíma og jafnframt var ákveðið að fara út í sameiginlega kjarasamn- ingagerð. Kjarasamningai' fyrir grann- og framhaldsskólakennara voru sameiginlegir 1995 og 1997. Samninganefndir félaganna mynduðu einn hóp og gerðu sameiginlegan kjarasamning. Þetta var meðal annars gert til þess að fá fullvissu um að það væri í raun enginn áherslumunur milli félaganna hvað varðaði þennan þátt. Nú höfum við gengið í gegnum þetta ferli tvisvar og þar af eitt langt verk- fall. Við erum núna mun betur í stakk búin til þess að vinna saman í einu fé- lagi en við voram á níunda áratugn- um,“ segir Eiríkur. Sameiningarferlið hefur í raun stað- ið yfir síðan á þingi Kenn- arasambandsins 1994 þar sem gerðar vora stefnu- markandi samþykktir um að unnið skyldi að samein- ingu. Þær voru síðan end- urnýjaðar árið 1997. Mesta vinnan við sameininguna hefur síðan staðið yfir síðastliðið ár. Samningar sameinaðir Áður en gengið var til atkvæða í fé- lögunum um sameiningu var ákveðið að til þess að niðurstaðan yrði bind- andi yrði kjörsókn að vera minnst 60% og 60% þeirra sem tækju þátt yrði að segja já. Gengið var til atkvæða- greiðslu um sameininguna 1.-5. mars 1999. Kjörsókn í Kennarasambandinu var 82% og þar af vora 81% sem af- stöðu tóku fylgjandi sameiningu. Hjá Hinu íslenska kennarafélagi tóku 76% þátt í atkvæðagreiðslunni og nærri allir sem afstöðu tóku voru fylgjandi sameiningu. Eiríkur segir að munurinn á Kenn- arasambandinu og HLK hafi alltaf ver- ið að minnka. Félögin hafa bæði haft samningsrétt fyrir gninn- og fram- haldsskólakennara. Það sem greinir þau að er fyrst og fremst það að Kennarasambandið er að langstærst- um hluta með grunnskólakennara inn- an sinna raða en HÍK að langstærst- um hluta með framhaldsskólakennara. Innan beggja félaganna vora líka minnihlutahópar. Kennarasambandið hafði þannig tónlistarkennara innan sinna vébanda. Samningarnir voru sömuleiðis mismunandi milli félag- anna allt fram til 1995. Þá voru gerðar sömu breytingar á samningum beggja félaganna og þeir sameinaðir í fram- haldi af því. Frá þeim tíma hafa kjör kennara verið eins, óháð því í hvaða félagi þeir hafa verið. Eiríkur segir að meginlínan hafi verið sú undanfarin ár að nýir grunnskólakennarar hafi að langmestu leyti gengið í Kennarasam- bandið en framhaldsskólakennarar flestir í HÍK. En kennarar hafa haft val um í hvort félagið þeir gengju. Það eina sem er frábragðið í núgildandi samningum félaganna tveggja lýtur að mismun- andi reglum um endur- menntunarsjóði þeirra. „Hugsunin núna er sú að það verði einn endurmenntunarsjóður sem starfi í tveimur deildum, annars vegai' vegna grannskólans og hins vegar vegna framhaldsskólans. Það kemur til af því að ríkið greiðir framlag vegna framhaldsskólakennara og sveitarstjómir vegna grunnskólanna," segir Eiríkur. Aðildarumsókn leikskólakennara Hann segir að allan þann tíma sem sarneiningarvinnan hefur staðið yfir hafi skólamálanefndir félaganna unnið náið saman, t.d. að álitsgerð vegna t.a.m. lagafrumvarpa. „Kosturinn við sameiningu félaganna í nýtt Kennara- samband er sá að í framtíðinni verður aðeins ein samninganefnd. Við höfum alltaf þurft að hafa tvær samninga- nefndir starfandi vegna hvers einasta kjai'asamnings. Þegar kom að því að taka þurfti ákvörðun um hvort skrifa ætti undir samning eða efna til at- kvæðagreiðslu um verkfall þurftu bæði félögin að kalla saman stóran hóp alls staðai- að af landinu til að taka þær ákvarðanir. Núna verður bara einn samningur og ein samninganefnd sem sér um hvern samning. Við sjáum íram á ákveðið hagræði af þessu. Einnig höfum við haft skrifstofurekst- ur á tveimur stöðum í bænum. Hann verður nú sameinaður á einn stað. Þá má það ekki gleymast að það hefur verið á stefnuskrá beggja félaganna að það beri að vinna að því að sameina alla kennara í ein samtök," segir Ei- ríkur. Hver kennarahópur hefur sinn vett- vang innan hins nýja Kennarasam- bands. Fimm einingar verða þar starf- andi og þar að auki sjötta einingin sem kallast Kennarar á eftirlaunum. Einingarnar tilheyra allar Kennarasambandinu en í lögum þess er þessum ein- ingum tryggt ákveðið sjálf- stæði með sín sérmál. „Félagið verður bæði fagfélag og kjarafélag. Það að allir séu undir sama þaki styrkir félagið bæði faglega og kjaralega,“ segir Eiríkur. Félag íslenskra leikskólakennara hefur sótt um aðild að nýja Kennara- sambandinu en félagið hefui' ákveðið að segja sig úr BSRB um næstu ára- mót. Fyrir liggur tillaga frá stjórnum Kennarasambandsins og HIK um meðferð á umsókn leikskólakennai'a. Gert er ráð fyrir því að þing sam- bandsins kjósi nefnd sem fari ofan í það með hvaða hætti það gæti gerst. Jafnframt er gert ráð fyrir atkvæða- greiðslu um inngöngu leikskólakenn- ara í sambandið. Gangi það allt eftir gæti Félag leikskólakennara orðið að- ili að Kennarasambandi Islands eigi síðar en sex mánuðum fyi'ir annað fulltrúaþing þess. „Þessir hópar eiga margt mjög sameiginlegt og ég held að styrkur stéttarinnar felist í samstöðu og því að menn stilla saman sína strengi. En styrkurinn felst líka í þvl að sjálfstæði eininganna sé mikið. Sum mál eru sameiginleg en önnui' mál eru mjög bundin við skólastig. Kunni menn að spila rétt úr þessu er það styrkur að standa saman um leið og það er styrk- ur að geta haft vettvang þar sem menn taka á sínum sérmálum," sagði Eiríkur. Bein útsending á Netinu BEIN útsending verður á Net- inu frá stofnþingi Kennarasam- bands íslands. Utsendingartím- ar verða alla dagana sem þingið stendur, þ.e. frá 11., 12. og 13. nóvember. í dag verður bein útsending frá stofnþinginu frá kl. 13-16.30. Stutt fréttasamantekt verður klukkan 18.30. Á morg- un verður stutt fréttayfirlit klukkan 18.30. Laugardaginn 13. nóvember verður bein út- sending frá framhaldsstofnþingi Kennarasambands íslands klukkan 9-18.30. Slóð útsendingarinnar er www.ki.is. Nauðsynlegur hug- búnaður til að ná útsendingun- um er RealPlayer G2. Hann fæst ókeypis á Netinu. Slóðin er www.real.com. I Eiríkur Jónsson for- mannsefni Styrkur kenn- ara er að standa saman Hart tekist á um stól Michels Camdessus Reuters Michel Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ásamt eiginkonu sinni, Brigitte, eftir blaða- mannafund í Washington á þriðjudag þegar hann tilkynnti að hann hygðist láta af embætti í febrúar. Búist er við að hart verði tekist á um hver eigi að verða eftirmaður Michels Camdessus, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, einkum í Ijósi þess að pólitísk áhrif embættisins hafa stóraukist á síðustu árum. 2* ERLENDUM VETTVANGI MICHEL Camdessus, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (ÍMF) til- kynnti á þriðjudag að hann hygðist láta af störfum í febrúar af persónulegum ástæðum. Camdessus hefur gegnt embættinu í tæp 13 ár og lengur en nokkur annar í 51 árs sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samstarfs- menn hans segja ástæðu afsagnarinn- ar þá að hann sé orðinn þreyttur á starfinu eftir linnulaus ferðaíög um heiminn á vegum stofnunarinnar, einkum þegar fjármálaki'eppan í Asíu og fleiri ríkjum stóð sem hæst. Camdessus er 66 ára Frakki og var skipaður framkvæmdastjóri IMF í jan- úai' 1987. Tíu árum síðar var hann end- urskipaður í embættið til ársins 2002. Sem framkvæmdastjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins þurfti Camdessus að takast á við tvær fjármálakreppui' - í Mexíkó 1994 og Asíu og fleiri ríkjum þremur árum síðar - auk þess sem hann kom á víðtækum breytingum á stai'fsemi stofnunarinnar. Camdessus sagði að lygn sjór virtist nú loks framundan í efnahagsmálum heimsins og kvaðst hafa ákveðið að grípa tæki- færið til að draga sig í hlé. Pólitísk áhrif framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa stór- aukist á síðustu áram vegna þeirra skilyrða sem sjóðurinn hefur sett fyrir lánveitingum til ríkja sem hafa óskað eftir aðstoð. Hann viðurkenndi til að mynda í fyrsta sinn á þriðjudag að að- gerðir sjóðsins í Indónesíu, fjórða fjöl- mennasta ríki heims, hefðu átt stóran þátt í falli Suhartos forseta. „Við sköpuðum aðstæður sem urðu til þess að Suharto forseti neyddist til að láta af embætti," sagði Camdessus í viðtali við blaðamann The New York Times. „Það var ekki ætlun okkar," sagði hann en bætti við að hann hefði rætt við Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta skömmu eftir afsögn Suhartos til að vara hann við því að sömu öfl gætu orðið honum að falli ef hann gerði ekki ráðstafanir til að fyrirbyggja það. Bandaríkjastjórn vill liafa meiri áhrif á valið Nokkm' Evrópuríki og Bandaríkja- stjórn hafa þegar hafið baráttu á bak við tjöldin um hver eigi að taka við af Camdessus. Búist er við að sú barátta verði mjög hörð vegna vaxandi póli- tískra áhrifa Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í heiminum. Hefð er fyrir því að framkvæmda- stjóri sjóðsins komi frá Evrópu og Bandaríkjamaður stjórni Alþjóða- bankanum en það kann að breytast. Evrópuríkin virðast ekki geta komið sér saman um hver eigi að taka við af Camdessus og Bandaríkjastjórn hefur gefið til kynna að hún vilji gegna stærra hlutverki í valinu en áður. „Þetta er mjög mikilvæg ákvörðun fyrir sjóðinn á mjög mikilvægum tíma," hafði The New York Times eftir bandarískum embættismanni. „Nú er miklu meira í húfi þar sem áhrif sjóðs- ins eru miklu meiri." Embættismaðurinn bætti við að Bandaríkjastjórn væri nú að leita að framkvæmdastjóraefni sem væri lík- legt til að njóta trausts á fjármála- mörkuðunum og ekki væri víst að hún myndi styðja Evrópubúa. Margir þykja koma til greina Breska dagblaðið Finandal Times sagði í gær að svo gæti farið að Bret- ar, Þjóðverjar og ítalir myndu tilnefna menn í framkvæmdastjórastöðuna. Á meðalþeirra sem taldir eru líklegastir tO að hreppa embættið eru Caio Koch- Weser, aðstoðarfjármálaráðherra Þýskalands og fyri-verandi fram- kvæmdastjóri Alþjóðabankans, og Bretinn Andrew Crockett, fram- kvæmdastjóri Bank for International Settlements, samtaka seðlabanka sem era með höfuðstöðvar í Basel í Sviss. Á meðal annarra sem eru taldir koma til greina eru Gordon Brown, fjár- málaráðherra Bretlands, Mervyn King, aðstoðarbankastjóri Englands- banka, Nigel Wicks, ráðuneytisstjóri breska fjármálaráðuneytisins, og Horst Köhler, bankastjóri Uppbygg- ingar- og þróunarbanka Evrópu. Þá er talið líklegt að ítalir beiti sér fyrir því að Mario Draghi, ráðuneytis- stjóri ítalska fjármálaráðuneytisins, verði skipaður í embættið. Jean- Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands, hefur einnig verið nefnd- ur í þessu sambandi en Finandal Times telur mjög litlar líkur á því að hann verði fyrir valinu þar sem þrír Frakkar hafa gegnt embættinu. Frá því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður fyrir 51 ári hefur hann verið undir stjórn Frakka í 30 ár. Gagnrýndur fyrir íjársóun Camdessus hefrn- verið umdeildur og nokkrir þeirra sem gagnrýndu hann sökuðu hann um hroka. Sjálfur kvaðst hann ekki vera hissa á þeirri ásökun. „Ég er Frakki og hvaða Frakki hefur ekki verið sakaður um þetta," sagði hann í blaðaviðtali þegar kreppan í Asíu stóð sem hæst. Camdessus sætti gagnrýni hægri- manna á Bandaríkjaþingi sem sökuðu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að hafa sóað gríðarlegu fé í aðstoð við ríki sem hafa átt við efnahagskreppu að stríða. Þeir hafa einkum gagnrýnt aðstoðina við Rússland, sem nam 17 milljörðum dala, andvirði 1.200 milljai'ða króna, en granur leikur á að spilltir embættis- menn í Rússlandi hafi misnotað féð og lagt hluta þess inn á reikninga erlendis. „Þessar ásakanir era algjörlega til- hæfulausar," sagði Camdessus á þriðjudag. „Við megum ekki gleyma þein-i staðreynd að Rússland er nú lýðræðisríki og hefur tekið upp mark- aðshagkei'fi, jafnvel þótt spilling hafi varpað skugga á það." Álþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti einnig Taílandi, Indónesíu og Suður- Kóreu mikla fjárhagsaðstoð eftir fjár- málakreppuna sem hófst í Asíu í júlí 1997. Alls varði sjóðurinn 100 milljörð- um dala, andvirði tæpra 7.200 millj- arða króna, í slíka neyðaraðstoð. Það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að fjármálakreppan breiddist út því hún náði að lokum til 40% af öllu hagkerfi heimsins. í apríl síðastliðnum virtust þó flest þeirra ríkja, sem urðu verst úti í kreppunni, vera farin að rétta úr kútnum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýsti því yfir að kreppan væri að mestu afstaðin. Sakaður um of ströng skilyrði Á sama tíma og bandarískir hægri- menn gagnrýndu Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn fyrir fjái'sóun sökuðu vinstri- menn sjóðinn um að hafa stuðlað að vaxandi atvinnuleysi, gjaldþrotum smáfyrirtækja og versnandi lífskjör- um með þvl að setja of ströng skilyrði fyrir aðstoðinni. Suður-Kóreumenn þökkuðu þó Camdessus fyrir þátt hans í að binda enda á kreppuna. „Þótt fyrirmæli IMF hafi sætt nokkurri gagnrýni met- um við forystustörf Camdessus mjög mikils þar sem hann átti stóran þátt í því að leysa vandamálin," sagði hátt- settur embættismaður í fjármálaráðu- neyti Suður-Kóreu. Hægi'imenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig gagnrýnt Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn fyrir að hafa ekki veitt nægar upplýsingar um starfsemi sína. Cam- dessus svaraði þeirri gagnrýni með því að birta skýrslur hagfræðinga sjóðsins og veita ítarlegar upplýsingar um fjárhagslega stöðu hans og aðstoð við einstök ríki. Sjóðurinn var einnig gagmýndur fyrir að hafa ekki séð fjármálakrepp- una í Asíu fyrh' og Camdessus gerði ráðstafanir til þess að tryggja að hægt yrði að aðstoða ríki, sem eiga við efna- hagsvanda að stríða, áður en allt stefnir í óefni og efnahagshrun blasir við. Meiri áhersla lögð á baráttuna gegn fátækt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hingað til einbeitt sér að því að stuðla að efnahagslegum stöðugleika í heim- inum, einkum á krepputímum, en Al- þjóðabankinn hefur lagt áherslu á að draga úr fátækt í heiminum og stuðla að efnahagslegum framförum. Cam- dessus beitti sér þó fyrir nýjum að- gerðum til að minnka skuldir fátæk- ustu ríkja heims í samstarfi við Al- þjóðabankann. Hann tilkynnti ennfremur mikla breytingu á áherslum sjóðsins í sept- ember. Hann viðurkenndi þá að ekki væri nóg að sjóðurinn beitti sér fyrir efnahagslegum umbótum og hann myndi nú einnig leggja áherslu á að draga úr fátækt í heiminum. „Þegar öllu er á botninn hvolft snúast fjármál og markaðir um fólk," sagði hann. Ráðamenn í mörgum ríkjum heims fóru lofsamlegum orðum um störf Camdessus eftir að hann tilkynnti af- sögn sína. „Þrotlaus bai'átta hans átti stóran þátt í að draga úr áhrifum efnahags- kreppunnar í Asíu 1997 og 1998, bæta fjármálakerfi heimsins, auka gagnsæi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beina at- hyglinni að þörfinni á því að minnka skuldabyrði fátækustu ríkja heims," sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Chris Patten, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, hældi Camdessus fyrir seiglu. „Ég hygg að litið verði á hann sem einn af mestu leiðtogum alþjóð- legra samtaka eftir síðari heimsstyrj- öldina." „Hann hefur stjórnað IMF í tæp 13 ár og á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á efnahag heimsins, eink- um vegna tilkomu nýju markaðshag-^ kerfanna í löndum Austur-Evrópu og fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna," sagði Gordon Brown, fjáimálaráð- herra Bretlands. „Gríðarlegar breyt- ingar hafa einnig orðið á fjármálakei-fi heimsins vegna hnattvæðingar og tækniframfara. Michel hefur gegnt veigamiklu hlutverki í þeirri mikils- verðu viðleitni sjóðsins að minnka, skuldir fátækustu ríkja heims."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.