Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 52

Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 52
.52 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTIN BJÖRNSDÓTTIR RÓSINKRANS Björns- Rósin- fædd í 14. nóv- + Kristín dóttir krans var Reykjavík ember 1911. Kristín lést 3. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gestína Margrét Kristjánsdóttir frá Isafirði og Björn Ólafsson Rósin- krans, kaupmaður í Reykjavík, f. 3. júlí 1874, d. 13. júní 1935. Kristín giftist 11. okt. 1930 Ólafl Hólm Theódórssyni, f. 4. sept. 1906 í Arnarbæli á Fellsströnd, d. 1. júlí 1972 í Reykjavík. Hann vann í ijöldamörg ár hjá Eim- skipafélagi Islands sem hús- vörður. Þau skildu. Sonur Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, f. við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegra en sól unun og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pétursson.) Þótt ljóst hefði verið um nokkra hríð hvert stefndi, kom andlát ömmu minnar, Kristínar Björnsdóttur, samt á óvart. Það er alltaf erfítt að horfa á eftir ástvinum sínum og frá- fallið, þegar það kemur, verður óhjá- kvæmilega nokkurt högg. Þegar við kvöddumst á liðnu sumri höfum við sjálfsagt báðar verið að hugsa það sama: að við ætt- um sennilega ekki eftir að hittast aftur í þessu lífí. Það var erfíð kveðjustund, sér í lagi vegna þess að fjarveru foreldra minna, sem voru henni afar kærir, bar upp á sama tíma. Þau reyndust henni ein- staklega vel alla tíð, ekki síst síð- ustu árin þegar hún var orðin ein og heilsan farin að gefa sig. Við fráfall ömmu minnar elsku- legrar rifjast margt upp. Ég man eftir mér heima hjá henni þar sem þau Garðar heitinn Gíslason, síðari maður hennar, bjuggu í bragga vestur í bæ. Óskaplega þótti mér alltaf fint hjá henni ömmu, hún hafði lag á því að hafa dálítið „el- egant“ heima hjá sér. Ömmu þótti að vísu ekki skemmtilegt að tala um braggabúskapinn, frekar en mörgu öðru fólki sem mátti gera sér slík hýbýli að góðu á sínum tíma, svo ég veit ekki hvort hún myndi kunna mér þakkir fyrir að geta þessa hér! Síðasta árið var ömmu minni erfitt, hún var farin að heilsu og kröftum og gat ekki lengur annast um sig sjálf. Stoltið var sært þegar hún þurfti að þiggja alla hjálp frá öðru fólki og hún var óskaplega pirruð á „öllum þessum pillum" sem þeirra er Agnar, f. 29. nóv. 1930. Ann- ar maki, Kristinn Jónsson, símamað- ur, f. 7. febrúar 1898, d. 20. septem- ber 1949. Dóttir þeirra er Svala, f. 14. október 1940, búsett í Flórída. Þriðji maki, sambýl- ismaður Kristínar til margra ára, Garðar Gíslason, f. 16. ágúst 1906, d. 1.3. 1994, var lengi leigubílstjóri og vann einnig í Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Dóttir þeirra er Kol- brún, f. 5. des. 1951 í Reykjavík, búsett í Danmörku. Utför Kristínar fór fram í kyrrþey. hún þurfti að taka á Grund. Hún hafði aldrei þurft að taka pillur, alltaf verið stálhraust. Ábendingar okkar um að þetta væri allt henni fyrir bestu; hún þyrfti að taka bæði vítamín og hjartalyf, fóru fyrir ofan garð og neðan. Fætumir voru búnir að gefa sig og þá gat hún ekki lengur farið allra sinna ferða fótgangandi, í mesta lagi staulast um gangana á Grund í göngugrind eða látið aka sér í hjóla- stól. Henni þótti því óskaplega gam- an að fara í bíltúr og kaupa ís þegar sá gállinn var á henni. Én hún gat líka verið treg í taumi, hún amma mín. Stundum harðneitaði hún að hreyfa sig og sagðist ekkert erindi eiga út í svona veðri! Amma mín var sérlega dugleg kona og sterk. Hún lét sig ekki muna um að ganga bæinn þveran og endilangan ef því var að skipta. Og allt þurfti hún að gera sjálf og eng- inn mátti rétta henni hjálparhönd sem óneitanlega gat sett mann í bobba. Ef hún kom til dæmis í heimsókn óforvarandis, þá mátti allt eins reikna með að ekki væri við það komandi að fá að keyra hana heim aftur! En rausnarleg var hún ef henni líkaði vel við fólk. Hún var t.d. sífellt að velta fyrm sér hvað hún gæti keypt handa dætrum sín- um og barnabömum erlendis. Hún saknaði þeirra óendanlega mikið, einkum síðustu árin, og talaði um það í mai-ga daga þegar þær höfðu hringt eða sent henni bréf. Þótt hún væri ekki allra, gat amma verið afar skemmtileg kona með lúmskan húmor og glettnisblik í auga, jafnvel þegar hún þóttist vera að hugsa um allt annað. Og mikið get verið gaman í kringum eldhúsborðið þegar hún fékkst til að kíkja í bolla fyrir okkur systurnar, þá ætlaði hlátrarsköllunum seint að linna. En furðu oft gekk eftir það sem amma sá í bollanum. Þó sagðist hún ekkert kunna fyrir sér, þetta væri bara tóm vitleysa - og auk þess væri Kristín systir miklu betri í „svona löguðu“. Nú verður ekki lesið í fleiri bolla og ekki sagðar fleiri sögur. Það heyrir allt minningunni til og við minninguna yljum við okkur fram- vegis. Af nógu er að taka. Hafðu þökk fyrir allt og allt, amma mín. í Guðs friði. Dagmar og fjölskylda, Kuala Lumpur. ANNA GUÐRUN ÁRNADÓTTIR + Anna Guðrún Árnadóttir fæddist á Akureyri 29. maí 1941. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 8. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 21. október. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert fllt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Ur Davíðssálmum.) Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Nú hefur Anna systir og mág- kona kvatt þetta líf. AJltof ung að árum, en samt södd lífdaga, miðað við heilsu hennar mörg undanfarin ár. Hún lést á afmælisdegi móður sinnar, Guðrúnar Hrefnu Jakobs- dóttur. Faðir hennar var Sigurður Ámi Amason. Era þau bæði látin. Anna var ein af tólf bömum þeirra er fæddust, en tíu komust upp. Hún var ein af litlu stelpunum, eins og þær vora kallaðar, þær Óla, Anna og Hulda. Þegar undirrituð kom inn í þessa fjölskyldu, fyrir um það bil fímmtíu áram, voru þær litl- ar stelpur. Þær vora miklir fjörkálf- ar. Sigga og Lilla voru svo miklu fullorðnari, að manni fannst. Svo og bræðumir fímm, orðnir fullorðnir menn. Anna var fallegt bam, með stór brún augu og þykkar ljósar fléttur. Hún var tápmikil og hraust. Upp- komin var hún glæsileg stúlka, kát og glaðvær og heilmikill grallari. Þessum eiginleikum hélt hún fram á síðasta dag, tel ég. En auðvitað átti hún mjög erfiða tíma og fjölskyldan öH. Ung fékk Anna sykursýki, er lék hana grátt með tímanum. Þrátt fyrir það tel ég að hún hafi átt gott líf. Hún átti góða fjöl- skyldu, eiginmanninn Guðmund og bömin þrjú, Þóranni Huld, Aðalheiði og Jón Viðar. Hún var myndarleg húsmóðir og saman bjuggu þau sér fallegt heimili, hún og Guð- mundur. Seinna komu bamabörnin til sög- unnar og veittu þau ömmu og afa mikla gleði. Öragglega var Anna eins aðrar ömmur, að finnast sín barnaböm bestu og fal- legustu börn í heimi. Þegar fór að síga á ógæfuhliðina, hvað veikindin varðaði, stóð fjöl- skyldan saman og veitti ást og um- hyggju. Allt var gert til að hjálpa og létta henni lífið. Um það bil hálfum mánuð áður en Anna lést fékk hún þá ósk upp- fyllta að koma á æskustöðvamar í ólerárhverfi á Akureyri, þorpinu sem áður var. Þá hitti hún ættingja og tengdafólk og vitjaði leiða for- eldra sinna og bróður í kirkjugarði Lögmannshlíðar. Var hún þá ótrú- lega hress og leit vel út. Ef til vill hefur hún vitað að hverju stefndi. En nú er baráttunni lokið og er það mikil lausn. Þrátt fyrir það er Anna mörgum harmdauði, því hún var vinsæl og glataði aldrei sinum persónutöfram. Þessi kveðja er skrifuð á Benidorm á Spáni, en við komumst ekki heim til að vera við útförina, því miður. Við þökkum margar góðar sam- verastundir, einkum fyrr á áram, þegar við voram öll ung. Einnig in- dælar stundir er við áttum saman á Italíu, þegar Anna var þrjátíu og ellefu ára! Kæri Gummi, Þórunn, Heiða, Jón Viðar og fjölskyldur, við vottum ykkur innilega samúð. Guð geymi ykkur. Gunnþóra (Dúlla) og Óðinn. MARÍA ÞOR VALDSDÓTTIR BRADWELL + María Þorvalds- dóttir Bradwell fæddist 16. 1928. Hún lést í Washington-ríki í Bandaríkjunum 25. október sl. Minning- arathöfn um Maríu var haldin í Árbæj- arkirkju miðviku- daginn 3. nóvember sl. María móðursystir stendur við gluggann í eldhúsi ömmu minnar í blágrænni kápu með hálfsíðum ermum og kjól í sama lit innanundir. Skórnir era líka blá- grænir og hællinn hár og mjór. Hún er sólbrún og falleg og eitthvað svo framandi í framkomu. Það er eins og hún sé alltaf kát. Amma er að taka til kaffi og meðlæti, og allt í einu finnst mér hún eitthvað svo hversdagsleg og lítil, - hún nær dóttur sinni rétt í axlir. María hlær og segir svo með áberandi amerískum hreim: „Svei mér þá, þeir era enn að byggja þessa kirkju, þama efst á holtinu, þetta er búið að taka áratugi - af hverju gerist allt svona hægt á Is- landi?“ Amma svarar engu, hún raular við iðju sína, kannski heyrði hún ekki spuminguna, eða fannst hún ekki svara verð. Amma hafði lagt sitt af mörkum svo minningar- kirkja Hallgríms gæti risið, það vissi ég vegna þess að hún borgaði reglulega í byggingarsjóðinn, fannst það skylda sín sem sóknar- bams, - svo ekki var við hana að sakast. Ég skoða Maríu forvitnum bams- augum og reyni að gera mér í hug- arlund hvernig þessi staður, Amer- íka, sé í raun og veru. Kannski þar sé allt eins og í teiknimyndunum, allt gangi fyrir sig á ógnarhraða, eins og þegar Mikki mús, lærlingur galdrameistarans, reynir í örvænt- ingu að stöðva vatnsflauminn sem hann hafði sjálfur komið af stað með því að vera að fikta við galdra- staf meistara síns. Kannski lífið í Ameríku sé ein samfelld Fantasía. Eða, af hverju var María ein- hvern veginn svona ólík mömmu minni og hinum systranum? Hún hlaut að hafa ver- ið eins og þær sem barn, - en Ameríka síð- an breytt henni. Upp frá þessari stundu, að ég sá Maríu móðursystm- mína íyrst, varð ég forvitin um hana og sá líf henn- ar í Ameríku í hillingum. Af og til bárast myndir og bréf. Hún bjó í húsi með sundlaug í garðinum, hún var með risastórt gullskreytt jólatré á jólunum, hún ók um á hvítri dross- íu, - og hún sendi ömmu litríka kjóla á hverju ári fyrir árshátíð „oddfellowanna", sem amma kveið alltaf jafn mikið fyrir, enda sat hún þar í heiðurssæti við hlið bróður síns og vildi ekki verða honum til skammar. Seinna, þegar ég var sjálf orðin fullorðin og við hjónin áttum erindi til Ameríku, gerðum við okkur sér- staka ferð til að heimsækja Maríu, þar sem hún bjó í Kalifomíu, rétt norðan við landamæri Mexíkó. Glæsileikinn á ytra borðinu var ekki eins mikill og ég hafði gert mér í hugarlund sem barn, en hjarta hennar var stórt og opið og geislaði af lífsgleði. Á örfáum dögum kynnt- ist ég Maríu og leið í návist hennar eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Hún var stórkostleg kona, gædd miklum hæfileikum í allar áttir, og kunni þá list að miðla hlýju og gleði í kringum sig. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Maríu að sem ættingja í fjarlægri heimsálfu og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni persónulega. Systkinum og öðram aðstandend- um hér heima og í Ameríku votta ég samúð mína og virðingu fyrir hinni látnu. Tinna Gunnlaugsdóttir. SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR + Sigríður Ás- geirsdóttir var fædd í Reykjavík 19. janúar 1925. Hún lést 20. októ- ber síðastliðinn. tít- för Sigríðar fór fram í kyrrþey. Nú þegar amma Sigga er dáin koma margar minningar upp í hugann. Öllum að- fangadagskvöldum eyddum við hjá þeim Jóa afa og ömmu Siggu á Vesturgötunni. Og þó mamma og pabbi skildu var hún alltaf hin eina og sanna amma Sigga. Björtustu minningar okkar tengjast boðunum hjá þeim. Þar var hátíða- matur, allt sem okkur þótti best, steik og ís í eftirmat. Við voram einskonar heiðursgestir, að minnsta kosti fékk enginn sér af ísnum fyrr en við voram búnar að fá okkar skerf. Bestu jóla - og afmælisgjaf- imar fengum við líka frá ömmu Siggu. Þær voru alltaf bæði fallegar og gagnlegar og komu jafnan í góð- ar þarfir. Hún var mikil húsmóðir og allt var hreint og snyrtilegt í húsinu þegar við komum í heimsókn og hún var búin að fága krist- alinn, sem hún átti svo mikið af og okkur þótti svo flottur, enda þótt Jói afi væri á allt öðra máli. Nú þegar amma er öll, þá finnst manni sem heimsóknirnar til hennar hefðu mátt vera fleiri í seinni tíð, þegar heilsan var farin og sjúkrahúsið var orð- ið hennar annað heim- ili. En það er huggun að við vissum að hún var óbuguð til hinstu stundar þó heilsan væri farin, þá hafði hún svo sterka skapgerð og mikinn kjark, að hún hélt alltaf reisn sinni. Hún fylgdist með okkur, öllum sínum bamabörnum, og heimsótti okkur á hátíðastundum ef heilsan leyfði. Gladdist með okkur er við eignuðumst heimili og börn. Akveðin, sterk og hlý. Um leið og við kveðjum þig, elsku amma, þökkum við þér samveru- stundirnar sem við fengum að njóta. Hvíl þú í friði. Við munum sakna þín. Sigríður Ása Ásgeirsdóttir Ástríður Elín Ásgeirsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.