Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JARL JÓNSSON + Jarl Jónsson fæddist í Reykjavík 15. febr- úar 1934. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 4. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru Rakel Ólöf Pétursdóttir, ljósmóðir frá Aðal- vík, f. 9. nóvember 1897, d. 10. septem- ber 1952 og Jón Þorleifsson listmál- ari, frá Hólum í Hornafirði f. 26. desember 1891, d. 14. júní 1961. Eftirlifandi eigin- kona Jarls er Kristín Magnús- dóttir frá Ólafsvík. Börn Krist- ínar, Ásdís Vignisdóttir og Ár- sæll Vignisson arkitekt, eru fósturbörn Jarls. Ásdís er gift Ómari E. Haffjörð. Kona Ársæls er Halldóra Gunnarsdóttir. Barnabörnin eru: Már Gunnars- son, Björk Gunnarsdóttir, Davíð Ársælsson, Kristín Ársælsdóttir og Kristján Theofil Ársælsson. Eiginkona Más er Erna Hilmarsdóttir. Þeirra börn eru Haf- rún, Adam og Atli Már. Eiginmaður Bjarkar er Sveinn M. Bragason, þeirra synir eru Sveinn Omar og Hrólfur. Systir Jarls var Kol- brún, hún er látin. Hún var gift Brandi Brynjólfssyni, þau skildu. Síðar giftist hún Gísla Halldórs- syni verkfræðingi. Börn hennar eru Orri Brandsson, Þórunn Brandsdóttir, Rakel Pétursdóttir, Guðfinna Gísla- dóttir og Jón E. Gislason. Bróð- ir Jarls er Bergur P. Jónsson. Fyrri kona hans var Anna M. Eh'sabet Pálsdóttir. Hún er lát- in. Þeirra börn eru Páll Þór, Rakei Ólöf og Anna Gyða. Seinni eiginkona Bergs er Svanhvít Sigurlinnadóttir. títför Jarls fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar Jarl fæddist 1934 var kreppuástand um allan heim. Þá fengust ekki epli og appelsínur nema um jól. Foreldrar okkar höfðu flutt heim frá námi í Dan- mörku nokkrum árum áður, en réðust samt í það stórvirki að byggja húsið Blátún við Kapla- skjólsveg. Þar ólumst við upp í nokkurri sveit, tún, melar og mýrar allt í kring. Næstu hús voru Skálholt austan megin. Þar bjuggu Grön- dal-bræður. Vestan Kaplaskjóls- vegar voru Meistaravellir með kúabú. Þar keyptum við stundum mjólk. Þar voru líka bræðurnir Helgi, Torfí og Yngvar og systur þeirra. Nokkru utar voru Jófríðar- staðir með Ingimund Ólafsson sem leikfélaga, þá kom Skáli með Arna Pétursson lækni og hans börn Jón (Nonna) og Þórunni (Tótu). Þar á bak við var kúabú sem Mávahlíð hét. Þar nokkru lengra var Hagi, sem var einhvers Persónuleg, alhiiða útfararþjónusta. Svemr Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ konar fiskverkunarhús. Okkur fannst það gríðarlega stórt, og var löngu síðar notað fyrir Coca Cola- verksmiðju. Á stríðsárunum 1942 og 3 var byggð heil herstöð, Camp Knox, á túnunum norðan og austan Blá- túns. Þetta var stjórnstöð Banda- ríska flotans á Norður-Atlantshafí og hvfldarstöð áhafna herskipa. Það vildi svo til að klúbbhús yfír- manna (Offíeers Club) var byggt næst Blátúni í um 30 metra fjar- lægð. Myndaðist þá nokkur kunn- ingsskapur milli okkar bræðra og nokkurra manna úr þessu liði. Höfðum við Jarl bréfasamband við einhverja þeirra í nokkur ár. Það virðist nokkuð ljóst að ekki hefur verið vandalaust að ala upp börn við þessi skilyrði, en bót í máli var þá sú staðreynd, að faðir okkar hafði heimilið jafnframt sem vinnustað. Máttum við ætíð vera hjá honum í vinnustofunni, en þurftum að sjálfsögðu að temja okkur stillingu og tillitssemi. Vegna stríðsins féll niður inn- flutningur á litum og öðru efni til listmálunar. Faðir okkar gat á ein- hvern hátt útvegað sér efni til gerðar lita og lérefts. Það kom því í hlut okkar Jarls að aðstoða við þessa vinnu. Það þurfti að „rífa“ liti, sem kallað var, en það felst í að blanda saman litadufti og olíu á sérstakan hátt, mylja kornin í litn- um á sérstökum gler-, og marm- araplötum þangað til ekki fundust nein korn. Það þurfti að strekkja, olíubera og grunna striga, smíða og setja saman ramma, hengja upp myndir á sýningar o.fl. 011 sumur þurfti faðir okkar að fara út í náttúruna til að mála myndir og safna efnivið í myndir. Þar eð móðir okkar hafði mikinn áhuga á gróðri og náttúru lands- ins, fór öll fjölskyldan saman í þessar útilegur. Var ætíð búið í tjaldi við mjög frumstæð skilyrði, a.m.k. á nútímamælikvarða. Úti- legur þessar stóðu yfirleitt yfir í 3 til 5 vikur. Aðstoðuðum við eftir mætti við að bera útbúnaðinn, tína ber og safna jurtum með móður okkar o.fl. Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúBleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com ■5 , % S í byrjun stríðsins fór systir okkar til náms í Kaliforníu. Stund- aði hún myndlistarnám þar í fjög- ur ár. Á þeim árum urðu sam- skipti okkar Jarls mjög náin og hefur gagnkvæmur skilningur og virðing haldist alla tíð. Jarl gekk í Verslunarskóla Is- lands og útskrifaðist þaðan árið 1952. Hann vann um nokkurra ára skeið við bókhald, m.a. hjá banda- rískum verktökum og fleirum á Keflavíkurflugvelli. Síðar tók hann nám í endurskoðun og lauk prófi sem löggiltur endurskoð- andi. Opnaði hann þá skrifstofu á heimili sínu og rak alla tíð þar til hann lést. Jarl var alltaf mjög hændur að föður sínum og tók margt upp eft- ir honum. T.d. varð hann mjög öt- ull frímerkjasafnari og annaðist það af mikilli kostgæfni. Sama er að segja um virðingu hans fyrir málverkum föður okkar. Hann gerði sér far um að eignast mynd- ir hans hvenær sem færi gafst og annaðist þær af svo mikilli kost- gæfni og alúð að efamál er að nokkur geti gert það betur. Um nokkurt árabil héldum við Jarl uppi hefð foreldra okkar og héldum sameiginlega upp á af- mæli fóður okkar annan jóladag. Gerðum við það til skiptis á heim- ilum okkar, þegar aðstæður leyfðu. Það var alltaf mikil tfl- hlökkun þegar jólin nálguðust, ekki síst þegar þau áttu að vera hjá Jarli. Hann var slíkur lista- kokkur, að maður gekk að því vísu að eitthvað gott yrði á borðum. Samheldni þeirra Kristínar og samvinna var einstök á öllum svið- um. Heimili þeirra Kristínar og Jarls hefur ætíð verið fágað og smekklegt, allt til fyrirmyndar bæði innan dyra sem utan. Ekki er það fyrir íþurð peninga, heldur þess að þau hafa sjálf unnið verkin af umhyggju og smekkvísi. Fyrir allmörgum árum fóru þau Jarl og Kristín að læra bókband. Það er eins og annað, sem hann gerir, það er hreint listaverk. Það er eins með garðinn, þótt lítill sé, er hann algjört augnayndi hvar sem litið er. Jarl var hlýr og hæglátur og reyndist börnum Kristínar sem besti faðir. Og það leynir sér ekki hvern hug börn og barnabörn þeirra bera, í veikindum Jarls hafa þau vakað yfir þeim nótt sem dag. Fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka ég þeim öll- um og sérstaklega Kristínu þá al- úð og umhyggju er þau hafa sýnt. Að lokum þakka ég þér, Jarl, fyrir allt líf þitt, ég veit að allir ástvinir okkar og skyldmenni sem farin eru heim, munu taka vel á móti þér í nýjum heimi. Þinn bróðir, Bergur. Mig langar að minnast kær- leiksríks og hægláts manns, er verður jarðsunginn í dag. Jarl eða Jalli eins og við „krakk- arnir“ kölluðum hann kom inn í líf mömmu og okkar systkinanna þegar bróðir minn var 5 ára og ég 16 ára. Bróður minn ól hann upp og verð ég ævinlega þakklát fyrir þá hlýju og elskusemi og það fal- lega heimili er hann skapaði okkur ásamt mömmu. Það stóð okkur alltaf opið og áttum við Ómar eig- inmaður minn marga ánægju- stund þar. Börnunum mínum tveimur, Mássa og Systu, var hann ómetanlega góður. Mamma og Jalli urðu sem eitt og voru óaðskiljanleg og mjög ná- in alla tíð. Er missir mömmu mik- ill. Mig ól hann ekki upp í orðsins fyllstu merkingu - og þó - hann opnaði fyrir mér nýjan, fagran heim og það voru ófá kvöldin sem setið var í rökkrinu í Holtagerðinu og við hlustuðum á Jalla segja frá öllu milli himins og jarðar. Óftast snerist umræðan um þær dýrðar- gjafir sem mannfólkið hefur gefið sjálfu sér þ.e. menninguna og list- ina. Líf mitt gerði hann ríkara af þeim auði og mun ég bera hann innra með mér alla tíð. Hans verður sárt saknað í mínu hjarta. Ásdís Vignisdóttir. Þegar ég leit við hjá þér, þín síð- ustu kvöld, rifjuðust upp fyrir mér samverustundir okkar. Sterkastar eru minningarnar frá barnæsku minni, þar sem þú áttir ríkan þátt í að móta áhuga minn á reikningi, taflmennsku, frímerkja- og mynt- söfnun auk annarra ábendinga sem hafa komið sér vel. Þau eru t.d. ófá fyrstadagsumslögin sem þú sendir mér frá ýmsum stöðum á landinu, t.d. Landsmóti skáta 1974. Það sendir þú mér á sumar- dvalarheimilið Ástjörn og sýnir vel þann metnað sem þú lagðir í að vekja frímerkjaáhugann hjá mér. Enn meiri áherslu lagðir þú á reikningskennsluna, sem hófst fyr- ir almenna skólagöngu mína og ég átti eftir að búa lengi að. Það tók þig ekki langan tíma að skrifa dæmi á blað og útskýra vel það sem betur mátti fara hjá mér. Þú hafðir einnig gott lag á að láta dæmin þyngjast smátt og smátt. Eins var það með taflmennskuna, þú varst alltaf tilbúinn í að a.m.k. eina skák og tefldir þannig að styrkur minn jókst smám saman. Og markmiði þínu var náð þegar þér fannst við vera orðnir jafningj- ar í skákinni. Þetta reyni ég að hafa að leiðarljósi nú þegar ég tefli við son minn. AUar þær ánægjustundir sem ég átti hjá ykkur ömmu í Holtagerð- inu munu aldrei gleymast. Elsku amma, megum við öll hafa styrk til að takast á við þessa erf- iðu tíma. Már. Elsku amma og Jalli! Eg er ósköp döpur en samt! Döpur yfir því að þú Jalli minn sért farinn frá okkur en glöð yfír að veikindi þín stóðu ekki lengur en þetta. Það eru 2 mánuðir síðan við komumst að því að þú varst veikur og í gær varstu bara farinn frá okkur! Þú ert búinn að vera afskaplega lasinn og kvalinn undanfarið og eru amma, mamma og Sæli búinn að vaka yfir þér síðusta daga heima í Holtagerði. Mér finnst ósköp gott að vita að þú hafir fengið að sofna rólegur heima í rúminu þínu, horfandi á myndina frá Hellissandi sem pabbi þinn málaði og vera innan um öll málverkin og hlutina sem þér þótti svo vænt um. Mér fannst líka ósköp gott að geta sest á rúmið hjá þér og haldið í hendina á þér þó mér þætti reyndar ósköp sárt að sjá hversu veikur þú varst orðinn. Ég held samt og veit að þú vissir að við vorum hjá þér þessa síðustu daga og fyrir mig er mér ómetan- legt þegar þú opnaðir augun og horfðir á mig á þriðjudaginn og ég fann að þú vissir af mér! Fallegasta sjón sem ég hef nokkurn tíma séð um ævina var einmitt þetta sama kvöld þegar amma lagðist hjá þér og sagðist ætla að hvíla sig og þú horfðir á hana með ást í augum og þið héld- ust í hendur! Ég á svo ótal margar góðar minningar tengdar ykkur ömmu sem ég ætla ekki að tiunda hér en við vitum öll af! Elsku amma mín! Ég veit að líf þitt verður aldrei samt eftir að Jalli er farinn, enda hafið þið hjón- in verið óaðskiljanleg frá því þið fóruð að vera saman, sem er löngu fyrir mínar fyrstu minningar. Elsku Jalli minn, ég óska þess bara að þú hafir það sem allra best þarna hinu megin og vitir að við hugsum öll til þín. Þín Björk. Jarl lést í nótt. Þetta voru furðuleg orð, maður er ekki vanur að heyra það að einhver nákominn hafi dáið en svona er lífið, gefur og tekur þegar minnst varir. Mínar fyrstu minningar eru þegar hann og Kristín voru að keyra okkur mömmu heim á stóra Citroen-bílnum sínum. Framljósin beygðu eins og stýrið. Þetta fannst mér alveg kostulegt sem barni. Jólaboðin sem hann og Kiddý stóðu fyrir voru haldin af miklum rausnarskap á afmælis- degi pabba hans, Jóns Þorleifs- sonar listmálara, sem var kvæntur móður minni. Þessar veislur voru alltaf sérstakar af því að maður kom bara einu sinni á ári til Jalla eins hann var stundum kallaður. Þar ríkti mikil gleði og fögnuður. En eftir því sem árin liðu jókst sambandið við Jarl. Hann hjálpaði mér með framtalið mitt og móður minnar, íbúðarkaup og ýmislegt annað. Þar vantaði ekki hjálpsem- ina og greiðslu vildi hann enga fá. Ég mun ávallt minnast hans með hlýjum hug. Kæra Kristín, þið áttuð mörg góð ár. Núna áttu margar góðar minningar. Jón Páll Hartmóðsson. Elskulegur frændi minn, móð- urbróðir, Jarl Jónsson, er látinn. Ég heimsótti hann nokkrum dög- um áður en hann lést og við áttum góða stund saman. Við kvöddumst eins og við ættum eftir að sjást fljótlega aftur. Þannig hafði það ætíð verið, þótt stundum liði langt á milli heimsóknanna. Ég minnist þess með hlýju hve mér var ævin- lega vel tekið í Holtagerðinu þó ég ætti það til sem unglingur að birt- ast á furðulegustu tímum án þess að gera boð á undan mér og ætti í raun ekkert sérstakt erindi annað en sjá þig og spjalla. Einhver ósýnileg bönd tengja fólk sem þekkst hefur langa tíð. Frá því að ég var lítil stelpa í Blátúni, afa- húsi, hef ég átt þig að og reyndar við systkinin öll. Mér og Þórunni systur var það upphefð að fá að bursta skóna þína í kjallaratröpp- unum í Blátúni þegar við vorum litlar og fá að koma inn í herberg- ið þitt og skoða safnið þitt, eða söfnin, því þá þegar áttirðu fallegt frímerkja- og myntsafn. Þar lærð- um við sitthvað um vönduð vinnu- brögð en það var sama hvað þú fékkst við, allt varð fallegt og gott í höndum þínum. Fallegri rithönd er vandfundin og eldamennskan var ekki af verri endanum. Slíkir fagurkerar og smekkmenn sem þú eru ekki á hverju strái. I allri framkomu þinni mátti finna að þar fór einlægur listunnandi, eins og heimili þitt og Kristínar bar vitni um. Þangað fannst okkur systkin- unum öllum gott að koma og fínna tengslin við fortíðina. Hlusta á ýmsan fróðleik um foreldra þína, afa og ömmu okkar. Það var ekki síst eiginkonu þinni Kristínu að þakka hve ánægjulegar stundirn- ar voru því hún tók þátt í umræð- unum af lifandi áhuga. Það er ómetanlegt að eiga góða fjöl- skyldu og það var okkur systur- börnum þínum mikils virði að þið hjónin tókuð þátt í þeim fjölmörgu fjölskylduviðburðum sem á dag- ana hefur drifið og ekki síst núna seinni árin að geta skemmt okkur saman án þess að finna fyrir kyn- slóðabilinu margfræga. Ég hef alltaf talið það gæfu að hafa fengið að kynnast merkilegu fólki á unga aldri og eftir því sem árin líða geri ég mér betur grein fyrir því hve þetta fólk var sérstakt og stór- brotið og þar ert þú meðtalinn. Þú varst um margt einstakur, blíður og góður. Aldrei var orði hallað um náungann en ríka kímnigáfu skynjaði maður í glettnu augna- tilliti og hnyttnum tilsvörum. Þú mættir einnig örlögunum af mikilli karlmennsku, með glettni, tign og ró sem var þér í blóð borin. Það er mikill missir að manni eins og þér, ekki aðeins fyrir fjölskyldu þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.