Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krefjast formlegs mats á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar Vonast eftir á sjöunda tug þúsunda undirskrifta Sólveig staðgeng- ill í'imni ráðherra SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, var staðgengill fímm ráðherra Sjálfstæðisflokksins í vikunni er þeir voru á þingi Norður- landaráðs í Stokkhólmi. Halldór Asgrímsson utanrík- isráðheiTa gegnir venjulega störfum forsætisráðherra í for- föllum Davíðs Oddssonar en þeir voru báðir erlendis og því tók Sólveig við störfum forsæt- isráðherra. Davíð Oddsson kom heim til íslands í fyrrakvöld af þingi Norðurlandaráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu þykir það ekki óvenjulegt að einn ráð- herra sinni svo mörgum ráðu- neytum í fjarveru samstarfs: ráðherra sinna í sama flokki. I raun sé aðeins um formsatriði að ræða þar sem nútímatækni geri ráðherrum fært að sinna ýmsum erindum þrátt fyrir fjarveru. Barnaefni klukkan 7 að morgni STÖÐ 2 hyggst auka barnaefni um helgar og munu útsending- ar framvegis hefjast klukkan 7 að morgni í stað kl. 9. Að sögn Hilmars Sigurðsson- ar, markaðsstjóra Islenska út- varpsfélagsins, hefur verið tals- verður þrýstingur frá foreldr- um að hefja útsendingar fyrr á morgnana. Með því að hefja út- sendingar á laugardögum og sunnudögum klukkan 7 bætast við 16 tímar af barnaefni í hverjum mánuði. Nýir þættir eru væntanlegir á skjáinn hjá Stöð 2, m.a. þátt- ur sem nefnist „Rugrats". Er um að ræða teiknimyndir þar sem veröldin er séð með augum barna. GRASRÓTARHÓPURINN Um- hverfísvinir hóf undirskriftasöfnun í gær þar sem þess er kraflst að stjóm- völd láti fara fram formlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjun- ar. Söfnunin stendur næstu þrjár til fjórar vikur en gert er ráð fyrir að ljúka henni áður en heimild Fljóts- dalsvirkjunar verðui- tekin iyrir á AI- þingi, að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, framkvæmdastjóra undirskriftasöfnunarinnar. Takmarkið er sett hátt, segir Jak- ob Frímann og standa vonir til þess að á sjöunda tug þúsunda undir- skrifta safnist. Þar með yrði fjöl- mennasta undirskriftasöfnun í sögu þjóðarinnar slegin út, en tæplega 56 þúsund manns skráðu nafn sitt á lista undirskiftasöfnunarinnar Varið land í byrjun áttunda áratugarins. Jakob Frímann kvaðst bjartsýnn um árangurinn og sagði að viðbrögð- in í gær hefðu verið mjög jákvæð. Kynningarfundur var haldinn af til- efninu í húsakynnum söfnunarinnar í Síðumúla 34. Þar skýrðu nokkrir ein- staklingar irá því hvers vegna þeir stæðu að baki söfnuninni og hví þeir teldu svo mikilvægt að látið yrði fara fram formlegt mat á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltnii Sjálfstæðisflokksins, er talsmaður Umhverflsvina. Hann sagðist vona að undirskriftasöfnunin yrði svo árangursrík að stjómvöld kæmust ekki hjá því að virða skoð- anir almennings í þessu máli, en skoðanakannanir hefðu þegar sýnt hvert hugur hans stefndi. Hann sagði að þjóðhagsleg rök, lýðræðis- leg rök og tilflnningaleg rök bentu til þess að það yrði að meta umhverfisá- hrif framkvæmdarinnar. Það næsta sem kemst þjóðaratkvæðagreiðslu Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og formað- ur Umhverfisverndarsamtaka Is- lands, kvaðst viss um að með því að meta umhverfisáhrif framkvæmdar- innar gætum við forðast að umhverf- isslys myndi eiga sér stað. Til dæmis hefði umhverfi Blönduvirkjunar ef- laust hlotið mun minni skaða ef þar hefði verið framkvæmt mat á um- hverfisáhrifum á sínum tíma. Stein- grímur kvaðst trúa því að íslenskir stjórnmálamenn myndu líta til und- irskriftasöfnunarinnar þegar þeir tækju ákvörðun um Fljótsdalsvirkj- un á þinginu. Hann sagðist telja und- irskriftasöfnun það sem hvað mest nálgaðist þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og jafnframt einu leiðina til að sætta þjóðina. Kristín Halldórsdóttir, fyrrver- andi Alþingismaður, tók í sama streng. Hún sagði að þjóðin væri að biðja um að fá að segja álit sitt á málinu og það skipti hana verulegu máli að farið væri eftir lýðræðisleg- um leikreglum. Stjórnvöld yrðu að bregðast við ef þau fengju undir- skriftir í tugþúsundatali þar sem óskað væri eftir því að fram færi formlegt mat á Fljótsdalsvirkjun. Hægt að skrá sig í gegnum síma og tölvu Hákon Aðalsteinsson, hreppstjóri Fljótsdalshrepps, og Þóra Guð- mundsdóttir arkitekt sögðu að skoð- anir um málið væru skiptar á Aust- urlandi eins og annars staðar á land- inu. Þóra taldi nauðsynlegt að virkja athafnasemi íbúa Austurlands og sagði að fyrir brot af þeim fjármun- um sem settir yrðu í virkjun og álver á Austurlandi mætti framkvæma ótal hluti í fjórðungnum og skapa fjölda starfa. Hákon sagði að það væri óskiljanlegt hvers vegna þessi eina virkjun væri undanskilin mati á umhverfisáhrifum og það væri lág- markskrafa að krefjast þess að slíkt mat færi fram. Undirbúningur að undirskrifta- söfnuninni hefur staðið sl. þrjár vik- ur. Allir 16 ára og eldri geta skráð sig á lista sem sjálfboðaliðar munu láta ganga um allt land. Einnig er hægt að lýsa yfir stuðningi með þvi að slá inn kennitölu sína í gegnum síma, 595 5500 og tölvupóst, um- hverfísvinir@mmedia.is. Þá verða veggspjöld seld til að standa straum af kostnaði undirskriftasöfnunarinn- ar, en gert er ráð fyrir að hann verði um 6 milljónir króna. Morgunblaðið/RAX Nokkrir þeirra sem standa að „þverpólitíska grasrótarhópnum Umhverfisvinir" eins og Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri hópsins, kallaði hann, hefja á loft veggspjöld sem seld verða til styrktar söfn- uninni. Frá vinstri eru Þóra Guðmundsdóttir, Hákon Aðalsteinsson, Kristín Halldórsdóttir, Jakob Frímann, Steingrímur Hermannsson og Ólafur F. Magnússon. Eftirmálar fossasölu Einars Benediktssonar til fyrirtækja og félaga erlendis Vatnsréttindi hugsanlega í eigu bresku krúnunnar HUGSANLEGT er að sum þeirra vatnsréttinda sem seld voru úr landi af Einari Benediktssyni í byrjun ald- arinnar séu komin í eigu bresku krúnunnar. Samkvæmt breskum lögum falla eigur félaga sem leggja upp laupana, eins og öll þau félög sem Einar stofnaði á Englandi gerðu, í hendur bresku krúnunnar. Að hluta eru vatnsréttindin í Jök- ulsá á Fjöllum og Dettifossi sem Einar seidi úr landi komin í eigu ís- lenska ríkisins en óljóst er hvað varð um sum þeirra. Ríkið tók Svinadal eignarnámi Samkvæmt upplýsingum frá Guð- jóni Friðrikssyni, höfundi ævisögu Einars Benediktssonar, var jörðin Svínadalur, sem á iand að Dettifossi vestanmegin, tekin eignarnámi af ís- lenska ríkinu árið 1934. Alþjóðlegt risafyrirtæki á sviði sprengiefna- framleiðslu, Nitrogen Products & Carbide Company Ltd., keypti jörð- ina árið 1913 en það hafði áhuga á að reisa efnaverksmiðju hér á landi sem nýtti vatnsafl Jökulsár á Fjöllum, eins og sagt var frá í frétt í blaðinu í gær. Þegar ríkið tók Svínadal eign- arnámi var jörðin hins vegar komin í eigu norsks fossafélags að nafni Gígant sem Einar átti aðild að. Að sögn Guðjóns Friðrikssonar kann að vera að einhver vatnsrétt- indi séu enn í formlegri eigu eða leigu einhverra þeirra félaga sem fjárfestu í Jökulsá á Fjöllum snemma á öldinni. „Nitrogen Prod- ucts leigði til dæmis vatnsréttindi jarðarinnar Hafursstaða, sem á land að Dettifossi austanmegin, en ekki er vitað til hve langs tíma og hvernig þau mál standa nú.“ Hluti vatnsréttinda Dettifoss enn í eigu Gígants Fyrstu vatnsréttindajarðirnar við Jökulsá sem Einar keypti voru As og Byrgi, sem nú heitir Asbyrgi. Sam- kvæmt afsalsbréfi sem varðveitt er á Sýsluskrifstofu Húsavíkur seldi Einar vatnsréttindi þeirra. Gígantfélag- inu. Árið 1973 af- henti Keldunes- hreppur Náttúru- verndarráði til eignar og umráða spildu úr afréttar- landi hreppsins sem áður tilheyrði jörðinni Asi og kom þá í ljós að vatnsréttindi þessi voru enn í form- legri eigu Gígants. Eru þau því und- anskilin í afsali um afhendingu af- réttarspildunnar til Náttúruverndar- ráðs. í eigu bresku krúnunnar? Öll þau félög sem Einar stofnaði á Englandi og víðar leystust upp fyrr á öldinni, þar á meðal Gígant. Ragn- ar Aðalsteinsson, lögmaður, kannaði hvort eitthvað stæði eftir af eignum Einars hér á landi að beiðni Hrefnu Einarsdóttur í byrjun áttunda ára- tugarins. I ljós kom að Einar hafði selt einu hlutafélaganna sem hann átti aðild að, The British North Western Syndicate, veiðirétt í efri hluta Elliðaánna, svonefndri Hólmsá á Bugðu. Starfsemi þessa félags hafði fyrir löngu lognast út af og samkvæmt breskum lögum til- heyra eignir þess því bresku krún- unni og þar á meðal veitiréttindin í Elliðaánum. Ragnar segir að til þess að endurheimta þessi réttindi hefði þurft að endurreisa The Brit- ish North Western Syndicate sem hefði verið afar flókið í framkvæmd vegna þess að hluthafar voru fjöl- margir. Ekkert frekar var aðhafst í mál- inu en að mati Ragnars og Guðjóns Friðrikssonar kann að vera að svip- að sé ástatt um vatnsréttindi sem hugsanlega tilheyrðu þeim fjöl- mörgu félögum sem Einar stofnaði á Englandi og hafa legið í dái fram á þennan dag. Heimilislína Búnaðarbankans: garöinn þinn Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum Lægri vextir á yfirdrætti • Heimilisbanki ó Netinu VISA farkort • Fjármögnunarleiðir Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir / -,r \ífK Einar Bcncdiktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.