Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 13 HÖFUÐBORGIN Deiliskipulag fyrir Grafarholtshverfí kynnt Byrjað að byggja næsta sumar BYGGINGARRÉTTI fyrstu íbúðanna í hinu nýja Grafar- holtshverfí verður úthlutað í lok þessa árs og byrjun þess næsta, en lóðimar verða auglýstar í lok mánaðarins. Samkvæmt deiliskipulagi, sem kynnt var á blaða- mannaftindi í Golfskála Golf- klúbbs Reykjavíkur í gær, er gert ráð fyrir um 4.500 manna byggð í um 1.500 íbúðum í hverfinu. Fyrstu íbúðarhúsin munu rísa sum- arið 2000, en hverfið verður byggt upp á næstu þremur til fjórum árum. „Borgin er að færa sig austur yfir Vesturlandsveg- inn í íyrsta sinn,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. „Þetta er eitt fegursta bygg- ingarland Reykjavíkur með fallegu útsýni yfir borgina og þetta er líka útivistar- paradís, því í nágrenninu er golfvöllurinn, Reynisvatn með sinni silungsveiði og síðan verður skipulagt íþróttasvæði norðan byggð- arinnar, við Úlfarsá." Nýjar reglur um útboð og úthlutun lóða Ingibjörg Sólrún sagði að byggingarrétti fyrir rúmlega 600 íbúðum yrði úthlutað nú rétt fyrir og eftir áramót. íbúðimar verða á lóðum í vesturhluta Grafarholts í hlíðinni á milli Vesturlands- vegar og vatnsgeymanna. Um er að ræða 378 íbúðir í fjölbýlishúsum, 52 íbúðir í tvíbýlishúsum og 175 íbúðir í öðrum sérbýlishúsum, þ.m.t. svokallaðar þyrpingar, með 6 til 12 íbúðum í einbýlis og raðhúsum. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðirnar verði af- hentar byggingarhæfar 1. júlí árið 2000, en aðrar síðar á árinu. Lóðunum verður ýmist út- hlutað með útboði eða að auglýst verði eftir umsókn- um, en þetta em nýmæli. Byggingarrétti verður út- hlutað annars vegar sam- kvæmt umsóknum á föstu verðlagi og hins vegar sam- kvæmt útboði þar sem lág- marksverð gildir. Byggingarréttur 43 ein- býlishúsa við Ólafsgeisla og Kirkjustétt verður eingöngu seldur einstaklingum eða fjölskyldum á fyrirfram ákveðnu verði. Eftir að aug- lýst hefur verið eftir um- sóknum verður dregið úr þeim sem uppfylla skilyrði ákveðinna skilmála og fá umsækjendur að velja lóðir í þeirri röð sem umsókn þeirra er dregin út. Byggingarréttur seldur með hönnunarsamningi Á tilteknum lóðum, þar sem reist verða tvíbýlishús, verður byggingarréttur seldur með hönnunarsamn- ingi, en með því er verið að reyna að halda utan um hönnunina á svæðinu. Þeir arkitektar sem hanna húsin verða valdir með hæfnisvali og verða að hafa reynslu í hönnun. Þorvaldur S. Þorvaldsson skipulagsstjóri sagðist vera mjög ánægður með skipulag í deiliskipulaginu, sem kynnt var í gær, hefur aðalá- herslan verið lögð á það að hafa svæðið fjölskylduvænt og skjólgott. Þá hefur einnig verið lögð áhersla á það að hafa ökuleiðir greiðar, stíga fyrir gangandi og hjólandi örugga, sem og góða þjón- ustu almenningsvagna. Grafarholtshverfi markast af Vesturlandsvegi til vest- urs, Reynisvatnsvegi með- fram Úlfarsá til norðurs, Reynisvatni til austurs og golfvelli GR til suðurs. Hverfið mun byggjast á 100 hektara landssvæði og verð- ur byggðin að mestu í 55 til 95 metra hæð yfir sjó. Kristnibraut verður aðal- umferðargatan í hverfinu en hún mun liggja í gegnum það þvert og tengja saman svæðið við vatnsgeymana og Reynisvatn. Næst Kristni- brautinni, í miðju hverfinu, Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Deíliskipulag fyrir Grafarholtshverfi var kynnt í Golfskála Golfkliíbbs Reykjavíkur í Grafarholti í gær. Frá vinstri: Þorvaidur S. Þorvaldsson skipulagsstjóri, Árni Þór Sig- urðsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri Reykjavíkur, og Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur. svæðisins, en efnt var til hugmyndasamkeppni, þar sem höfundar þriggja bestu hugmyndanna fengu að vinna að nánari útfærslu svæðisins í sameiningu. Hann sagði að skipulag fyrir svæðið austan megin við Jónsgeisla væri enn í vinnslu. verða stofnanir og þjónusta og þétt byggð fjölbýlishúsa, sem verða mest þrjár hæðir. Þegar fjær dregur til beggja átta verður byggðin lægri og dreifðari með meiri áherslu á sérbýli. Á svæðinu næst Vesturlandsveginum er gert ráð fyrir atvinnuhús- næði. í bæklingi, sem gefinn var út af Reykjavíkurborg og fjallar um hið nýja hverfi, segir að götunum í hverfinu megi líkja við trjástofna og út frá þeim muni greinast húsgötur í allar áttir. Græn- ir geirar muni ganga inn í hverfið á nokkrum stöðum og tengja byggðina þannig beint við fjölbreytt útivistar- svæði, sem liggi að hverfinu úr flestum áttum. íþróttasvæði Grafarholts- hverfis mun rísa nyrst í hverfinu, í Úlfarsdal við Úlfarsá. Ámi Þór Sigurðs- son, formaður skipulags- nefndar Reykjavíkur, sagði að íþróttasvæðið myndi líka þjóna væntanlegri byggð í Hamrahlíðarlöndum, norðan Úlfarsár. Ingibjörg Sólrún sagði að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um það hvaða íþróttafélag yrði með aðstöðu á svæðinu, en hún sagði það sína skoðun að ekki ætti að stofna nýtt félag í hverfinu. Bráðabirgðagatnamót við aðkomuna í hverfíð í vesturhluta Grafarholts, sem byrjað verður að byggja upp á næsta ári, verða tveir leikskólar og einn grunn- skóli. Áformað er að taka annan leikskólann í notkun árið 2002 en grunnskólinn verður að öllum líkindum byggður á árunum 2003 til 2004, en mun taka til starfa í færanlegu kennsluhúsnæði þegar þörf krefur. Að sögn Stefáns Her- mannssonar borgarverk- fræðings verður aðkoman inn í Grafarholtshverfið fyrst um sinn um Reynis- vatnsveg, frá Vesturlands- vegi á móts við Víkurveg. Hann sagði að gatnamótin yrðu ljósastýrð, en tók fram að aðeins væri um bráða- birgðalausn að ræða því eftir tvö ár yrðu gerð gatnamót, sem hentuðu betur fyrir þá umferð, sem ætti eftir að myndast á svæðinu. Framkvæmdir við götur í Grafarholtshverfí verða boðnar út fyrir áramót og verður veturinn notaður til gatnagerðar, skolpræsa- lagna og annarra lagna. Grafarholt Hjólreiðamenn á illa útbúnum hjólum að verða vandamál Skokkari næstum hjólaður niður Breiöholt HJÓLREIÐAMENN á illa útbúnum hjólum eru að verða verulegt vandamál á göngustígum í Breið- holti, sérstaklega ef þeir hjóla á mikilli ferð, að sögn Arnar Engilberts- sonar, íbúa í hverfinu, en hann hefur skokkað um göngustíga Reykjavíkur í 30 ár. „Ég var að skokka með hundinn minn niður göngustíginn, sem liggur frá Efra-Breiðholti að Höfðabakkabrú um dag- inn þegar einn náungi kom á mikilli ferð niður stíginn og straukst við mig,“ sagði Örn. „Mér krossbrá enda mátti engu muna að hann hefði hrein- lega hjólað mig niður. Maðurinn var ljóslaus, en það var myrkur og raki í loftinu þennan morgun og skyggni nyög slæmt.“ Orn sagði að göngustíg- urinn væri sérstaklega varhugaverður á þessum kafla því hjólreiðamenn kæmust á mikla ferð þar og sagðist hann oftar en einu sinni hafa komist í hann krappann á þessum slóðum. Hann sagði að þjólreiðamennirnir væru örugglega á um 30 til 50 kílómtra hraða, þegar þeir brunuðu niður brekk- una. Örn sagði að illa útbún- ir hjólreiðamenn væru ekki aðeins á þessum til- tekna göngustíg, heldur væri þetta vaxandi vanda- mál alls staðar í borginni. Þeir væru t.a.m. ekki síð- ur hættulegir í umferðinni en á göngustígunum. Hann sagði að daginn, sem hann hefði næstum verið hjólaður niður, hefði hann tekið eftir finim mjög illa útbúnum hjól- reiðamönnum á um tutt- ugu minútum og að þeir hefðu t.d. allir verið Ijós- lausir. „Það er alger óþarfi að bíða eftir einhveiju leið- indaslysi, en það liggur í loftinu ef ekkert verður aðhafst. Ég held að það séu ekki til neinar reglur um hámarkshraða reið- þjóla en það eru til reglur um hjólreiðabúnað og það þarf greinilega að kynna hjólreiðafólki þær betur og hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt.“ Lögreglan í Reykjavík sagðist, í samtali við Morgunblaðið/RAX Erni Engilbertssyni finnst hjólreiðamenn margir hveijir hjóla um á illa út- búnum bjólum, en fyrir stuttu var hann næstum ek- inn niður af einum slikum. Morgunblaðið, ekki hafa orðið var við aukningu á illa útbúnum reiðhjólum í umferðinni, en hún sagði sérstaklega mikilvægt að búnaður reiðhjóla væri í góðu lagi á þessum árs- tíma, þar sem birtuskil- yrði væru slæm. Á hverju reiðlyóli skal vera hemill, ljósker, glitaugu, bjalla og lás og einnig er mælt með viðvörunarstöng og góðu endurskini á öll reiðhjól. Sérreglur fyrir reiðlyól er að finna í umferðarlög- unum en þar segir m.a.: „Heimilt er að lyóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gang- andi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiða- maður á gangstétt eða gangstíg skal vílya fyrir gangandi vegfarendum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.