Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 53 JON KRISTINN RÖGNVALDSSON + Jón Kristinn Rögnvaldsson fæddist í Dæli í Skíðadal 26. janúar 1913. Hann lést á Dalbæ, heimili aldr- aðra á Dalvík, 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dalvíkur- kirkju 12. október. Elsku afi. Ertu þá farinn og loksins frjáls. Frjáls frá súrefninu og það aftrar þér ekki lengur. Nú loksins get- urðu gert eins og þig langar til. Eins og Margrét, litla systir mín, sagði að nú getur þú verið hjá kind- unum sem þú gast ekki síðustu ár vegna veikinda þinna. Það er á svona stundum sem maður hugsar um allt það góða og skemmtilega sem við gerðum saman þegar ég var yngri. Ef ég ætti að taka það allt væri það sjálfsagt efni í heila bók en nokkrar minningar komu upp í hug- ann. Maður mun aldrei gleyma þér og margar minningar úr æskunni í sveitinni eru tengdar þér. Eg man alltaf þegar þú gafst mér veiði- stöngina þína. Þú varst búinn að fá nýja og stærri stöng og þess vegna gafstu mér þá gömlu. Mér fannst mér allir vegir færir og allir fisk- arnir í ánni máttu fara að vara sig því ég hafði fengið gömlu stöngina hans afa að gjöf. Einnig sagðirðu mér oft sögur af miklum veiðiskap frá fyrri árum þegar þið pabbi veidduð mikið þó svo að minna höfum við fengið nú á síðari árum. Ljóslifandi eru einnig fyrir mér minningarnar þegar þú varst oftar en ekki á dráttarvélinni og ég fékk að standa hjá þér. Mér fannst þetta alveg rosalega gaman og ekki var það síðra þegar ég fékk að stýra með þér. Þú varst líka fyrsti kenn- arinn minn á dráttarvélamar og fannst mér það rosalega gaman að geta loksins gert eins og þú. Fleiri útiverk eru mjög svo tengd þér í minningunni. Fjárhúsin munu alltaf eiga stóran sess í huga mín- um. Ég man það svo vel að þú reifst heyið í sundur og pabbi gaf á garð- ann. Svo þegar ég varð nógu gamall til að geta hjálpað til við að gefa var sú ábending frá þér, að ekki mætti slæða á hausana á kindunum sem Til marks um hve ró- legur og yfirvegaður þú varst var það hrein unun að fylgjast með ykkur pabba horfa á handboltaleik. Hvort sem það var KA eða ís- lenska landsliðið og allt á suðupunkti þá sátuð þið sallarólegir og lét- uð ekki læti okkar hinna í fjölskyldunni yfir leiknum hafa ein einustu áhrif á ykkur. Sem dæmi um góð- vild þína var að Skó- dinn þinn var alltaf til reiðu þegar ég þurfti að.fá hann lán- aðan, svo og rakvélin þín þegar mér fór að vaxa smáskegg. Elsku afi, þegar frá líður koma fallegar minningar í stað sárs- aukans og það sem gerði mann sorgmæddan er í raun allai- fallegu minningamar. Það að vita að nú sértu frjáls og að þér líði vel er ljós í myrkrinu. Nú blundar fold í bllðri ró, á brott er dagsins strið, og b'ður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð Þá mæða sálar hverfúr hver, svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. (J. Helgason) Guð geymi þig, elsku afi minn. Svanberg Snorrason. + Ástkær faðir okkar og sambýlismaður, tengda- faðir, afi og langafi, HARALDUR S. GÍSLASON rafverktaki frá Stykkishólmi, Stelkshólum 10, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. nóvember á líknardeild Landspítalans. Sjöfn Haraldsdóttir, Hlöðver Haraldsson, Sif Haraldsdóttir, Benedikt Sveinsson, Sigríður I. Haraldsdóttir, B. Gunnar Ingvarsson, Valdís H. Haraldsdóttir, Björn Guðmundsson, Magnea Á. Haraldsdóttir, Marius Zimmermann, Albert Haraldsson, barnabörn, barnabarnabarn og Ingibjörg Axelsdóttir. + Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANNES ÓLAFSSON, lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagins 9. nóvember. Oddný Ólafsdóttir Frederiksen, Jens Frederiksen, Gestur Ólafsson, Monika Kuss, Elín Þorgerður Ólafsdóttir, Grétar Ottó Róbertsson, Jóna Ólafsdóttir, Helgi Valdimarsson, Yngvi Ólafsson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Óttar Ólafsson, Sigríður G. Valdimarsdóttir og systkinabörn. rótgróin í huga mér og ég reyndi eftir bestu getu að fara eftir henni þó svo að það gengi ekki alltaf sem skyldi í byrjun. Ljóslifandi er það mér í minning- unni þegar þú varst að reyna að kenna mér að slá með orfi og ljá. Þú varst alger snillingur með ljáinn en það gekk frekar brösótt að reyna að kenna mér. Þær voru ekki síðri stundimar sem við áttum saman inni. Ég man alltaf þegar við vorum að tefla. Ég var byrjandi og þú varst alltaf að kenna mér hvemig væri hægt að verjast sókn taflmannanna. Það gekk svo sem ekki vel í fyrstu því þú vannst oftast og í þau skipti sem ég vann held ég að þú hafir alveg getað unnið en bara viljað láta mig vinna. Svo ekki sé talað um kasín- una sem við spiluðum. Það vom sér- stakar stundir að liggja inni á svefn- bekk hjá þér og spila við þig. Einnig þótti oklair systkinunum á unga aldri gaman að leggjast inn tii ykk- ar ömmu á svefnbekkina á kvöldin og sofna þar. En pabbi bar okkur síðan yfir í okkar rúm þegar leið á kvöldið. Óheppni mín í íþróttum og þá að- allega fótbolta var mikil um tíma. Og alltaf baðst þú mig að hætta að spila þegar ég kom meiddur heim. Ég ætti ekki að vera að þessu. Þú sagðir að ég hefði ekkert annað en beinbrot og önnur meiðsli upp úr því og það kom svo á daginn að þetta hélt áfram. Hef ég síðan farið að þínum ráðum, hætt í fótboltanum og verið heill maður upp frá því. + Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengda- móðir og amma, VERONIKA E. JÓHANNESDÓTTIR, Lágholti 2, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstu- daginn 12. nóvember kl. 13.30. Axel Albertsson, Aldís Anna Axelsdóttir, Albert Axelsson, Agnar Logi Axelsson, Ágústa Hallsdóttir, Karl Axel, Sveindís Björk, Halla Ýr, Tinna Rut, Vera Ósk, Hallur Ólafur, Gunnar Logi. + Innilgar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, SIGURGEIRS STEFÁNSSONAR, Ytri-Neslöndum. Stefán Axelsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Aðalbjörg Stefánsdóttir, Guðmundur Magnússon, Axel Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir, Pétur Bjarni Gíslason, Stefanía Stefánsdóttir, Álfdís Stefánsdóttir, Guðfinna Axelsdóttir og frændsystkini. + Ástkær unnusti minn og faðir, sonur okkar og bróðir, VALTÝR MAGNÚS HELGASON, lést af slysförum laugardaginn 6. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð í Landsbanka íslands, nr. 0115-05-061877. Elín Karol Guðmundsdóttir, Alexander Aron Valtýsson, Helgi Björgvinsson, Marín Valtýsdóttir, Helgi Björgvin Helgason, Jón Bjarni Helgason og fjölskylda, Alexander Helgason og fjölskylda. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI NÍELSSON byggingameistari, Flókagötu 43, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 12. nóvember kl. 13.30. Ingunn Hoffmann, Hans Indriðason, Erla Einarsdóttir, Níels Indriðason, Guðlaug Ástmundsdóttir, Indriði Indriðason, Anna Toft, Gunnar Indriðason, Hildur Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Indriðadóttir, Kristinn Karlsson og afabörn. + Bróðir okkar, PÁLLÁRNASON frá Setbergi, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugar- daginn 13. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í Hoffellskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Skjól- garð, dvalarheimili aldraðra, Hornafirði eða líknarfélög. Ari og Helgi Árnasynir og aðrir aðstandendur. + Systir okkar, SIGRÚN SIGMUNDSDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 13. nóvember kl. 14.00. Guðrún Sigmundsdóttir, Stefán Sigmundsson, Árnína Sigmundsdóttir. + GUÐMUNDUR VIGFÚSSON bóndi, Kvoslæk, Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Breiðabólsstað, Fljótshlíð laugardaginn 13. nóvember kl. 13.00. Vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR JÓNU MAGNÚSDÓTTUR, Húsatóftum, Skeiðum. Guðmundur Eyjólfsson, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Markús Alexandersson, Grétar Magnús Guðmundsson, Katrín Svala Jensdóttir, Ingibjörg Sigríður Guðmundsdóttir, Gunnar Einarsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Ástrún Davíðson, Gylfi Guðmundsson, Margrét Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.