Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 |— MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jóhönnusannleikur JÓHANNA Sigurð- ardóttir birti í Morg- unblaðinu 5. nóvem- ber nöldur um húsnæðismál. Ræðst hún á undirritaðan fyrir að „hagræða sannleikanum" eins og hún orðar það, en sam- kvæmt venju sinni fer hún með staðlausa stafi. Eg skipaði nefnd til að kanna þörf fyrir leiguhúsnæði. í nefnd- inni voru fulltrúar frá sveitarfélögum, ASI, BSRB, námsmanna- samtökum, fjármála- og félagsmálaráðuneytum. Nefndin sendi spumingalista til sveitarfé- laga og félagasamtaka til að kanna biðlista. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem nefndin fékk voru sam- tals á biðlistum 1880. Sennilega em þó nokkrir skráðir á fleiri en einum stað og ekki er ólíklegt að um 1500 leiguíbúðir vanti. Til að svara þessari þörf hefur íbúðalánasjóður veitt 476 lánslof- orð til leiguíbúða á þessu ári. Orðið var við öllum óskum sveitarfélaga um leiguíbúðalán eða 272 íbúðum. Félagasamtök óskuðu eftir lánum til 296 leiguíbúða. Öll fengu ein- hverja úrlausn og lofað var 194 lán- um. Þá er rétt að geta þess að um síð- ustu áramót voru húsaleigubætur hækkaðar um 13% og frítekjumark hækkað í 1.600 þúsund krónur á ári. Stórbætt félagsleg aðstoð í stað hins úrelta félagslega eign- aríbúðakerfis með niðurgreiddum vöxtum var tekið upp félagslegt lánakerfi, viðbótarlán og era sam- tímis greiddar vaxtabætur til þeirra sem fá viðbótarlán. Nú hafa frá áramótum verið heimiluð um 1300 viðbótarlán en óráðstafað er 100 lánsheimildum þannig að alls verða sennilega 1400 tekjulág heimili sem fá þessa félagslegu að- stoð við íbúðakaup á árinu. Eg leyfi mér að staðhæfa að aldrei hefur jafnmörgum áð- ur verið veitt félagsleg úrlausn. Afrekaskrá Jóhönnu Jóhanna segir í grein sinni orðrétt: „A árunum 1988-1995 þegar jafnaðarmenn fóru með félagsmálar- áðuneytið voru veitt að meðaltali lán á hverju ári til tæplega 600 nýrra fé- lagslegra íbúða auk lána til um 800- Húsnæðismál * Eg leyfí mér að stað- hæfa, segir Páll Péturs- son, að aldrei hefur jafn- mörgum áður verið veitt félagsleg úrlausn. 900 endursöluíbúða. Nálægt helm- ingur þessara nýju félagslegu íbúða eða um 300 á ári voru leiguíbúðir með 1% vöxtum." Allar þessar fullyrðingar Jó- hönnu eru rangar. Afrekaskrá hennar er þessi: Árið 1988 var lánað til 114 leigu- og kaupleiguíbúða. Áriö 1989 146 Árið 1990 251 Árið 1991 286 Árið 1992 472 Árið 1993 237 Áriö 1994 272 Árið 1995 262 Alls á Jóhönnutímanum voru byggðar 2040 leigu- og kaupleiguí- búðir eða 255 á ári að meðaltali en ekki um 300. Þess ber að geta að sumar kaupleiguíbúðimar voru seldar út úr kerfinu og eru því ekki í leigu í dag. Þegar kemur að félagslegum eignaríbúðum tekur ekki betra við. 1988 var lánað út á 331 félagslega eignaríbúð. + Árið 1989 251 Árið 1990 277 Árið 1991 127 Áriö 1992 419 Árið 1993 57 Árið 1994 183 Árið 1995 136 Þetta gera samtals 1781 félagslega eignaríbúð eða 222 að meðaltali á ári. Samtals fengu því 3821 heimili félagslegt húsnæði á samanlögðum starfstíma Jóhönnu.. Einungis á ár- inu 1999 fá um 1876 heimili til við- bótar félagslega aðstoð við öflun eigin húsnæðis eða nýtt félagslegt leiguhúsnæði. A 8 ára skeiði Jóhönnu bættust ekki nema rúmlega helmingi fleiri félagslegar íbúðir við en nú á fyrsta starfsári íbúðalánasjóðs. Jóhanna verður fyrir vonbrigðum Miklir fólksflutningar til höfuð- borgarsvæðisins ásamt stóraukn- um kaupmætti og auðfengnara lánsfé hefur orðið til að hækka íbúðaverð í Reykjavík og nágrenni, svo og húsaleigu. Benda má á að fasteignaverð og húsaleiga em miklu lægri á landsbyggðinni þann- ig að ef einhverjir em í neyð í hús- næðismálum gætu þeir bætt úr með því að flytja út á land. Jóhanna Sigurðardóttir virðist eiga þá ósk heitasta að fjöldi fólks búi við „neyðarástand í húsnæðis- málum ". Sem betur fer verður henni ekki að ósk sinni, svo er fyrir að þakka skjótum viðbrögðum sveitarfélaga og félagasamtaka ás- amt notendavænu félagslegu íbúðalánakerfi. Höfundur er félagsmálaráðherra. Páll Pétursson Þjónustu LIN á Netið ÞRÓUN í tölvu- heiminum hefur verið næsta ótrúleg á síð- ustu áram. Hin sí- aukna tækni býður upp á ótal möguleika og hefur það m.a. leitt til þess að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir veita nú umtalsverðan hluta þjónustu sinnar í gegnum Netið. Bankamir hafa t.d. tekið upp öflugar heimasíður og í ár bauð ríkisskattstjóri upp á skattframtal á Netinu. Mikilvægt er að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna fylgi fordæm- inu og taki Netið meira í sína þjón- ustu. Nýlega ritaði formaður Stúdentaráðs skýrslu sem náms- mannahreyfingarnar lögðu fram í sameiningu innan stjórnar LIN og ber heitið „Möguleikar LÍN á Net- inu“. Þar er gerð grein fyrir hug- myndum og sjónarmiðum náms- mannahreyfinganna um netvæðingu sjóðsins. Eyðublöð sjóðsins á Netið Möguleikar á fjölbreyttri þjón- ustu á Netinu eru allt að því óend- anlegir og takmarkast aðeins af ímyndunarafli þess sem vefinn spinnur. Það er skoðun náms- mannahreyfinganna að nánast öll samskipti við skrifstofu Lánasjóðs- ins megi setja á Netið. Þar ber auðvitað hæst öll þau eyðublöð sem námsmenn þurfa að skila til sjóðs- ins á námsferlinum. Hér má nefna umsókn um námslán, breytingu á umsókn, beiðni um endurskoðun námslána, tekjuáætlun o.fl. Með því að setja öll eyðublöð sjóðsins á vefinn verður hægt að einfalda öll samskipti og draga úr kostnaði, bæði sjóðsins og námsmanna, vegna sendinga og ferða til og frá. Upplýsingar bærust líka að öllum líkindum fyrr og auð- veldara yrði að vinna úr þeim. Einnig ættu námsmenn að geta fengið helstu upplýs- ingar um námslán sín með því að slá inn lykilorð, með svipuð- um hætti og nú er hægt að athuga bankareikninga á net- inu. Best væri ef allir viðskiptavinir fengju sjálfkrafa úthlutað að- gangi, þ.m.t. aðgangs- og lykilorði, þegar viðskipti hefjast. Nauðsyn- legt er að innskráningin verði ein- föld og helst sem líkust því sem Þjónusta Með því að setja öll eyðublöð LIN á vefinn telur Eiríkur Jónsson að hægt verði að ein- falda öll samskipti og draga úr kostnaði. neytendur eiga að venjast annars staðar. Mannlegi þátturinn Það skal þó tekið fram að Netið getur ekki komið í stað mannlegra samskipta, t.d. útskýringa þjón- ustufulltrúa á því hvernig sjóður- inn starfar og hvernig tekið sé á ýmsum sértækum aðstæðum. Mannlegi þátturinn verður alltaf Eiríkur Jónsson Verkefnastjórnunarfélag Íslands EIGNAUMSÝSLA (ASSET MANAGEMENT) Fyrirlesari: John Woodhouse John Woodhouse sérhæfír sig í ráðgjöf og kennslu um eignaumsýslu og hefur yfir 20 ára reynslu á þessu sviði Hótel Saga - Ársalur Föstudaginn 19. nóvember 1999 ' Kl. 9:00-12:30 Skráning hefst kl. 8:30 kr. 11.500 fyrir félagsmenn Kr. 15.500 fyrir aðra gesti Skráning í síma 695 6980 eða með tölvupósti vsf@skima.is. Skráningu lýkur 17. nóvember n.k. Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu félagsins http://www.skima.is/vsf/ Fréttir á Netinu v/§> mbl.is ALLTAfz eiTTHXtAÐ NÝTJ Rey kj avíkurlistinn í kreppu - vandamál foreldra? ÞAÐ er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að setjast nið- ur og setja nokkur orð á blað um vanda leik- skólanna í Reykjavík. Hins vegar finnst und- irritaðri nauðsynlegt að leggja orð í belg hér á síðum Morgunblaðs- ins í þessa umræðu, sem er að mínu mati farin að grafa undan leikskólanum sem stofnun og gera starfs- fólk og foreldra ábyrga fyrir vandan- um, sem er allsendis ekki þeirra, heldur al- farið vandi borgaryfirvalda. Hvað er að? Vandinn er að ekki fást leikskóla- kennarar til starfa né annað starfs- fólk í þeirra störf. Af hverju ekki? Jú, þenslan í þjóðfélaginu veldur því að Leikskólar Reykjavíkur eru ekki samkeppnishæfir um starfs- fólk hvað varðar launakjör. Afleið- ing: Allmörg pláss standa auð og ekki er hægt að standa við gerða dvalarsamninga. Því era böm send heim í mörgum leikskólum. Þetta skapar álag hjá starfsmönnum, óöryggi hjá börnum og ómælda erf- iðleika hjá foreldrum, sem margir hverjir óttast að missa vinnu sína ef áfram heldur sem horfir. Að þora að viðurkenna Löggjafinn hefur ákveðið að leik- skólinn skuli vera hluti af skóla- kerfinu. Með því setur löggjafinn þá skyldu á herðar sveitarfélögum að sjá um byggingu og rekstur leikskóla. Þegar það bregst hlýt- ur sveitarfélagið að bregðast, hver sem ástæðan er, ónóg upp- bygging eða starfs- mannaekla sem orsak- ar það að senda þarf börn heim í tugatali, ekki bara í klukkutíma og klukkutíma, heldur jafnvel viku og viku. Reykjavíkurlistinn á að viðurkenna þennan vanda möglunarlaust, frekar en að vera stöð- ugt í vöm og bera „ástandið nú saman við stöðuna, er hann tók við af Sjálf- stæðisflokknum“. Þessi árátta stjórnmálamanna, að reyna einatt að beina kastljósinu að því hversu aðrir hafi staðið sig illa, ef eitthvað bjátar á hjá þeim sjálfum, er orðin hvimleið og virkar í flestum tilfell- um öfugt á fólk. Foreldravaktir Þegar rætt er um lausn vandans hafa nokkrar tillögur verið nefnd- ar. Ein af þeim er að foreldrar komi og starfi í leikskólanum, það sé þeirra þegnskylda og bjargi þar með hinum foreldrunum um stund- arsakir. Ég hef sagt að það væri virðingarleysi við starf leikskól- anna, starfsfólkið, börnin og for- eldrana að láta sér detta í hug að þetta væri lausn. Böm og starfsfólk leikskólanna hafa fengið nóg af mannabreytingum og óöryggi. For- eldragæsla verður að fara fram annars staðar en í leikskólunum, ef Leikskólar Það væri neyðarlegt fyrir Reykjavíkurlist- ann, segir Björg Bjarnadóttir, að ætla að leita í smiðju sjálfstæð- ismanna á Seltjarnar- nesi og senda reikning til foreldra leikskóla- barna. það er á annað borð leið sem for- eldrar vilja fara. Þetta hefur ekkert með samstarf leikskóla og foreldra að gera eins og reynt hefur verið að halda fram, það byggstr á öðrum forsendum. Launahækkanir - samfélagsleg ábyrgð Leikskólakennarar og félag þehra hafa ítrekað bent á, að eina raunhæfa lausnin til að leysa vanda leikskólanna til framtíðar sé að hækka laun leikskólakennara og annarra sem í leikskólum starfa. Það ætti Reykjavíkurlistanum að vera bæði Ijúft og skylt miðað við kosningaloforð sem bæði voru barnvæn og „kvenvæn" á sínum tíma. Ef vilji er fyrir því er stéttar- félag leikskólakennara tilbúið í þær viðræður. Það er ekkert sem bann- ar að borga betur en kjarasamning- ar kveða á um. Opinberir aðilar Björg Bjamadóttir t I l I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.