Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
J
FÓLK í FRÉTTUM
Geirfuglarnir í Kaffíleikhúsinu
Geirfuglarnir eru elskuleg hljómsveit,
Byrjaðu í dag
að elska
^ HLJÓMSVEITIN Geirfuglarnir
gaf út sinn fyrsta geisladisk í
fyrra sem hét því viðeigandi
nafni Drit. Nú hafa þeir gefið út
annan disk er ber heitið Byrjaðu
í dag að elska sem er öllu blíð-
legra og hreinlegra en nafnið á
fyrsta diskinum.
f tilefni af útgáfu Byrjaðu í
dag að elska halda Geirfuglarnir
tónleika í kvöld í Kaffileikhúsinu
en áður en þeir stíga á svið munu
fimleikafélagið Rósin og Dóna-
dúettinn vera með atriði.
Skilaboð til heimsins
„Við höfum aldrei spilað í
Kaffileikhúsinu áður,“ segir Ste-
fán Már Magnússon gítarleikari
fullur tilhlökkunar. „En tilefni
tónlcikanna er auðvitað útkoma
nýju plötunnar.“
Þetta er mjög fallegt nafn á
plötu.
„Já fínnst þér það ekki? Eitt
lagið ber þetta nafn og okkur
fannst það mjög viðeigandi.
Þetta eru skilaboð frá okkur til
heimsins í aldarlok.“
Eru Drit og Byrjaðu í dag að
elska sambærilegar plötur?
„Já, við erum við sama heyga-
rðshornið ennþá,“ segir Stefán
og hlær. „En það hafa bæst tveir
nýir meðlimir við í hljómsveitina,
bassaleikari og trommari. Við
spilum alls konar tónlist, t.d.
rokk, og svo má fínna polka inn á
milli.“
Hljóðfæraskipan er fremur
óvenjuleg í Geirfuglunum og
heyra má í harmonikku, kontra-
bassa og mandólíni auk hefð-
bundnari hljóðfæra.
Geirfuglarnir eru sex manna
hljómsveit skipuð auk Stefáns,
Halldóri Gylfasyni söngvara,
Frey Eyjólfssyni sem spilar á
mandólín, Þorkel Heiðarssyni
harmonikkuleikara, Kristjáni
Frey Hallddrssyni trommuleik-
ara og Vemharði Jósepssyni
bassaleikara.
Geirfuglarnir hafa verið að
spila víða um land að undanfórnu
og verða eflaust eitthvað á ferð-
inni að kynna nýju plötuna á
næstunni.
Hreinlætis-
tækja
da
ar
Salerni
Með lokuðum
fæti og setu
15.990 kr.
v_
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Frá a til ö
■ ASTRÓ Á föstudagskvöld býður
útvarpsstöðin Létt 96,7 til dömu-
veislu í tilefni af 1 árs afmæli stöðv-
arinnar. Magnús Scheving og Dóra
Wonder stíga á svið, Eskimó Módels
sýna fatnað o.fl. Kynnir kvöldsins er
Helga Braga. Tekið verður á móti
dömum kl. 21 með kokteil og verða
léttar veitingar í boði til miðnættis.
Hægt er að nálgast boðsmiða á Létt
96,7, Aðalstræti 6.
■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Þeir Rún-
ar Júlíusson og Sigurður Dagbjar-
tsson leika íyrir dansj fóstudags- og
laugardagskvöld. Á sunnudag-
skvöldinu verður harmonikukvöld
frá kl. 20.30 með Reyni Jónassyni.
Eldri borgarar sérstaklega vel-
komnir.
■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ _ Bingó
fimmtudagskvöld kl. 19.15. Á sunnu-
dagskvöld leikur Caprí tríó fyrir
dansi.
■ BROADWAY Á fóstudagskvöld
verður söngdagskráin Sungið á
himnum. Dagskráin er flutt í minn-
ingu látinna listamanna, m.a. Ellý &
Vilhjálmur Vilhjálms, Haukur Mort-
hens. Alfreð Clausen, Rúnar Gunn-
arsson, Jón Sigurðsson, Guðrún Á
Símonardóttir o.fl. Flytjendur eru
Karlakórinn Fóstbræður, Pálmi
Gunnarsson, Guðbergur Auðuns-
son, Guðrún Árný Karlsdóttir og
Kristján Gíslason. Hljómsveit Gunn-
ars Þórðarsonar leikur undir. Eftir
sýningu er dansleikur. Hljómsveitin
Sóldögg leikur.
Á laugardagskvöldinu verður Bee
Gees-sýningin þar sem fimm strákar
flytja þekktustu lög Gibb-bræðra.
Þetta eru þeir Krislján Jónsson,
Davfð Olgeirsson, Kristján
Gíslason, Kristbjörn
Helgason og Svavar Knút-
ur Kristinsson. Hijómsveit-
in Sóldögg leikur fyrir
dansi í aðalsal en Lúdó
sextett og Stefán leika fyrir
dansi í Ásbyrgi.
■ CAFÉ AMSTERDAM
Rokksveitin Undryð leikur
fóstudags- og laugardag-
skvöld.
■ CAFÉ MENNING, Dal-
vík Á fóstudagskvöld leika
þeir GuUi og Maggi frá kl.
23-3. Aðgangur 500 kr.
■CAFÉ ROMANCE
Breski píanóleikarinn Jos-
ep O’Brian leikur öll kvöld.
Hann leikur einnig fyrir
matargesti Café Óperu.
■ CATALÍNA, Hamraborg Föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Heiðursmenn fyrir
dansi.
■ DÁTINN, Akureyri Hljómsveitin
Buttercup leikur fóstudagskvöld og
kynnir jafnframt væntanlegan
geisladisk sem ber nafnið Allt á út-
sölu.
■ DUBLINER Hljómsveitin Fiðr-
ingurinn leHtur fostudags- og laug-
ardagskvöld.
■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað Á laug-
ardagskvöld verður Las Vegas-
veislan endurtekin. Eftir sýningu er
dansleikur með Alþjóðlega bandinu
og Stuðkroppunum. Miðaverð 1.000
kr. Aldurstakmark 18 ár.
■ FÉLAGSHEIMILIÐ BOLUNG-
ARVÍK Hljómsveitin Sixties leikur
laugardagskvöld.
■ FJÖRUKRÁIN Píanóleikarinn
Jón Moller spUar á píanó Ijúfa tóna
fyrir matargesti. Fjörugarðurinn
Víkingasveitin syngur fyrir matar-
gesti. Dansleikur föstudags- og laug-
ardagskvöld.
■ GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin
O.fl. leikur föstudags- og laugardag-
skvöld í beinni á www.xnet.is/gauk-
urinn. Þessa dagana er hljómsveitin í
hljóðveri að ljúka upptöku á smá-
skífu sem kemur út fyrir jólin.
■ GEYSIR KAKÓBAR A síðdegist-
ónleikum fóstudag kl. 17 heldur Thu-
le-útgáfan áfram innreið sinni og að
þessu sinni eru það ferskir tónar frá
Ruxpin sem fá að hljóma.
■ GLAUMBAR Funksveitin
Funkmaster 2000 leikur miðviku-
dagskvöld. Sérstakur gestaleikari
verður Jóel Pálsson, saxófónleikari.
Boðið verður upp á funkspuna með
óvæntum uppákomum. Aðgangur
ókeypis.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Tón-
listarmaðurinn Gunnar Páll leikur
fyrir matargesti frá kl. 19-23
fimmtudagS;, fóstudags- og laugar-
dagskvöld. Á efnisskrá eru gömul og
hugljúf lög.
■ GRANDROKK Á fimmtudags-
kvöld leika Pollock-bræðurnir en
þeir hafa ekki starfað saman í ein níu
ár. Bræðurnir ætla að leika tónlist
eftir meistara á borð við Reverend
Gary Davis, Slim Harpo, Robert
Johnson^Rolling Stones o.fl.
■ GULLÖLDIN Þeir félagar Sven-
sen & Hallfunkel leika föstudags- og
laugardagskvöld. Á laugardagskvöld
ætla þeir félagar að mæta í sparifót-
unum, kjóll og hvítt, og hvetja þeir
aðra Gullaldargesti að draga fram
kjólfötin og pípuhattana. Boltinn í
beinni og stór á 350 kr.
■ HAFURBJÖRNINN, Grindavík Á
föstudagskvöld leikur diskótekaiúnn
Skugga-Baldur. Aðgangseyrir 500
kr. eftir miðnætti.
■ HLÖÐUFELL, Húsavík Á lau-g-
ardagskvöld leikur hljómsveitin
Buttercup.
■ HÓTEL SAGA Skemmtidagskrá-
in Sjúkrasaga er laugardagskvöld
með þeim Halla og Ladda, Helgu
Braga og Steini Armanni. Á eftir
sýningu leikur hljómsveitin Saga-
Class með þeim Sigrúnu Evu Ár-
mannsdóttur og Reyni Guðmun-
dssyni í fararbroddi.
■ HÓTEL STYKKISHÓLMUR
Hljómsveitin Sixties leikur fóstu-
dagskvöld.
■ HÚNAVER Á fóstudagskvöld
leika þeir Stúlli og Steini.
■ HREYFILSHUSIÐ Á laugardag-
skvöld heldur Félag harmonikuun-
nenda gömlu dansa ball frá kl. 22-2.
■ INGOLFSCAFÉ, Ingólfshvoli
HLjómsveitin Stjómin leikm- laug-
ardagskvöld. Hljómsveitin leikur
m.a. lög af nýja geisladisknum sem
út kemur 15. nóv.
■ KAFFILEIKHÚSIÐ Hljómsveitin
Geirfuglarnir heldm- útgáfutónleika
fímmtudagskvöld í tUefni af útgáfu
geisladisksins Byrjaði í dag að elska.
Húsið opnar kl. 21.30 og byrjar dag-
skráin með léttri upphitun sem fim-
leikafélagið Rósin sér um, því næst
mun Dónadúettinn leika og því næst
stíga Geirfuglarnir á sviðið.
■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu-
dagskvöld leika þau Ruth Reginalds
og Magnús Kjartansson en á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin 8-villt.
Þau Ruth Reginalds og Magnús
Kjartansson leika síðan miðvikudag-
skvöld.
■ KAFFI THOMSEN Á fimmtudag-
skvöld verður Kakófoma: Ýmir +
gestur, föstudagskvöld leika dj. Sau-
ro og Grétar. Siggi á efri hæð. Laug-
ardagskvöld er það síðan dj. Michael
(frá NY; Twilo, Sound Factory o.fl.),
Ami Einars og Nökkvi jr.
■ KLAUSTRIÐ Á fimmtudagskvöld
leikur instrúmentalhljómsveitin Zef-
klop. Á eíhisskránni eru blanda af
jass, latín og fönktónlist, frumsamið
efiii jafnt sem lög eftir aðra. Hljóm-
sveitina skipa: Ragnar Emilsson,
Eiríkur Orri Ólafsson, Birgir Kára-
son og Þorvaldur Þorvaldsson. Tón-
leikarnir hefjast kl. 22.30 og er að-
gangur ókeypis.
■ KRIN GLUKRÁIN Á fimmtduags-
og sunnudagskvöld leikur Dúett
GogE og á fóstudags- og laugardag-
skvöld leikur Hljómsveitin Sín.
■ KRISTJÁN IX., Grundarfirði
Hljómsveitin Dans á rósum frá Vest-
mannaeyjum leikur laugardag-
skvöld.
■ LIONSSALURINN, Auðbrekku
25, Kópavogi Á fimmtudagskvöld
heldur áhugahópur um linudans
dansæfingu kl. 21-24. Elsa sér um
tónlistina. Allir velkomnir.
■ LUNDINN, Vestmannaeyjum
Hljómsveitin Hafrót leikur fóstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl.
18 fyrir matargesti. Reykjavíkur-
stofa er opin frá kl. 18. Söngkonan
og píanóleikarinn Liz Gammon frá
Englandi leikur fóstudags- og laug-
ardagskvöld.
■ NAUSTKRÁIN Á föstudagskvöld
verður Skagfirsk sveifla með Hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar. Á
laugardagskvöld leikur danska
hljómsveitin Hotline en hljómsveitin
leikur danstónlist frá 6. áratugnum
frá kl. 23-3. Hljómsveitina skipa:
Kim Schilicting, söngur, trommur,
Dorthe Jensen, hljómborð, söngur,
Allan Hansen, bassagítar, söngur og
Flemming Mikkelsen, gítar, söngur.
■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á
fóstudags- og laugardagskvöld Jeik-
ur Njáll úr Víkingband létta tónHst.
Ókeypis aðgangur.
■ NÆTURGALINN Á fóstudags- og
laugardagskvöld leika þau Hilmar
Sverris og Anna Vilhjálms. Gesta-
söngvarar verða Rúnar Guðjónsson
og Siggi Johnny. Á sunnudagskvöld
verður haldið kántrýball með Viðari
Jónssyni. Húsið opnar kl. 21.
■ ODD-VTTINN, Akureyri Hljóm-
sveitin Bahoja skemmtir fóstudags-
og laugardagskvöld.
■ ÓLAFSHUS, Sauðárkróki Þeir
félagar Stúlli og Steini lelika laugar-
dagskvöld.
■ PÉTURSPÖBB Tónlistarmaður-
inn Rúnar Þór leikur fóstudagskvöld
til kl. 3 og á laugardagskvöld leikur
Skugga-Baldur. Iþróttir í beinni á
breiðtjaldi. Boðið er upp á mat á
góðu verði til kl. 21.30 öll kvöld.
■ RIDDARINN, Engihjalla 8, Kóp.
er opinn mán.-fim. kl. 18-23, fós.
18-3, laug. 14-3 og sun. 14-23.30.
Bein útsending af öllum
helstu íþróttaviðburðum á
risaskjá. Hóflegt verð.
■ SJALLINN, Akureyri
Hljómsveitin Á móti sól
leikur laugardagskvöld
ásamt Páli Óskari sem
heldur útgáfutónleika í til-
efni af nýjum geisladiski.
Páll Óskar flytur glænýtt
efni í bland við það gamla.
■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík
Hljómsveitin Skítamórall
leikur föstudagskvöld. Með
í för verður Dj. Seinz og
ameríska diskóhljóm-
sveitin The Headphones.
■ SKUGGABARINN Á
föstudaginn er sérstakt
opnunai’teiti hjá tískufata-
versluninni Kusk sem verður opnuð
á fimmtudag í Firðinum, Hafnar-
firði. I tilefni þess verður boðið í
Kusk-partí á Skugganum og verða
barþjónarnir extra góðir til miðnætt-
is. Það kostar 500 kr. inn eftir kl. 12
og það er 22 ára aldurstakmark. Á
laugardaginn kostar 500 kr. inn eftir
miðnætti og 22 ára aldurstakmark.
Nökkvi og Aki sjá um tónlistina.
■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld
leikur Dj. Ivar Ainorefrá kl. 23-1.15.
Stuðboltinn Páll Óskar heldur
útgáfutónleika föstudagskvöld í tU-
efni af diskóplötunni „Deep inside
Paul Oscar“ sem út kom 8. nóv. For-
sala aðgöngumiða er í Japis-búðun-
um. Páll Óskar flytur glænýtt efni í
bland við það gamla. A laugardag-
skvöld leikur Dj. ívar Amore.
■ STÚKAN, Neskaupstað Á föstu-
dagskvöld leika þeir Steinar, Halli
og Gummi músiera til kl. 3. Ókeypis
inn fyrir miðnætti. Miðaverð 500 kr.
■ TRES LOCOS í tilefni af 1 árs af-
mæli Tres Locos fimmtudaginn 11.
nóvember verður haldin afmælis-
veisla frá kl. 17-1. Boðið verður upp
á léttar veitingar og drykkir seldir á
hálfvirði. Dos Paraguaios spUa og
sjmgja fyrir veislugesti og verða
ýmsar aðrar uppákomur í tilefni
dagsins. Tres Locos hefur fengið
langt leyfi og er því breyttur opnun-
artími þ.e. virka daga kl. 17-1 og frá
kl. 17-5 um helgar. Nýr matseðUl og
sérstakur barnamatseðill. Allir vel-
komnir.
■ WUNDERBAR Á fimmtudag-
skvöld leika þeir Pétur (jesús) og
Matti (Reagge). Á föstudags- og
laugardagskvöld er lokað til kl. 23.30
vegna einkasamkvæmis. Dj. Finger
leikur bæði kvöldin. Á þriðjudag-
skvöld leika þeir Bjössi og Júlli og á
miðvikudagskvöld leika þeir Ingvar
V. og Gunni Skímó.
■ SKILAFRESTUR í skemmtana-
rammann Frá a-ö er til þriðjudags.
Skila skal tilkynningum til Kolbrún-
ar á netfangið frett@mbl.is eða
með símbréfi á 569 1181.
Páll Óskar heldur tvöfalda útgáfutónleika um
helgina. Annars vegar á Spotlight föstudagskvöld
og í Sjallanum, Akureyri, laugardagskvöld