Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 4|H sem einkenndi hann. Við þökkum fyrir þær stundir sem við höfum átt saman, sem vissulega hefðu mátt vera fleiri, en þær stundir líða okk- ur ekki úr minni. Kæra Guðrún Lára og böm, við höfum hugsað mikið til ykkar síð- ustu misserin, beðið og vonað að allt færi vel. Við og fjölskyldur okk- ar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð veita ykkur styrk til að takast á við framtíðina. Minningin lifir um góð- an dreng. Arinbjöm og Sigríður. Þessum sorgarfréttum vil ég helst ekki trúa. Ég segi mér þær aftur og aftur og get ekki kyngt nema einum staf í einu. Kristján Einar, vinur minn og bróðir, er dá- inn. Vinur. Nú, þegar ég sakna hans, finn ég hvað þetta orð er stórt og djúpt. Góður vinur er manni nánast bróðir. Góður vinur er alltaf nálægt manni. Hann hneykslast með manni á ranglæti lífsins. Hann gleðst með manni yfir unnum sigr- um. Góður vinur gefur manni bestu ráðin, af því að hann er manni svo nákominn. Allt þetta var Kristján Einar og alla hans einlægu vináttu mun ég geyma og muna. Hún er eitt það dýrmætasta sem ég hef fengið að reyna. Glettnum augum hans gleymi ég ekki. Ekki hlátrinum, sem var hon- um jafneðlilegur og andardráttur- inn. Ekki heldur stríðninni, skap- inu eða dugnaðinum. Ekki þéttu handtakinu, uppörvandi axlar- klappinu eða hlýjum faðminum. Ekki gúmmískónum, sem bóndinn og búmaðurinn Kristján Einar smeygði í fótum þegar sá gállinn var á honum. Hann var bæði fram- sýnn og útsjónarsamur en um leið í góðu jarðsambandi. Þá kom sér vel fyrir skýjaglópa eins og mig að eiga hann að vini. Hans heimili var mitt og minna. Gestrisnin holdi klædd tók á móti manni við útidyrnar. Veitingarnar létu ekki eftir sér bíða og veittust oft af húnvetnskri ofrausn þegar líða tók á kvöldið. Þennan vin var ætíð ljúft að sækja heim og jafn- erfitt við að skilja. N ú stend ég eftir og er hissa á til- verunni. Hann kveið því að kveðja það sem honum var kærast. En hann kveið því ekki, sem framund- an var. Hann trúði. Mín veika trú fær ljós af þeirri trá hans á þessum dimma tíma. Ég fel vin minn lífsins Guði og veit að hann er í góðum höndum. Blessuð sé minningin um Kristján Einar. Svavar A. Jónsson. Hann Kristján Einar er látinn. Okkur setur hljóð við svo váleg tíð- indi. Við fyllumst sorg og reiði. Hvers vegna? spyrjum við okkur. Af hverju er hann, sem hafði svo mikið að lifa fyrir, tekinn frá yndis- legri eiginkonu og börnum? Þær eru margar minningarnar sem rifjast upp þessa dagana, gleðistundirnar sem við fjölskyld- urnar höfum notið saman, hvort sem var á heimilum okkar eða ann- ars staðar. Við vorum svo lánsöm að eiga þig að vini og einnig sem prestinn okkar. Þú giftir okkur og skírðir tvö yngri börnin okkar og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Það er yndislegt að hafa átt með ykkur fjölskyldunni kvöldstund hér á heimili okkar stuttu áður en þú lagðist inn á spítalann. Þar þurftir þú að fara í gegnum enn eina erfiða lyfjameðferðina, þar sem brugðið gæti til beggja vona. Að hlusta á þig ræða þessi næstu skref af svo miklu æðruleysi, trá og innri styrk er reynsla sem við munum aldrei gleyma. Kæri Kristján Einar, við kveðj- um þig með söknuði. Elsku Guðrán Lára, Tómas, Þor- varður, Kristrún og Ástrós. Megi Guð vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk í sorginni. Guðmundur Magnússon og fjölskylda. Stundum koma þær stundir að manni finnst tíminn standa kyrr. Yfir mann færist ástand óraun- veruleika, afneitunar og vantrúar. Smá saman sleppir doðinn, kaldar staðreyndir blasa við og maður neyðist til að tráa. Ég man alltaf eftir því, þegar ég kom í sumar í heimsókn í litla sæta sumarbústaðinn ykkar og þú sagðir mér frá öllu því sem hægt var að gera í sveitinni þinni, kríunni og öllu fuglalífinu. En núna ertu ekki lengur hér til að segja mér frá fleiru, en ég veit samt að ég get allt- af reynt að tala til þín. Ég óska Guðrúnu Láru frænku og börnunum styrks og friðar í sorginni. Una Dögg Guðmundsdóttir. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs A skömmum tíma hefur tvívegis verið höggvið stórt skarð í raðir okkar rótarýfélaga hér í Kópavogi. Ekki leið nema vika frá því að við kvöddum Einar Pál Jónasson, þar til okkur barst á fundi fregnin um lát séra Kristjáns Einars Þorvarð- arsonar prests í Hjallasókn. Hann mætti á fundi hjá okkur fyrr á þessu ári og átti þá fyrir höndum nýja lyfjagjöf sem vonir voru bundnar við. Sú von brást - og nú er lokið tveggja ára harðri baráttu. Glæsilegur maður hefur verið numinn á brott á besta aldri - og fráfall hans er sárara en orð fá lýst. Séra Kristján Einar gekk í Rót- arýklúbb Kópavogs 21. júní 1988 og var lengi eini presturinn í hópnum. Oft flutti hann eftirminnilegar hug- vekjur og ræður á hátíðarfundum og lagði gjarnan áherslu á hve margt væri skylt með kristinni trú og hugsjón Rótarýhreyfingarinnar; hvort tveggja grundvallast á góð- vild og vinarhug, réttlæti og dreng- skap. Hann var snjall ræðumaður, hafði hljómfagra rödd, talaði skýrt og án vafninga. Honum fylgdi jafn- an fölskvalaus glaðværð og uppörv- andi bjartsýni. Mönnum leið vel í návist hans. Við kveðjum félaga okkar með söknuði og vottum eiginkonu hans, frú Guðrúnu Láru Magnúsdóttur, börnum þeirra og ástvinum öllum dýpstu samúð og hluttekningu. Þegar hai’mur sverfur að er eina huggunin að bjartar minningar eru dýrmætur fjársjóður og lifa lengi eins - og fram kemur í hinum kunnu hendingum Hannesar skálds Péturssonar: Sáereftirlifir deyr þeim sem deyr en hirrn dáni lifir íhjartaogminni manna er hans sakna. Þeireruhimnamir honumyfir. Lífið er ævintýri. Ekki endilega eins og í sögubókunum því þannig eru ævintýii bemskunnar. Éinföld og enda vel. Orðið ævintýri öðlast nýja merk- ingu þegar maður þroskast og eld- ist. Þá verða sögupersónurnar það fólk sem maður þroskast með, vin- ir, ættingjar, ástvinir, það fólk sem okkur þykii- vænt um og tekur þátt í erli hversdagsins með okkur. Lífið er ævintýri, okkur er það gefið af Guði til að láta gott af okkur leiða, framtíð og velferð sérhvers jarðar- barns til heilla. Eitt lífsins ævintýri hófst fyrir mörgum árum síðan. Við vorum öll í skóla, sambýlisfólkið, áttum drengi jafngamla sem upplifðu áhyggjuleysi barnæskunnar á Hjónagörðum. Vinátta varð til milli fjölskyldna, reyndar aðeins meira, bræðrabönd mynduðust milli vina, systrabönd milli okkar stelpnanna. Við erum ennþá ung, finnst okk- ur. Börnin ennþá öll háð okkur for- eldrum sínum og foreldrarnir einn- ig háð hvort öðru og börnunum, áhugamálin mikið til þau sömu, kirkjan, sveitin, börnin, vináttan. Þá kemur reiðarslagið. Kristján Einar veikist af alvarlegum sjúk- dómi. Ekkert okkar, vinir, ættingj- ar eða aðrir ástvinir misstu vonina. Við trúðum og treystum því að Kristján Einar og Guðrún Lái’a með börnunum sínum fjórum ættu framtíðina saman. Þau sjálf byggðu á þeh’ri ást og vináttu sem tengdi þau og Tómas, son Guðrúnar sam- an í upphafi þeirra kynna, þau byggðu líka líf sitt saman á tráartrausti, gleði og kímni og full- vissu þess að Guð myndi vel fyrir sjá. Það hefur alltaf verið gott að vera nálægt þeim hjónum. Við ástvinir Kristjáns Einars og Guðránar munum aldrei gleyma því hve vel Guðrún studdi Kristján á erfiðum tímum, hún hefur sýnt okkur hvað sönn ást, sannur kær- leikur er, sönn vinátta. Ég sjálf mun aldrei gleyma bænastundun- um sem hún leiddi með okkur á dánardegi hans, hugguninni, upp- örvuninni sem í þeim stundum fólst. Þetta er það sem skiptir máli í dag á kveðjustundu. Kristján Einar átti stórt líf. Hann ólst upp í stórum systkina- hópi á Söndum í Miðfirði, hjá yndis- legum foreldrum. Hann var litli drengurinn þeirra og ég veit að Kristín móðir hans og systumar voru honum allar sem mæður! Það var fýrsta stóra ævintýrið hans að alast upp við svona mikla ást for- eldra og systkina í fallegri sveit. Hitt stóra ævintýrið í lífi hans var Guðrún Lára og börnin þeirra fjög- ur. Kristján Einar var svo einstak- lega farsæll maður, fallegur og góð- ur og blikið í augunum og kímnin hans helsta einkenni. Við fráfall Kristjáns Einars, vin- ar okkar, verða kaflaskil í þessu lífsins ævintýri. Lífi hans er lokið en líf okkar heldur áfram. Við eig- um svo góðar minningar til að rifja upp og svo margt frá Kristjáni Ein- ari að byggja á. Lífsins ævintýri heldur áfram. Við söknum yndislegs vinar, fjöl- skyldan mín, og biðjum góðan Guð að taka hann í stóra, hlýja faðminn sinn og vernda og blessa Guðrúnu Láru og börnin og okkur öll ástvini hans um alla framtíð. Edda Möller. Stundum er erfitt að tráa því sem er að gerast, en það breytir víst litlu þegar líf og dauði eru ann- ars vegar. Ungur maður með allt lífið framundan þurfti að láta í minni pokann fyrir erfiðum sjúk- dómi. Sorg þeirra sem eftii’ lifa hlýtur að vera ómælanleg. Ég kynntist Einari 1988. Minnistæðast er mér þegar hann skírði syni okk- ar saman í byrjun desember 1989, en þeir frændur voru fæddir með viku millibili. Þegar mér barst and- látfregn hans setti ég myndbands- spólu í tækið sem tekin var við skímina. Allt í einu varð þessi spóla mér helmingi dýrmætari en áður. Ég vil þakka þér og fjölskyldu þinni liðnar stundir, kæri vinur. Ein- hvers staðar stendur: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Nú ertu horfinn okkur á vit foreldra þinna, sem þurftu ekki að bíða svo ýkja lengi eftir þér, þegar allt kom til alls. Ég vil biðja Guð að blessa minningarnar í hjarta litlu barn- anna þinna sem hafa misst svo mik- ið. Maður leitar ósjálfrátt að skýr- ingum þegar svona hlutir gerast, en sú eina sem ég get fundið er þessi: Guð hefur viljað hafa þig hjá sér. Elsku Guðrún Lára og börnin, guð styrki ykkur á þessum erfiða tíma. Guðrún Jóhannsdóttir. Við vorum andvökugestir vor- næturinnar og okkur fannst sem liði hin fegursta vaka sem veröldin á tdl. Miðnætursólin gyllti kyrran hafflötin fyrir neðan Sanda í Mið- firði. Angan af sjávarseltu og söng- ur fugla. Hrossin móð eftir flengi- reið um sandana. Einhvern tíma undir morgun er komið heim að Söndum. Þar bíður Kristín húsfreyja við kaffiborð sem valdið hefði hverjum veitingamanni kinnroða. Daginn eftir er risið snemma úr rekkju til þess að fylgja Þorvarði bónda til gegninga. Þá er Kristján Einar í essinu sínu. Kom- inn í samfestinginn sinn og fer kunnáttusamlega höndum um ný- borið lamb. Enn skín sól í heiði og náttúran skartar sínu fegursta. Já, minningarnar um Kristján Einar eru bjartar og fagrar og tengjast umfram allt í mínum huga Söndum í Miðfirði. Þær tengjast sól og vori, lömbum, æðarfugli, sjávar- fangi og gróanda. Það var sannar- lega dýrmætt að kynnast Kristjáni Einari við þessar aðstæður. Og dýrmætt var það að kynnast hans góðu foreldram og njóta gestrisni þeirra og hlýju. Kristján Einar var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann átti góða for- eldra og umhyggjusöm eldri syst- kini sem hann var tengdur sterkum böndum alla tíð. Og óhætt er að segja að lífsins sól hafi brosað við honum er hann kynntist henni Guð- ránu Lára. Þáttur hennar í lífsgleði hans og hamingju var mikill og því leyndi hann aldrei. Það var mér sem vini þeirra mikil gleði að fá að gefa þau saman í heilagt hjónaband og fá síðan að fylgjast með því hvernig ástin sem leiddi þau saman í upphafi óx og dafnaði með hverju ári sem leið. Kristján Einar var lífsglaður maður og mikill gleði- gjafi í lífi vina sinna. Hans þétta faðmlag og tveir kossar á hvora kinn kallast húnverska kveðjan á mínu heimili. Þannig var Kristján Einar. Einlægur og hlýr. Góður, traustur og gefandi vinur. Glettinn og gamansamur. Gagnrýninn en alltaf uppörvandi. Seinni árin voru samverastundir okkar Kristjáns Einars ekki eins margar og við hefðum kosið sökum anna í eril- sömum störfum. Fyrir tveimur ár- um ákváðum við því að bæta hressi- lega við okkar samverastundir. Við héldum tveir einir í tólf daga ferð til Danmerkur og Svíþjóðar og könn- uðum bæði öldurhús og kirkjur, þessa ólíku póla sérhvers samfé- lags. Það var sannarlega í anda Kristjáns Einars sem vissi það vel að gleðin og alvaran haldast í hend- ur og geta ekki án hvors annars verið. Já, minningarnar um góðan og gefandi vin eru sannarlega bjartar og hlýjar. Þakklætið er mér efst í huga á kveðjustund. Þakklætið fyr- ir það að hafa eignast svo yndisleg- an vin sem Kristján Einar var. Þakklætið fyrir það hvernig hann tók þátt í mínu lífi og lét sér annt um allt sem tengdist mér og minni fjölskyldu. Guðrún Lára og börnin þeirra fjögur hafa mikið misst. Hugprýði Guðránar Lára, dugnaður hennar og kjarkur hefur ekki farið fram hjá okkur ástvinum þeirra. Öll hennar framganga er augljós vott- ur um þá miklu ást og vináttu sem tengdi þau Kristján Einar saman. Ég bið góðan Guð að blessa Guð- ránu Láru og börnin þeirra fjögur. Kristján Einar er nú genginn í vomóttina björtu og ég trái því að hann bíði okkar við sandana fögi’u fyrir handan þar sem miðnætursól- in gyllir hafflötinn. Angan af sjáv- arseltu og söngur fugla hlýtur að tilheyra þeirri veröld þar sem allt er fullkomið. Einar Eyjólfsson. Kveðja frá Hjallaskóla Við ótímabært fráfall séra Kristjáns E. Þorvarðarsonar er okkur Ijúft að þakka farsælt sam- starf. í upphafi starfs síns hér var séra Kristján með fermingarstarfið fyrir 8. bekki í húsnæði skólans og síðar í Hjallakirkju. Sú hefð hefur jafnframt skapast í skólanum að allir nemendur kæmu í jólahugleið- ingu í Hjallakirkju fyrir jól. Ævin- lega tókst að skapa hátíðar- stemmningu þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að rækta hið góða í manninum. Við alvarleg áföll var séra Kristj- án jafnan tilbúinn að liðsinna okk- ur. Starfsfólk skólans sendir Guð- rúnu Láru og börnunum innilegar samúðarkveðjur og biður Guð að styrkja þau á þessari erfiðu stundu. Stella Guðmundsdóttir. Með söknuði kveð ég hinstu kveðju góðan vin minn og læriföð- ur, sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. Þar er genginn merkur og mætur maður, sem í lífi sínu og starfi markaði djúp spor^ í sálu þeirra sem hann kynntist. Ég varð þein-ar gæfu aðnjótandi að fá ♦ reyna gæsku Rnstjans og vinattu þau þrjú ár sem við störfuðum sam- an í Hjallakirkju í Kópavogi. Seint fæ ég honum fullþakkað fyrir leið- sögn þá og fræðslu er hann veitti mér mín fyrstu ár í prestsskap, en betri lærifóður tel ég mig ekki hafa getað fengið. Hann var einstaklega natinn við allt sem hann gerði og þau sem hann þekktu vita að öll verk sem hann kom að voru unnin af mikill alúð og vandvirkni. Þá átti Kristján Einar auðvelt með að nálgast fólk sem hann mætti og að- stoða það í mismunandi aðstæðuis*r Öllu þessu fékk ég að kynnast í samskiptum mínum við Kristján og hefur það verið mér ómetanleg reynsla. Við samstarfsfólk Kristjáns í Hjallakirkju minnumst hans með djúpum söknuði. A hverjum degi göngum við til starfa í því umhverfi sem hann átti þátt í að skapa. Hver krókur og kimi í Hjallakirkju ber honum vitni og þannig mun það áv- allt vera. Eiginkonu hans, Guðránu Láru, börnum þeirra, þeim Tómasi, Þorvarði, Kristránu og Ástrósu, sem og öllum ástvinum, sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðj- um þeim Guðs blessunar. Guð blessi minningu sr. Kristjáns Eirá—• ars Þoi’varðarsonar. Iris Krisljánsdóttir. Þín ástúð ljómar yfir höfin, þótt ennþá skilji lönd. Það líf ei fjötrað getur gröfin, sem grær i drottins hönd. Þá heiman ertu horfrnn sýnum, í himnadýrð þú býrð hjá Guði þínum. Hann var þér æfi-skjöldur, skjól, í skugga jarðar von og sól. Ó hverf þú heim til lífsins landa, ípmannGuðihjá. Oss minning þín í orði og anda, mun aldrei víkja frá. Því skal það vegsemd vor að stríða, þótt veröld bregðist, engu þarf að kvíða. Þótt hismið jarðar hverfi í sand, er himinn Guðs vort föðurland. (Jón Magnússon.) Við kveðjum góðan vin og þökk- um fyrir hans góða og hlýja viðmót. í fyrirbæn biðjum við algóðan Guð að styrkja Guðrán Láru og börn þeirra Tómas, Þorvarð, Kristrúnu og Ástrós í þeirra miklu sorg. Gunnar Gunnarsson og Ijölskylda. Kveðja frá starfsfólki Digranesskóla Séra Kristján Einar Þorvarðar- son, prestur í Hjallasókn er látinn. Með honum er genginn góður vinur og samstarfsmaður í mörg ár. Þeg- ar Hjallasöfnuður var stofnaður fékk hann inni í sal skólans og hér hóf Kristján starf sitt fyrir söfnuð- inn. Alla tíð síðan sótti skólinn til hans ráð og þjónustu þegar mikið lá við. Nemendur skólans hafa notið jólahugvekju hans á hverri aðventu síðan, fyrst í sal skólans og síðar í Hjallakirkju. Þá var Kristján í mörg ár eftirlitsmaður samræmdifa- prófa í Digranesskóla. Einnig þar naut ljúfmennska hans og lipurð í mannlegum samskiptum sín vel. Um leið og við þökkum Kristjáni gott og ánægjuríkt samstarf viljum við senda konu hans, Guðrán Láru, og börnunum, Tómasi, Þorvarði, Kristrúnu og Ástrós innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni. F.h. starfsfólks, Einar Long Siguroddsson skólastjóri. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minn- ing@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með^ allínubil og hæfilega línulengd - eða 2.2íP®><1 slög..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.