Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Tillögur varnarmálaráðherra Finnlands um varnarvídd ESB
Neyðarástand á Austur-Indlandi
Osammála sjónarmið-
um Islands og Noregs
Stokkhölmi. Morgunblaðið.
JAN-ERIK Enestam, varnarmála-
ráðherra Finnlands, kynnti í gær
hugmyndir Finna um varnarvídd
Evrópusambandsins, ESB. Hug-
myndirnar verða uppistaðan í
grundvallaratriðum um vamarmál
ESB, sem ætlað er að verði sam-
þykkt á leiðtogafundi ESB í
Helsinki í desember.
A blaðamannafundi í Stokkhólmi
í gær sagði Enestam að Finnum
sem formennskulandi væri umhug-
að um að gæta hagsmuna allra
Norðurlandanna, en stóð hins veg-
ar fast á að Islendingar og Norð-
menn gætu ekki búist við að rétt-
indi þeirra í Vestur-Evrópusam-
bandinu, VES, héldust þegar ESB
tæki yfír hlutverk VES.
Þar með er erfitt að sjá að Is-
lendingar og Norðmenn geti sætt
sig við hugmyndir Finna þrátt fyr-
ir fullyrðingar Finna um að þeir
gæti hagsmuna allra Norðurland-
anna. Halldór Asgrímsson utanrík-
isráðherra nefndi málið í fram-
söguræðu sinni um utanríkismál á
Norðurlandaráðsþinginu í gær, þar
sem hann lagði áherslu á að brýnt
væri að tryggja hagsmuni allra
Norðurlandanna.
Varnarvídd ESB
ekki yfírþjóðleg
Málið bar einnig á góma í um-
ræðum um utanríkismál þar, þar
sem Hans Engell undraðist að
Hans Hækkerup vamarmálaráð-
herra Dana, sem hafði framsögu
um varnarmál, hefði sagt svo lítið
um einmitt þessa nýju stöðu, sem
Island og Noregur stæðu frammi
fyrir.
Tillaga Finna fyrir leiðtogafund-
inn byggir á ákvörðunum Amster-
dam-sáttmálans um að verksvið
Hugmyndirnar
verða uppistaðan
í stefnumótun um
varnarmál ESB
ESB taki nú til varnarmála, þar
sem gengið er út frá friðargæslu.
Hún á að svara fjórum spurning-
um. í fyrsta lagi hvemig skilgreina
eigi hvenær ESB eigi að grípa til
aðgerða. I öðra lagi hvernig
ákvarðanatakan eigi að ganga fyrir
sig, í þriðja lagi hvernig samhæfíng
við Atlantshafsbandalagið (NATO)
eigi að ganga fyrir sig og í fjórða
lagi hvernig gæta eigi hagsmuna
NATO-landa, sem ekki era í ESB.
Enestam lagði áherslu á að til-
lögurnar byggðu alls ekki á yfir-
þjóðlegu valdi, heldur á að hvert
land gæti ákveðið hvort það vildi
taka þátt í aðgerðum. Til að fjalla
um þetta svið þyrfti ESB að koma
sér upp vettvangi til að meta að-
stæður.
Gert væri ráð fyrir að bæði yrði
hugað að pólitískum hliðum og
borgaralegum hliðum. Hemaðar-
hliðin yrði metin í samráði við Nato
og með tilliti til að ekki yrði um tví-
verknað að ræða.
Geta ekki gert sér vonir um
áhrif á ákvarðanir ESB
„Það liggur í hlutarins eðli að
ákvarðanir ESB em teknar af
ESB-löndunum og engum öðmm,“
sagði Jan-Erik Enestam varnar-
málaráðherra Finna í samtali við
Morgunblaðið. Islendingar og
Norðmenn hafa lagt á það áherslu
að þeir héldu þeim réttindum, sem
þeir hafa í VES sem aukaaðilar, nú
þegar ESB tekur yfír hlutverk
VES. í VES hafa þeir tillögu- og
umræðurétt, en eðlilega ekki at-
kvæðisrétt.
Aðspurður hvort íslendingar og
Norðmenn gætu gert sér vonir um
að halda þessum réttindum sínum
svaraði Enestam að það væri fjarri
lagi að gera ráð fyrir að hægt væri
að flytja réttindi úr einni stofnun í
aðra. Hann benti á að VES yrði
áfram til, en tók undir að öll starf-
semin þar ætti að falla undir ESB,
svo tilvera VES á pappírnum hefði
ekkert gildi.
Geta eftir sem áður
beitt sér í NATO
„Finnar hafa heldur ekki at-
kvæðisrétt í NATO, þar sem þeir
era ekki NATO-meðlimir,“ sagði
Enestam. „Islendingar og Norð-
menn geta eftir sem áður beitt sér
í NATO og komið að ákvörðunum
um evrópsk varnarmál þar. Hann
tók ekki undir íslensk og norsk
sjónarmið um að með þessu fyrir-
komulagi hefðu þær ESB-þjóðir,
sem ekki eru með í NATO í raun
áhrif á ákvarðanir NATO, meðan
áhrif NATO-landa eins og Islend-
inga og Norðmanna, sem ekki era í
NATO, rýrnuðu við þessar breyt-
ingar.
„Islendingum og Norðmönnum
verður boðið að setja fram sínar
skoðanir eftir að ESB hefur tekið
sína ákvörðun," sagði Enestam.
Það er óljóst hvernig NATO kem-
ur að ákvarðanatökunni, en gert
er ráð fyrir samráði við NATO áð-
ur en ESB tekur endanlega
ákvörðun sína. „Sem NATO-með-
limir geta Islendingar og Norð-
menn komið að ákvarðanatökunni
þeim megin.“
Reuters
Mikill skortur er á flestum lífsnauðsynjum á því svæði sem mest varð fyr-
ir barðinu á fellibylnum fyrir hálfum mánuði. Ibúar Bhubaneshwar í
Orissa-ríki á A-Indlandi bíða í röð eftir því að krælga sér í eldsneytislögg.
7.500 látnir af
völdum fellibyls
Bhubaneshwar á Indlandi. AFP.
STJÓRNVÖLD í Orissa-ríki á
Austur-Indlandi greindu frá því í
gær, að nærri 7.500 manns hefðu
látið lífið í kjölfar fellibyls sem gekk
yfír héraðið fyrir hálfum mánuði.
Drepsóttir hafa breiðzt út á hluta
hamfarasvæðisins og þess er vænzt
að tala látinna eigi eftir að hækka.
R.N. Padhi, sem fyi-ir hönd
stjórnvalda í Orissa hefur yfirum-
sjón með neyðarhjálp á hamfara-
svæðinu, sagði á blaðamannafundi í
héraðshöfuðborginni Bhubaneshw-
ar að staðfest tala látinna hefði
hækkað svo mjög eftir að flem lík
hefðu fundizt í Ersama-sýslu, sem
næst lá miðju fellibylsins er hann
gekk yfir hinn 29. október. Sagði
Padhi þess vænzt, að fleiri lík eigi
eftir að finnast.
Ersama er i Jagatsinghpur, einu
12 strandhéraða Bengalflóans, sem
verst urðu úti í veðurofsanum, en
vindhraði í fellibylnum náði 260 km
hraða.
„í Jagatsinghpur-héraði einu
hafa 6.838 lík fundizt. Tala látinna á
öragglega eftir að hækka enn frek-
ar,“ sagði Padhi. Hann telur þó ólík-
legt að fjöldi þeirra sem fórast fari
yfir 10.000. En samkvæmt óopin-
beram ágizkunum hjálparstofnana
er vel mögulegt að yfir 10.000 hafi
farizt, þar sem hundrað þorpa séu
enn á kafi undir flóðvatni eftir ham-
farimar. Flestir íbúanna í Ersama-
sýslu munu vera íslamskir innflytj-
endur frá Bangladesh, sem aldrei
hafa verið skráðir í opinberar íbúa-
bækur.
Þúsundir hafa sýkzt
Þúsundir hafa sýkzt af gama-
kvefi og fleiri farsóttum sem hætta
er á að breiðist út á flóðasvæðum.
Heilbrigðisráðherra Orissa-ríkis,
Meena Gupta, sagði hins vegar
stjómvöld hafa stjóm á ástandinu
og ástæðulaust að óttast að ekki
takist að hefta útbreiðslu farsótta.
Einkaleyfí og velmegun
Reuters
Kaffibóndi í Kenýa stendur vörð um uppskeruna vopnaður boga.
Jeffrey Sachs segir tækniþróunina stefna í að breikka bilið milli
hinna þróaðri ríkja heims og vanþróaðra.
eftir Jeffrey Sachs
The Project Syndicate
FLESTUM er ljós hinn gífurlegi
tekjumismunur sem er á milli
þróunarlandanna og þeirra þró-
uðu. Færri gera sér hins vegar
grein fyrir að á sviði vísinda og
tækni er bilið ennþá stærra.
Ríku löndin sem hýsa um 16%
af mannkyni, og hafa um 60% af
kaupgetu heimsins hafa yfir að
ráða 99% allra einkaleyfa fyrir
tækninýjungar sem gefin vora út
í Bandaríkjnum og Evrópu á síð-
ustu áram. Ef okkur er alvara
með því að minnka tekjubilið milli
ríkra og fátækra landa þurfum við
að hugsa alvarlega um það hvem-
ig hægt er að beina vísindum og
tækni að því að leysa vandamál
hinna fátækari landa.
í nútímasamfélagi er efnahags-
leg hagsæld ekki komin undir
náttúralegum auðlindum, eða
framleiðslu iðnaðaravara á borð
við kol og jám, heldur framleiðslu
á nýjum hugmyndum og vöram.
Bandaríska hagkerfið á vöxt sinn
að miklu leyti að þakka hæfileik-
um til nýsköpunar hvort sem er á
sviði upplýsingatækni, eins og
tölvubúnaðar eða forrita, eða líf-
tækniiðnaðar eins og lyfja og fjöl-
breyttum tegundum til ræktunar,
eða nýrri fjarskiptatækni eins og
þróaðra ljósleiðara og gervi-
hnatta. í fátækustu löndunum á
sér á hinn bóginn ekki stað nein
nýsköpun. Af því leiðir að mörg
þeirra treysta á helstu útflutn-
ingsvörur sínar sem hafa lítið
breyst frá ári til árs eða áratugs
til áratugs. Þannig lifa mörg hita-
beltislönd á sömu blöndu af kaffi,
te, kakó og banönum eða námu
afurðum, svo sem verið hefur í
heilan mannsaldur. Heimsverðið
á mörgum þessara vara hefur
hins vegar fallið mikið á þessum
tíma (að minnsta kosti í saman-
burði við kostnaðinn við innflutn-
ing), en fátækustu löndin hafa
ekki nógu mikinn sveigjanleika
eða möguleika til nýsköpunar til
að geta farið að framleiða nýjar
vörar, hvað þá að skapa vörar
sem ekki hafa komið fram á
heimsmarkaði.
Nýlegar upplýsingar frá Einka-
leyfisstofunni í Bandaríkjunum
segja ótrúlega sögu. Af þeim
163.000 einkaleyfum sem voru
gefin út í Bandaríkjunum árið
1998 vora 90.000 þeirra veitt til
bandarískra og 72.000 til erlendra
hugvitsmanna. Af erlendum hug-
vitsmönnunum vora 32.000 þeirra
Japanir, Þjóðverjar áttu 9.500 og
28.000 skiptust niður á 15 lönd
sem öll eru þróuð lönd. Þrjú
þeirra, Kórea, Taívan og ísrael,
voru álitin þróunarlönd fyrir ára-
tug, en hvert þeirra hefur búið við
hraðan og varanlegan vöxt í mörg
ár og á vísindaleg velgengni ekki
minnstan hlut að máli. Heildar-
magn einkaleyfa frá þróunarríkj-
unum og fyrrum kommúnistaríkj-
um á árinum 1998 er minna en 1%
af heildareinkaleyfum í Banda-
ríkjunum. Hlutur hitabeltisland-
Þar sem vanþróuðu
löndin eru algjöriega
háð nýjungum frá ríku
löndunum eru vanda-
málin sem brenna á
þeim og eru einkenn-
andi fyrir þau vanrækt
af vísindamönnum
heimsins og leiðandi
fyrirtækjum í hátækni.
anna í heildarútgáfu einkaleyfa,
sem eru næstum öll fátæk, er
nánast enginn. (Singapúr er eina
undantekningin.)
Það er ef til vill eðlilegt að þró-
uðu ríkin séu skapandi á sviði
tækninýjunga en vanþróuðu ríkin
notendur. En hið óbreytta ástand
er mjög áhættusamt fyrir fátæku
löndin. Þar sem vanþróuðu löndin
eru algjörlega háð nýjungum frá
ríku löndunum era vandamálin
sem brenna á þeim og eru ein-
kennandi fyrir þau vanrækt af
vísindamönnum heimsins og leið-
andi fyrirtækjum í hátækni. Sem
dæmi má nefna eru mörg fátæk-
ustu landanna í hitabeltinu og
vandamál tengd hitabeltissjúk-
dómum eins og malaríu og land-
búnaði í hitabeltinu almennt ekki
sinnt af vísindamönnum ríku
landanna.
Orfá lönd, til að mynda Israel,
Kórea og Taívan, hafa náð þeim
umskiptum að gerast framleið-
endur hátæknibúnaðar. Þau hafa
öll hagnast vel fyrir vikið. Það er
því kominn tími fyrir þróunar-
löndin að setja vísindi og tækni
framar í forgangsröðina við
stefnumörkun.
Breyting á stefnumörkun þyrfti
að ná til eftirfarandi þátta:
- Styrkja háskólana. (Þar á
meðal þarf að hvetja einkaháskóla
til að veita ríkisháskólum sam-
keppni.)
-Auka opinber framlög til vís-
indastofnana.
- Hvetja fyrirtæki í hátækniiðn-
aði í þróuðu löndunum til fjárfest-
inga í þróunarlöndunum.
- Glæða vísinda- og tæknisam-
starf milli háskóla ríku landanna
og fyrirtækja á sömu sviðum í
þróunarlöndunum.
- Auka vernd og réttindi á sviði
hugvits til að hvetja til nýsköpun-
ar.
- Beina alþjóðlegu hjálparfé að
rannsóknum og þróun á forgangs-
verkefnum (til dæmis heilbriðis-
og landbúnaðarmálum), í stað
lána frá Alþjóðlega gjaldeyris-
sjóðnum til uppbyggingar og að-
lögunar.
Þessi skref myndu auka kraft
vísinda og tækni í þróunarlöndun-
um og hleypa þar með nýjum
þrótti inní í heildarþróun hagkerf-
isins.
Höfuadurínn er forstöðumaður
Alþjóðlegrar þróunarstofnunar
við Harvard-háskóla og efnahags-
ráðgjafi ríkisstjórna f Suður-
Ameriku, Afríku, Evrópu og Asíu.