Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 55 Davíð Kjartansson Islandsmeistari í netskák NkAK M á t n e 1 i ð IV. ÍSLANDSMÓTIÐ f NETSKÁK 7. nóv. 1999 DAVÍÐ Kjartansson sigraði á ís- landsmótinu í netskák sem haldið var á Mátnetinu um síðustu helgi. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Fyrsta mótið var haldið árið 1996 að frumkvæði Taflfélagsins Hellis, en að þessu sinni gekk Hellir til samstarfs við Símann-Intemet um skipulagningu mótsins. Allt frá fyrsta íslandsmótinu í netskák hefur sá háttur verið hafð- ur á, að þátttakendur tefla undir dulnefnum og raunveruleg nöfn keppenda eru ekki gefin upp fyrr en að móti loknu. Það er því ómögu- legt að vita hvort andstæðingurinn er stórmeistari eða byrjandi meðan á mótinu stendur. Þar með er líka úr sögunni öll hugsanleg hræðsla við sterkari skákmenn og á sama hátt vanmat þeirra sterkari á þeim sem skemmra eru komnir í skák- listinni. Keppt er í einum sameiginlegum flokki á mótinu, en sérstök verðlaun eru veitt í áhugamannaflokki (undir 1800 skákstig) og byijendaflokki (stigalausir). Röð efstu manna varð þessi. Dulnefnin eru aftan við nöfn- in í sviga: 1. Davlð Kjartansson (Ugla) 8 v. 2. Ellert Bemdsen (Elli) 7 v. 3. Jón V. Gunnarsson (Hercules) 6'/a v. 4. Benedikt Jónasson (Babyborn) 6/2 v. 5. Áskell Örn Kárason (Heikki) 6 v. 6. Sigurbjörn Björnsson (Maldini) 6 v. 7. Davíð Ólafsson (Giljagaur) 6 v. 8. Róbert Harðarson (Raven) 5!4 v. 9. Bragi Þorfinnsson (Fabio) 5‘/2 v. 10. Heimir Ásgeirsson (Hei) 5 v. 11. Halldór B. Halldórs- son (Butthead) 5 v. 12. Grétar Áss Sigurðs- son (ANS) 5 v. 13. Kristján Örn Elías- son (Grand) 5 v. 14. Sigurður Daði Sigfus- son (Cheese) 4/2 v. 15. Halldór Pálsson (Dosso) 4V2 v. 16. Hrannar Baldursson (ExExs) 4/2 v. 17. Hlíðar Þór Hreinsson (Semtex) 4l/2 v. 18. Arnar Þorsteinsson (Skunkur) 4'A v. 19. Sævar Bjarnason (Vanhelgi) 414 v. o.s.frv. Eins og sést á þessari upptaln- ingu var mótið afar sterkt og meðal þátttakenda voru tveir alþjóðlegir skákmeistarar. Þetta er því gott af- rek hjá Davíð, en frammistaða hans á heimsmeistaramótinu á Spáni sýndi að hann er í töluverðri fram- för um þessar mundir. Góður ár- angur Ellerts Bemdsen kemur ánægjulega á óvart, en hann er mun stigalægri en aðrir helstu keppi- nautar hans um efstu sætin. Ellert náði öðru sæti á mótinu, var vinn- ingi á eftir Davíð og skaut margri þekktri kempunni aftur fyrir sig. Jón Viktor Gunnarsson varð í þriðja sæti. Benedikt Jónasson, Islands- Davíð Kjartansson meistarinn frá 1997 var jafn Jóni Viktori að vinningum, en hlaut fjórða sætið samkvæmt stigareikn- ingum. Róberti Harðarsyni, Is- landsmeistaranum frá því í fyrra, tókst ekki að verja titil sinn, hann lenti að þessu sinni í 8.-9. sæti. Eft- irtaldir hafa orðið Islandsmeistarar í netskák: 1996 Þráinn Vigfússon 1997 Benedikt Jónasson 1998 Róbert Harðarson 1999 Davíð Kjartansson Þar sem Ellert Bemdsen hefur innan við 1.800 skákstig hreppti hann meistaratitilinn í áhuga- mannaflokki, en þar urðu efstir: 1. Eilert Berndsen (Elli) 7 v. 2. Kristján Ö. Elíasson (Grand) 5 v. 3. Bjöm I. Karlsson (Bivark) 4 v. 4. Hrannar B. Arnarss. (Bangsimon) 4 v. 5. Birkir Ö. Hreinsson (AQR) 4 v. Harpa Ingólfsdóttir íslandsmeistari í flokki byrjenda varð Páll Gunnarsson, varð jafn Erni Omarssyni að vinningum, en hærri á stigum: 1. Páll Gunnarsson (Illmenni) 3 v. 2. Öm Ómarsson (Icelander) 3 v. 3. Jóhann Pálmason (Cappa) 214 v. Alls tók 31 skákmaður þátt í mót- inu, sem er sami fjöldi og í fyrra. Skákstjóri var Kristján Eðvarðs- son. Nú var teflt í fyrsta skipti á Mátneti Símans-Internet, en fyrstu árin var teflt á evrópska skákþjón- inum í Árósum. Danir vom afar áhugasamir og hjálplegir við fram- kvæmd mótanna og því er það með nokkurri eftirsjá að mótið er flutt um set. Á hinn bóginn eru aðstæður á Mátnetinu að ýmsu leyti betri til mótahalds hér á landi. Þá er um- sjónarmaður Mátnetsins, Hlíðar Þór Hreinsson, mjög reyndur og svo sannarlega ekid verra að hafa hann við stjómvölinn heldur en hina erlendu kollega hans. Harpa með 2.100 stig Frammistaða Hörpu Ingólfsdótt- ur á heimsmeistaramóti barna og unglinga, sem haldið var í Oropesa Del Mar á Spáni, er mjög athyglis- verð. Hún hlaut 514 vinning í 11 um- ferðum og í níu skákum tefldi hún við andstæðinga með alþjóðleg skákstig. Það er því fróðlegt að skoða hvort þessi árangur dugi til þess að komast á alþjóðlega stiga- lista FIDE. 1. H.I. - Cristina Moshina (2192) 0-1 2. H.I. - Manuela Schrank (0) 1-0 3. H.I. - Sarai Sanch. Castillo (2085) 14-14 4. H.I. - Melanie Buckley (2075) 14-14 5. H.I. - Marianna Arnetta (0) 0-1 6. H.I. - Elli Sperdokli (2124) 1-0 7. H.I. - Yolanda P. Hernandez (2079) V2-V2 8. H.I. - Anne Bekker-Jensen (2074) 14-14 9. H.I. - Rebecca Klipper (2015) 14-V4 10. H.I. - Michelle Minnaar (2050) 1-0 11. H.I. - Elena Makovetskaya (2205) 0-1 I þeim níu skákum sem Harpa teflir við andstæðinga með skák- stig fær hún 414 vinning, eða 50% vinningshlutfall. Meðalstig and- stæðinga eru nákvæmlega 2.100. Þetta þýðir að árangur hennar svarar til 2.100 skákstiga. Þar sem níu reiknaðar skákir þarf til þess að birtast á stigalista FIDE þýðir þetta að Harpa verður á stigalist- anum sem birtast mun um áramót- in. Þetta er þó auðvitað háð því að mótið verði sent til útreikninga hjá FIDE. Verði þetta raunin verður Harpa eina virka íslenska skákkonan með alþjóðleg skákstig. Á lista FIDE yf- ir óvirka skákmenn má þó enn finna eftirtaldar skákkonur: Guðlaug Þorsteinsdóttir 2.135 Ólöf Þráinsdóttir 2.070 Áslaug Kristinsdóttir 2.025 Sigurlaug Friðþjófsdóttir 2.005 Helgi Olafsson, stórmeistari, var fararstjóri í ferðinni á heimsmeist- aramótið, en Vífilfell styrkti stúlk- urnar sérstaldega til fararinnar. SÞÍ, drengja- og telpnaflokkur Keppni í drengja- og telpnaflokki (fædd 1984 og síðar) verður dagana 13.-14. nóvember n.k. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími 30 mín. á skák fyr- ir keppanda. Umferðataflan er þannig: Laugard. 6.11 kl. 13-18,1.-5. umf. Sunnud. 7.11 kl. 13-18 6.-9. umf. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þátttöku- gjald er kr. 800. Innritun fer fram á skákstað laugardaginn 13. nóvem- ber kl. 12.30 -12.55. Teflið á Netinu Mátnetsmót Skáksambandsins og Símans-Intemet í nóvember: 3. mót 14. nóvember kl. 20 4. mót 21. nóvember kl. 20 5. mót 28. nóvember kl. 20 Umhugsunartími 4-2, 7 umferðir. Öllum heimil þátttaka. Skráning á heimasíðu Mátnetsins http://mat- net.simnet.is Skákmót á næstunni 13.11. SÍ. SÞÍ, drengir og stúlkur 15.11. Hellir. Unglingameistaramót 15.11. Hellir. Atkvöld 18.11. Hellir. Hellisdeildin 19.11. SÍ. Unglingameistaramót íslands 22.11. Hellir. Fullorðinsmót Daði Örn Jónsson Hlutverk landssambanda frímerkj asafnar a FRÍMERKI Finnskt frfmerkjablað Til hvers þarf frímerkjasambönd? SVO vildi til, að ég hafði rekizt á forystugrein í málgagni finnska Landsambandsins um svipað leyti og Frímerkjablaðið okkar kom út á Degi frímerkisins. Fer vel á því, að þýðing mín á téðri grein komi í kjölfar skrifa minna í þáttum mín- um að undanförnu. Þá geta lesend- ur borið saman umburðarlyndi rit- stjórnar finnska blaðsins við til- burði Póstsins hér til ritskoðunar á málgagni okkai'. Þau inngangsorð, sem hér birtast á undan þýðingu minni, hafði ég ritað nákvæmlega eins og hér stendur og engu breytt, þegar Frímerkjablaðið barst mér í hendur. Má segja, að þau eigi því vel við á eftir því, sem farið hefur á undan. í flestum þeim löndum, þar sem menn safna frímerkjum, hafa orðið til klúbbar og félög, þar sem safn- arar hittast og ræða áhugamál sín og skiptast á frímerkjum og alls kyns fróðleik um þau. Slíkt hefur einnig gerzt með áhugamönnum í öðrum greinum, svo sem alkunna er. Þetta leiðir svo aftur til þess, að stofnuð eru landssamtök þessara félaga, sem hafa ýmsum hlutverk- um að gegna, en þó mun þeim fyrst og fremst ætlað að tengja og treysta starf félaganna innbyrðis og efla um leið samtakamátt þeirra. Þetta er að sjálfsögðu frumhugsun þeirra, sem staðið hafa fyrir stofnun slíkra samtaka Forystugrein í blaði finuska Landssambandsins, Filatelisti 7/1999 eða sambanda, eins og þau eru oft- ast nefnd. Hitt er svo komið undir þeim, sem stjórna, hvernig til tekst. Og auðvitað er erfitt að gera svo, að öllum líki. Þetta þekki ég sjálfur af fenginni reynslu. Frí- merkjasafnarar eru eins og annað fólk misjafnlega gerðir og sumir tilætlunarsamari en aðrir. Rejmist þá stundum erfitt að verða við öll- um þeim óskum - eða kröfum -, sem gerðar eru til þeirra, sem velj- ast til forystu, hvort sem er í ein- stökum félögum eða landssam- böndum þeirra. En þetta er svo sem ekki neitt séríslenzkt fyrir- bæri. Umsjónarmaður þessara þátta fær helztu frímerkjablöð, sem gef- in eru út á Norðurlöndum, og hef- ur þess vegna getað fylgzt með því, sem þar gerist meðal „kollega" okkar. Þar eru oft umræður um flest þau sömu eða svipuðu vanda- mál, sem við höfum við að glíma, og stundum hefur hvesst hressi- lega milli manna. Ég tel, að slíkt geti iðulega verið gagnlegt og jafn- vel þarft, ef þess er gætt að halda sig við efnistök, en ekki persónuleg vandkvæði milli manna. Sannleik- urinn er jú sá, að við frímerkja- safnarar erum ekkert öðruvísi en aðrir þegnar þjóðfélagsins, þar sem menn deila oft um hin veiga- minnstu efni. Þessara hugleiðingar mínar urðu til, þegar ég fékk nýlega í hendur blað finnska Landssam- bandsins, Filatelisti, 7/99. Þar er forystugrein, sem ég vil gjarnan kynna fyrir lesendum þessara þátta. Ég tek það fram, að flestar greinar í blöðum sambandsins eru á finnsku, en því miður skil ég hana ekki. Hins vegar eru þar oft stuttar greinar eða útdráttur úr greinum á sænsku fyrir sænsku- mælandi Finna, og við hana ræð ég nokkurn veginn. Leiðarar blaðsins eru bæði á finnsku og sænsku, svo að efni þeirra er mér vel ljóst. Hér kemur svo leiðari blaðsins, og er fyrirsögn hans þessi: „Til hvers þarf Landssamband frí- merkjasafnara?" I þessum leiðara- dálki hefur verið reynt að koma af stað umræðum um Landssam- bandið og hlutverk þess. Engar umræður hafa orðið. Kannski hef- ur enginn áhuga á Landssamband- inu og framtíð þess, kannski álíta menn sambandið vera allt of fjar- lægt, kannski ónauðsynlegt? Seppo Talvio, formaður frí- merkjaklúbbins í Tavestehus, álít- ur í grein á öðrum stað í þessu blaði, að sambandið sé allt of fjar- lægt, það sé allt of þögult og jafn- vel óþekkt. [Þessi grein er alllöng og öO á finnsku, svo að ég ræð vita- skuld ekki við efni hennar.] Hann óskar þess, að sambandið styðji við starfsemi klúbbanna og bæti jafn- framt upplýsingaflæði og þá mynd, sem frímerkjasöfnunin iiefur með- al almennings. - Hér er um að ræða val á stefnu. Val, sem gerist þó ekki meðvitað. Það er satt, að frá sjónarmiði hins venjulega safn- ara þarf varla sambandið. Sam- bandið getur staðið til hlés og séð um það, sem þarf: dómaramennt- un, tilnefningu umboðsmanna og dómara á alþjóðasýningum og þjóðlegum sýningum; tengsl á al- þjóðavettvangi, útnefningu sér- fræðinga, sýningarreglur og leyfi til sýningarhalds. Auk þess getur sambandið komið upp félagaskrá og gefið út blað. Ef þetta er sú leið eða stefna, sem valin yrði, er málið í höfn og enginn væntir annars. En sambandið getur einnig valið aðra leið, sem gerir því kleift að hafa áhrif, þ.e. að koma upp ímynd (image) frímerkjasöfnunar, að styðja klúbba og menntun eða þjálfun þeirra, að veita fræðslu og vera athafnasamur útgefandi. Þetta er einnig spuming um stefnuval. Hið mikilvægasta er þó, að menn ákveði, hvaða leið skuli valin, að menn láti ekki reka á reiðanum. Þegar það hefur verið gert og ákvörðun tekin, skal láta bæði for- ystumenn klúbbanna og venjulega safnara fá vitneskju um valið. Þá vitum við, hvers er að vænta, og getum tekið þátt í að efla hina sameiginlegu tómstundaiðju okk- ar.“ Þannig hljóðar leiðari Finnanna. Skyldu íslenzkir frímerkjasafnarar ekki kannast við eitthvað svipað í herbúðum sínum? Mér fannst sjálfsagt að koma þessum orðum á framfæri við lesendur mína. Þau eru birt hér til þess að sýna þeim, sem oft eru að agnúast út í forystu Landssambands okkar, að vanda- mál leynast víða í herbúðum safn- ai-a. En um leið eiga þau að vera áminning til okkar sambands, enda verð ég að segja, að í störfum þess virðist stundum ríkja fullmikil þögn og jafnvel tómlæti gagnvart hinum almenna safnara. En hver veit, nema Eyjólfur eigi eftir að hressast? Segja má, að vel hafi hitzt á, að ég fékk leiðara Filatelisti í hendur fyrir útkomu Frímerkjablaðsins. Ritstjóm blaðs okkar er einmitt hollt - og ekki sízt ritstjóranum - að kynna sér aðferðir kollega sinna á öðrum Norðurlöndum og bera saman við þær aðferðir, sem hann boðar af háifu blaðs okkar. Ljóst er, að formaður frímerlqa- klúbbsins í Tavestehus hefur feng- ið inni með hugleiðingar um Landssamband Finnanna og meira en það. Ritstjórinn sér ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á þeim og birtir útdrátt bæði á finnsku og sænsku, svo að meginefni þeirra fari hvorki fram hjá finnskumælandi Finnum né hinum sænskumælandi. Samkv. yfirlýstri stefnu ritstjómar Frí- merkjablaðsins (eða kannski rit- stjórans eins) er óhugsandi að fá þess konar grein um Landssam- band íslenzkra frímerkjasafnara birta í blaðinu. Þannig er lýðræðið í framkvæmd á þeim bæ - eða að öllum líkindum einungis hjá Póst- inum. Jón Aðalsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.