Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 35 mikilvægur í þjónustu sjóðsins til að námsmenn geti gert grein fyrir viðkvæmum málum er varða nám þeirra og persónulegar aðstæður. Sama gildir um útskýringar fyrir þá sem telja á sér brotið og með- ferð vafamála. Hagnýtar upplýsingar í áðurnefndri skýrslu er einnig bent á fleiri atriði sem talin eru nauðsynleg á vefnum. Má þar nefna úthlutunarreglur LÍN og útskýringar á þeim og reiknilíkan þar sem hægt er að reikna út hvað maður fær í lán, hver endur- greiðslubyrðin verði o.s.frv. Til viðbótar getur vefurinn gegnt hefðbundnu upplýsingahlutverki. Lánasjóðurinn þarf oftar en ekki að koma upplýsingum á framfæri og reglulegar fréttir af starfsemi sjóðins myndu gefa vefnum aukið vægi. Einnig er sjálfsagt að fund- argerðir stjórnar LIN verði settar á Netið að undanskildum trúnað- armálum er varða einstaka náms- menn. Sama má segja um árs- skýrslu sjóðsins. Endurbætur hafnar Námsmannahreyfíngarnar hafa með umræddri skýrslu bryddað upp á breytingum sem þær telja nauðsynlegar á netsíðu LÍN. Þær hafa einnig gengið eftir því að breytingarnar verði gerðar. Nú hefur aðili verið ráðinn til að vinna endurbætur á heimasíðu sjóðsins. Þær munu eiga sér stað í áföngum og eru þegar hafnar. Ég tel afar mikilvægt að við lok þessarar endurskoðunar hafi ábendingar námsmanna verið teknar til greina og umtalsverður hluti þjónustu LÍN fluttur yfir á Netið. Breytingarnar munu horfa til mikilla hagsbóta fyrir bæði námsmenn og sjóðinn. Þær munu spara námsmönnum og aðstand- endum þeirra sporin, létta álagi af starfsfólki sjóðsins og tryggja ör- uggari gagnaflutning. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er fulltrúi SHÍ ( stjöm LÍN. eins og aðrir atvinnurekendur hljóta að verða að bregðast við þeg- ar samkeppni um vinnuafl er hörð, eigi þeir að geta veitt þá þjónustu sem þeim ber. Leikskólar eru hluti af þeirri samfélagsþjónustu sem nútímaþjóðfélag krefst og ættu í raun að vera ókeypis að stærstum hluta ef réttlætið væri haft í fyrir- rúmi og litið væri á leikskólarekst- ur sem samfélagslega ábyrgð. Foreldravandamál Það hefur komið fram hjá borg- arstjóra að foreldrar séu tilbúnir að greiða hærri leikskólagjöld svo greiða megi hærri laun og til standi að hrinda því í framkvæmd. Þó nokkrir foreldrar hafi í öngum sín- um við þessar aðstæður sagst vera tilbúnir til þess, er ómaklegt að al- hæfa út frá því. I kjölfar mikils óör- yggis með barnið sitt, væri það eins og köld gusa í andlitið á foreldrum, að mati undirritaðrar. Þar að auki væri það neyðarlegt fyrir Reykja- víkurlistann að ætla að leita í smiðju sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi og senda reikninginn til foreldra leikskólabama. Eigi að fara þessa leið á líka að hækka taxt- ana umbúðalaust, en ekki vera í einhverjum feluleik með aukafjár- magn. Starfsfólk leikskólanna þarf hærri laun fyrir þá vinnu sem innt er af hendi, það er ekki að biðja um yfirvinnutíma. Nokkrar fleiri hugmyndir hafa komið fram um lausn vandans, eins og að íjölga bömum og einkavæða leikskólana. Ég ætla ekki að gera þær að umfjöllunarefni hér öðmvísi en að vísa þeim alfarið til föðurhús- anna. Reykjavíkurlistinn verður án tafar að grípa til ráða sem duga og leysa böm, starfsfólk og foreldra úr þessu óvissuástandi sem víða ríkir. Leikskólinn má ekki verða pólitískt bitbein._________________________ Höfundur er formaður Félags fslenskra leikskólakennara. Áfengi í matvöruverslanir! EKKI alls fyrir löngu hóf verslunin Nýkaup þarfa um- ræðu sem alltof lengi hefur legið í dvala og ekki verið sinnt sem skyldi, nefnilega þá að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruversl- unum. Ekki leið held- ur á löngu þar til góð- templari nokkur reis upp á afturfætuma og úthúðaði téðu fyrir- tæki fyrir glæpsam- legt athæfi og sakaði verslunina um brot á áfengislöggjöfinni fyr- ir að hefja máls á þessu þarfa máli. Fyrr átti ég á dauða mínum von en að það athæfi Nýkaups að hefja umræðu í þjóðfé- laginu teldist brot á lögum og er það raunar með ólíkindum að menn skuli láta þetta út úr sér. Umrædd- ar auglýsingar geta á engan hátt talist brot á áfengislöggjöfinni enda ræðir Nýkaup þar einfaldlega al- mennt um frelsi í sölu á áfengi og styður þessa hvatningu sína til stjómvalda um að leyfa sölu áfeng- is í matvörubúðum, með sviðsettri uppstillingu af óaðgengilegu víni á bak við lás og slá. Hvergi er þar minnst á einstakar tegundir áfeng- is og á engan hátt er hvatt til neyslu á áfenginu, heldur er einungis verið að sýna fram á þá tímaskekkju sem tilvera ÁTVR augljóslega er. Hér hefur Nýkaup eins og aðrir þegnar og lög- persónur í landinu skilyrðislausan rétt til tjáningar sem bundið er kyrfilega í tjáning- arfrelsisákvæðum stjórnarskrár. En umræðan er þörf því alltof lengi hefur það vertö látið viðgangast að ÁTVR selji í lokuðum og af- mörkuðum sölubúðum vökva sem víða um heim hefur ver- ið talinn sjálfsögð mannréttindi að geta nálgast á aðgengilegan hátt. Til að bæta svo gráu ofan á svart er það oft á tíðum háð geðþóttaá- kvörðunum innan stofnunarinnar hvort og hvar áfengisútsölur em staðsettar um landið þannig að íbúar ýmissa afskekktari byggðar- laga landsins þurfa oft að ferðast yfir fjöll og fimindi til að geta nálg- ast þessar guðaveigar. Brýtur þetta í bága við þá vitund manna að njóta jafnræðis af hálfu ríkisvalds- inshvar svo sem þeir búa. I annan stað er það svo verðlagið í Ríkinu sem alla tíð hefur verið yf- Áfengismál Nýkaup á hrós skílið, að mati Arnars Þórs Stefánssonar, fyrir að vekja máls á þessu brýna máli. irgengilega hátt. Mörg hundmð og jafnvel þúsund prósentum hærra en gerist og gengur í þeim löndum sem við berum okkur saman við, og jafnvel þar sem áfengiseinkasölur em þó við lýði. Verðlag sem þetta er einfaldlega ekki hægt að rétt- læta og myndi fljótlega hrapa niður um helming þegar fólki verða tryggð þessi sjálfsögðu mannrétt- indi að geta skroppið út í búð til að kaupa áfengi. Auðvitað þyrfti að gera ákveðnar kröfur til kaup- manna, s.s. um hindran á aðgengi of ungs fólks o.þ.h. en sannast sagna þá er það staðreynd sem ekki verður á móti mælt að ef krakkar ætla sér að ná í áfengi þá tekst það, sama þótt það sé selt í áfengis- einkasölum eða annars staðar auk þess sem áfengiskaupaaldur sá sem nú er við lýði er enn ein tíma- skekkjan. í rauninni er sala áfengis í búð- um aðeins einn þáttur í þessu máli og raunar þarfur þáttur. Og þó að góðtemplarinn galvaski, Sigurður Magnússon, hóti því að versla aldrei aftur í Nýkaupi þá verður að telja augljóst að Nýkaup trekkir að margfalt fleiri viðskiptavini sem styðja þetta framtak verslunarinn- ar en sem nemur missinum á Sig- urði og hans líkum sem viðskipta- vinum. Nýkaup á því hrós skilið fyrir að vekja máls á þessu brýna máli og nýta sér þar með óumdeild- an rétt til tjáningarfrelsis. Umræða Nýkaups er því ekki frekar áfengis- auglýsing en þessi grein er slík auglýsing. Höfundur er nemi við HÍ. ÞÚ GETUR jtíml SPARAÐ ■llÍÍII. ÞÚSUNDIR Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Arnar Þór Stefáns- son 1.830.000 te Rétta veröió fyrirrétta veöriöl Suzuki Vitara - raunhæft ráð gegn íslenskum vetri Traustur, upphækkanlegur, alvöru 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 ioftpúða • • aflmikfar vélar • samfæsingar • • rafmagn f rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI /A SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is é Aukahlutur á mynd: staerri dekk .■v «*.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.