Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 54
/54 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BIRGIR ÞOR HÖGNASON öllu, var þér ætlað eitt- hvert miklu stærra hlutverk þar sem þú ert núna. Biggi bro, eins og ég kallaði þig, þú varst svo tryggur og góður vinur allra, og fannst þér ekki mjög leiðinlegt að sletta aðeins úr klaufunum með félögum þínum, enda eins og þú orðaðir það, maður er bara ungur einu sinni, því ekki að lifa lífinu og það gerðir þú svo sann- arlega. Biggi, það sem þú áttir stóran vinahóp, og ekki voru stelpurnar færri í hon- um, og það sem þið gátuð gert mann vitlausan með hávaðanum í Keldu- + Birgir Þór Högnason fædd- ist í Reykjavík 18. febrúar 1974. Hann lést 3. október síð- astliðinn. Utför Birgis Þórs fór fram frá Bústaða- kirkju föstudaginn 8. október sl. Elsku bróðir minn, J)ú ert farinn frá okkur alltof fljótt og langt um aldur fram. Hann lést af slysforum 3. október si. Það var svo margt sem þú áttir eftir að gera og sjá, en ég veit að fyrst þú varst tekinn svona snöggt burt frá landinu og ekki veit ég hversu oft þið strákarnir töluðuð saman langt fram eftir morgni. Núna í apríl sl. fórst þú ásamt Frissa, vini þínum, til Liverpool að horfa á goðin þín spila og ekki var nú verra þegar Liverpool vann Everton á Anfield, heimavelli sínum. Þú varst alveg í skýjunum, en toppurinn á ferðinni var þegar þið vinirnir fóruð á Anfíeld Road í skoðunarferð og hittuð alla leikmennina í Liverpool og mynd- imar sem teknar voru af Michael Owen, Patrick Berger, Robbie Fowler o.fl. með ykkur að sjálfsögðu með, og það sem þú varst stoltur af myndunum með þér og Owen, Fowler og öllum hinum, enda trúði ég þessu varla fyrr en ég sá myndirnar hjá þér. Biggi hlustaði mikið á tónlist og núna síðast varst þú ailtaf að spila You’ll never walk alone, ójá Liverpool lagið sjálft. Biggi, það var alveg rosa- leg upplifun fyinr okkur að koma á Anfíeld og það var nákvæmlega eins og þú sagðir, ekki hægt að líkja þessu við neitt og ég veit að þú varst hjá mér allan tímann úti í Liverpool. Litlu frændur þínir voru nú ekkert smá glaðir þegar þú komst að utan og að sjálfsögðu færandi Liverpool-gjaf- ir. Aron fékk Liverpool-skólatösku og Tristan Liverpool-galla. Eg veit að þú ert mjög stoltur af þínum mönnum núna enda komnir í 6. sætið. Alltaf þegar þú hittir Tiistan litla, sagðir þú, halló sprúnkur - Biggi frændi, og núna getur hann sagt nafnið þitt Biggi. Og á hverju kvöldi þá kyssir litli frændi þinn myndina af þér eins og mamma hans gerir. Eg ætla ekki að kveðja þig núna, litli bróðir minn, því að ég veit að þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu, og það sem ég á eftir að sakna þín mikið, en við hittumst aftui' seinna, og ég sé þig alveg fyrir mér geysast um á hjól- inu þínu. Biggi, þú varst svo hugrakk- ur þegar pabbi veiktist fyrir ári síðan, þú sást alfarið um verkstæðið og þótt lengi væri leitað hefði ekki verið hægt að finna betri mann en þig til þess að sjá um reksturinn og það sem þú viss- ir mikið um bíla var engu lagi líkt og kvartaðir þú aldrei þegar mikið var að gera. En það sem þú tókst þér fyr- ir hendur var ávallt svo pottþétt. Það var nú ekki lítið gaman hjá okkur þegar við fórum austur núna í sumar, þú komst yfír í bílinn til mín og Beisi tók Pikkan og Sesar og spiluðum við Duran Dm-an í botni mest alla leiðina í sveitina. Svona skemmtilegar minn- ingar eigum við um þig og koma þær manni til að brosa aðeins á þessum erfiðu tímum. Elsku mamma, pabbi og Esther, við eigum óteljandi fallegar minning- ar um hann Bigga okkar og mun það hjálpa okkur að sigrast á þessari miklu sorg, því missirinn er mikill. Kæru vinir hans Bigga, minningin um yndislegan strák mun ávallt vera í hjörtum okkar. Elsku Biggi minn, við hittumst síðar, en þangað til hvíl þú í friði. Þín systir Þórunn. ATVINNU- J\ U G LV S IISI G A R P E R L A N Veitingahús Vegna mikilla anna getum við bætt við okkur: F ramreiðslumönnum í fullt starf og hlutastarf. F ramreiðslunemum Viltu læra til þjóns á einum bjartasta og glæsilegasta veit- ingasal landsins? Aðstodarfólki í sal Vantar vant starfsfólk í veitingasal í fullt starf og hlutastarf. Hafíð samband við okkur í dag á staðnum eða í síma 562 0200 MENNTASKÓLINN f KÓPAVOGI Sérkennsla Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða sérkennara í V2 stöðu á vorönn 2000. Um er að ræða kennslu í almennum greinum í sér- .deild skólans — heimilisbraut. Umframtíðar- **starf er að ræða sem væntanlega mun verða fullt starf frá næsta skólaári. Launakjörfara eftir samningum kennarafélag- anna og ríkisins. Umsóknum skal skila til skól- ans fyrir 25. nóvember með upplýsingum um menntun og kennslureynslu. Óllum umsókn- um verður svarað. Nánari upplýsingar veita skólameistari eða aðstoðarskólameistari í síma 544 5510. Skólameistari. Fjölbreytt störf í pökkun og vinnslu Kjötumboðið Goði hf. óskar eftir starfsfólki. Vinnutími frá kl. 7.00—15.20. Áhugasamir hafi samband við Óskar í síma ^568 6366 eða á staðnum. Matvæla- eða lífefnafræðingur óskast hjá nýju fyrirtæki á sviði matvæla- vinnslu. Fyrirtækið er staðsett á landsbyggð- inni. Um er að ræða sex mánaða starf og er reynsla í ofurfrystingu ásamt uppsetningu á gæðakerfum nauðsynleg. Krafist erfullra rétt- inda í HACCP-fræðum. Umsókn sendist fyrir 20. nóvember nk. í pósthólf 411,400 ísafjörður. Va ktstjóri/hl utasta rf Ert þú heimavinnandi, hress og tilbúinn að vinna tvö kvöld í viku og aðra hverja helgi? Unnið er á líflegum veitingastað með bíla- lúgum í Reykjavík. Ef þú vilt hressilegt og skemmtilegt starf á stað þar sem alltaf er mikið að gera, þá er þetta rétta starfið fyrir þig! Hæfniskröfur. Þú þarft að geta unnið vel undir álagi, hafa hæfni í mannlegum samskiptum og hafa ábyrgð og stjórn á þinni vakt. Mjög góð laun í boði. Lausar eru þrjár stöður vaktstjóra. Umsækjandi þarf að vera 30 ára eða eldri. Uppl. í síma 896 8882 eða 588 9925. UPPB O E) Uppboð Seltverðurá uppboöi á Sölvabakka, Engihlíðarhreppi, fimmtudaginn 18. nóvember nk. kl. 14.00 óskilahross, brúnn hestur, 2ja til 3ja vetra, hafi enginn sannað eignarétt sinn fyrir þann tíma. Mark erfjöður framan hægra og biti framan vinstra, en vinstra eyra er skemmt þannig að í því gæti verið yfirmark. Blönduósi 8. nóvember 1999. Sýslumaðurinn á Blönduósi. FUNDIR/ MAMNFAGIMAÐUR Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavog verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember nk. í Hamraborg 1, 3. hæð, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt8. gr. laga félagsins. 2. Gesturfundarins verðurÁrni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. 3. Önnur mál. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Aðalfundur knatt- spyrnudeildar KR verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20.30 í félagsheimili KR við Frostaskjól. Athuqið brevtta daqsetningu. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt. Stjórnin. AT VINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu á svædi 103,105 eða 108 Gott skrifstofuhúsnæði óskast til leigu ca 60—100 fm. Aðkoma þarf að vera snyrti- leg. Ekki nauðsynlegt að aðstaða sé stúkuð niður. Þarf að vera laust fljótlega. Vinsamlega hringið í síma 896 8882. Innréttingar til sölu Allar innréttingar í Silfurbúðinni eru til sölu. Upplýsingar í síma 568 9066 frá kl. 14.00-17.00 daglega. ~r* § i r-j m / t'a C3 in I S L» 625® LkS I 1 L«Jp laJ SICLINGASTOFNUN Útboð Símstöð Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í stafræna símstöð ásamt meðfylgjandi búnaði. Verkinu skal lokið eigi síðar en 29. febrúar 2000. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga- stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá föstudeg- inum 12. nóvember, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. nóvember 1999, kl. 11:00. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5 * 18011118 s 9.0* Landsst. 5999111118 IX kl. 18.00 Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30: Kvöldvaka í umsjón systranna. \ r---7/ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.00. Heim- sókn í Hallgrímskirkju ásamt KFUK. Umsjón: Sr. Sigurður Pálsson og sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, prófastur. ÝMISLEGT Mömmur athugið ef barnið pissar undir Undraverður árangur með nýrri uppgötvun i óhefðbundnum aðferðum. Ekki söluvörur. Sigurður Guðleifsson, svæðanuddfræðingur, ilmoliu- fræðingur og reikimeistari, sími 587 1164.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.