Morgunblaðið - 11.11.1999, Page 11

Morgunblaðið - 11.11.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 11 FRÉTTIR Átak Landssambands hugvitsmanna á Islandi til aðstoðar ungri fólki Ungir hugvits- menn aðstoðaðir Morgunblaðið/Ásdís Elínóra Inga Sigurðardóttir og Viveea Bergstrand kynna hvaða mögu- leika ungt hugvitsfólk hefur til að koma hugmyndum si'num á fram- færi á opnum kynningarfundi í Hinu húsinu klukkan 17 í dag. LANDSSAMBAND hugvitsmanna á Islandi stendur nú fyrir átaki með það að markmiði að hjálpa ungu hugvitsfólki að koma hugmyndum sínum á framfæri. Elínóra Inga Sig- urðardóttir, formaður landssam- bandsins, segir framtíðarsýn félags- ins vera þá að ásamt því að vera hagsmunafélag, geti það veitt fé- lagsmönnum aðstoð við að fylgja eftir hugmyndum og uppflnningum sínum. Landssambandið hefur fengið Vi- vecu Bergstrand, starfsmann ung- mennadeildar sænska hugvitsfé- lagsins, hingað til lands til að kynna hvernig staðið sé að málum í Sví- þjóð. Ungmennadeildin veitir böm- um og unglingum á aldrinum 6 til 15 ára aðstoð við að gera hugmyndir sínar að veruleika og einnig veitir hún fólki á aldrinum 16 til 30 ára sérstaka ráðgjöf og aðstoð. Viveca mun kynna starf þeirra og árangur þess á fundum í framhaldsskólum og einnig á opnum kynningarfundi í Hinu húsinu klukkan 17 í dag. Ungmennadeildin hefur aðstoðað við að koma fjölmörgum uppfínn- ingum sænskra bama og unglinga á markað í Svíþjóð og víðar. Bæði era dæmi um litla einfalda hluti eins og klemmu sem heldur báðum sokkum í pari saman í þvottavélinni og hátæknilega hluti eins og nýja tegund af myndavélalinsu og er ungi hugvitsmaðurinn sem fann hana upp nú í samningaviðræðum við Kodak um kaup á framleiðslu- rétti á henni. Elínóra segir að Landssamband hugvitsmanna á Islandi vilji leggja áherslu á að gera eitthvað fyrir aldurshópinn 16 til 30 ára því eins og er sé engin sérstök aðstoð á þessu sviði í boði fyrir hann. Yngri aldurshóparnir geti tekið þátt í Ný- sköpunarkeppni grunnskóla og segir hún þátttöku og árangur barna og unglinga í henni undan- farin ár sýna hversu mikið hug- myndaflug og dugnaður býr í ís- lenskum ungmennum. Nú sé bara mál að virkja og aðstoða eldri ald- urshópinn líka og segir hún góðan árangur þeirra í Svíþjóð sýna að með réttri aðstoð geti ungt fólk komið ótrúlegustu hugmyndum í framkvæmd. Deilur Islendinga og Norðmanna við ESB vegna VES Utanríkisráðherra bjart- sýnn á að lausn náist Stokkhólmi. Morgunblaðið. „STÓRA spumingin er með hvaða hætti Noregur og Island hafa áhrif á þau svið, þar sem ESB tekur við af Vestur-Evrópusambandinu," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í gær er Morgunblaðið bar undir hann ummæli Jan-Erik Enestam varnarmálaráðherra um að Islendingar og Norðmenn gætu ekki gert sér vonir um að réttindi þeirra sem aukaaðilar að Vestur-Evrópu- sambandinu, VES, flyttust yfir í Evrópusambandið, ESB. „Það er ekki spuming um að færa réttindi," sagði Halldór, „heldur byggja upp samstarf á þessum nýja vettvangi, þannig að hægt verði að leggja að jöfnu við það sem við höfð- um innan VES. Sem NATO-þjóð viljum við fá viðeigandi stöðu innan þess nýja ramma, sem er í mótun.“ Halldór bendir á að með fýrirhug- aðri vamarvídd í ESB eigi ESB að hafa yfir að ráða því sem NATO hafi með að gera nú. „Við eram að tala um að byggja upp öryggis- og vam- arsamstarf í Evrópu, sem hlýtur að veralega leyti að byggja á því sem á sér stað innan Nato. Við höfum möguleika innan VES, sem við sjá- um ekki alveg hvernig koma eigi á í ESB.“ Eins og Enestam kynnti hug- myndir Finna er ætlunin að Islend- ingar og Norðmenn komi að ákvarð- anaferlinu, þegar ESB hefur tekið ákvörðun sína. „Þegar upp er staðið er ekki nóg að ESB ákveði sig, því NATO þarf að spila með,“ segir Halldór. „Á því byggist samþykkt NATO á leiðtogafundinum í Wash- ington í aprfl og á henni byggjum við okkar afstöðu. Við lýstum yfir fullum skilningi þar á að styrkja Evrópu- stoðina í vamar- og öryggismálum og á þeim grandvelli vfljum við vinna.“ Enestam lagði einnig áherslu á að ísland og Noregur gætu ekki gert sér vonir um að hafa áhrif á ákvarð- anir ESB, þar sem þeir væra ekki aðilar. „Það verður ekki komist hjá að NATO komi að ákvörðunum á þessu sviði, en um leið verðum við að viðurkenna rétt ESB tfl að byggja upp öryggis- og vamarstefnu sína. Við eram utan ESB og getum ekki haft áhrif á hana. Hins vegar hafa Noregur og Island unnið náið með öðram Evrópuþjóðum í hálfa öld og það er eðlilegt fyrir alla aðfla að halda því sambandi með eðlflegum hætti.“ Halldór benti á að Islend- ingar hefðu ákveðna sérstöðu, þar sem þeir hefðu ekki her, en það væri erfitt fyrir Noreg að koma ekki inn í ákvarðanir um aðgerðir frá upphafi. „Okkar framlag getur ekki verið í líkingu við Noregs. Sem NATO-þjóð vfljum við vera með, en ekki til að koma í veg fyrir nauðsynlegar ákvarðanir ESB.“ Islendingar munu eiga fund við ESB í Brassel á mánudagskvöld og síðan verður tekin ákvörðun um mál- ið á leiðtogafundi ESB í Helsinki í desember. Að mati Halldórs hafa Is- lendingar og Norðmenn fengið já- kvæð viðbrögð hjá ESB um þessi mál. „Eg álít að málin gangi í rétta átt, en það á eftir að koma betur í ljós,“ sagði Halldór. „Við viljum finna lausn á þessu og ég álít að þetta gangi í rétta átt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.