Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hreggviður Jónsson forstjóri Islenska útvarpsfélagsins og Helgi Jó- hannsson forsljóri SL undirrita samninga um hnattferðina. Með einkaþotu umhverfis jörðina f TILEFNI aldamótanna skipu- leggja Samvinnuferðir-Landsýn ferð umhverfís jörðina með þotu flugfélagsins Atlanta. Ferðin tekur 22 daga. Ferðafólkið fer með sömu þotunni alla Ieið og bíður hún eftir því á öllum við- komustöðum. Ferðin verður seld í samvinnu við Islenska útvarps- félagið. „Við höfum lengi hugleitt það hvort mögulegt væri að fara með hóp í einkaþotu hringinn í kringum hnöttinn. Það hefur aldrei verið gert frá íslandi. Við vildum gera eitthvað spennandi á nýrri öld og ákváðum að láta þennan gamla draum rætast,“ segir Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdasljóri Samvinnuferða- Landsýnar, í samtali við Morg- unblaðið. Ferðin hefst 19. janúar næst- komandi og tekur í heild 22 daga. Farið verður alla leið með Boeing 747 þotu flugfélagsins Atlanta og bíður hún farþeg- anna á viðkomustöðunum, sem eru sex talsins. Arngrímur Jó- hannsson aðaleigandi flugfélags- ins verður flugstjóri í ferðinni. Byijað verður að fljúga til Dub- ai í Sameinuðu furstadæmunum, þaðan til Delhi á Indlandi, síðan Ho Chi Minh (Saigon) í Víetnam, Sydney í Ástralíu, Fiji-eyja í Kyrrahafí og síðasti viðkomu- staðurinn er San Francisco í Bandaríkjunum. Helgi segir að vandað verði til ferðarinnar. Þotan er 476 sæta en aðeins verða seldir um 300 miðar þannig að rúmt verður um farþegana. Gist verður á fímm stjörnu hótelum á öllum dvalarstöðum. Helgi segir að það séu mikil þægindi fyrir far- þegana að hafa einkaþotu til af- nota; farþegarnir hafí sama sæt- ið alla leiðina, lágmarkstími fari í innritun og minni hætta verði á röskun ferðaáætlunar vegna seinkunar áætlunarflugs. Hnattferðin er skipulögð í samvinnu ferðaskrifstofunnar og íslenska útvarpsfélagsins og stendur einungis til boða þeim áskrifendum sjónvarpsstöðva fé- lagsins sem eru í svonefndum M12-klúbbi. Ferðin verður kynnt næstkomandi föstudag og þá um leið hvað hún kostar og sala hefst á laugardag, að sögn Helga Jóhannssonar. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði formlega nýjan leikskóla í Húsahverfí í Grafarvogi í gær og gaf honum nafnið Sjónar- hóll. Leikskólinn er þriggja deilda með pláss fyrir 62 börn samtímis en vegna manneklu hefur ekki ver- ið hægt að taka við um það bil 20 bömum inn á eina deildina. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur vantar fjóra starfsmenn á leikskól- ann til þess að hann geti talist full- mannaður. Enn sem komið er eru því tvær af þremur deildum leik- skólans starfandi, með um það bil 40 börnum, en að sögn Huldu K. Valgarðsdóttur leikskólastjóra er vonast til þess að hægt verði að taka við fleiri börnum og opna þriðju deildina um áramót. Allt fer það þó eftir því hvort tekst að ráða inn nýtt starfsfólk. Aðspurð segir Hulda að um 35 börn, flest fædd á árinu 1997, séu á biðlista eftir plássi á leikskólanum, ýmist eftir heilsdags- eða hálfsdagsplássi. Byggingarkostnaður 65 milljónir Sjónarhóll tók til starfa um miðj- an september sl. en hann er eini nýi leikskólinn sem Reykjavíkur- borg tekur í notkun á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá Leik- skólum Reykjavíkur. Hins vegar bætast tvær nýjar deildir við eldri leikskóla borgarinnar, önnur við Hagaborg og hin við Seljakot. Þá eru í byggingu tveir leikskólar sem áætlað er að verði teknir í notkun á næsta ári, annar í Víkurhverfi en hinn í Seláshverfi. Aætlaður bygg- Morgunblaðið/Ásdís Borgarstjóri ásamt börnum og foreldrum í nýja leikskólanum. ingarkostnaður Sjónarhóls eru tæplega 65 milljónir króna. Hönn- uður hússins er Dagný Helgadóttir arkitekt, en SG-hús á Selfossi sá um smíði, uppsetningu og fullnað- arfrágang húseininga. Útivistai’- svæði skólans hannaði Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt og um byggingarstjórn sá byggingardeild borgarverkfræðings. Sigríður Anna Þórðardóttir forseti Norðurlandaráðs Stokkhólmi. Morgunblaðið. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir þingmaður var í gær kjörin forseti Norðurlandaráðs. Á tímabili stefndi í að kosið yrði milli þriggja Islendinga, þeirra Sigríðar Önnu, Sighvats Björgvinssonar og Stein- VASAHANDBÖK Fróðleikur . .ívasann HEIMS ÁTLAS IVerð aðeins 1.980 kr hvor bók M Heimsatlas Fánar heimsins Hentugar vasa- handbækur fyrir þá sem vilja kynna sér fljótt og örugglega það helsta um lönd og þjóðir núb'mans. Bækur fyrir skólann, vinnuna og ferðalagið. -íTrrir -'v' - Mól og menningi malogmenning.isl Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500 gríms J. Sigfússonar, en úr því varð ekki. Hins vegar gætti óánægju meðal flokkahópa jafnaðarmanna og mið- flokkanna yfir að hægrimaður væri kjörinn, þar sem það væri að þeirra mati óskrifuð regla að það væri þingmaður stjómarandstöðu í við- komandi landi, sem yrði forseti ráðsins. Búist er við að jafnaðar- menn og vinstrimenn leggi fram bókanir í dag til að mótmæla kjör- inu. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigríður Anna að það væri fjarri lagi að slíkt samkomulag væri til. Forseti ráðsins er kosinn til árs í senn og fer embættið til skiptis til landanna fimm og sjálfstjómar- svæðanna. Nú er komið að íslend- ingum að fylla sætið. Gun Hellsvik sem nú lætur af störfum er hægri- maður, þó jafnaðarmenn séu við stjóm í Svíþjóð. Hvert land getur fylgt sinni venju en óskrifaðar reglur til Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið að búast hefði mátt við þessari niðurstöðu, en meðal jafnaðarþingmanna væri mikil óá- nægja með að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki virða þann sið, sem væri á hinum löndunum að velja stjómar- andstöðuþingmann í embættið. Hann benti á að af þeim átta ís- lensku forsetum, sem hefðu setið síðan 1960 hefðu sex verið sjálf- stæðismenn og tveir framsóknarmenn. Nú bættist því sjöundi sjálf- stæðismaðurinn við. I kjömefndinni, sem formlega gerir tillögu um forseta fékk Sig- hvatur sex atkvæði og Sigríður Anna sjö. Sig- hvatur kvaðst hins veg- ar hafa ákveðið að halda framboði sínu ekki til streitu, en nið- urstaðan nú gæti leitt til þess að jafnaðar- menn á hinum Norður- löndunum hættu að tilnefna stjóm- arandstöðuþingmann úr því Sjálf- stæðisflokkurinn virti ekki þetta óformlega samkomulag. Sighvatur lagði áherslu á að þetta væri ekki mál milli hans og Sigríðar Önnu, heldur almennt grundvallaratriði í störfum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon var frambjóðandi vinstrihópsins í Norðurlandaráði. Hann sagðist ánægður með ferli málsins, því markmið hópsins hefði náðst. Það hefði verið að sýna fram á að mikið vantaði upp á að vinstrihópurinn hefði fengið eðlilega hlutdeild í embættum ráðsins, forsetaembætt- Sigríður Anna Þórðardóttir inu og nú einnig for- mennsku þriggja meg- in nefnda ráðsins. Sjálfur sóttist Stein- grímur ekki eftir for- setaembættinu, heldur var hann valinn fram- bjóðandi vinstrihóps- ins, þar sem hann hef- ur langa reynslu af starfi í ráðinu. Hann tók undir sjónarmið Sighvats um að Sjálf- stæðisflokkurinn virti ekki óskrifaða reglu um forsetaembættið. Þetta undirstrikaði að þjóðþingin á hinum Norðurlöndunum hefðu sterkari stöðu en á Islandi, þingræðið á Islandi væri veikara og þau skilaboð mættu gjarnan berast heim. Sigríður Anna sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri fjarri lagi að einhver regla gilti á þessu sviði. Hvert land væri frjálst að því að ákveða sína frambjóðendur. Búið væri að flokksgera Norðurlandaráð, svo ef löndin vildu koma einhverjum tillögum að á þessu sviði þyrftu þær að fara í gegnum flokkahópana á þinginu. íslendingar hefðu aldrei gert neitt samkomulag um fram- boðsmálin og ekkert slíkt sam- komulag væri í gildi. skólann Samvinnuferðir-Landsýn skipuleggja aldamótaferð Nýr leikskóli í Grafarvogi formlega opnaður í gær Enn vantar starfsmenn til þess að fullmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.