Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Björgunarmenn í Mexíkó leita í braki DC- 9-þotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Uruapan. DC-9-þota ferst í Mexíkó TaÚð að 18 hafi farist Mexíkóborg. AP. FARÞEGAPOTA flugfélagsins TAESA í Mexíkó fórst á þriðjudag og með henni allir sem voru um borð, 18 manns. Vélin var af gerð- inni DC-9 og höfðu flestir farþeg- arnir farið úr henni á síðasta við- komustað. Fulltrúi flugöryggismála í Mexíkó sagði í gær að „svörtu kassamir“ með upplýsingum og hljóðupptökum í flugstjómarklefanum hefðu fund- ist. Tugir lögreglu- og hermanna leituðu á slysstaðnum í gær að vís- bendingum í brakinu sem varpað gætu ljósi á orsakir slyssins. Sjónarvottum bar ekki saman um hvað hefði gerst en talsmaður yfirvalda í sambandsríkinu Michocoan, Juan Alfonso Lara, sagði að þotan virtist hafa sprung- ið í lofti. Sjónarvottar hefðu séð blossa á himni og brak hefði fallið um 10 kílómetra frá borginni Um- apan. Aðrir fullyrtu að sprenging hefði orðið er þotan hrapaði á jörðina. Fulltrúi flugfélagsins sagði að vélin hefði steypst niður og lent á lárperuakri í eigu búg- arðs á svæðinu. Framkvæmda- stjóri plantekrannar, Felipe Guzman, sagði að stél vélarinnar hefði verið logandi þegar hún skall á jörðinni og sprakk. „Eftir það urðu fleiri sprengingar," bætti hann við. Lara sagði í gær að björgunar- menn væra komnir á staðinn en útilokað væri að nokkur hefði komist lífs af. „Hún var gereyði- lögð,“ sagði hann. Sambandsleysi eftir nokkra mfnútna flug Vélin lagði upp frá borginni Tijuana á vesturströndinni á þriðjudag og vora þá 91 farþegi um borð auk áhafnar. Millilent var í Guadaljara og Uruapan og vora aðeins 13 farþegar og fimm manns í áhöfn eftir um borð er lagt var af stað í síðasta áfangann til Mexíkó- borgar. Samband rofnaði við vélina að- eins fáeinum mínútum eftir flug- tak. Talsmaður TAESA, Eduardo Cacho, sagði að félaginu væri ekki kunnugt um að neitt hefði verið að vélinni. Hann sagðist ekki hafa upplýsingar um fjarskiptasamtöl YFIRMAÐUR rússnesku herj- anna í Tsjetsjníu sagði í viðtali í gær, að hann gæti gjöreytt landinu á viku ef hann fengi skipun um það en það væri þó ekki markmiðið. Víktor Kazantsev hershöfðingi sagði í viðtali við dagblaðið Trud, að átökin í Tsjetsjníu væra ekki stríð, sem auðvelt væri að vinna með miklum herafla, heldur „bar- átta gegn hryðjuverkamönnum", sem staðið gæti í mörg ár. „Segjum svo, að forseti Rúss- lands lýsti yfir herlögum í Tsjetsjn- íu. Þá gæti ég unnið stríðið á einni viku. Eg myndi gjöreyða öllu með sprengjuregni og þá kæmu þeir all- ir hlaupandi með hvítan fána, þ.e.a.s. þeir, sem eftir lifðu. Það væri styrjöld en ég er aðeins kom- inn til að uppræta hryðjuverka- milli flugmanna og flugumferðar- stjóra áður en vélin fórst. Ekki var búið að skýra frá því hvort um borð hefði verið fólk frá öðram löndum en Mexíkó. Grát- andi ættingjar fengu aðhlynningu mennina, sem níðast á almennum borgurum,“ sagði Kazantsev. Kazantsev sagði, að reynt væri að forðast mannfall en að hans sögn hafa 146 rússneskir hermenn týnt lífi síðustu sex vikur og um 200 særst. Eru þá ekki taldir með her- menn rússneska innanríkisráðu- neytisins. „Hernaðurinn í Tsjet- sjníu getur tekið eitt ár, kannski þrjú. Við setjum okkur engin tíma- mörk,“ sagði Kazantsev. Segir flóttamannastrauminn tilbúnig að hluta Talið er, að allt að 200.000 manns hafi flúið vegna hemaðar Rússa í Tsjetsjníu en Kazantsev sagði, að sú tala væri allt of há. „Tsjetsjenar hafa fundið upp á þessu sjálfir til að auglýsa „grimmd“ rússneska hjá starfsmönnum flugfélagsins á flugvellinum í Mexíkóborg og þeim var boðið að fara til Uraap- an. TAESA var stofnað fyrir tíu ár- um og hefur frá 1991 keppt við hersins. Sama fólkið fer fram og aftur yfír landamærin í þessum til- gangi.“ Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins hvatti í gær vestræn ríki til að gera ekki Tsjetsjníustríð- ið að meginefni ÖSE-fundarins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem verður í Istanbul í Tyrklandi 18.-19. þessa mánaðar. FLUGSLYSIÐ í MEXÍKÓ Átján manns voru um borð í DC-9 farþegaþotu sem fórst í innanlandsflugi í Mexíkó á þriðjudag. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá Uruapan í miðhluta landsins. margir farþegar fóm frá borði og hélt síðan áfram áleiðis til 400km Mexíkóborgar. Nokkrummín- “(L útum eftir flugtak steyptist hún niður. ‘i stóra mexíkósku félögin, Mexicana og Aeromexico, með því að bjóða lægri fargjöld. Vélin sem fórst var smíðuð 1970 af McDonnel Douglas-flugvélasmiðjunum sem nú hafa rannið saman við Boeing. Sagði hann, að Rússar væru reiðu- búnir að ræða það en ekki sem að- alefnið. Kim Traavik, yfirmaður ÖSE, sagði í gær í Sleptsovsk í Ingúset- íu, að Tsjetsjníustríðið væri „ekki lengur rússneskt innanríkismál". Lýsti hann því yfir eftir að hafa kynt sér aðstæður fólksins, sem flúið hefur frá Tsjetsjníu. Yfírmaður rússnesku herjanna í sjálfstjórnarlýðveldinu Tsjetsjníu Segir Rússa geta gjöreytt öllu á viku Moskvu. Reutcrs. Reuters Tsjetsjneskt flóttafólk í grannhéraðinu Ingúsetíu. Kazantsev, yfir- maður rússneska hersins í Tsjetsjníu, segir fjölda þess ofáætlaðan. skjávarpi -á einstöku tilboðsverði SHARP XG-NV4SE • Birta: 700 Ansi Lumen • Upplausn: 800x600 SVGA • Þyngd: 4,5 kg • Vörpunarlengd: allt að 18 metrar • Myndstærð allt að 762 cm (300") •Sérlega meðfærilegur skjávarpi, sýnir tölvu og videomerki. •Einstaklega nljóðlátur. SHARR... leiðandi framleiðandi með „LCD"*tækni www.ormsson.is ‘Uquid Crístal Display Ný tilraun ESB til lausnar bananadeilu Brussel. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) lagði í gær fram nýja tillögu um breyt- ingar á reglum um innflutning banana til sambandsins. Er tillag- an tilraun til að leysa deilu ESB við stjórnvöld í Bandaríkjunum, bananaframleiðendur í Mið-Amer- íku og Heimsviðskiptastofnunina, WTO. í tillögunni felst, að reglunum verði smám saman breytt á þann veg, að þær auðveldi aðgang ban- ana af mið-amerískum uppruna að Evrópumarkaðnum. „Þetta er ekki auðveld ákvörð- un,“ sagði Bernhard Zepter, að- stoðarframkvæmdastjóri aðalskrif- stofu framkvæmdastjórnarinnar, eftir kynningu tillögunnar á blaða- mannafundi í Brussel. I stórum dráttum gengur hún út á að kerfi innflutningskvóta á banönum, sem verið hefur við lýði í ESB og veitir banönum frá fyrrverandi nýlend- um Evrópuríkja greiðari markaðs- aðgang en „dollarabanönum" frá Mið-Ameríku, verði breytt þannig í áföngum til ársins 2006, að í stað innflutningskvóta taki við sam- ræmt tollgjald, sem á að jafna að- stöðumun bananaframleiðenda. Ráðherraráð ESB og Evrópu- þingið eiga eftir að fjalla um tillög- una og því er ekki ljóst hvort hún eigi eftir að auðvelda lausn hinnar þrálátu bananadeilu ESB og Bandaríkjanna, en það er mark- miðið með henni svo að líkur auk- ist á því að árangri verði náð í nýrri lotu allherjarviðræðna um afnám hafta í alþjóðaviðskiptum, sem hefjast á í Seattle um kom- andi mánaðamót. r t L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.