Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 17 LANDIÐ Fagranesið hefur verið bundið við bryggju frá í september Siglir ekki á ný að ísafirði - „Það er ekkert að frétta eins og er og að minnsta kosti er ljóst að skipið fer ekki af stað alveg á næstunni", sagði Kristinn Jón Jónsson, stjórnarformaður Hf. Djúpbátsins, í samtali við Morgun- blaðið. I svari sínu við fyrirspum Sig- hvats Björgvinssonar á Alþingi fyr- ir skömmu gaf Sturla Böðvarsson samgönguráðherra jákvæð svör um að leyst yrði úr málefnum Fagra- nessins þannig að það gæti á ný haf- ið ferjusiglingar um ísafjarðardjúp. „Málið er tvíþætt," sagði Kristinn Jón. „Annars vegar er skuldastaðan og hins vegar framtíð skipsins. Það verður að koma skuldastöðunni í lag áður en farið yrði af stað aftur. Bát- urinn fer ekkert af stað fyrr en búið er að finna lausn á peningamálun- um og eins að gerð verði raunhæf áætlun um reksturinn. Það þýðir ekkert að reka þetta eins og hefur verið gert, að vera með allt eftir á. Mér vitanlega er ekkert sérstakt að óbreyttu gerast í þessu máli. Ég get lítið ann- að sagt en það að ráðherra mun vera jákvæður og málið í athugun en ég veit ekkert hvemig þeim hug- myndum, sem uppi kunna að vera, reiðir af.“ Kristinn Jón segir fleiri vanda- mál vera í vegi þess að Fagranesið hefji siglingar á ný. „Ef ríkið á að styrkja ferjusiglingar eftir næstu áramót þarf fyrst að breyta lögum, því að lagaheimildin til þess fellur þá úr gildi.“ Allt vill suður - húsin líka Húsavík - Umsókn hefur borist byggingamefnd Húsavíkur frá eig- endum húseignarinnar Garðars- braut 63, Hjarðarholti, á Húsavík um leyfi til að flytja húsið úr bæn- um og suður yfir heiðar eða þaðan sem eigendur nú búa. Þessu hafn- aði byggingarnefnd. Hjarðarholt er járnklætt timb- urhús, kjallari, hæð og ris, byggt um 1930. Það var á sínum tíma og lengi vel syðsta húsið í bænum, byggt yfir Hjarðarhólstún og því fylgdi fjárhús, fjós og hlaða. Eitt sinn var í Hjarðarholti veit- ingasala sem fékk uppnefnið Herðumjó, gangstætt því að þá var rekinn veitingastaður á Akureyri sem bar nafnið Herðubreið og var allmiklu stærri. Húsvíkingum þykir nóg um að fólkið flytji úr bænum þó að húsin fari ekki líka því þeim sem hér búa finnst flestum hvergi muni betra að vera. J | ; j Morgunblaðið/Kristj ana Leikskóla- og sunnudagaskólabörn kenndu hátíðargestum hreyfíng- arnar við sín uppáhaldslög. Kristnihátíð í Dölum Búðardal - Ekki var tilefnið lítið þegar Dalamenn komu saman í Dalabúð í Búðardal á sunnudag- inn en þá var haldin síðari hátíð af tveimur vegna 1000 ára af- mælis kristnitökunnar. Dagskráin var Qölbreytt, vel sótt og heppnaðist í alla staði vel. Kórar í Dölum sameinuðust í einn af þessu tilefni og fluttu lög undir stjórn organista sinna, Halldórs Þ. Þórðarsonar og Liyu Sveinsdóttur auk Ingveld- ar Hjaltested og Hauks Guð- laugssonar, söngmálastjóra. Margir textanna voru eftir Dalamenn og einnig lögin. Frumflutt var Landnám eftir Friðjón Þórðarson, en lagið er eftir bróður hans, Halldór Þ. Þórðarson. Lúðrasveit Dala- sýslu lék eitt lag og leikskóla- og sunnudagaskólabömin kenndu hátíðargestum hreyf- ingamar við sín uppáhaldslög og sungu svo allir saman Djúp og breið og Jesús er besti vinur barnanna. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, flutti hátíðar- ræðu, Melkorka Benediktsdóttir flutti hátíðarljóðið, Kristnitaka 1000 ára eftir Pétur Sigurgeirs- son, biskup, og Kolbrún Jóns- dóttir las guðspjallið. Séra Ingi- berg J. Hannesson, prófastur, flutti ávarp og séra Óskar Ingi Ingason flutti lokaorð. Eftir þessa dagskrá var lík- amanum sinnt með súkkulaði og kræsingum sem Gunnar Björns- son í Dalakjöri sá um. J fyrir börn, unglinga og fulloröna sem gott er aö geta gripið til, t.d. á köldum vetrarmorgnum eða þegarfara á í stutta gönguferð. Láttu ekki vetrarveðrið hindra þig í því að njóta þess að fara út og njóta lífsins, hvort sem er innan eða utan borgarmarkanna. Vertu til! SKÓR Góðlr skór eru undirstaðan að góðrí ferð. Gefðu þér góðan tima og gættu þess að skórinn þrengi hvergi að. Mundu einnig að velja þér alltaf skóbúnað eftir aðstæðum. NANOQ* Kringlunni 4-12 ■ www.nanoq.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.