Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 72

Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Útlit fyrir áframhaldandi hlýindi á landinu Seyðisfjörður sló Algarve við Orkustofnun telur að mikla raforku megi vinna úr háhitasvæðum á Norðausturlandi Gæfu meiri orku en Um 80 MW nýtt í Öxarfírði árið 2005 HLÝTT hefur verið um land allt undanfarna daga og mældist hiti víða 10-15 stig í gær. Mestur hiti mældist þó á Seyðisfirði í gærdag, eða 19,7 gráður. Á meginlandi Evr- ópu var hiti víðast hvar á bilinu 5- 10 stig í gær. I Algarve í Portúgal og Messína á ítahu mældist hiti þó 18 stig og virðast Seyðfirðingar því hafa notið mestu veðurblfðunnar. Svalast var á Kirkjubæjar- klaustri í gær eða 7 stig og er óvenju hlýtt á landinu öllu miðað við árstíma. En að sögn Veður- (stofu Islands má gera ráð fyrir svipuðum hlýindum á 8-5 ára fresti. Búast má við áframhaldandi hlý- indum fram á sunnudag, en þá er gert ráð fyrir að kólni á ný. Veðrið leikur við Norðlendinga þessa dagana og í gærdag var hit- imi í kringum 15 gráður á Akur- eyri, en nokkuð hvasst. Starfsmenn bæjarins og aðrir þeir sem vinna úti eru að vonum himinlifandi með tíðarfarið. „Þetta er alveg dásam- legt veður,“ sagði Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri í samtali við Morg- unblaðið. Verklegar framkvæmdir eru í fullum gangi og í gær var verið að þökuleggja í kringum undirgöngin undir Borgarbrautina, auk malbik- unarframkvæmda. Gífurlegt vatns- magn var í Glerá, eins og í leysing- um á vorin. „Við erum að ljúka ýmsum verkefnum og því er kær- komið að fá þessa auka góðviðris- daga,“ sagði Hilmar. Fljótsdalsvirkjun TALIÐ er að vinna megi 1.600 gígawattstundir á ári úr þekktum jarðhitasvæðum á Norðausturlandi þegar í lok ársins 2003, ef fjórir nýir virkjunarstaðir standa undir vænt- ingum. Þetta er niðurstaða greinar- gerðar Orkustofnunar um jarðgufu- stöðvar á Norðaustm’landi, sem Val- garður Stefánsson og Ásgrímur Guðmundsson skrifa. Hérlendis eru varla til dæmi þess að fyrirhuguð vinnslusvæði jarðhita reynist ónothæf, en sé gert ráð fyrir því að helmingur virkjunarstaðanna rejmist nothæfur, er samt sem áður hægt að tryggja 1.200 gígawattstund- ir á ári til vinnslu í lok ársins 2003. Það samsvarar nánast orkugetu Fljótsdalsvirkjunar, en hún yrði 1.250 gígawattstundir, miðað við 210 MW. Svæðin sem gefa möguleika á auk- inni nýtingu jarðhita eru Krafla, Námafjall, Öxai-fjörður og Þeista- reykir. Til þess að unnt sé að ná fyrrgreindum virkjunai’hraða þurfa allt að fjórir stórir borar að vera í gangi sum árin. Gert er ráð fyrir að það taki þrjú ár frá því ákvörðun um virkjun er tekin og þar til viðkom- andi eining getur hafið framleiðslu. Á háhitasvæði Kröflu eru þrír hugsanlegir virkjunarstaðh’. Á svæð- inu Víti-Hveragil er gert ráð fyrir að hægt sé að vinna 60 MW til viðbótar og að uppbyggingin verði í tveimur 30 MW áföngum. Til samanburðar þá er orkugeta Fljótsdalsvirkjunar áætluð 210 MW. Orkustofnun gerir ráð fyrii’ að á árinu 2000 verði boraðar tvær rann- sóknarholur við eða á Sandabotna- fjalli á Kröflusvæðinu. Ef þær gefa nægilega góða raun má þegar í byrj- un árs 2001 taka ákvörðun um fyrstu 20 MW virkjun þar. Næstu 20 MW einingu mætti svo taka ákvörðun um í byrjun árs 2005 ef sú vinnsla gæfi góða raun. Að lokum er gert ráð fyrir tveimur 20 MW einingum á svæðinu vestan Hvíthólaklifs, ef rannsóknarholur gefa góða raun. Hægt væri að taka þá fyrri í notkun í byrjun árs 2001 og þá síðari árið 2005. Verkhönnun að 40 MW vii’kjun í Bjamarflagi í Námaijalli liggur þegar fyrir. Orkustofnun telur þó að jarð- hitakerfið standi undir mim meiri vinnslu. Því er reiknað með að ákvörð- un um annan 30 MW áfanga sé hægt að taka árið 2002 og hægt sé að byrja á 20 MW þriðja áfanga á árinu 2005. í Öxarfirði er verið að bora fyrstu djúpu rannsóknarholuna. Gert er ráð fyrir að í byrjun árs verði tekin ákvörðun um fyrsta 30 MW áfangann á svæðinu, gefi rannsóknarholurnar góðar niðurstöður. Reiknað er með að svæðið standi undir meiri vinnslu og því er gert ráð fyrir að byrja á annarri 30 MW einingu árið 2003 og að síðan verði tekin ákvörðun um 20 MW þriðja áfanga árið 2005. Hvað Þeistareyki varðar er svæðið talið tilbúið til borunar. Gert er ráð fyrir borun tveggja rannsóknarhola árið 2000 og gefi þær góða raun má hefja vinnu við fyrstu 30 MW eining- una á svæðinu í upphafi árs 2001. Þá er gert ráð fyrir 30 MW einingu árið 2003 og 20 MW einingu árið 2005. Unnið við þökulagningu og malbikun í veðurblíðunni á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Kristján Samningur um sölu á orku til stækkunar Norðuráls undirritaður " Yatnsfellsvirkjun og við- bót álvers í notkun 2001 ORKUSAMNINGUR milli Landsvirkjunar og eigenda Norðuráls hf. vegna stækkunar álversins á Grundai-tanga hefur verið undirritaður. Hann felur það í sér að vinnu við Vatnsfellsvirkjun ^ærður haldið áfram og hún tekin í notkun um mitt ár 2001, þegar álverið hefur verið stækkað. Norðurál hf. hefur unnið að undirbúningi 50% stækkunar álversins á Grundartanga, úr 60 þús- und tonna framleiðslugetu á áli á ári í 90 þúsund tonn. Áætlað er að fjárfestingin nemi um 70 milljónum dollara eða sem svarar um 5 milljörð- um kr. Auglýst var eftir verktökum í byrjun september og til stóð að undirrita orkusamning Jfcvið Landsvirkjun um það leyti. Undiirituninni var hins vegar frestað vegna þess að ekki hafði tekist að Ijúka samningum um fjármögnun verk- efnisins fyrir þann tíma, að því er fram kom hjá Birni Högdal, framkvæmdastjóra Norðuráls. Stefnt hefur verið að því að í desember verði ákveðið að ráðast í verkið og framkvæmdir eiga þá að geta hafist strax. Virkjað samkvæmt áætlun Orkusamningurinn var undirritaður í New York um síðustu mánaðamót. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, og Friðrik Sophusson forstjóri rituðu undir hann af hálfu Landsvirkjunar og David Brewer, fram- kvæmdastjóri hjá Columbia Ventures Cor- poration, vegna Norðuráls en CVC er móðurfé- lag álverksmiðjunnar. Samningurinn felur það í sér að Landsvirkjun skuldbindur sig til að hefja afhendingu orkunnar og Norðurál að taka við henni upp úr miðju ári 2001. Friðrik Sophusson sagði í gær að orkusamningurinn gerði það að verkum að framkvæmdum við Vatnsfellsvirkjun verði haldið áfram á þeim hraða sem upphaflega var áformað. Framkvæmdir við virkjunina hófust í sumar og nú er ljóst að ekki þarf að grípa til ákvæða í samningum við verktaka um að unnt verði að hægja á framkvæmdum ef ekki nást samningar um sölu orkunnar frá henni. Vatnsfellsvirkjun er efsta vii-kjunin í Tungnaá. Afkastageta véla virkjunarinnai’ er áætluð 90 megawött. 2500 börn aldrei til tannlæknis ALLT að 2500 börn fara aldrei til tannlæknis. Kom þetta fram hjá Ögmundi Jónassyni, þing- manni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í gær. Ögmundur sagði að þótt mjög hefði dregið úr tann- skemmdum á síðustu árum væri nokkur hópur barna, jafn- vel allt að 2.500 talsins, sem aldrei færi til tannlæknis. Þetta rakti hann m.a. til auk- innar kostnaðarhlutdeildar for- eldra í tannlækningum barna en að sögn Ögmundar hefur þetta valdið því að tekjulágt fólk veigrar sér við að fara til tannlæknis. ■ Fyrirspum/10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.