Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ
J>6 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999
Kóngarnir
otSHflífíi em
OryggissKápar
fyrir heimili
ogfyrírtæki
Verðfiá
fo? 25.000,-
j Stærð; utanmál
hasð 33 cm
bieidd 33 cm
dýpt 26 cm
Vlð Btsyðjum vlð bakfð á þér!
EG ER ENGIN
GLEÐIKONA!
Morgunblaðið/Ásdís
Osk lætur rödd sína falla að viðfangsefninu og hljómar
hún líkt og roskin heimasæta aftan úr öldum.
N’Dour, söngvarinn knái frá Sen-
egal. Þetta hefur einnig verið á-
stundað hér á landi með misjöfnum
árangri og er Hinn íslenski þursa-
flokkur vafalaust sú sveit sem far-
sælust hefur verið í þessum efnum.
A Draumi hjarðsveinsins, sem er
þriðja geislaplata Óskar, rær hún á
svipuð mið og á fyrri plötum sínum
og líkt og með fyrrnefnda, erlenda
listamenn, setur hún þjóðfomar
stemmur í nútímasamhengi. Manni
kemur ósjálfrátt í huga sveitir eins
og áðurnefndir Þursar, Grýlurnar
og jafnvel Kolrassa krókríðandi
(nú Bellatrix). Sú sveit gerði ámóta
tilraunir í upphafi ferils síns en Bí-
bí, fyrrverandi liðsmaður þeirrar
sveitar, spilar hér á bassa í tveimur
lögum.
Ósk notast við ljóð eftir þjóð-
þekkt og óþekkt íslensk skáld og
syngur þau við seiðandi og dular-
fulla tónlist. Þjóðlagabragurinn er
einatt rofinn með torkennilegum
rafhljóðum og oftar en ekki mynd-
ast spennandi og heillandi and-
rúmsloft. Ósk lætur rödd sína falla
að viðfangsefninu og hljómar hún
líkt og roskin heimasæta aftan úr
öldum. Seimur raddarinnar fer du-
lítið í taugamar á mér en það trufl-
ar mig ekki svo mikið, því á heild-
ina litið er þetta hin ágætasta
plata, uppfull af frumlegum og
spennandi lagasmíðum og nær Ósk
að búa til eitthvað nýtt úr þeim
efniviði sem hún moðar úr. Vil ég
fi() iöflti
GINKGO
BILOBA
EXTRAKT
100 mu
Ginkgo Biloba
Eykur blóðstreymið
út i fínustu æðarnar
Éh,
sérstaklega nefna lagið „Hvaðan
komst þú?“ sem er dæmi um vel
heppnaðan samruna áðurnefndra
stefna, borinn uppi af frábærri,
draumkenndri melódíu. Einnig vil
ég nefna lagið „Jú, ég hef áður
unnað“ sem einkennist af grófum
rokkgíturam og er markmiðsbund-
inn stflbrjótur og vel heppnaður
sem slíkur.
Það er notast við aragrúa af
hljóðfærum á plötunni til að mynda
réttu stemmninguna en helst er að
minnast á píanóleik Óskar sem er
afar skemmtflegur, seiðandi og
minimalískur. Dóttir Óskar, Anna
Lucy, er senuþjófur plötunnar, en
bamsrödd hennar lyftir þeim lög-
um sem hún syngur í á annað plan.
Því miður er umslag plötunnar
ekki upp á marga fiska og gæti
hæglega fælt fólk frá annars at-
hyglisverðri plötu. Eins er titillinn
kauðslegur og letrið afleitt.
Ósk kemur til dyranna eins og
hún er klædd og hefur sent frá sér
lítinn, sætan og sannan disk. I
fyrstu þótti manni þetta vera kenj-
ótt kukl að mestu en það skín
sterkt í gegn að Ósk er fúlasta al-
vara með þessu. Eins og svo oft
með plötur sem gerðar eru af ver-
aldlegum vanefnum er ekki annað
hægt en að dást af einlægninni og
alvörunni sem fylgir þeim. Vel
heppnað og lofsvert framtak.
Arnar Eggert Thoroddsen
iGÍIsuhúsið
Skólavöröustlg, Krínglunni, Smáratorgi
Lewis æfír
af kappi
LENNOX Lewis frá Englandi, sem
er heimsmeistari í þungavigt hjá
WBC-sambandinu, æfir af kappi í
Las Vegas þessa dagana fyrir bar-
dagann við Evander Holyfield,
sem er heimsmeistari hjá sam-
böndunum IBF og WBA. Bardag-
inn fer fram laugardaginn 13. nó-
vember í Las Vegas. Fyrri bardaga
þeirra kappa lauk með umdeildu
jafntefli þegar hann var háður 13.
mars í New York. Þótti Lewis mun
öflugri og héldu sumir því fram að
brögð hefðu verið í tafli.
EGSA
BARA
Fitufælan Gaui litli
bjargaði Þorbjorgu
SPYTAST
DRAUMUR
HJARÐSVEINSINS
Draumur hjarðsveinsins,
geisladiskur Oskar. Ósk Óskar-
sdóttir syngur ásamt því að leika á
píanó, hljómborð, trommu og
þverflautu. Henni til aðstoðar eru
m.a. Þorsteinn Magnússon (gítar),
Dan Cassidy (fiðla), Mike Pollock
(gítar), Gunnþór Sigurðsson (bassi),
Bíbí (bassi), Þórdís Clausen
(trommur) og Anna Lucy Muscat
(söngur). Öll lögin eru eftir Ósk
Óskarsdóttur að undanskildu lag-
inu „Jú, ég hef áður unnað“ sem er
sarnið af Ösk ásamt þeim Mike Pol-
lock og Gunnþóri Sigurðssyni.
Textar eða öllu heldur ljóð eru eftir
ýmsa höfunda, flest eru þau eftir
Jakobínu Johnson en einnig eiga
þau Bjarni Marínó, Rósa B. Blönd-
als, Sigurður Breiðfjörð og K. N.
texta á plötunni. Upptökustjóm, út-
setning og hljóðblöndun var í hönd-
um Óskar Óskarsdóttur. 38,58 mín.
Ósk sjálf gefur út.
HLJOMLISTARMENN, innlend-
ir jafnt sem erlendir, hafa löngum
gert tflraunir með að bræða alda-
gamlar þjóðlagahefðir saman við
popptónlist. Nöfn sem koma í huga
mér í þessu sambandi era jafn ólík
og hin enska sveit Fairport Con-
vention, franska gleðisveitin Les
Negresses Vertes og Youssou
BINGO
Bingó alla fimmtudaga kl. 19.15
í félagsheimiiinu Ásgarði, Glæsibæ.
[ kvöld verður boðið upp á kaffi. Fleiri umferðir, breytt
vinningaskrá, mjög góðir vinningar. Sér reyklaus salur.
Nýtt kortatímabil.
Upplýsingar í síma 588 2111. Öllum opið.
Ásgarður, Glæsibæ.
FOLKI FRETTUM
Þjóðlegar stemmur
í nýstárlegum brining
TOIVLIST
mtm
i