Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Einmuna veðurblíða fyrir norðan Unnið við þöku- lagnir og malbikun Yeittist að for- stöðumanninum Héraðsdómur Norðurlands eystra Sekt fyr- ir fíkni- efnasölu SEXTÁN ára piltur á Akur- eyri hefur verið dæmdur til sektargreiðslu vegna fíkni- efnabrots. Piltinum var gefið að sök að hafa selt samtals 12 gi’ömm af hassi en kaupend- urnir voru níu talsins, allt ungmenni á svipuðum aldri og seljandinn. Pilturinn viðurkenndi sak- argiftir og þykir sök hans því nægilega sönnuð. Hann hafði fyrir réttu ári gengist undir sektargerð vegna brots á lögum um ávana- og fíkniefni og var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í júlí í sumar í þriggja ára skilorðs- bundið fangelsi. Brot hans nú voru framin áður en þeim dómi var lokið. Með vísan til ungs aldurs og þess að ekki liggur fyrir að hann hafí sjálfur haft hagnað af brot- unum þótti refsing hans hæfilega ákveðin 40 þúsund króna sekt auk greiðslu sak- arkostnaðar. Amtsbókasafnið Sögustund og bíómynd NORRÆN sögustund verður á Amtsbókasafninu á Akur- eyri í dag, fímmtudag kl. 14.30, en norræna bóka- safnsvikan I ljósaskiptunum stendur nú yfir og ber hún yf- irskriftina „Þjóðsögur og sagnir fyrr og nú.“ I tengslum við bóka- safnsvikuna verður sýnd danska myndin „Midt om natten" með Kim Larsen í Borgarbíói kl. 19 í kvöld og er aðgangur ókeypis. Amtsbóka- safnið býður aftur í bíó í laug- ardag kl. 15, en þá verður sýnd norska leikbrúðumyndin „Kappaksturinn mikli“ með íslensku tali. Á safninu er sýning á eyfirskum þjóðsögum og nor- rænum sögum, þá eru kynnt- ar norrænar bókmenntir og vefsíður með nútímaþjóðsög- um, auk þess sem leikin er norræn tónlist. Vinafundur eldri borgara VINAFUNDUR eldri borg- ara verður í Glerárkirkju í dag, fímmtudaginn 11. nóvm- ber og hefst hann kl. 15. Sam- veran hefst með stuttri helgi- stund. Gestur fundarins verð- ur Kristján Kristjánsson pró- fessor við Háskólann á Akur- eyri og ber erindi hans yfir- skriftina „Faðir minn skáld- ið“, en faðir hans var Kristján frá Djúpalæk. Þá munu þau Óskar Pétursson og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja nokkur lög. Boðið verður upp á kaffíveitingar. VEÐRIÐ leikur við Norðlend- inga þessa dagana og í gærdag var hitinn í kringum 15 gráður á Akureyri en nokkuð hvasst. St- arfsmenn bæjarins og aðrir þeir sem vinna úti eru að vonum him- inlifandi með tíðarfarið. „Þetta er alveg dásamlegt veður,“ sagði Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri í samtali við Morgunblaðið. Verklegar framkvæmdir eru í fullum gangi og í gær var verið að þökuleggja í kringum undir- göngin undir Borgarbrautina, auk malbikunarframkvæmda. Gífurlegt vatnsmagn var í Glerá, eða eins og í leysingum á vorin. STJÓRN Eyþings, Sambands sveit- arfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum, stóð fyrir samráðsfundi um vímuvarnir á Húsavík í gær og sóttu hann fulltrúar sveitarstjórna á starfssvæði Eyþings. Tilgangur fundarins var að afla upplýsinga, miðla upplýsingum og fá fram nýjar hugmyndir, auk þess að hvetja til að- gerða og samhæfa aðgerðir. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, kynnti starf deildarinnar en fíkniefnaneysla í bænum hefur aukist til muna og hefur lögreglan því lagt aukna áherslu á þann mála- flokk. Fíkniefnamálum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa 80 slík mál komið upp á þessu ári en allt árið í fyrra komu upp 43 fíkniefnamál. Þá hefur verið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum á árinu en nokkru sinni áður. Daníel sagði að áður fyrr hefði eingöngu verið um neyslumál að ræða en nú væri lagt hald á mun meira magn í hverju máli, sem þá tengdist sölu á fíkniefnum. Hann sagði að flestir þeir sem kæmu við sögu í fíkniefnamálum væru á aldrin- um 18-20 ára en að yngra fólkinu færi fjölgandi og alveg niður í grunn- skólaaldur. Daníel sagði að hasspíp- ur væru að fínnast á skólalóðum grunnskólanna í bænum. „Við erum að ljúka ýmsum verk- efnum og það er því kærkomið að fá þessa auka góðvirðisdaga," sagði Hilmar. Það hefur farið lítið fyrir snjómoksturstækjum á götum bæjarins á þessu hausti og kostnaður við snjómokstur og hálkueyðingu verið sáralítill. Veturinn var heldur fyrr á ferð- inni í fyrra og þá töluverður kostnaður við snjómokstur. I október í fyrra var kostnaður við snjómokstur og hálkueyð- ingu um 1,5 milljónir króna og í nóvember var kostnaðurinn um 3 milljónir króna. Þeir aðilar sem að þessum málum koma hafa leitað eftir aðstoð al- mennings í baráttunni en Daníel sagði að almenningur mætti standa sig betur. „Mér finnst að fram að þessu hafí fólk nánast litið á þetta sem vandamál lögreglunnar. Þetta er ekki bara vandamál lögreglunnar, heldur líka vandamál heilbrigðis- og félagsmálakerfísins og þjóðfélagsins í heild. Og það kemur ekki til með að nást neinn árangur nema allir vinni saman gegn þessari óheillaþróun og við hvetjum alla til samstarfs,“ sagði Daníel. Breytingar í félags- miðstöðinni á Dalvík Halldór Guðmundsson, félags- málastjóri Dalvíkurbyggðar, fjallaði á fundinum um ýmislegt sem tengist forvarnastarfí í sveitarfélaginu. í máli hans kom m.a. fram að vímu- varnaáætlun hafi verið afgreidd í bæjarstjórn á síðasta ári. I kjölfarið var að tillögu félagsmálaráðs tekið upp samstarf við SAA um sveitarfé- lagsverkefni í forvörnum. Verkefnið er í gangi út þetta ár og hefur verið unnið sameiginlega í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði en sveitarfélögin hafa með sér samstarf á sviði forvarna og barnaverndarmála. Þá var skipaður sérstakur stýri- hópur verkefnisins og gerð könnun á RÚMLEGA tvítugur piltur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja ára skilorðs- bundið fangelsi fyrh’ líkamsárás. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á forstöðumann áfanga- heimilis á Akureyri í fyrrasumar, sparkað í andlit hans með þeim af- leiðingum að hann nefbrotnaði, fékk glóðarauga á báðum augum og fleiri áverka. Forstöðumaðurinn gerði kröfu um tæplega 6.000 króna bæt- ur. Maðurinn játaði að hafa veist að forstöðumanni meðferðarheimilisins, slengt honum í vegg og sparkað í maga hans og veitt honum þannig þá áverka sem áður er frá greint. Kom hann að eigin frumkvæði á lögreglu- stöð á Akureyri og greindi frá ástandi vímuefnaneyslu að mati 20 lykilaðila í sveitarfélaginu og gerð könnun á neyslu vímuefna á Dalvík og Ólafsfirði meðal nemenda í 10. bekk. Einnig hefur verið haldin ráð- stefna um forvarnir og vímuvarna- skóli haldinn með öllu starfsfólki grunnskólanna. Á næstunni verður svo námskeið fyrir stjórnir og leið- beinendur íþróttafélaga. Jafnframt eru uppi áform um að við endurskoð- un vímuvamaáætlunar Dalvíkur- byggðar verði gerð sameiginleg áætlun fyrir Dalvíkurbyggð og Ólafsfjörð. I máli Halldórs kom einnig fram að félagsmiðstöð unglinga hefði fengið nýtt húsnæði á árinu, í Víkur- röst. Við það tækifæri voru settar í framkvæmd áherslubreytingar á markhóp félagsmiðstöðvarinnar og er hún nú sérstaklega opin fyrir ung- menni á aldrinum 14-18 ára. Þeim tíma sem er opið var breytt og hann rýmkaður um helgar og virðast þær breytingar ætla að skila góðum ár- angri. Halldór sagði að mikilvægast af öllu væri að sveitarstjórnarmenn hefðu einhverja skoðun á því hvernig hægt væri að styrkja samstarf milli þeirra aðila sem koma að vinnu með börnum og ungmennum. Bergljót Jónasdóttir hefur umsjón með félagsmiðstöðvunum á Akureyri árásinni. Fyrir dómi sagði hann frá því að til ýfínga hefði komið milli sín og forstöðumannsins og hefði hann í kjölfarið ákveðið að hætta meðferð á heimilinu. Maðurinn hefur þrívegis áður gengist undir sektargreiðslur vegna brota á hegningarlögum, umferðar- lögum og áfengislögum og þá hefur hann einnig þrívegis hlotið refsi- dóma við Héraðsdóm Suðurlands. Með broti sínu nú rauf hann skilorð. Með tilliti til fyrri sakarferlis hans þótti hæfilegt að dæma manninn í þriggja mánaða fangelsi, en enn þótti fært að skilorðsbinda refsing- una og hún látin niður falla að þrem- ur ái-um liðnum, en hún þó bundin því skilyrði að maðurinn sæti sér- stakri umsjón á skilorðstímanum. og tómstundastarfí í grunnskólum bæjarins og hún fjallaði um þá starf- semi. Fjórar félagsmiðstöðvar eru reknar í bænum á vegum íþrótta- og tómstundadeildar í hverfum bæjar- ins. Hlutverk þeÚTa er að sinna ung- lingunum með fjölbreyttu starfi, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfí. Á næsta ári er stefnt að því að koma á samvinnu milli skóla, nem- endaráðs og íþrótta- og tómstunda- deildar um þann tíma sem félags- miðstöðvar eru opnar seinni part dagsins. Tómstundastarf mikilvægur þáttur í máli Bergljótar kom fram að boðið sé upp á fjölbreytt tóm- stundastarf í formi námskeiða fyrir börn og unglinga í 4.-10. bekk. Hún sagði að tómstundastarf væri mikilvægur þáttur í lífi ungling- anna og að gott tómstundastarf gæti kveikt hugmyndir að fram- haldsnámi eða framtíðarstarfi og gæti því líka virkað sem starfskynning. Þá hafi ÍTA ávallt virt og treyst mikilvægi heimilanna fyrir unglingana en hinu megi ekki gleyma að á viðkvæmum aldri tán- ingsáranna séu aðrir aðilar oft sterkir áhrifavaldar. Má þar nefna félagahópinn og ekki síður skólana og starfsmenn þeirra. Unnið við malbikunarframkvæmdir í veðurblíðunni á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Kristj án Fræðslu- og samráðsfundur um vímuvarnir á starfssvæði Eyþings Hasspípur hafa fundist á skólalóðum grunnskólanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.