Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Foreldrar leikskólabarna krefja borgaryfírvöld um lausn á vanda leikskóla Hafurinn Kjarni í Húsdýragarðinum allur Hækkun leikskólagjalda var alfarið hafnað REYKJAVÍKURDEILD Lands- samtaka foreldrafélaga leikskóla- bama fundaði í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Foreldrar lýstu yfir óánægju sinni með aðgerðir borg- aryfirvalda og m.a. kom fram að nýr dvalarsamningur kunni að vera ólöglegur. Borgarráð samþykkti í fyrradag að auka framlög til leik- skóla og endurskoða hlutdeild for- eldra í kostnaði. Kynnt var sú hugmynd á fundin- um í gærkvöldi að undirskriftum foreldra yrði safnað á leikskólum og e.t.v. vinnustöðum borgarinnar til að mótmæla núverandi ástandi. A fundinum var samþykkt að krefja borgaryfirvöld um lausn nú- verandi vanda og þá hafnaði fund- urinn alfarið væntanlegri hækkun leikskólagjalda, sem gert er ráð fyr- ir að verði um 11%. Auk þess var krafist afturköllunar nýrra dvalar- samninga með óeðlilegu uppsagnar- ákvæði og að aðrir samningar yrðu gerðir í samvinnu við foreldra. I máli stjómar Reykjavíkurdeild- ar kom fram að ekki lægi fyrir hvemig þeim 70 milljónum sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja til leikskólamála yrði varið. Nokkrir fundargesta létu í ljós þá skoðun að féð færi líklega í að mæta aukinni vinnu við námskrá leik- skólabarna. Þá kom einnig fram að auk þess tekjumissis sem margir foreldrar hefðu orðið fyrir í kjölfar þess að þurfa að hafa börn sín heima lægi fyrir að nokkrir foreldrar myndu missa vinnuna ef svo héldi fram sem horfði. Viðhorfskönnun hefur verið gerð meðal forsvarsmanna foreldrafé- laga undanfarið og sögðu stjórnar- menn að ýmsar góðar tillögur að úrlausn mála væri þar að finna. Of snemmt væri hins vegar að kynna tillögurnar að svo stöddu, en foreldrafélög hefðu áhuga á að finna lausn þessa vanda í sam- vinnu við leikskólakennara og borgaryfirvöld. Hlutdeild foreldra endurskoðuð Borgarráð samþykkti á þriðjudag með fjórum atkvæðum meirihlutans tillögu um að auka rekstrarfé leik- skóla um 70 milljónir á næsta ári til viðbótar þeim 70 milljónum sem þegar hafa verið samþykktar. TU- lagan gerir ráð fyrir að þessum við- bótarkostnaði verði mætt með end- urskoðun á hlutdeild foreldra í rekstrarkostnaði á næsta ári. I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks kemur fram að úr- ræðaleysi hafí einkennt vinnubrögð Reykjavíkurlista í leikskólamálum og að kosningaloforð hafi ekki stað- ist. Á fundi borgarstjómar hafí ver- ið rætt um að halda sérstakan auka- fund og leggja fram tUlögur meiri- hluta til að gi-eiða úr vandanum en af þeim fundi hafí ekki orðið. Eina úrræði meirihlutans sé að hækka leikskólagjaldið. Bent er á að leggja verði áherslu á að þær aukafjárveit- ingar, sem samþykktar hafa verið, svo og hækkun leikskólagjalda, gangi beint tU þess að bæta kjör starfsmanna. í bókun borgarstjóra segir að ljóst sé að sjálfstæðismenn séu efn- islega sammála tUlögunni þó að þeir kjósi að fría sig ábyrgð. Fram kem- ur að þrátt fyrir mikla uppbyggingu hafi gengið þokkalega að manna leikskólana þar tU nú, þegar þensl- an sé í hámarki. Sjálfstæðismenn viti að engar töfralausnir sé að finna á vanda leikskólanna og því hafi þeir engar tUlögur uppi. Stóra fíkniefnamálið Gæsluvarðhald framlengt til vors Norræn hönnunarsýning grunnskólabarna 22 verkefni af 50 eru íslensk ÍSLENSK börn og ungmenni eiga 22 verkefni af þeim 50 sem valin hafa verið á norræna hönnunarsýningu grunnskólabarna, „Fantasy design.“ Valið var úr 300 tillögum sem komu frá öllum Norðurlöndunum, þai- af voru 70 frá íslandi, en flestöll íslensku verkefnin voru framlög í síðustu Nýsköpunarkeppni grunn- skóla. Sýningin verður opnuð í Kalmar í Svíþjóð í maí á næsta ári og mun svo verða farið með hana á milli Norður- landanna. Hún verður sett upp hér á landi í september í Gerðubergi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur varð í gær við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að framlengja gæsluvarðhald fjögurra manna til 15. mars árið 2000, en þeir hafa setið inni í tvo mánuði vegna rannsóknar stóra fíkniefnamáls- ins. Mennirnir voru þeir fyrstu sem handteknir voru vegna málsins hinn 10. september og úrskurðaðir í gæsluvarðhald degi síðar, eftir fíkniefnafund lögreglu og tollgæslu í gámi flutningaskips, sem kom frá Danmörku. Einn maður situr nú í gæslu- varðhaldi að kröfu efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjórans og rennur gæslan út klukkan 16 í dag, fimmtudag. f dag verður tekin af- staða hjá deildinni til þess hvort lögð verði fram krafa um fram- lengingu á gæsluvarðhaldi hans, en maðurinn hefur setið inni í alls sautján daga. Á morgun, föstudag, rennur út gæsluvarðhald yfir einum þeirra tíu manna sem sitja inni að kröfu lögreglunnar í Reykjavík en ekki liggur fyrir ákvörðun um fram- haldið í hans máli, að sögn lög- reglu. Eng'inn kafbátur nærri YFIRVÖLD í Bretlandi segja breska kafbátinn Splendid ekki hafa verið í nánd við íslenska flutningaskipið Suðurland þeg- ar það sökk á aðfangadag 1986. Kemur það fram í svari við fyr- irspurn utanríkisráðuneytisins. í svarinu er bent á að svipuð umræða hafi komið upp þar í landi snemma árs 1987. Þá var rætt um að Splendid hefði verið nærri þegar vöruflutningaskip- ið Syneta sökk við strendur Is- lands á jóladag 1986. Spurst var fyrir um það atvik í breska þinginu en niðurstaða rann- sóknar var sú að fréttaflutning- ur breskra fjölmiðla hefði ekki verið á rökum reistur. Hafurinn Kjarni. Arftakinn ekki auð- fundinn FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð- urinn þarf nú að svipast um eftir nýjum geithafri, en hafurinn Kjarni dó um rniðjan október- mánuð. Kjarni, sem ekki var nema fjögurra ára gamall og því á besta aldri, var svo óheppinn að annað horn hans brotnaði. Horn geita eru öðruvísi tengd höfuð- kúpunni en horn kinda og hlaut Kjarni þannig ljótt sár og varð að aflífa hann. Sjónarsviptir er að Kjarna sem er sárt saknað af gestunum og eins spyija fastagestir Húsdýra- garðsins iðulega um örlög haf- ursins. Húsdýragarðurinn þarf því að finna nýjan hafur í stað Kjarna, en sú leit er nokkrum vandkvæð- um bundin þar sem geitur eru í útrýmingarhættu á Islandi. Ein- ungis um 400 geitur eru til á landinu og þarf því að huga að skyldleikaræktun. Synir Kjarna síðan í vor, þeir Hrollur og Birt- ingur, eru enn í Húsdýragarðin- um og er útlit fyrir að Hrollur verði þar eitthvað áfram. --------------- Víkingalottóið Dani vann 183 milljónir DREGIÐ var í Víkingalottóinu í gærkvöldi og kom 1. vinningur á eina röð. Var hún seld í Danmörku og hlaut hinn heppni rúmar 183 milljón- ir að launum. Mikil þátttaka var í Víkingalottó- inu að þessu sinni enda lá fyrir að verðlaunapotturinn yrði mjög stór. I hlut Islendinga komu alls 4,5 milljónir króna og þar af hlutu sex einstaklingar 114 þúsund krónur hver. Sérbiöð í dag • Jón Árnar Magnússon fallinn af heimslistanum / C4 Guðmundur Benediktsson skoraði sigurmark Geel / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.