Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Við verðum bara að vona, Skjalda mín, að ráðherrann minnist orða Agnesar um að það er ekki stærðin sem skiptir máli heldur gæðin. Simi 530 2800 © CAMEDIA C-2000 ZOOM STAFRÆN OG FILMULAUS Muð 1 x 20om • 2,1 tnilljón punktn upplnusit 11600 x 1?00) • Meft tengi fyrtr utanáUggjandi tlnss • Hæpt að tengja við sjönvarp • Hægt að vlsta sem titl og jpeg • Fjnrstyring tylgii • Tekur 32int> smmtmedia koi t (Siuti tylgii með) • Gatur tekið 45 mymtlr i róð, 2 a sekúndu • Hmgt að tá aukalinsui www.orm88on.ls Rannsdkn á félagsatferli íslenska hestsins Þrista tók að sér að verja folöldin HROSS eiga sér ákveðna vini í stóðinu og leika sér meira við frændsystkini sín en óskylda. f stóði virðist ákveðið hross taka það hlutverk að sér að vemda folöldin. Kemur þetta fram í rannsókn á félagsatferli hrossa sem unnið er að. Anna Guðrún Þór- hallsdóttir, doktor í landnýtingu og kennari við Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri, og samstarfsfólk hennar vinnur að rannsókn á félagsatferli íslenska hestsins, sérstaklega meðan hryss- urnar eru að kasta, og einnig er at- hugað hvernig nýir einstaklingar eru teknir í hópinn. í þessum til- Anna Guðrún segir að íyrirfram hafi verið hug- myndh' um að í hverju stóði væm einstaklingar sem tækju að sér að verja folöldin. í stóðinu á Skáney hafi þriggja vetra meri, Þrista, tekið þetta hlutverk að sér. Hún hafi gengið á milli þegar hestar vom að ár- eita folöld og rekið í burtu. Tekur hún fram að merin hafi ekki vemdað öll folöldin en mörg þeirra. Telur hún að slíkt atferli hafi ekki verið skráð hjá öðrum tegundum en sebrahest- um en einn úr rannsóknahópnum, Ingimar Sveinsson, hafi áður veitt því eftirtekt. Skyld hross leika sér saman gangi var fylgst með stóði á Skáney í Borgarfirði, alls um 30 hrossum auk folalda, allan sólarhringinn í fimm vikur vorið 1997. Athugunin var endurtekin í vor en ekki hefur verið unnið úr þeim upplýsingum. Það vakti einnig athygli að skyld hross höfðu jákvæðari samskipti en óskyld. Tekur Anna Guðrún fram að það tengist ekki nánari um- gengni því öll hrossin á Skáney gangi meira og minna saman. Hún nefnir líkt skapferli og svipaða lykt sem hugsanlegar skýringar en seg- ir að gaman væri að kanna nánar af hverju þetta gæti stafað. Ljóslega kom fram við rannsókn- ina að hrossin eiga sér ákveðna vini í stóðinu, 2-3 hross sem aldrei eru langt hvert frá öðru í haganum. Þá kom í Ijós að merarnar leika sér áberandi minna en ungu hestarnir og segir Anna Guðrún að munur kynjanna komi að þessu leyti fram strax hjá folöldum. Samstarfsfólk Önnu Guðrúnar við rannsóknina eru Hrefna Sigur- jónsdóttir, prófessor við Kennara- háskóla íslands, Machteld Van Dierendonck, frá Hollandi, og Ingi- mar Sveinsson, fyrrverandi kennari á Hvanneyri. Bændumir á Skáney, Birna Hauksdóttir og Bjarni Mar- inónsson, veittu ómetanlega aðstoð að sögn Onnu Guðrúnar og Rannís hefur styrkt rannsóknirnar. Heilsugæsla og mannfræði Sjúkdómar hafa engin vegabréf IHADEGINU á morg- un verður í stofu 101 í Odda haldinn opin- ber fyi'irlestur og mun indverski prófessorinn Veena Das flytja erindi sem hún nefnir: Almenn- ingur og ríkisvald: líf- tækni og heilsugæsla á tímum hnattvæðingar. Fyrirlesturinn er hluti af fyririestraröð Mannfræð- istofnunar Háskóla ís- lands um „Markalínur náttúru og samfélags“. Veena Das var innt eftir hvað hún myndi helst ræða í fyrirlestri sínum. „Eg mun fjalla um tvenns konar skilning á heilbrigðismálum og spennuna þar á milli; ann- ars vegar er litið á heilsu- gæslu sem hnattræn gæði Veena Das menningi til handa og hins vegar sem einstaklingsbundinn rétt. Eg mun leiða rök að því, með áherslu á reynslu Indverja, að hafa beri þennan tvíþætta skiln- ing í huga þegar rætt er um sið- ferðileg álitamál tengd líftækni og læknavísindum." -„Getur þú sagt okkur nánar hvaðþú munt fjalla um ? „Eg fjalla nánar til tekið um siðferðileg álitamál í sambandi við heilsugæslu, annars vegar stendui' ríkisvaldið fyrir um- fangsmiklum forvörnum m.a. bólusetningum barna, hins vegar taka fjölskyldur og einstaklingar ákvörðun um hvemig þeir verja sig sem best. Samtímis eru margir sjúkdómar alþjóðlegir í eðli sínu og það þarf að huga að fátækt sérstaklega. Eg enda á því að leiða rök að því að það þurfi að endurskilgreina marka- línuna milli einstaklings og hins opinbera.“ - „Hvað með reynslu Indverja á þessu sviði? „Ég er um þessar mundir að kanna þessi mál sérstaklega með rannsókn meðal fátækra í Delhi. Yfirvöld standa fyrir vissum að- gerðum, m.a. bólusetningu barna, en hugsanlega stangast þetta á við vissa þætti í heilsu- gæslu einstaklinganna sjálfra." - „Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir umræðu um heilsugæslu og líftækni á Vesturlöndum ?“ „Veröldin er orðin svo gagn- háð og á tímum hnattvæðingar er enginn einn í heiminum. Al- næmi er skólabókardæmi um sjúkdóma sem eru hnattrænir í eðh sínu og virða engin landa- mæri. Ef alnæmi er dæmigert fyrir þá sjúkdóma sem hrjá munu mannkyn á næstu öld, sem nú er í augsýn, þá þurfum við að endurskoða hug- myndir okkar um ábyrgð, áhættu, ein- staklinga og hið opin- bei-a.“ - „Hvað með siðferðileg álita- máler hægt aðná samkom ulagi í þeim efnum þegar um ólíka menningarheima eraðræða? „Þar hef ég tvennt að segja. Annars vegar þurfa mannfræð- ingar að endurskoða hugmyndir sínai’ um siðferðilega ábyrgð. I þeim heimi sem mannfræðingar standa andspænis í dag, t.d. þar sem ég hef unnið meðal fátækra í Delhi, dugar ekki að víkja sér undan ábyrgð eins og frumbygg- inn komi manni ekki við. Rannsa- kandi er óhjákvæmilega flæktur al- ► Veena Das fæddist á Indlandi árið 1945. Hún tók Ba(Hon) í sanskrít við Háskólann í Delhi 1964. MA-próf í félags- og mannfræði tók hón frá sama háskóla 1966. Doktorsprófi lauk hón 1970 frá Háskólanum í Delhi. Hón er er nó prófessor í mannfræði við New School of Social Resarch í New York og við Háskólann í Delhi. Hón hef- ur gegnt fjölmörgum ábyrgðar- stöðum og er heimskunn fyrir ritstörf sín og rannsóknir. Með- al ritverka hennar eru Remak- ing a World: Violence, Social Suffering, and Recovery. Hón er um þessar mundir gistifræði- maður við The Swedish Colleg- ium for Advanced Study in the Social Sciences í Uppsölum. Veena Das er gift og á þrjó börn. Endurskoða þarf hug- myndir um siðferðilega ábyrgð í atburðarás og verður að deila kjörum með heimamönnum. Þetta þýðir að mannfræðingar verða að endurskoða hugmyndir sínar um siðferðisskyldur sínar. Á hinn bóginn er ég að fjalla um siðferðilega ábyrgð í líftækni og líftæknirannsóknum. Menn hafa iagt ofuráherslu á að ná sam- komulagi um einhver æðstu gildi í siðferðilegum efnum, gjarnan með áherslu á einstaklinginn. Ég tel að það þurfi að leggja minni áherslu á þessi æðstu gildi og gefa meiri gaum að hinum hvers- dagslega veruleika sem fólk býr við hverju sinni. Ég er ekki að halda því fram að sígild siðfræði sé úrelt heldur þurfi að koma henni niður á jörðina, ef svo má segja.“ -Hvað með reynslu þína t.d. hvað snertir setu þínaí siðanefnd UNESCO? Ég tel að við þurfum að spyrja okkm- hvern- ig UNESCO og aðrar alþjóðastofnanir geti ________ komið okkur að notum á einstökum stöðum." - „Hvað með Bhopai-slysið, þú áttir sæti í nefnd sem fjallaði um það? Hvað snertir Bhopal-slysið, sem var mesta iðnaðarslys í sög- unni, vann ég ásamt lögfræðing- um við að undirbúa málsókn gegn Union Carbite. Ég fór yfir tiltækar heilsufarsupplýsingar og málið fór fyrir hæstarétt. Mitt verkefni var fólgið í að leiða í ljós veilur í málflutningi hins alþjóð- lega auðhrings, sem fór frjáls- lega með sannleikann og skaut sér undan ábyrgð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.