Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 31 LISTIR Skáldverk Olafs Jóhanns Olafssonar samið um útgáfu í Bretlandi í DAG kemur út ný skáldsaga Ól- afs Jóhanns Ólafssonar. Nefnist hún „Slóð fiðrildanna" og er út- gefandi hennar bókaforlagið Vaka- HelgafeU. Pegar hefur verið undirritaður samningur við útgáfufyrirtækið Faber and Faber um útgáfu skáld- sögunnar í Bretlandi, og segir í fréttatilkynningu frá Vöku-Helga- fell að aldrei fyrr hafi verið samið við stórt bókaforlag í Bretlandi um útgáfu íslensks skáldverks áður en verkið er komið út hér á landi. Ólafur Jóhann Ólafsson segir í samtali við Morgunblaðið að nokk- ur útgáfufélög hafi boðið í réttindin til að gefa út Slóð fiðrildanna í Bretlandi, en Faber and Faber hafi orðið hlutskarpast. „Ef það hefði verið eitt bókaforlag sem ég hefði viljað velja fyrirfram hefði það verið þetta, en þeir eru taldir vera virtasta bókmenntaforlag breta,“ segh’ Ólafur Jóhann. Hann segist einnig vera mjög sáttur við útgáfustjórann, en hann heitir Walter Donahue. Donahue segir í fréttatilkynningunni að hann hafi hrifist mjög af Slóð fiðrildanna. „Eg held að bókin geti ekki fengið betra heimili í Bretlandi heldur en þetta,“ segir Ólafur Jó- hann. Um útgáfu nýju skáldsögunnar í öðrum löndum segir Ólafur Jóhann að það mun skýrast á næstu vikum. „Það er verið að semja á nokkrum stöðum. En ég hef þá reglu að segja sem minnst þangað til það er búið. En það er verið að lesa hana á nokkrum stöðum," segir Ólafur. Orlagasaga einmana konu BÆKUR Skáldsaga SLÓÐ FIÐRILDANNA Eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Út- gefandi: Vaka-Helgafell, 1999. 367 bls. Ólafur Jóhann Sigurðsson SLÓÐ fiðrildanna er sagan af heimferð Asdísar Jónsdóttur. Hún hefur rekið hótel og veit- ingastað á Englandi í tvo ára- tugi, en heldur nú til Islands í fyrsta sinn í öll þessi ár; heldur til móts við þá sem hafa mótað örlög hennar. Þetta er saga um konu sem hefur rofið öll tengsl og flúið umhverfið sem hún ólst upp í; um örlög konu með ótvíræða hæfileika sem hefur verið svikin og slitin upp með rótum. Nú, þegar endalokin nálgast, fer hún heim til að sannfæra sig um að hún hafi þó látið eitthvað gott af sér leiða, þótt hún viti að ferðin verði henni um leið ástæða til upprifjunar og sárs- auka. Þessi nýja skáldsaga Ólafs Jó- hanns Ólafssonar gerist nærri miðjum sjöunda áratugnum. Ás- dís Jónsdóttir hefur orðið og lesandinn upplifir lífshlaup hennar í gegnum fyrstu persónu upprifjun, auk þess sem höfund- ur notast við sendibréf og dag- bók sem hún heldur. Ásdís býr með manni í Englandi, og saman hafa þau byggt upp og reka sveitahótel sem er rómað fyrir matreiðslu hennar. Sveitalífið hefur yfir sér blæ vellíðunar og rósemdar en þar kemur að Ásdís þarf að fara til Islands, landsins sem hún flúði af persónulegum ástæðum árið 1941. Smám sam- an fær lesandinn innsýn inn í þá sögu alla. Uppvöxt Ásdísar hjá foreldrunum og togstreitu henn- ar við móðurina þar sem óvel- komin ást blandast í spilið, sam- bandið við systurina Jórunni, verslunarskólanámið í Reykja- vík og síðan matreiðslunámið, sem fleytir henni til Lundúna á frægan veitingastað. En heimsstyrjöldin hrekur matreiðslukonuna ungu aftur heim til Islands og þar gerist hún eldabuska hjá bankastjóra við Fjólugötu, þunglyndri eiginkonu hans og syni, sem bjargast heim frá Þýskalandi; og við Fjólugötu gerast þeir atburðir sem valda hvörfum í lífi konunnar ungu. Slóð fíðrildanna er án efa besta skáldsaga Ólafs Jóhanns. Það er snerpa í stílnum, sem jafnframt er einfaldur og tær, bygging sögunnar er sérlega traust og fléttan vel úr garði gerð. Lesandinn hrífst með pers- ónunni og höfundi tekst vel að byggja upp spennu með tíðum skiptingum milli sögusviða, þar sem atburðir fortíðar eru dregn- ir fram í dagsljósið. Flakkað er fram og aftur í tíma og jafnóðum fyllt út í heild- armyndina; annarsveg- ar með lífi Ásdísar á Englandi, þar sem höf- undurinn leikur sér með smámyndir af landslagi, uppákomur í samskipt- um manna og matreiðsl- ulýsingar, og hins vegar örlagaríkir atburðir á fínu heimili í Reykjavík á stríðsárunum og dvöl í föðurhúsum á Kópa- skeri í kjölfarið. Heimar bókarinnar, England og Island, eru andstæðir; Eng- landi er ró og friður, á Islandi spenna og rætur Ásdísar liggja ekki þar lengur. Um textann liggur fínofið net vísana og forboða sem benda til þess sem gerðist og hvað mun verða. Höfundurinn byggir með því upp tilfinningu hjá lesandan- um fyrir atburðum og trega Ás- dísar vegna þess sem gerðist, at- burðum sem hún ásakar sjálfa sig fyrir. Það eina sem hún á kannski eftir er ein ljósmynd sem hefur öðlast mikið tilfinn- ingalegt gildi. Ásdís Jónsdóttir er tragísk sögupersóna sem leitar þess að sættast við sjálfa sig og lífið. Höfundurinn býr þessum lista- kokki sannferðugan heim, undir- byggðan með atburðum heims- styrjaldaráranna á Englandi og Islandi. Þetta er saga sem hlýtur að fanga hugi lesenda og fá þá til að fylgja Ásdísi til loka þeirrar örlagaríku ferðar sem hún legg- ur upp í við upphaf bókarinnar. Allur frágangur bókarinnar er til mikillar fyrirmyndar; kápum- yndin fínlega í anda efnisins og textinn andar vel á síðunum. Einar Falur Ingólfsson Líf Dollýar MYJVÐLIST Stiiðlakot MÁLVERK EIRÚN SIGURÐAR- DÓTTIR Sýningin er opin föstudag til sunnudags frá 14 til 18 og stend- ur til 14. nóvember. EIRÚN Sigurðardóttir er þekktust fyrir þátt sinn í hinum öfluga Gjörningaklúbbi, eða The Icelandic Love Corporation, sem stendur fyrir uppákomum á sýn- ingum víða um heim. En hér kemur hún fram ein sem málari og ímyndasmiður og segir sögur af stúlkunni Dollý sem er eins konar holdgervingur nútíma- stúlkunnar sem eltir tískuna og hefur gaman af því sem aðrar stúlkur hafa gaman af, leikur sér, hlustar á tónlist, gluggar í bók og hefur sig til. Myndirnar eru í teiknimynd- astíl og sækja mjög til japans- krar myndasöguhefðar. En þótt Dollý sé tískustelpa og lifni hér í eins konar teiknimyndaheimi er hún langt frá því að vera einhliða persóna og það væru mistök að vanmeta hana. Þvert á móti er hún fjölhæf ung nútímakona sem allt virðist leika í höndunum á, hvort sem er við leik eða störf. Með því að tefla henni fram á sýningu er Eirún að undirstrika sjálfstæði þeiira nýju ímynda sem draga má úr æskumenning- unni. Þar er ekki aðeins um að ræða einhvers konar auglýsinga- skrum og afþreyingardýrkun heldur endurspegla myndirnar sjálfssýn og hæfileika ungs fólks í samtíma okkar, meðal annars hæfileika til að skilja og vinna með myndmál og ímyndir sem ná langt út fyrir það sem eldra fólk - útvarpskynslóðirnar - er al- mennt fært um að fylgja eftir. Sýning Eirúnar er vel útfærð, bæði hvað varðar vinnslu mynd- anna sjálfra og^ úrvinnslu hug- myndarinnar. Á einfaldan en hnitmiðaðan hátt býr hún til sterka persónu í myndröðinni og túlkar gegnum hana veruleika samtímans án fordóma eða stæla. Jón Proppé Ljóð á Austur- velli STEINUNN Sigurðardóttir rithöfundur les ljóð á Austur- velli í dag, fimmtudag, kl. 13. Það er Ljóðahópurinn og áhugafólk um vemdun há- lendisins sem stendur fyrir upplestrinum og vill með ljóðalestrinum minna Al- þingismenn á ábyrgð sína gagnvart afkomendum okkar og mótmæla því að óviðjafn- anlegri náttúm íslands sé fórnað í þágu stóriðju, segir í fréttatilkynningu. Sögur af sjónum á Súfístanum Á SÚFISTANUM, bókakaffi Máls og menningar, verða sagðar sögur af sjónum í kvöld, fimmtudag- skvöld, kl. 20. Þar verður lesið upp úr þremur nýjum bókum sem allar tengjast sjónum og sjómennsku í gegnum tíðina: Sægreifi deyr, eftir Árna Bergmann, höfundur les. Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson, höfundur les. Sviptingar á sjávarslóð, Skúli Gautason, leikari, les úr sjálfsævi- sögu Höskuldar Skarphéðinssonar, skipherra. Áuk þess verður leikið á harmon- ikku. dasfar Sturtusett • Sturtuhaus • Sturtustöng • Sturtubarki • Sápuskál • Króm/gull 5.690 kr. ES HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Zafira býður upp á nýja möguleika g

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.