Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagaheimildir skorti fyrir gjaldtöku Framleiðsluráðs SAMKVÆMT nýgengnum dómi Hæstaréttar í máli Framleiðsluráðs landbúnaðarins gegn Þóri Fannari Ólafssyni garðyrkjubónda, þar sem stefndi er krafinn um greiðslu ým- issa gjaida vegna framleiðslu á garð- og gróðurhúsaafurðum fyrir tímabilið 1. júní 1994 til 31. mars 1995, skortir lagaheimildir fyrir sumum gjaldanna. Við útreikninga á öðrum gjöldum komst Hæstirétt- ur að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið gætt réttra aðferða við út- reikning álagningar gjalda. Talið er að dómurinn hafi hugsanlega for- dæmisgildi en nokkur hópur garð- yrkjubænda hefur verið í sömu sporum gagnvart Framleiðsluráði. Steingrímur Þormóðsson hrl., verjandi Þórs Fannars, segir að skjólstæðingur sinn og margir aðrir bændur í hans sporum hafi verið óá- nægðir með að þurfa að greiða gjöld til Framleiðsluráðsins af sama stofni og mjólkur- og kindakjöts- framleiðendur, sem nytu í raun samningsbundinnar niðurgreiðslu fyrir sína framleiðslu. Gjöldin sem um er að ræða eru búnaðarmála- sjóðsgjald, bjargráðasjóðsgjald, framleiðslugjald og neytenda- og jöfnunargjald. „Töluverður fjöldi þessara bænda hefur ekki skilað skýrslum til Framleiðsluráðsins og þá hefur ver- ið áætlað á þá. Og þessi dómur gengur út á það að það er ekki laga- heimild fyrir þessari áætlun varð- andi jöfnunargjöldin," segir Stein- grímur. Gjöldin teljast skattur Varðandi hin gjöldin, svo sem búnaðarmálasjóðs- og bjargráða- sjóðsgjald, bendir Steingrímur á að Framleiðsluráð hafi ekki reiknað út gjaldstofninn til þeirra sem selji beint á markað samkvæmt reglu- gerð, eins og ráðinu hafi borið að gera. Þá er fallist á það í dómnum að téð gjöld yrðu að teljast skattur þar sem þau væru lögð á „tiltekna hópa eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir“, eins og segir í aðfaraorðum dómsins. Steingrímur telur að dómur Hæstaréttar geti haft nokkurt for- dæmisgildi, enda sé um alvarlegt mál að ræða. „Þessir bændur hafa verið látnir greiða gjöld sem engin lagastoð hefur verið fyrir.“ Blóð gefið hjá Tryggingastofnun Símtöl til Banda- ríkjanna Mínútan lækkar um 5 krónur LANDSSÍMINN hefur lækk- að verð á millilandasímtölum vegna hagstæðari samninga við erlend símafyrirtæki. Með- allækkunin er um 11%, en dagtaxti lækkar um allt að 23,6%. Dagtaxti til Bandaríkjanna lækkar töluvert, en hann var áður 40 kr. mínútan en verður nú 35 kr. Kvöldtaxti fer úr 34 kr. í 32 kr. Þá lækkar dagtaxti til Danmerkur og Þýskalands í 30 kr. úr 33 kr. og kvöldtaxti úr 28,50 kr. niður í 27 kr. Dagtaxti til Bretlands lækkar hins vegar minna, eða úr 33 kr. í 31 kr., á meðan kvöldtaxt- inn verður sá sami og fyrir Danmörku og Þýskaland. Sím- töl til Frakklands lækka síðan úr 38 kr. niður í 36 kr. að degi til á meðan kvöldtaxtinn þar helst óbreyttur. Umtalsverð lækkun verður á gjaldi símtala til Ástralíu og Japans. Dagtaxtinn fyrir báða staði var áður 73 kr. og kvöld- taxtinn 63 kr. Eftir lækkunina kostar hins vegar 58 kr. mín- útan þegar hringt er til Astral- íu að degi til og 52 kr. að kvöldi. En gjaldið fyrir Japan er 66 kr. mínútan á daginn og 60 kr. á kvöldin. BLÓÐBANKINN heimsótti Tryggingastofnun í gær til að taka á móti blóðgjöfum starfs- manna, en Blóðbankinn þarf um 15.000 lítra á ári til að starf- semin gangi eðlilega fyrir sig. Blóðgjafír hafa bjargað ófá- um mannslífum og meðal þeirra sem geta þurft á þjónustu Blóð- bankans að halda er fólk sem lent hefur í slysum, þeir sem fara í skurðaðgerðir og síðan krabbameinssjúklingar í erfiðri langtímameðferð svo dæmi séu tekin. Við þetta sama tækifæri fékk Tryggingastofnun einnig Hjartavernd í heimsókn og fór stór hluti starfsmanna í blóð- sykurs- og blóðfitumælingu. Morgunblaðið/Sverrir Spástefna um búsetu í dreifbýli SPÁSTEFNA um atvinnu og bú- setu í dreifbýli Austur-Skaftafells- sýslu verður haldin á Hrollaugs- stöðum í Suðursveit næstkomandi laugardag. Atvinnu- og ferðamála- nefnd Homafjarðar heldur spástefnuna. Spástefnan verður sett klukkan 13.30 og henni lýkur um 17.30. Fjöldi fyrirlesara er með framlag og í lok spástefnunnar verða al- mennar umræður. Þýðing tölvuforrits fyrir málstola í athugun NÁMSGAGNASTOFNUN segir í athugun að þýða sænska forritið Lexiu 3.0 og að ýmsar aðrar tölvu- æfingar fyrir einstaklinga með lesröskun (dyslexíu) nýtist einnig þeim sem eru málstola. Líkt og fram hefur komið í Morg- unblaðinu má nota tölvuforrit til að þjálfa málhæfni einstaklinga með málstol. Málstol er truflun á hæfni einstaklings til málnotkunar eða málskilnings og getur t.a.m. verið afleiðing heilablóðfalls. Myndir og orð eru eina forritið sem þýtt hefur verið á íslensku til þessara nota og er forritið, sem kom út 1994, komið nokkuð til ára sinna. Hjá Sylvíu Guðmundsdóttur, rit- stjóra hjá Námsgagnastofnun, feng- ust þær upplýsingar að stofnunin hafi ekki gefíð út önnur forrit sér- staklega ætluð fólki með málstol. Hún segir þýðingu Lexiu hins vegar vera í athugun, málið hafi ekki borist stofnuninni fyrr en í sumar. Forritið Lexia 3.0 er mikið notað í Svíþjóð fyrir nemendur með málstol, sem og lesröskun, og er forritið, sem á að hæfa öllum ald- urshópum, samið með tilliti til lestr- arferlis lesröskunar og þekkingar á málstoli. Kanna þarf kosti og galla forritsins „Við höfum verið að afla okkur upp- Íýsinga frá þeim sem hafa verið að þýða það bæði í Danmörku og Finn- landi,“ segir Sylvía og kveður hafa þurft að kanna kostnað við að þýða og aðlaga forritið, en gera má ráð fyrir að hann sé um þrjár milljónir króna. Þá þurfi að athuga hversu þjált forritið sé í þýðingu. „Það er ýmislegt sem kemur upp. Sum af þessum verkefnum byggjast á rími og það þarf að kanna hversu mikil vinna er að þýða og staðfæra svona forrit.“ Sylvía minnir á að hlutverk Námsgagnastofnunar sé fyrst og fremst útgáfa kennsluforrita fyrir grunnskólana og sé þó nokkuð um útgáfu forrita fyrir nemendur með lesröskun. Þau forrit byggjast á myndum og orðum og eru ætluð til málþjálfunar og eflingar málþroska. Sylvía nefnir sem dæmi forritin ABC123, Frá A-Ö, Orðamyndir og Tölvulóttó og segir hún án efa ýmis þessara forrita geta nýst mörgum málstola einstaklingum. „Mörg þeirra nýtast til málörvunar, en það vantar náttúrlega forrit fyrir þetta fólk,“ segir hún. Kennsluforritin ætluð börnum Þóra Sæunn Ulfsdóttir, talmeina- fræðingur hjá Sjúkrahúsi Reykja- víkur, kannast við nokkur þessara málörvandi forrita, en segir vanda- málið við notkun þeirra fyrir mál- stola vera það að þau séu miðuð við böm, t.a.m. hvað myndmál varðar. Þóra Sæunn segist þó e.t.v. ekki hafa leitað nógu mikið eftir þessum forritum. „Mér hefur hins vegar fundist að flest forrit sem ég hef séð hafi meira verið ætluð bömum,“ segir hún. Meðalaldur einstaklinga með málstol er 74 ára og segir Þóra Sæ- unn fólk á þeim aldri ekki alltaf vera reiðubúið eða fært um að nýta sér tölvutæknina. Alltaf er þó eitt- hvað um að yngra fólk verði mál- stola og fær hún til meðferðar fólk sem er á þrítugs- og fertugsaldri. Þóra Sæunn segir fólk á þeim aldri jafnan vera tilbúið að nota tölvufor- rit, sem sé e.t.v. eini munur á með- ferð yngri og eldri málstolssjúk- linga. Meðferðin verður engu að síður að taka mið af hverjum sjúklingi Ríkislögmaður um bótakröfu Kios Briggs Telur rík- ið ekki bótaskylt HANDTAKA Kios Briggs í Sönderborg á Jótlandi síðast- liðinn sunnudag, hefur engin áhrif á afstöðu ríkislögmanns til 27 milljóna króna skaða- bótakröfu Briggs á hendur ríkinu. Ríkislögmaður var búinn að taka afstöðu til bótakröfunnar og hafna henni löngu áður en Briggs var handtekinn með tæplega 800 e-töflur í fóram sínum og settur í þriggja vikna gæsluvarðhald í Sönd- erborg. Lögreglan í Sönder- borg handtók einnig tuttugu og tveggja ára ára gamla ís- lenska stúlku sama dag, sem búsett er í Danmörku og var hún úrskurðuð í gæsluvarð- hald til 26. nóvember. Að sögn Skarphéðins Þór- issonar ríkislögmanns er ríkið ekki bótaskylt gagnvart Briggs og byggir hann þá af- stöðu sína á túlkun laga um meðferð opinberra mála. I 175. gr. laga um meðferð opinberra mála, sem ríkislög- maður segist byggja túlkun sína á, segir m.a. að fella megi niður bætur eða lækka þær, hafi sakborningur vald- ið eða stuðlað að þeim að- gerðum sem hann reisir kröfu sína á. Greinargerð í næstu viku Greinargerð ríkislög- manns er í vinnslu hjá emb- ættinu og verður lögð fram með ítarlegum rökstuðningi í næstu viku. Briggs, sem tekinn var í Leifsstöð með 2.031 e-töflu í fórum sínum sat í gæslu- varðhaldi í tæpa níu mánuði hérlendis frá septemberbyrj- un 1998 til síðari hluta maí- mánaðar 1999 og var að auki í farbanni í hálfan annan mánuð. Frá 11. mars til 16. júlí á þessu ári féllu alls fjórir dómar í máli hans í héraðs- dómi og í Hæstarétti, einn sjö ára fangelsisdómur í hér- aði, einn ómerkingardómur í Hæstarétti og tveir sýknu- dómar hvor á sínu dómsstigi. fyrir sig. En sumir era það illa á sig komnir að þeir hafa lítinn mál- skilning meðan aðrir eru full- talandi, en eiga e.t.v. í erfiðleikum með orð. Þóra Sæunn notar forritið Myndir og orð og segir hún það einfalt í notkun, en möguleikar þess séu fullreyndir eftir nokkur meðferðarskipti. Málstola einstak- lingar þurfa hins vegar oft á vera- legri þjálfun að halda til að árang- ur náist og gegnir þá forritið tak- mörkuðu hlutverki. Verkefni era því einnig unnin í Word og hefur Þóra Sæunn hug á að nýta sér möguleika stafrænnar myndavélar og tölvutækni til verk- efnagerðar. Tengja má myndir, hugsanlega úr umhverfi og vinnu- stað sjúklingsins, lestri, skrift og málskilningi. Þóra Sæunn hefur áhuga á að sjá Lexiu þýdda á íslensku og telur hún að forritið muni reynast málstola einstaklingum mikill akkur. Hún kveðst þó skilja viðhorf Náms- gagnastofnunar sem einnig þurfi að velta fyrii- sér hverjir fjárfesti í for- ritinu, enda fjárframlög grannskóla takmörkuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.