Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 46
tJ*i6 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Kristján Einar Þorvarðarson fæddist á Hvamms- tanga, V-Hún. 23. nóvember 1957. Hann lést á Land- spítalanuin 2. nóv- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarður Júlíus- son, bóndi að Sönd- um í Miðfírði, f. 30. , júlí 1913, d. 20. nóv- ember 1991 og kona hans Sigrún Kristín Jónsdóttir bóndi, f. 3. ágúst 1917, d. 29. október 1996. Systkini Kristjáns Einars eru: 1) Sólrún Kristín Þor- varðardóttir f. 28. nóvember 1938, maki Börkur Benediktsson, f. 15. nóvember 1925. 2) Valgerð- Kær tengdasonur minn er látinn langt um aldur fram. Það var árið 1981 sem Guðrún Lára dóttir mín kynnti okkur fyrir Kristjáni Einari. Þar var kominn glæsilegur ungur maður, bjartur yflrlitum, sterkur og traustur. Það fór strax vel á með okkur öllum og Kristjáni og fyrr en varði voni þau flutt á Hjónagarða Háskólans. Guð- rún heldur svo áfram í hárgreiðslu- námi og Kristján í guðfræðideild- inni. Þau eru þrjú í þessari nýju fjölskyldu því Guðrún átti ungan son fyrir sem Kristján gengur í íoð- urstað. Þar gengu þau í gegnum sína manndómsvígslu, rötuðu rétta leið, þroskuðust saman í ást og virðingu hvort fyrir öðru. Svo einn fagran dag eru þau bæði komin með sína menntun, Tómas að missa framtennurnar og lífíð og starfið bíður þeirra. Eg er svo þakklát fyrir að hafa átt þess kost að vera amman á heimilinu. Andrúmsloftið, hlýtt og bjart, foreldramir og börnin fjögur gerðu mér svo gott, veittu mér svo mikla hamingju. Ég trúi því sem gamalt máltæki segir, lengi býr að fyrstu gerð - þá á ég við að bömin hafa haft svo gott atlæti hjá for- eldrum sínum og hvert hjá öðra að þau búa að því um framtíð alla. Mér finnst samlíf þessarar fjölskyldu vera dæmi um virkt trúarlíf í kær- leika - og hverju það fær áorkað. Þau byrjuðu og enduðu daginn með . Tþæn, fólu sig valdi Drottins með auðmýkt og æðmleysi. Og nú er Ástrós að missa fram- tennurnar. Þau sátu þrjú við eld- húsborðið, og amman að hella upp á könnuna, við að leysa heimavinnu fyrir skólann. Tómas kom inn í vinnufötum því hann er farinn að starfa sem kranamaður! Kristrún leysti móðurmálsverkefni, Þor- varður var með stærðfræðina fyrir framan sig en hugsaði upphátt um það að þroskast, Astrós stafaði það sem hún átti að skrifa frjálst heima. Og svona var það komið í ritmál: Sólin kom upp þegar pabbi dó. ^ , Eitt sinn nýlega, þegar ég sem 'oftar spjallaði við Kristján, sagðist hann viðurkenna að hann væri það eigingjam að sig langaði að lifa og fylgja börnunum og Guðrúnu sinni eftir - en svo fór hann með þetta er- indi Hallgríms Péturssonar: Églifi’íJesúnafni, í Jesú nafni’ eg dey, Pó heilsa og líf mér hafni, hræðistégdauðannei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, I Kristí krafti’ eg segi: ^ Kom þú sæll, þá þú vilt. Mig langar að endingu að færa öllu starfsfólki á deild 11E á Lands- spítalanum, enginn nefndur, en enginn gleymdur, hugheilar þakk- ir. Það er ólýsanlegt þekkingar- og kærleiksstarf sem þama er unnið við erfiðar aðstæður. Hjartans kveðjur og þakkir. a*- Ásta Gunnarsdóttir. ur Þorvarðardóttir, f. 13. febrúar 1940, maki Sigfús Jónsson, f. 3. nóvember 1938. 3) Halldóra Þorvarð- ardóttir, f. 13. októ- ber 1942, maki Þórð- ur Jónsson, f. 15. maí 1940. 4) Stefán Egill Þorvarðarson, f. 19. júní 1948. Hinn 14. septem- ber 1986 kvæntist Kristján Einar, Guð- rúnu Láru Magnús- dóttur húsmóður, f. 12. apríl 1964, dóttur Magnúsar Guðmundssonar, f. 12. desember _ 1934, kjötiðnaðar- manns og Ástu Gunnarsdóttur f. 3. febrúar 1944, snyrtifræðings. Börn Kristjáns Einars og Guð- Skín guðdómssól á hugarhimni mínum, sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum. Þú, Drottinn Jesús, lífsins ljósið bjarta, ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta. (0. Andrésd.) Elsku bróðir. Tíminn sem þér var ætlaður í jarðvist þinni er lið- inn, yndislegur tími, en allt of stutt- ur. Við tökum okkur í munn orð, sem faðir okkar hafði yfir, er hon- um þótti við eiga: „Mennirnir áætla, en Guð ræður.“ Við ráðum ekki tímanum sem okkur er ætlað- ur, tökum aðeins örlögum okkar. Að vera langyngstur í systkina- hópi er sjálfsagt ekki einfalt, ekki barstu merki þess að hafa beðið tjón af, varst okkur öllum sannur sólargeisli frá fyrstu tíð. Guð vand- aði vel til verksins við sköpun þína. Þú, þessi litli ljóshærði strákur, sýndir snemma kæti og gáska í samskiptum við okkur systkinin. Ungir drengir eru oft athafna- samir og fullir af hugmyndum. Þeg- ar þú varst um fjögurra ára fékkstu þríhjól, þetta var góður gripur hannaður tO ferðalaga, og þú fullur af útþrá. Faðir okkar brá sér stund- um af bæ. Eitt sinn var þér misboð- ið að fá ekki að fara með, þá voru góð ráð dýr, til hvers var þríhjólið ef ekki til að nota það? Það er drjúgur spölur frá Söndum til næsta bæjar, u.þ.b. 3 km, en það mátti reyna farkostinn. Vegurinn var malarvegur, engin hraðbraut, en ekkert lá á. Bóndinn á Barði var úti við og hafði oft auga með mannaferðum. Þarna var óvenju- legt farartæki á ferð, hann lagði leið sína í veg fyrir litla ferðamann- inn og tók hann tali. Eftir nokkrar samræður hélduð þið heim að Barði, enda vel kunnugir. Heim- ferðina tók fyrr af, enda ekki farin á þríhjóli. Æskuár þín liðu við leik og störf, leiki með börnum og ungling- um, sem voru langdvölum á heimili foreldra okkar. Þar naut sín þín létta lund og smástríðni, spaugs- yrði og græskulaust gaman, þetta kunnu þeir fullorðnu, sem vom þér samtíða, vel að meta. Verkefni í sveitinni, á þessum tíma, voru óþrjótandi fyrir alla ald- urshópa og mikill viskubrunnur hverjum og einum, sem þess gat notið. Sveitin býður upp á margt og gerir líka kröfur, þær kröfur upp- fylltir þú með gleði. Þú varst nátt- úrubarnið í hringiðu þessa lífs, hafðir yndi af hestamennsku, veiði- skap og hvers kyns útiveru. Sauð- burðurinn á vorin, heiðamekstrar á sumrin, þar sem ungir og aidnir lögðu sig fram um að vel tækist til, stundir þar sem þú og samferða- mennirnir nutuð ykkar. Skólaárin þín liðu hratt, þú stundaðir þá sumarvinnu af ýmsu tagi. Það var þér mikið gæfuspor er þú kvæntist yndislegri stúlku, Guð- rúnu Lám Magnúsdóttur. Hún hef- ur staðið við hlið þér sem klettur í hinum miklu veikindum þínum, þrautseigja hennar og kærleikur em einstök. Vorið 1998 reistuð þið hjón ykk- ur sumarhús á Gömlu Söndum, en MINNINGAR rúnar Láru eru: 1) Þorvarður Kristjánsson, f. 16. nóvember 1989. 2) Kristrún Kristjánsdóttir, f. 28. október 1991. 3) Ástrós Kristjánsdóttir, f. 14. júní 1993. Sonur Guðrúnar Láru 4) Tómas Amarson, f. 3. apríl 1981. Krislján Einar varð stúdent frá Flensborg 1978. Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri í maí 1979. Cand. theol. frá Há- skóla íslands 25. okt. 1986. Ráð- inn farprestur þjóðkirkjunnar frá 1. okt. 1986 og vígður í sama mánuði í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Þjónaði sem slíkur Eskifjarð- arprestakalli í fjarveni sóknar- prests frá 1. okt. 1986 til 1. ágúst 1987. Kosinn fyrstur presta sam- kvæmt nýjum lögum um veiting- ar prestakalla, sóknarprestur í Hjallaprestakalli í Kópavogi 28. júlí 1987 og skipaður frá 1. ágúst sama ár og þjónaði til æviloka. Utför Kristjáns Einars verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þar höfðu bæjarhús á Söndum stað- ið fram á síðustu öld. Þarna hafið þið átt yndislegt athvarf nærri sjónum og Sandalæknum. Þarna er friður og frelsi, sem manninum er svo nauðsynlegt. Börnin ykkar finna sér þarna næg viðfangsefni, en það skortir víða í okkar alls- nægtaþjóðfélagi. Elsku Einar, þetta eru nokkur þakkarorð til þín fyrir allt sem þú varst okkur. Þú þessi trausti maður fullur af ábyrgðartilfinningu og kærleika, sem alltaf var hægt að leita til ef vandi steðjaði að. Um- hyggja ykkar hjóna fyrir móður okkar var einstök, fyrir það þökk- um við af heilum hug. Hjartans þakkir frá Halldóra og hennar fjölskyldu fyrir samverana á skólaárum í Flensborg. Elsku Guðrún, Tómas, Þorvarð- ur, Kristrún og Astrós, ykkar miss- ir er mestur. Guð geymi ykkur öll og styrki. Minningin um elskulegan eiginmann og föður verði ykkur ljós á veginum framundan. Geymum birtuna og gleðina í lífi hans í hjarta okkar. Far þú í Guðs friði vinur. Þín systkin, Sólrún, Valgerður, Halldóra og Stefán. Kveðja í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana háttuppigeislunum minngamlivinur enveiztnú.íkvöld hvemigvegimirenda hvemig orðin nema staðar og stjörnumar slokkna (Hannes Pétursson.) Svili minn, Kristján Einar Þor- varðarson, er látinn aðeins 41 árs að aldri eftir erfið veikindi. Ég kynntist Kristjáni fyrir rúmum 15 árum þegar ég hóf sambúð með El- ínu Bára, systur Guðránar Láru. Tókst með okkur góður vinskapur sem varað hefur æ síðan. Kristján var bóndasonur norðan úr Miðfirði og maður skynjaði fljótt að rætur hans lágu djúpt í norð- lenskri jörð. Hann fótaði sig vel á „mölinni“v lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Islands, þjónaði um eins árs skeið á Eskifirði og var síðan ráðinn prestur nýrrar sóknar í Kópavogi. Það kom því í hlut Krist- jáns að byggja upp öflugt safnaðar- starf þar. Hann helgaði líka líf sitt þeirri uppbyggingu, var vakinn og sofinn yfir sóknarbörnum sínum og alltaf tilbúinn að styðja vel við þá hluti sem gatu orðið til þess að efla kirkjuna. Arangur erfiðis síns sá Kristján svo fyrir nokkram áram þegar ný og glæsileg kirkja var vígð í Hjallasókn, sem rámaði alla hina umfangsmiklu safnaðarstarf- semi. Það fór ekki framhjá manni að preststarfið er mikið álagsstarf og er raunai' undranarefni hversu mikið var lagt á ungan og þá ór- eyndan prest í mannmargri sókn. En Kristján óx við hverja raun og aðdáunarvert var að sjá hversu miklu hann afkastaði miðað við þau mörgu og ströngu verkefni sem hann þurfti að fást við og leysa. Þetta hefði áreiðanlega verið erfið- ara hefði hann ekki haft gott fólk í kringum sig sem studdi hann með ráðum og dáð. Og ekki má gleyma hlutverki Guðrúnar Láru sem einn- ig var óþreytandi við að vinna kirkjunni gagn og studdi mann sinn dyggilega. Kristján var heilsteyptur pers- ónuleiki og hafði marga fína drætti til að bera. Hann var einlægur og hreinskiptinn, gat sýnt af sér hörku þar sem það átti við, en var einnig manna mildilegastur og glaðastur á góðum stundum. Það var gott að leita til hans með allskyns mál, hann var vel inni í flestum hlutum og hafði traustar lausnir á hrað- bergi. Hann var pólitískur í besta skilningi þess orðs og gat gefið inn bæði til hægri og vinstri ef honum fannst stjórnmálamenn fara með staðlausa stafi. Kristján var líka mikið náttúrabarn og hafði lært vel til verka í sveitinni. Skipti þá engu hvort hann átti við hálfhrundar girðingar, reið lítt tömdum og ólm- um hestum í skafla eða sótti fang úr sjó, allt lá þetta jafnvel fyrir hon- um. í þessu sambandi vil ég einkum minnast þeirra ferða sem við fórum saman út á land. Fyrir hugskots- sjónum stendur veiðiferð, ásamt fleira fólki, norður í Miðfjörð á hans heimatún fyrir um áratug. Veðrið var nú ekki upp á það besta, ís- kaldur norðanvindurinn fram fjörð- inn svo nísti merg og bein, við norp- andi úti við ána frá morgni til kvölds eins og skjálfandi lítil grös, kastandi á líklega og ólíklega staði, og gott ef ekki fraus á línunum. Þá kvað Kristján uppúr með það, með kímnisvip sem var honum einum lagið, að það væri nú meira vit fyrir okkur að draga bara á heldur en að standa í þessu basli. Og þótt þetta væri allt í gríni gert, lýsti þetta Kristjáni vel, hann var meira fyrir lausnir sem bára árangur, en minna fyrir dútlið, og allt hans lif markaðist af því. Hérna var náttúrubamið í essinu sínu og þó aflinn væri ef tO vill ekki í frásögur færandi var þeim mun meira spjall- að. Og betri fylgdarmann um norð- lenskar sveitir var ekki hægt að hugsa sér. Þau Guðrún og Kristján heim- sóttu okkur Elínu hingað til Björgvinjar í júlí á síðastliðnu ári. Var það mjög ánægjulegur og eftir- minnilegur tími og oft glatt á hjalla. Þó bar skugga á. Undir lok þeirrar dvalar vora veikindi Kristjáns farin að gera vart við sig. Síst grunaði okkur þá að um krabbamein væri að ræða. Og auðvitað var sjúk- dómsgreiningin mikið áfall, einkum vegna þess að uppi voru um tíma aðrar og ekki eins alvarlegar grein- ingar. Eftir það tóku við erfið tíma- bil og auðveldari, meðferðir og upp- bygging á víxl. Við lifðum alltaf í þeirri von að Kristján myndi rífa sig upp úr þessu enda með afbrigð- um hraustur. Sú von rættist því miður ekki og frá hausti varð smám saman ljóst að hverju stefndi. Það finnast vart grimmilegri örlög en að deyja frá ungum börnum, sjá þau ekki vaxa úr grasi, verða að mönnum og takast á við þau verk- efni sem lífið leggur þeim í hendur. Þessi örlög minna okkur á að lífið er dýrmætt og að við eigum að lifa því í dag en ekki fresta því til morg- uns. Fátækleg orð hef ég sett á blað til minningar um svila minn Krist- ján Einar Þorvarðarson og komið að kveðjustund. Góður vinur er genginn alltof snemma, hann átti að fá að lifa lengur. Við Elín Bára sendum Guðránu Lára, Tómasi, Þorvarði, Kristránu og Astrós, sem og öðram aðstandendum og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi þau hafa til þess styrk að tak- ast á við sorgina sem nú hefur yfir þau dunið og er allt um kring. Þorsteinn G. Indriðason. Elsku stóri sterki frændinn minn. Þú ert svo fallegur þar sem KRISTJÁN EINAR < ÞORVARÐARSON þú liggur og sefur, með tveggja daga skeggbrodda og litlu prjóna- kolluna á höfðinu. Þjáningin sem markaði andlitsdrættina síðustu mánuðina er horfin úr andlitinu og svipurinn þinn er kominn í staðinn. Ég horfi á þig og trái þessu varla, því þú ert farinn, en samt er nær- vera þín svo sterk, eins og þú viljir umlykja litlu fjölskylduna þína sem stendur við höfðalagið. Stóri klumpurinn í maganum stækkar, tárin renna og hugurinn syrgir þær samverastundir sem aldrei urðu en þakkar þær minningar sem eru til og enginn fær tekið. Ég sé þig íýrir mér brosandi og stríðinn í ógleymanlegri utanlands- ferð til Noregs, nokkru seinna í ár- legu jólaboði þar sem þú tókst litlu frænku þína á eintal og sagðir henni í tránaði að þú værir orðinn ástfanginn af yndislegri konu, Guð- ránu Lára, og að þetta væri konan sem þú ætlaðir að eignast. Stoltið yfir trúnaðartraustinu var mikið, við áttum dálítið saman sem enginn vissi um. Sama stolt og gleði fyllti hugann þegar þú, mörgum árum seinna, baðst mig um að vera guð- móðir litlu dóttur þinnar. Ein sú fallegasta upplifun á mannsævinni var að horfa á þig skíra börnin þín. Kærleikurinn og ástin sem þú lagð- ir í athöfnina var einstök - þú hafðir svo mikið að gefa og þú gafst þig allan. Þú varst huggarinn okkar þegar á móti blés, þessi hlekkur sem tengdi tvær kynslóðir saman í einni fjölskyldu. Þú varst stoltur maður og ákveðinn en samt svo óendanlega blíður, alltaf til staðar, alltaf hlæjandi, alltaf hlýr. Ég drýp höfði í vanmáttarkennd minni og bið Guð almáttugan að veita Guðrúnu Láru og bömunum þínum styrk. Sofðu rótt, frændi minn, við sjá- umst síðar. Bogey. Elsku Einar frændi, þessa sorg- arfrétt um andlát þitt fékk ég sím- leiðis þar sem ég var staddur á Kúbu. Sem betur fer var ferðin á enda því hugur minn lá annað eftir þessa frétt. Fyrstu alvöra kynni mín af þér voru þegar þú fluttir til okkar á Blómvanginn, þar var ýmislegt brallað. Ég var aðeins átta ára gamall en þú varst sautján ára en þrátt fyrir það hafðir þú alltaf tima fýrir mig. Það er margs að minnast, oft settum við plötu á fón- inn og sungum hástöfum með þó báðir værum laglausir í þá daga, það breyttist þó hjá þér en ég er laglaus ennþá. Ég man líka þegar þú byrjaðir að æfa karate og eftir nokkrar vikur var ég orðinn aðal- æfingapúðinn þinn (þess vegna varstu svona góður). Þegar þú fékkst fyrsta bílinn þinn og síðan stóra mótorhjólið, alltaf tókstu litla frænda með á rúntinn, oft á tíðum héldu margir að við væram bræður og við vorum ekkert alltaf að leið- rétta það. Þú laukst þínu stúdents- prófi frá Flensborg og þá fluttist þú frá okkur, þá lá leið þín norður áður en þú fórst í bændaskólann. Ég man hvað það myndaðist mikið tómarám þegar þú fluttir og lengi vel stóð herbergið þitt á Blómvang- inum autt. Eftir að þú varðst prest- ur varð ég þess aðnjótandi að fá þig til að skíra dóttur mína í stofunni hjá mömmu og pabba, það er ógleymanlegt. Ég vil þakka þér allt sem við áttum saman, elsku frændi. Elsku Guðrún, Tómas, Þorvarð- ur, Kristrún og Ástrós, ég og fjöl- skylda mín biðjum algóðan guð að veita ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Jón (Jóndi) frændi. Hugurinn reikar um liðnar stundir nú á þessum sorgartíma, ég man ekki eftir mér öðruvísi en þú, Einar minn, værir partur af minni tilveru ýmist meira eða minna í gegnum árin enda vorum við elstu systkinabörnin þín nær þér í aldri. Æskuárin hjá ömmu og afa á Sönd- um á sumrin og unglingsárin þegar þú fluttir til okkar í Hafnarfjörð á veturna til þess að stunda nám við Flensborgarskóla. Minningarnar hrannast upp um margt sem brall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.